Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1961næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 03.01.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.1961, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIb Þriðjudagur 3. janúar 1961 — Ræba Ólafs Thors Framh. aí bls. 11 fyrst jafnfætis þeim þjóðum, sem á undan þeim eru komn ar. Það er í þessum heimi, sem við íslendingar lifum. Með breytingum hans og byltingum verðum við að fylgjast á næstu áratugunum. Þetta er vandasamara verk- efni fyrir íslendinga en flest ar aðrar þjóðir, vegna þess hversu fámenn þjóðin er, og vegna þess, við hversu erfið náttúruskilyrði hún býr að mörgu leyti. En þetta verk- efni verða íslendingar að leysa giftusamlega, ef hér á að blómgast sjálfstætt, ís- lenzkt þjóðfélag. Atvinnulíf Islendinga verður að fylgj- ast með þeim hraðfara breyt ingum, sem eiga sér stað annars staðar. Nýjar atvinnu greinar verða að rísa á fót og eldri atvinnugreinar að eflast, til þess að veita sí- vaxandi fjölda íslendinga atvinnu og skapa þeim lífs- kjör og félagsleg og menn- ingarleg skilyrði, sem í öll- um aðalatriðum séu sam- bærileg við það, sem ná- grannaþjóðimar bjóða upp á. íslendingar vernda ekki þjóðfélag sitt með því að standa kyrrir, heldur með því að fylgjast með og fella breytingar heimsins að sín- um sérstöku aðstæðum. Það er þá líka í raun og veru megintilgangur þeirra stefnubreytinga í efnahags- málum, sem nú hafa verið framkvæmdar, — að gera ís- lendingum kleift að fylgjast með í þeirri sókn til fram- fara og bættra lífskjara, sem nú stendur yfir um heim allan. ★ Erfiðleikana og sársaukann, sem stefnubreytingunni eru samfara, höfum við fengið að reyna á þessu ári í rík- um mæli, og eigum enn eft- ir að reyna, á því ári, sem í hönd fer. En jafnframt sjá- um við hilla undir þann já- kvæða árangur, sem fram- undan er. Við erum nú að byrja að sjá, að til fram- fara og velmegunar liggja 'i aðrar leiðir en þær, sem verðbólgan kenndi okkur að sækja. Það skiptir ekki að- eins máli, að nýtízku tækja sé aflað til atvinnurekstrar, heldur jafnframt og eigi síð- ur, að sérhvert atvinnufyrir- tæki sé rekið af ýtrustu hag sýni. Það skiptir ekki aðeins máli, að mikill afli berist á land, heldur eigi síður, að sá afli sé vel með farinn. Það skiptir ekki aðeins máli, að miklum framkvæmdum sé haldið uppi í landinu, held- ur eigi síður, að þær fram- kvæmdir séu þannig valdar, að þær skili þjóðarbúinu sem mestu í aðra hönd. Við sjáum nú einnig í skýrara Ijósi en fyrr, að bætt lífskjör spretta ekki upp úr kapphlaupi um hærri laun, heldur aðeins úr bættum vinnuafköstum hvers og eins og auknum afrakstri alls þjóðarbús- ins. Þegar endir hefur verið bundinn á verðbólguna, höft in og uppbæturnar, þá er skapaður grundvöllur fyrir hagsýnum rekstri atvinnu- fyrirtækja, vöndun fram- leiðslunnar, heppilegu vali framkvæmda og góðum vinnuafköstum einstaklinga, þá er komið inn á þá öruggu braut framfara og velmeg- unar, sem nágrannaþjóðir okkar hafa fylgt um langt skeið. Stefnubreytingin hefur það einnig í för með sér, að aftur opnast uppsprettur nýrrar fjármagnsmyndunar. Sparnaður í landinu er nú aftur að glæðast og mun halda áfram að glæðast því meir, sem meira öryggi skap ast um það, að verðbólgan sé á enda. Erlendar fjármála stofnanir, sem um margra ára skeið höfðu ekki talið mögulegt að veita fram- kvæmdalán til íslands, standa okkur nú opnar á nýjan leik. Haldist það jafn- vægi í efnahagsmálum, sem nú hefur náðst, skapast ný tækifæri til beinnar þátttöku erlends fjármagns í fram- kvæmdum hér á landi. Öll þessi tækifæri geta íslending ar notað og eiga að nota af skynsemi og hófsemd. Við eigum að beina hinu nýja innlenda sparifé til þeirra framkvæmda í atvinnulífinu, sem mest veita í aðra hönd, og til lausnar þeim félags- legu vandamálum, sem mest eru aðkallandi. Við eigum að taka erlend lán til langs tíma til arðbærra og nytsam legra framkvæmda, én ætíð í því hófi, að ofþyngja ekki greiðslugetu okkar. Og við eigum óhræddir að láta er- lent fjármagn taka beinan þátt í framkvæmdum hér innanlands eins og aðrar þjóðir gera um allan heim, að sjálfsögðu með þeim skil- yrðum og undir því eftirliti af hálfu íslendinga, sem nauðsynlegt er, til verndar okkar eigin hagsmunum. ★ Jafnframt því að viðhalda því jafnvægi í efnahagsmál- um, sem nú hefur náðst, mun það verða höfuðverk- efni ríkisstjórna íslands á næstu árum að vinna einarð- lega og skipulega að fram- faramálunum. í því skyni hefir verið ákveðið að semja margþætta, stórhuga fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu árin, og viðræður hafa verið hafnar við erlendar fjár- málastofnanir, sem lagt geta fram fjármagn til slíkra íramkvæmda. Tilgangurinn er að forðast skort og sálar- kvalir atvinnuleysisins og skapa ört vaxandi þjóð tæki færi til að beita starfsorku sinni; framtaki og hug- kvæmni til að nýta til fulls auðlindir íslands sér til bættra lífskjara. ★ Upphafsmenn þeirra fram- fara, sem átt hafa sér stað hér á landi á þessari öld, sáu það og skildu í byrjun ald- arinnar, að íslendingar máttu ekki lengur þrauka í kyrrstöðu, en urðu í skjótri svipan að tileinka sér nýja tækni og nýja þjóðfélags- hætti. Þessir menn höfðu nóga djörfung, nógan metn- að fyrir hönd þjóðar sinnar, til að leggja út í ævintýrið. En sannarlega er íslending- um á sjöunda áratug aldar- innar ekki minni þörf á að fylgjast með breytingum um heimsins, að forða sér undan kyrrstöðu og einangrun, að slíta sig úr viðjum þjóðfé- lagshátta, sem eru að verða úreltir. Og vissulega er ís- lendingum ekki minni þörf nú en þá á djörfung og heil- brigðum metnaði. til þess að leysa það verkefni af hendi. ★ Góðir áheyrendur! Það gengur á ýmsu í lífi þjóðanna. Höppum og gengi fylgja hrakföll og stundum neyð. Eftir veltiárin koma mögru árin, erfiðleikar og ó- ánægja. Þjóðirnar verða að kunna að bera góðu árin, án þess að gerast andvaralaus- ar, veikjast og spillast. Og mögru árin, án þess að æðr- ast og ala með sér uppgjaf- aranda og bölsýni. Illu árin eru aldrei eingöngu ill. Þá reynir á fórnarlund, vit og þrek og hverskonar mann- dóm. íslendingar þurfa nú margan vanda að leysa. Margan vanda, sem engin stjórn fær leyst, án þess að til komi samvinna við allar stéttir þjóðféiagsins — samfylking allrar þjóð- arinnar á erfiðum tímum. Þetta samstarf, þennan skilning, biður stjórnin um. Sjálf skilur hún óslc- ir fólksins. Það er gleði- snautt starf að standa gegn þessum óskum, en þó miklu betra hlutskipti en að stefna aftur opnum augum ofan í fenið. Með því væri líka roiklu meiri þrengingum boðið heim og fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar teflt í hættu. Og hver vill það? Ekkert ncma skilning- urinn á því, hvað í húfi er og trúin á það, að rétt sé stefnt og að bráðlega muni birta í lofti, getur gefið stjórninni þrek til þess að standa gegn kröf- unum og þjóðinni þá bið- lund og fórnarlund, sem allt veltur á að hún sýni. 'k Á morgun hefst nýr ára- tugur á löngu æviskeiði ís- lenzku þjóðarinnar — sjö- undi tugur tuttugustu aldar- innar. Við skulum vona, að hann verði drjúgur áfangi á leið íslendinga til meiri þekkingar og vits, meiri þroska, meiri alvöru og ábyrgðar og öruggari sjálfs- stjórnar, fastari og farsælli taka á þeim margvíslegu við fangefnum, sem mestu skipta fyrir veraldlegan og andlegan farnað. Með ósk um vaxandi gæfu og gengi, um vaxandi þjóð á réttri braut, — óska ég ykk- ur öllum, áheyrendur mínir, og hverju mannsbarni á Is- landi gleðilegs árs. Itfaaðungarnppboð eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs í Kópavogi og að undangengnum lögtökum verður haldið opinbert uppboð við skrifstofu mína, Álfhólsvegi 32, Kópa- vogi, þriðjudaginn 10. janúar 1961 kl. 15. Seldar verða bifreiðarnar R-450, Y-99, Y-678, Y- 609. Einnig verður selt ýmis konara lausafé. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. !! Enskuskóli LEO MUNRO S í mi 1 9 4 5 6 Aldrei fleiri en 10 í flokki. Talmálskennsla án lesturs. Kennsla barna og fullorðinna hefst 9. og 10. jan. (Námskeiðinu lýkur fyrir páska). Innritun, stundaskrá og upplýsingar í síma 19456 daglega. Geymið auglýsinguna. f Jólatrésskemmfun Glímufélagsins Ármann verður haldinn í Sjálístæoishúsinu fimmtudaginn 5. janúar kl. 3,45 síðdegis. Skemmtíatriði - Margir jólasveinar - Kvikmyndir o.fl Aðgöngumiðar eru seldir í Sportvöruverzlunni Hellas, Bókabúðum Lárusar Blöndals, og skrifstofu félagsins íþróttahúsinu daglega frá kl. 5—7. Glímufélagið Ármann. Vélstjórar VÉLSTJÓRAFÉLAG Islands MÓTORVÉLSTJÓRAFÉLAG ISLANDS. Jólatrésskemmtun vélstjóra verður haldin fyrir börn félagsmanna í Tjarnarcafé sunnudaginn 8. jan. 1961 kl 15. Dansskemmtun hefst kl. 20,30. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofum félaganna Bárugötu 11 kl. 15—-18 hjá Lofti Ólafssyni Eski- hlíð 23, Gissuri Guðmundssyni Rafstöðinni við Elliða- ár, Gunnar Gíslasyni Njálsgötu 71, Sveini Þor- bergssyni, Öldugötu 17 Hafnarf., og Ásgrími Egils- svni Álfheimum 56. Skemmtinefndin. Þvottahúsið SKYRTAN frá og með áramótum sækjum við og sendum.

x

Morgunblaðið

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Mál:
Árgangir:
110
Útgávur:
55340
Registered Articles:
3
Útgivið:
1913-í løtuni
Tøk inntil:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í løtuni)
Haraldur Johannessen (2009-í løtuni)
Útgevari:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í løtuni)
Keyword:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Stuðul:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (03.01.1961)
https://timarit.is/issue/111461

Link til denne side: 12
https://timarit.is/page/1333185

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (03.01.1961)

Gongd: