Morgunblaðið - 05.01.1961, Síða 5

Morgunblaðið - 05.01.1961, Síða 5
Fimmtudagur 5. jánúar 1961 MORCTJIVTiT AÐ1Ð 5 Nei, ég ver3 ekkert hrædd- ur þó pabbi gleypi eld. Eld- urinn fer bara niður í hann og svo út úr honum aftur. Það er Remy Vemy David, fjögurra ára þeldökkur snáði, sem lýsir þannig aðförum pabba sins, Sammy Wilds, sem dansar ásamt tveimur konum í Lido svokallaðan shako, trúarlegan dans frá Ghana í Afríku og gleypir að endingu eld, eins og tilheyrir. Þegar blaðamaður Mbl. sá hann, iét hann ísl. lækni einn kveikja sér í sígarettu á log- unum í munni sér, til að sýna að ekki væri um sjónhverf- ingu að ræða. — Hefur þú nokkurn tíma reynt að borða eld? spyrjum við snáðann. — Já, en það brenndi mi'g i munninn og af mér augna- hárin, sagði Remy Vemy skömmustulegur. — Ef við förum heim til Ghana á næsta ári, þá byrja ég að kenna honum, greip faðir hans fram í. Þannig lærði ég þetta, af föður mín- um, sem er það sem þið hér norðurfrá kallið töfralækni. Hann er aðaltöfralæknirinn í Accra og heitir Akonjanboli- ologu. Sjáið þér ( hann benti á sex stór ör á kinnum sín- um), þetta er fjölskyldu- merkið okkar. Allir sem sjá mig á götu í Ghana vita hverrar ættar ég er. Þar heiti ég Ogurami. Þannig gen-gur þetta alltaf í okkar ætt. Faðir kennir syni. Allir geta lært þetta, það er trúaratriði, það sem fólk á Vesturlöndum kallar sjálfsdáleiðslu. Ef maður trúir nógu mikið á eitthvað, þá getur maður það. Þó ég brenni mig i hvert skipti svolítið á vörunum og í munni, þá finn ég það ekki (t munnvikum hans eru ný brunasár og ör á andlitinu). En ég finn heldur ekki bragð af neinum mat, ekki pipar eða saltbragð og ekki hvort maturinn er heitur eða kald- ur. Ég hefi þó ekki ennþá sömu þjálfun og pabbi. Heima er stundum haldin há- tíð með brennu, alveg eins og hér á gamlárskvöld. Þá er pabbi settur í köstinn, kveikt í og trumbur barðar alla nótt ina. Hann kemur úr bálinu dá lítið brunninn, enda hefur hann ör um allan líkamann, en hann finnur það ekki. Hann hefur líka kraft tii að kalla á regn á einum klukku- tíma, en því trúið þið ekki. Blaðamaðurinn fullvissar hann um að hér þurfi engan töfralækni til að kalla á regn, og biðUr hann blessaðan um að fara ekki að leika svo- leiðis listir í Lídó. Það væri ekki víst að Reykvíkingar yrðu svo hrifnir. — Auðvitað er þannig sjálfvirk- ur einkaritari tæknileg fram- för . . . en þó . . . . — Ertu að fiska? — Nei, ég er að drekkja orm- um. ★ Dómarinn: — Þér fáið 4 daga eða 100 krónur. Ákærður: — Eg vil heldur 100 krónur, þakk. ★ — Þér megið víst til með að taka yður matarkúr um tíma. Hvað gerið þér annars? — Eg er sverðagleypir í sirkus. — Þá verðið þér að láta yður nægja hnífa og gaffla fyrst um sinn. i Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá N.Y. kl. 03:30, fer til Glasgow og London kl 10:00. — Edda er væntanleg frá Hamb., Kaupmh., Gautaborg og Stavanger kl. 20:00, fer til N.Y. kl. 21:30. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss fór frá ísafirði í gær til Flateyr- ar. — Dettifoss er á leið til Rvíkur frá Ventspils. — Fjallfoss er á leið til Rvíkur frá Leningrad. — Goðafoss fór frá Súgandafirði í gær til ísafjarðar. — Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Leith. — Lagarfoss fór frá Akranesi í gær til Vestniannaeyja. — Reykjafoss er í Hamborg. — Selfoss fer frá N.Y. á morgun til Rvíkur. — Tröllafoss er í Rvík. — Tungufoss fór frá Ólafsfirði2. til Seyðisfjarðar, Norð- fjarðar, Eskifjarðar, Reyðarf jarðar, Fáskrúðsfjarðar, Ólafsfjarðar og þaðan til Ósló. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Ventspils. — Askja lestar á Norðurlandshöfnum. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Rvfkur frá Gautaborg. — Vatna- jökull fer í dag frá Grimsby áleiðis til London. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Akureyri. — Esja er á Vestfjörðum. — Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld til Rvíkur. — Þyrill er á leið til Karlshamn. — Skjaldbreið fer frá Rvík kl. 17 í dag vestur um til Akureyrar. — Herðubreið fór frá Rvík í gær austur um til Kópaskers. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Aabo — Arnarfell er í Rvík. — Jökul- fell er á leið til Ventspils. — Dísarfell lestar á Austfjarðahöfnum. — Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. — Helgafell er í Riga. — Hamrafell er á leið til Gautaborgar frá Tuapse. Hafskip h.f. — Laxá er á leið til Kúbu. STÖKUR OG BROT .... EFTIR SIGURÐ BREIÐFJÖRÐ .... Sunna háa höfin á hvítum stráir dreglum, veröld má sinn vænleik sjá í vatna bláum speglum. I»ví vil kvaka þannig ég þanka vakinn, glaður, mig til baka í duftið dreg, dauðans sakamaður . . . Bílar til sölu Nýs.tandsettur Kaiser ’52 og Ford sendiferðabíll ’38 í góðu lagi. Seljast mjög ó dýrt. Uppl. í símum 1763Ö og 19241. Rösk og ábyggileg óskast nú þegar. Vogaver Gnoðavog 44 - Sími 35390 25—35 tonna og 80—90 tonna útilegubát ur með eða án áhafnar og útgerðar óskast. Tilb. send ist Mbl. merkt. „10 mánuð ir — 1394“. Enska Kenni ensku. Áherzla á talæfingar sé þess óskað. Uppl. í síma 24568 kl. 4—6 e.h. Eiisabet Brand Matsveinn Vanur matsveinn óskar eftir plássi á góðum bát, helzt útilegubát. — Sími 18059 næstu dag. Vil kaupa bát Árabát eða með vél, sem væri heppilegur til hrogn kelsaveiða. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Bátur 1409“ Hárgreiðslukona Dönsk hárgreiðslukona ósk ar eftir atvinnu í Reykja- vík (miðbænum). Hanne Petersen Hvedevej 22, Bronshöj, Köbenhavn, Danmark. Keflavík 3ja—4ra herb. íbúð óskast 1. febr. Uppl. á símstöð- inni, Keflavíkurflugvelli. 2ja—3ja herb. íbúð róleg kona óskar eftir íbúð í gömlu eða nýju húsi í bæn um. Barnlaus. Uppl. í síma 50494 eftir kl. 7 á kvöldin. Ljósmyndastækkari Mig vantar stækkara, má vera notaður, þarf helzt að taka 35 mm og 6x6 cm. Simi 18610 fyrir hádegi fimmtudag og föstudag. Myndatökur í heimahúsum. Sími 14002. Sævar Halldórsson Ljósmyndari 2ja—3ja herb. íbúð óskast til leigu, sem fyrst.. Helzt í nágrenni Lands- spítalans. — Uppl. í síma 3-63-54 milli kl. 4 og 6 í dag. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Þegar óhryygur heimi fri héðan Siggi gengur, fjöllin skyggja ekki á alvalds hygging lengur. í kvöld munu nýjir skemmtikraftar koma fram í Storkklúbbnum. Eru það ít- alskir fimmmenningar, Gabr- ielo Orizi og félagar. Þeir komu hingað í fyrrakvöld frá Kaupmannahöfn, þar sem þeir hafa skemmt í sumar við mjög mikla hrifningu, meðal annars á Adlon. Fimmmenningar þessir Ieika á fjölda hljóðfæra og syngja allir með, einnig leika þeir lög þar sem einn þeirra syngur einsöng og heitir hann Aldo Rincicotti. Félagarnir leika -ðallega ítölsk og suður-amerísk Iög, mikið cha-cha-cha. Þeir munu dvelja hér á landi í hálfan mánuð og skemmta gestum Storkklúbbsins. Sendisveinn Röskur og ábyggilegur sendisveinn óskast strax. Uppl. á verkfræðideild Rafmagnsveitunn- ar, Hafnarhúsinu 4. hæð. Rafmagnsveita Reykjavíkur Breyting á viitalstíma Nú um áramótin hætti ég störfum sem heimilislæknir hjá sjúkrasamlagi Akraness, en mun sem sérfræð- ingur (í handlækningum) hafa opna lækningastofu á mánud. og fimmtud. kl. 2—4. PÁLL GfSLASON sjúkrahúslæknir, Akranesi. Keflavík Vantar múrara til að múra einbýlishús að innan. Tilboð kemur til greina. Uppl. í síma 1881 kl. 7—8 á kvöldin. Verzlunarst/óri Óskum að ráða röggsaman mann til sölu og verzl- unarstörf í stóra sérverzlun hér í bænum, nú þegar eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist Morgun- blaðinu fyrir föstudagskvöld, er tilgreini aldur, fyrri störf ásamt kaupkröfu, merkt: „Verzlunar- stjóri — 1405“. Fullkominni þagmælsku heitið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.