Morgunblaðið - 05.01.1961, Síða 9
Fimmtudagur 5. janúar 1961
MORGUNBLAÐIÐ
9
-ö
Fiskveiðar
og fiskrækt
FYRK á öldum er íslendingar
hýrðust í hálfrökkri grútarlampa
og válegra voðahljóða úr tóm-
rúmi náttmyrkursins, sáu menn
alls kyns sýnir og fyrirbæri, er
xnögnuðust í þjóðsögunni á
ýmsan hátt, og voru að vissu
leyti viðtekin sem hluti af raun-
veruleikanum, en fengu síðar á
sig samheitið draugagangur.
Þessi gamli og heiðarlegi drauga
gangur er nú mikið að hverfa,
með sívaxandi raflýsingu lands-
byggðarinnar, og möguleikanum
til þess að skilgreina margt af
því sem mönnum í fljótu bragði
virðist furðulegt.
En þrátt fyrir aukin menntun-
arskilyrði, virðist ótrúlega
mörgum gjarnt, að liggja bver-
flatir fyrir allskonar kynjasög-
um nútíma seiðkarla, er af-
skræma einfaldar staðreýndir
og mála skrattann á vegginn,
þar sem auðvelt væri þó að
beita heilbrigðri skynsemi.
Draugatrúin gamla er barna-
glingur, á við það tízkufyrir-
hæri er af þessu hefir hlotizt,
og lýsir sér í skynlausri móður-
sýki fjölda manna, er slævast af
alls kyns furðusögum og glata
dómgreind sinni.
í ísafjarðarblaðinu „SkutuH“
birtist fyrir stuttu grein er nefn
ist: „Uppskurður sem ekki ætti'
að dragast“, og er endurprent-
uð í Alþýðublaðinu 13. des.
ásamt rammatilkynningu um,
að þetta sé „athyglisverð grein
um sjávarútvegsmál". Varla er
hægt að hugsa sér ljósara dæmi
um háþróaða móðursýki, heldur
en þessa grein, og þess vegna
hættulegt fyrir almenning, ef
enginn yrði til þess að kryfja
hana til mergjar .
Greinin er skipulega samsett,
viðamikið orðbragð og vel sund-
urliðað í kafla, það sem grein
arhöfundur telur mesta þörf á,
að opinbera almennngi til við-
vörunar þeirri vá, sem sjávarút-
vegurinn sé þjóðinni í höndum
þeirra manna er við hana fást,
með „sívaxandi snúningshraða
hringavitleysunnar í útvegsmál-
um“.
Greinarhöfundur siær mikið
um sig með þeirri margþvældu
og fávíslegu fullyrðingu, að at-
vinnurekendur sjávarútvegsins
„einblíni á endalausa ríkisfram-
færslu“ og lýsir alla samninga
útvegsmanna við fiskkaupend-
ur og ríkisvald um fiskverð, sem
„kascotryggingu ríkisvaldsins á
hvers kyns óreiðu, fyrirhyggju-
leysi og glæframennsku".
Krufning slíkra setninga, þýð-
lr raunverulega samkvæmt ís-
lenzkri málvenju, að allar ríkis-
stjórnir hafi látið glæfrasamtök
útvegsmanna hlunnfara sig ár-
lega, á kostnað almennings, svo
útgerðin yrði rekin áhyggjulaust
almenningi til stórtjóns!
Og hvað er það þá, sem
þetta þjóðhættulega L. í. Ú., er
að krefja ríkissjóð! og almenn-
ing til að greiða með fiskverð-
inu?
Fiskifélag fslands hefir um ára
bil starfrækt skv. sérstökum
lögum Reikningaskrifstofu sjáv-
arútvegsins, er innheimtir árlega
rekstursreikninga bátaútvegs-
ins, svo auðvelt er að fylgjast
með afkomu hans, því þó hver
einasti aðili skili ekki skýrzlu,
berast allt að 80% allra reksturs
reikninga er máli skipta, og mun
svo nákvæmt og öruggt yfirlit
ekki vera til um nokkra aðra at-
vinnugrein á íslandi.
Fiskifélag íslands safnar einn
ig skýrslum um aflabrögð og
veiðiferðir allra fiskiskipa og
um vinnslu aflans eftir að hann
kemur í land. Allar þessar upp-
lýsingar birtast reglulega í viku
riti félagsins, Ægi, eða sérút-
gáfum opinberlega og öllum
heimilt að kynna sér.
1 skýrslu Reikningaskrifstof-
unnar um rekstur vélbátaflotans
árði 1958 segir m. a.: „Skýrsl-
umar eru flokkaðar eftir veiði-
aðferðum og bátastærðum, og
ná til 106 skipa, sem stundað
hafa 201 veiðiúthald. — Yfirlit
þetta sýnir hagnað á línu og
þorskanetjaveiðum á vetrarver-
tíð, en tap með öðrum veiðiað-
ferðum, en mjög mismunandi
mikið“.
Ársrekstur allra þessara báta
á þorsk og síldveiðum sýnir að
tekjur þeirra hafa orðið 113,5
millj. króna, en gjöldin 117,8
millj. og því 4,3 millj. króna
tap á heildarrekstrinum.
Einfaldast væri að segja um
þetta tap og allau reksturinn
að það sé aðeins vegna „eyðslu
og eyðileggingaræðfe" útgerðar-
manna og bát*formanna, sem
„grýta veiðarfærunum á báða
bóga eins og fánýtu skrani",
eins og greinarhöfundur orðar
þar. En vilji menn vita sannleik-
ann, stangast slíkt þvaður al-
gjörlega á við staðreyndina um
það, hvað verður af „fiskverð-
inu“.
Ennfremur má sjá að útgerð-
arkostnaðurinn 117,8 milljón kr.
fer ekki „til útgerðarinnar" held
ur aðeins i gegnum útgerðina,
til þess að greiða ýmsum aðilum
vöru og vinnu, svo hægt sé að
koma skipunum til hinna dýr-
mætu fiskveiða, er síðan skapa
þjóðinn gjaldeyri til frekari
viðskipta utanlands og innan.
Kostnaðarliðirnir voru eins og
sjá má af meðfylgjandi töflu
um hlutfall, er greiða skyldi
hverjum þætti fyrir sig:
. 4,10 % f. beitu
0.08 — f. ís og salt
5.22 — f. olíur
1.61 — f. akstur og aukavinnu
0,81 — í hafnargjöld
15,20 — f. veiðarfæri
47,10 — t. skipverja
0,94 — f. trygg. áhafnar
4.62 — f. viðhald skips
4,18 — f. viðhald vélar
3,20 — f. trygg. skips
0,77 — f. vexti af rekstrarl.
0,56 — í útsv. og skatta
1,31 — í framkstj. og bókhald
1,29 — í ýmsan kostnað
2,58 — i vexti fasta lána
3,25 — í fyrn. af skipi
3,18 — í fyrn. af vél.
En eins og fyrr greinir vant-
aði 4,3 millj. krónur til þess að
allir gætu fengið sitt. Þó má
gera ráð fyrir, að þeir sem seldu
útgerðinni það sem þarna grein-
ir, telji sig ekki hafa tekið meira
fyrir vöru sína og vinnu, heldur,
en sanngjarnt reynist. Og þó j
mörgu slæmu megi trúa um út-
gerðarmenn, þá þykir mér held- !
ur ótrúlegt að margir þeirra!
greiði yfirleitt meira heldur en1
það sem þeir nauðsynlega þurfa j
að gera.
Greinarhöfundur segir um
meðferð báta og véla „að sífellt
séu settar stærri vélar í batana ■
og auðvelt reynist, að gera sterk i
ustu skip, að ónothæfum beygl j
um á skömmum tíma”. En ef
betur er að gætt, segir raunveru í
leikinn allt annað.
Samkvæmt Sjómannaalmanak
inu íslenzka 1961, er aldur báta-
flotans í stærstu verstöð lands- ]
ins, Vestmannaeyjum, á komandi í
vertíð þannig, að meðaltals ald j
ur báta yfir 40 brt. er 16 ár og J
meðalaldur vélanna er 7,6 ár.;
Meðalaldur báta undir 40 brt. erj
27 ár og aldur vélanna 12 ár. J
„Árlega er milljónatugum eytt j
og sóað í veiðarfæri, sem er hent j
og grýtt á báða bóga . . .“ — j
„þetta eyðslu og eyðileggingar- j
æði nær hámarki sínu á vertíð-
inni á Suðurlandi“, segir grein- J
arhöfundur. Ef þessi ummæli
hefðu við rök að styðjast þýddu
þau raunverulega, að megin
þorri íslenzkra bátaformanna og
sjómanna á suðurlandsvertíð, j
væru skemmdarverkamenn. Vill'
nokkur íslendingur í raun og
veru halda slíkri fjarstæðu
fram? Auðvitað ekki.
En hvað er þá þessi suður-
landsvertíð i raunveruleikanum.
Þetta „ofurkapp æfntýra-
mennsku" og þessar „villu-
mennskuveiðar, sem lýkur á vor
in“! |
Fyrir hverja vetrarvertið er
setzt á rökstóla til þess að ákveða
fiskverðið til vélbátanna. Full-
trúar útvegs og fiskvinnslu í
landi, leggja fram aflamagn og
rekstursyfirlit fyrri ára og til
Framh. á bls. 13.
Rennismíði
3 til 4 ungir menn geta komist að í rennismíði.
Þurfa ekki að gera námssamning.
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f.
Hefi flutt
málflutningsskrifstofu mína úr Aðalstræti 8
í Austurstræti 10A, 4. hæð.
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
hæstaréttarlögmaður.
3nzz
KUSBYGGJENDUR — FRAMLEIÐENDUR
1l
Hefl opnað verkfræðistofu að Grettisgöcu 32.
Annast skipulagningu lýsingar, teiknun rat
lagna og önnur rafmagnsverkfræðistörf.
Leitið ókeypis verðtllboða.
GISLI JONSSON
Rhfmagnsverkfracðlngur
Grettlsgötu 32 — SJmi 364S2
’trr xr —ir- t- r* r-t- —
IZAsgagnafjaðrir
borði og hessian fyrirliggjandi.
Ó. V. Jóhannsson & f'o.
Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563.
Skrifstofuhúsnæði
tvö til þrjú herbergi óskast á góðum stað í bænum.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
þriðjudagirui 10. þ.m., merkt: „AB — 1408“.
N auðungaruppboð
feii fram í fiskverkunarstöð Jóns Kr. Gunnarssonar
við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 7. jan.
n.k. kl. 10 árd. Selt verður: Línubalar úr járni, neta-
steinar, baujur, netarúllur og færibandsefni úr alu-
minium. — Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
UPPBOÐ
Opinbert uppboð verður haldið að Lækjarbug í Blesu-
gróf, hér í bænum, eftir beiðni Lögreglustjórans í
Reykjavík, föstudaginn 13. janúar n.k. kl. 1 e.h.
Seld verður óskila hryssa, steingrá, ca. 6 vetra.
Mörk: Biti framan hægra, blóðstýft framan fjöður
aftan vinstra.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Stór íbúðarhœð
á glæsilegum stað er til sölu. íbúðin er á efri hæð
í 2ja hæða húsi, hefur sér inngang, sér þvottahús og
gert er ráð fyrir sér hitalögn. íbúðin er í smíðum,
pússuð utan, með tvöföldu gleri.
Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9 — Sími 14400.
99
Lelgið bíl og akið sjálf
66
*BflAl£iGAN
Kynnið yður nýja vetrarverðið.
Upplýsinffar í síma 35341.
3/o herb. íbúð
á hitaveitusvæði til leigu.
Tilboð merkt: „Hitaveita
— 1116“ sendist afgr. Mbl.