Morgunblaðið - 05.01.1961, Page 12

Morgunblaðið - 05.01.1961, Page 12
12 MORGZJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. janúar 1961 AL Alexander Halldórsson lllinning HINN 13. október 1959 lézt í Landsspítalanum í Reykjavík Alexander Halldórsson frá Neðri Fiðvík í Aðalvík en var jarð- nginn á ísafirði hinn 21. s. m. Han var fæddur hinn 5. janú- 'ar árið 1880 í Rekavík bak Látur þar seni foreldrar hans áttu heima þá, og með þeim flutti hann að Neðri-Miðvík, en þau voru Halldór Þeófílusson og Kristjana Jónsdóttir. í Neðri- Miðvík dvaldi Alexander heitinn alla tíð meðan hann átti heima 1 fæðingarsveit sinni, því hann tók við búi af foreldrum sínum, an hann flutti til Reykjavíkur érið 1947, en þá var byggðarlag hans að tæmast af fólki og byggð að leggjast í eyði, þótt 6 ár liðu þar til allir voru fluttir burt úr Aðalvík, en um haustið 1953 fluttu þeir, sem lengst höfðu þraukað þar. Alexander kvæntist hinn 27. desember 1919 Jónu G. Bjarna- dóttur, sem fædd var á ísafirði og því flutt sunnan yfir Djúp norður í Sléttuhrepp. Þau hjón eignuðust 6 börn, dóu tvö þeirra þegar á unga aldri, en hin fjög- ur lifa föður sinn, en þau eru Kristjana og Halldór, Magnús og Gróa. Hinn 21. febrúar 1933 missti hann konu sína, sem varð honum hið þyngsta áfall með börnin enn í ómegð. Ofan á raunir konumissis varð hann að láta frá sér tvö börn sín, þau Magnús og Gróu. Tók systir hans, Guðný Halldórsdóttir, og eiginmaður hennar, Kristinn Grímsson sem þá bjuggu á Horni, Gróu dóttur hans, í fóst- ur en frændfólk og vinafólk konu hans tóku Magnús, þau hjón Kristín Magnúsdóttir og Jón Magdal Jónsson í Engidal. Er Alexander hóf búskap í Miðvík var systir hans fyrst ráðskona hjá honum unz hann giftist, en eftir lát konu sinnar bjó hann með hinum börnum sínum tveimur, Kristjönu og Halldóri. Þótt þar væru miklir örðugieikar á vegna æsku þeirra kaus hann heldur þann kostinn en láta þau einnig frá sér og leysa upp heimilið. Var honum þetta því örðugra sem hann var oft að heiman við smíðar, en hann stundaði þá iðju jafnframt búskapnum. Urðu þau systkin- in af þeim sökum oft að dvelja ein og sjá um sig eftir beztu getu, jók það á erfiðleika hans. Og nú varð hann að taka að sér bæði föður- og móðurhlutverk- ið, sem varð honum sem öðrum að nokkru ofviða, því honum reyndist sannmæli þetta spak- mæli: Fár er sem faðir enginn sem móðir. Það er reynsla kyn- AHMF/IMIKia -LOG Sérstaklega framieiddur fyrir uppþvott lÖGUfí/HH£Q AfAQ o Þér verðið að reyna hinn nýstárlega LUX-lög Hann er í fallegri plastflösku og gerir leirtauið miklu hreinna. Það er staðreynd, að Lux-lögurinn þvær leirtau yðar svo rækilega, að hvergi verða óhreinindi né fitubletti að finna. Leggið bolla yðar, diska, glös og borðbúnað fram til þurrkunar og á svipstundu er allt skraufþurrt og tandurhreint. Lux-lögurinn er afar drjúgur og sparneytinn Smáskammtur úr hinni •handhægu plastflösku er nægilegt magn til að þvo •» upp fullan vask af fitugu og óhreinu leirtaui og borðbúnaði. Fáeinir dropar af LUX-LEGI og uppþvotturinn er búinn slóðanna, að hún ein eigi þann skilning til að bera og fyrirgefn ingarmátt sem eilífðargildi hef- ur og í henni búi sá hljóði máf.t- ur, sem hefur fullkomna hæfi- leika til þess að sveigja barns- huga að móðurvilja og móta hann kærleiksþeli og guðlegum anda. Enda mælir skáldið þann sannleika að: Enginn kenndi mér eins og þú, hið eilífa stóra kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar mundir. Við móðurlát brestur strengur í lítilli barns- sál með svo miklum og svíðandi sársauka, að faðir fær þar varla umbætt til fullnustu. Honum er þar ærinn vandi á höndum að bera af blökin svo sem bezt verður og græða hin svíðandi sár. Og aldrei tekst svo vel að betra sé vel gróið en heilt. En þessi vandi blasti við ekkjúmanninum, er hann stóð við hinzta hvílubeð eiginkonu sinnar, móður barnanna, sem kærleiksörmum og umsjá henn- ar voru svipt. En með guðshjálp og mætti sterkrar trúar tókst honum giftusamlega að ala upp börn sín og með honum og þeim tókst ástríki mikið. Hann vildi vaka yfir velferð þeirra og heill og þau vildu sem bezt þakka honum með því í elli hans að veita honum hjúkrun og um- hyggju þegar halla tók undan fæti og elli sótti fast á og sjúk- dómar, því einnig, er til Reykja- víkur kom héldu þau þrjú áfram sameiginlegu heimilishaldi. Eft- ir að þangað kom fékkst Alex- LOFTUR h.t. LJOSMYNDASTOFAJSí Ingóifsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Yonarstr. 4 V'R-húsið Sími 1775? lögfræðistörf og eignaumsýsla F élagslíf Framarar Jólafundur verður fyrir 4. og 5. fl. í Framhúsinu í kvöld, fimmtudag, 5. jan. kl. 8,15. — Skemmtiatriði: Kvikmyndasýn- ing, Bingó o.fl. Ath.. Verðlauna- afhending fer fram í Hverfa- keppni 4. fl. innanhúss. Knattspyrnunefndin Kf. Þróttur Jólatrésskemmtun félagsins verður haldin n.k. mánudag kl. 15 e.h. í Sjálfstæðishúsinu. Að göngumiða má panta hjá Guðjóni Oddssyni í síma 22866 og hjá Halldóri Sigurðssyni í síma 13443 fyrir kl. 12 f.h. á laugardag. — Náanari uppl. veita sömu menn. Skemmtinefndin. I.O.G.T. Stúkan Frón nr. 227 Fundur í kvöld kl.20,30. Kosn- ing emibættismanna. — Kvik- myndasýning og kaffi eftir fund. Æ. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,15. Stutt ur fundur. Eftir fund verður sam sæti fyrir Benedikt S. Bjarklind stórtemplar Og frú. Félagar fjöl mennið og mætið stundvíslega kl. 8,15. Æ. T. ander heitinn eingöngu við smíðar. Stundaði hann iðju sína á meðan hann gat vegna elli og veikinda. Hann barðist við sjúkdóm sinn er leiddi hann til dauða, af hetjuskap og æðruleysi og trú- artrausti á þeim guði, sem hafði leitt hann og stutt á erfiðri göngu lífsins. Hann vænti þess, að hann enn vildi leiða hann á eilífðargöngunni, þegar skipti hér um á aldurtilastund. Hann bar einnig þá trú í brjósti að hans biðu ástvinir hans handan skila lífs og dauða. Þar bar hæst í vitund hans eiginkonan dána og horfna, sem hann hafði saknað mjög og borið með hon— um hita og þunga hinnar líðandi stundar, en horfið á bak við hinn dimma og dökka hjúp dauð ans á miðjum aldri að óloknu miklu og göfugu og þýðingar- miklu hlutverki, móðurhlutverk inu. Við hlið hennar vildi hann fá að hvíla nú að loknu ævi- skeiði, því var lík hans flutt til ísafjarðar og jarðsett þar við hlið hennar, en hún hafði dáið á ísafirði og því jarðsett þar. Vissulega hefði hann viljað mega hvíla í skauti heimabyggð ar sinnar sem hafði borið hann og blessað, þar sem vagga hans hafði staðið, þar sem hann hafði háð þunga lífsbaráttu en borið sigur úr býtum fvrir þraut- seigju og trúarstyrk. Þessi byggð var honum kærust allra staða á jarðríki. Hann elskaði og bar lotningu fyrir hinu hrikalega landslagi, sæbröt+um hamra- veggjum sem stálþil væru, þar sem bjargfuglinn átti sér heima- byggð og varpstöðvar. Hann stæltist líka sem aðrir af hinni stórbrotnu náttúru og átökum við válynd veður, br'ðarbylji, svo svarta að ekki sá út úr aug- unum. Þar hvíldu líka skuggar dimmrar svo að segja, heim- skautanætur. En þar var líka að fagna dreymandi, hikandi vor- nóttum lýstum af logaevltri mið nætursól. Gott var að hvíla í skauti hárra fjalla á slíkum stundum er kvöldbl.iðan logn- væra kyssti hvern reit. í fjar- lægð var gott að hvílast við slíka hugarsýn á ellidögum, þegar hugurinn leitaði fastast heim á fomar slóðir. Þá var einnig gött að lifa í heimi hins liðna, sögu heimabyggðarinnar, sem bæði bar svipmynd skugga og harma sem Ijósgeisla hetju- dáðar og unninna sigra. — Þar hafði lífsbaráttan verið erfið við brim og boða og þunga öldu, frosthörkur og grimma hrið. Þar höfðu þung örlög og voveif legir atburðir rist djúpar rúna- ristur í hug og svipmót fólksins norður þar. Þar voru tíðir skips- skaðar á öld áraskipanna, sem lögðu úr vör stundum með hrausta og efnilega drengi inn- anborðs, en komu ekki til baka. Þá féll margt höfugt tár hjá ekkjum og munaðarlausum er þung aldan við klettótta strönd boðaði feigð og söng sitt þunga dánarlag. Og þótt björgin færðu mikla björg í bú í eggjum og fuglafangi, þá heimtuðu þau sin ar mannfórnir. Harmsagan sú er einnig djúpt greypt í vitund manna og er þeim minisstæð. Á fjarlægum slóðum, fjarrl heimabyggð, í nokkurskonar út- legð, reikar hugurinn heim á leið. Þegar sól gyllir tinda norð- lægar slóðar og boðar bjartar nætur, einnig þegar hríðarbyljir geisa, þá er á síðkvöldum sezt við aringlæður minninganna. Þá getur hugurinn tekið undir þessar Ijóðlínur: Fyrir hug mér sveima liðnar tíðir eins og sýn- ing skuggamynda á tjaldi. Sú varð raunin með Alexand- er heitinn, að hugurinn leitaði títt heim, heim á fornar slóðir. Þar var gott með hugann að dvelja, mitt í ys og þys strætis- ins og umferðarólgu borgarlífs- ins, þar sem hann festi aldrei rætur að fullu. En gott var að njóta umönn- unar bama sinna í ellinni. Hann beið því æðrulaus sinnar lausn- arstundar. Blessuð sé minning hans. S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.