Morgunblaðið - 05.01.1961, Page 13
Fimmtudagur 5. janúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
13
— Fiskveiðar
Framhald af bls 9.
skamms tíma hafði ríkisvaldið
hcnd í bagga vegna uppbóta-
kerfisins. Endirinn er venjulega
sá, að þeir sem í landi starfa
hafa nokkum veginn allí sitt á
þurru, þar sem minni sveiflur
eru á milli tilkostnaðar og feng-
ins afla til úrvinnslu, heldur en
á sér stað á sjónum. En þar sem
þá er tiltölulega lítið eftir af
markaðsverði vörunnar útfluttr
ar samkvæmt ráðandi gengi, fær
hráefnisframleiðandinn (vélbát-
urinn) aðeins það sem eftir er
og verður því að afla ofurmann-
lega til þeSS að fá nokkurn veg-
inn upp í kostnað.
Vetrarvertíð fyrir Suðurlandi
er almennt talinn vera janúar
—maí. Samkvæmt aflaskýrslum
Eiskifélags ísiands var ársafii
vélbátaflotans á þessu svæði
1958 samtals 146,400 tonn, en
þar af voru 135.000 tonn eða
92,2% veidd á vetrarvertíðinni,
og ef betur er að gætt, kom
megnið af þeim afla á land að-
eins á tveim mánuðum, í marz
og apríl eins og venjulega hefir
átt sér stað.
Til þess að ná þessu mikla
aflamagni á hinni stuttu vertíð
bátanna, verður að nota svo
mikið af veiðarfærum sem mögu
legt er. En það þýðir auðvitað
ekki, að menn séu viljandi að
kasta veiðarfærunum eins og
hálfvitar um allan sjó, og til
þess að eyðileggja sem mest af
aflanum! Og ég tel engan vafa
á því, að þrátt fyrir stóraukna
veiðisókn verði meiri skemmd á
fiski í landi, eftir að hann kem-
ur úr höndum sjómannanna,
vegna ýmissa móttökuskilyrða,
heldur en sú sem verður af veið-
arfæranotkuninni á sjónum.
Fyrir vertíðina 1958 var áæti-
að, að meðalafli vertíðarbáts
þyrfti að vera um 500 tonn, til
þess að hafa fyrir kostnaði, með
því verði sem þá var ákveðið til
vélbátanna en sennilega hefði
nær sanni, að þurft hefði 600
tonn.
1 stærstu verstöð landsins, Vest-
mannaeyjum, er liggur við
sjálfa gullkistu vertíðarinnar
'Selvogsbanka, varð raunveru-
leikinn þannig 1958, að 21 bát-
ur af 53 heimabátum yfir 40 brt.
að stærð og með yfir 50 róðra,
hafði innan við 500 tonna afla.
Árið 1959 voru 22 bátar með inn
an við 500 tonn, og 1960 voru
46 bátar af 57, með innanvið 500
tonna afla og af þeim voru 22
með undir 400 tonn, en aðeins 5
bátar með yfir 600 og 2 með yf-
ir 800 tonn.
Meirihluti þeirra vélbátafor-
manna er stundað hafa Suður-
landsvertíð sl. 10—15 ár, eru þaul
reyndir sjósóknarmenn og hafa
margir hverjir ár eftir ár verið
aflahæstir eða í fremstu röð með
aflabögð. Þeir kunna því tví-
mælalaust prýðilega til verka,
bæði hvað snertir meðferð
skips, afla og veiðarfæra. En
það eru gerðar til þeirra sífellt
harðari kröfur um aflabrögð,
þrátt fyrir þverrandi afla á fiski
miðum, jafnframt því sem fisk-
verðinu er haldið eins langt niðri
og frekast er frambærilegt. En
slíkum kröfum af hálfu þjóðfé-
lagsins, mæta þeir með beztu
tæknitækjum tímans og vaxandi
veiðisókn. Má sjá þetta nokkuð
greinilega af samanburði á fiski-
skýrslum frá Suðurlandsvertíð-
unum 1950 og 1960.
1950 var aflahæsti bátur í
Vestmannaeyjum m/b Guðrún
VE 163, skipstjóri Óskar Eyjólfs-
son með 654 lestir í 68 róðrum.
Annar var m/b Blátindur með
602 lestir í 64 veiðiferðum og
þriðji Þorgeir goði með 592 lest-
ir í 62 veiðiferðum. Heildarafl-
inn var um 21 þús. lestir.
1960 var aflahæsti bátur í
Vestmannaeyjum m/b Stígandi
VE 77, skipstjóri Helgi Berg-
vinsson með 854 lestir í 95 róðr-
um og nærfellt allir bátarnir,
sem höfðu frá 400 til 500 lestir,
voru með 75 til 90 róðra. Heild-
araflinn var um 37 þúsund lest-
ir.
1950 var m/b Hólmsteinn afla-
hæstur á Stokkseyri, skipstjói-i
Oskar Sigurðsson með 233
lestir í 48 róðrum. 1960 var sami
skipstjóri aflahæstur á m/b
Hóimsteini með 514 lestir í 89
róðrum. i
1950 var m/b Ásgeir aflahæst-
ur í Reykjavík af línubátum
með 372 lestir í 64 róðrum, en
af togbátum var m/b Helga afla
hæst, skipstjóri Ármann Frið
riksson með 457 lestir. 1960 var
m/b Helga einnig aflahæst,
sami skipstjóri með 894 lestir.
Og þannig mætti telja upp
hverja verstöðina af annarri og
á miklu víðtækari hátt, heldur
en hér gefst tækifæri til.
Þegar frá eru skilin einstök
óhöpp, er það ekki nema tvenr.t
sem getur valdið vandræðum í
útgerð á Islandi. En það er, al-
mennt of lágt reiknað fiskverð
til fiskiskipanna eða almennur
aflabrestur af ófyrirsjáanlegum
orsökum.
Allar nágrannaþjóðir okkar
leggja nú mikið kapp á að auka
sjávarútveg sinn og búa fiski-
skipin sem allra bezt úr garði,
með það fyrir augum að hag-
nýta auðlindir hafsins í sem
ríkustum mæli.
Norðmenn fiskuðu 650 þús. hl.
af síld hér við land í sumar og
þakka þann árangur nær ein-
göngu þeim tækjum sem fiski-
skip þeirra gátu notfært sér.
Norska ríkið leggur nú fram
milljónir norskra króna í lang-
tíma lánum til stuðnings sjávar-
útvegi landsins m. a. til þess að
koma upp nýtízku togaraflota.
Rússar byggja hundruð verk-
smiðjuskipa af ýmsum gerðum.
Þjóðverjar umskipuleggja tog-1
araflota sinn og auka hann að
miklum mun. Spánverjar og
Portúgalar endurnýja veiðiskipa
flota sinn. Englendingar byggðu
230 fiskiskip fyrir sjálfa sig á
þessu ári. Færeyingar eiga fleiri
og stærri nýsmíðaða togara held-
ur en íslendingar ,og þannig
mætti lengi telja.
í fiskveiðibænum Aberdeen í
Skotlandi er íbúatalan um
180.000 manns eða svipað og öll
landsbyggðin á fslandi. I þessari
einu borg, sem lifir þó að lítil-
fjörlegu leyti af fiskveiðum til
samjafnaðar við okkur ísiend-
inga, er nú verið að endurnýja:
fiskiflota borgarinnar og búa
hann fullkomnari tækjum.fyrir
upphæð sem nemur um 10 millj.
stpd. eða um 1.000 milljónum
króna á íslenzka vísu.
En hér á íslandi, þar sem nær
öll utanríkisverzlun þjóðarinnar
byggist á sjávarafurðum, rís upp
hver „spekingurinn og spámað-
urinn“ af öðrum til þess að telja
almenningi trú um að hin nýju
fiskiskip okkar séu eitthvert
þjóðarböl, glæfrafyrirtæki, for-
heimskun og eyðieggingarstarf.
semi. Og þó að þeir gusi í grunnu
vatni leggur fjöldj manns trúnað
á þynnku þeirra, svo að allur
manndómur til þess að hugsa
heilbrigt, hverfur í þessu móður-
sýkishjali.
Með vaxandi ásókn á hin al-
mennt þekktu fiskimið og þrátt
fyrir aukna nýtingu aflans,
virðist aflamagn fiskisvæðanna
rýrna árlega. Víða um lönd er
því farið að gera alvarlegar
rannsóknir og ráðstafanir til
þess að rækta helztu nytjafiska
þjóðanna.
Hvergi í veröldinni mun þó
vera eins auðvelt um vik og
annar eins möguleiki frá náttúr-
unnar hendi, heldur en sá sem
við íslendingar höfum hér við
bæjardyrnar hjá okkur, til þess
að rækta í stórum stíl þorsKinn,
helzta nytjafisk þjóðarinnar um
aldaraðir. Og þó að slíkt kosti
ýmsa örðugleika og mikla fjár-
festingu um stundarsakir, er það
ásamt aukinni vinnslu sjávaraf-
urðanna, vísari vegur til þjóðar-
heilla, heldur en allt tal um að
hverfa frá sjávarútvegi til ann-
arra atvinnugreina.
Halldór Jónsson
Atvinnurekend ur
Ungan og reglusaman fjöl-
skyldumann vantar vinnu. —
Margt kemur til greina. Er
vanur vélamaður og bílstjóri/
Hef meirapróf. Tilb. sendist
afgr. Mbl. fyrir 8. jan. —
merkt: „Vélamaður — 1401“
K A U P U M
brotajárn og málma
IT >tt verð — Sækium.
VORUHAPPDRÆTTI
SIBS
12000 VINNINGARÁ ÁRlJ
30 KRÓNUR MIÐINN
Margir vinningar
~ stórir vinningar
Verð miðans óbreytt
Vinningaskrá 1961:
2 Vinningar á 500.000,00 kr. 1.000.000,00
10 — - 200.000,00 — 2.000.000,00
15 — - 100.000,00 — 1.500.000,00
16 — - 50.000,00 — 800.000,00
151 — - 10.000,00 — 1.510.000,00
219 — - 5.000,00 — 1.095.000,00
683 — - 1.000,00 — 683.000,00
10904 — - 500,00 — 5.452.000,00
12000 vinningar kr. 14.040.000,00
Öllum hagnaði af happdrættinu er varið til byggingar vinnu-
stöðva fyrir öryrkja og til annarar hjálpar við sjúka menn
og örkumla.
Dreglð í 1. flokki 10. jan. 1 þeim flokki er hæsti vinningur
milljón krónur. — Annars dregið 5. hvers mánaðar.
Umboðsmenn Vöruhappdrættisins
Austurstræti 9, sími 23130
Grettisgata 26, Halldóra Ólafsd., sími 13665
Hlemmtorgi, benzínafgr. Hreyfils, sími 19632
Laugavegi 74, verzl. Boði, sími 15455
Bræðraborgarstíg 9, S.Í.B.S.-húsið 2. liæð, sími 22150.
í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi:
Söluturninn og biðskýli við Hálogaland, sími 36250
Biðskýlið við Suðurg. og Hjarðarhaga, sími 17349
Berklavörn Hafnarfirði, Afgr. Sjúkrasaml., sími 50366
Verzl. Mörk, Alfhólsvegi 34, Kópavogi, sími 19863
Ólafur Jóhannsson, Vallargerði 34, Kópavogi, sími 17832.
Fimm söludagar eftir