Morgunblaðið - 05.01.1961, Qupperneq 16
16
MORClJlSBLAÐin
Fimmtudagur 5. janúar 1961
Siálfsævisaga DíonuBarrymore
r _ ixé í U'turáf QeroldTrank.,
, — Ja, hérna! sagði röddin. —
Jtað er naumast maður hefur
vakið eftirtekt, eða hitt þó held
ur! Hann hló. — Og þú gafst
mér nú samt ein tvö glös.
—Eg hafði haft kokteilveizlu
kvöldið áður, en ennþá kom ég
honum samt ekki fyrir mig. —
í>ú sást mig samt leika tennis í
vikunni, sem leið, hélt hann á-
fram. — Það veit ég, af því að
ég sá þig uppi á áhorfendapöll-
unum.
Þá rann upp Ijós fyrir mér.
Hann var laglegi ljóshærði
tenniskappinn. Allt kvenfólkið
hafði horft á hann. í símanum
kom hann fyrir sem haaggerður
ungur maður, sem talaði óvandað
mál. Hann átti að taka þátt í
mikilvægum kappleik í Palm
Spring í næstu viku, var hann
að segja. Hvort ég vildi koma
þangað sem gestur hans og horfa
!á hann?
( Eg var á lausum kili og hafði
ekkert annað þarfara að gera
þangað til ég færi til Las Vegas.
— Ja, því ekki það. Eg vil
gjarna koma, sagði ég.
Heimilisfangið, sem hann gaf
mór, reyndist vera sikúrahótel,
og enginn kom til að taka á
móti mér. — Ungfrú Barrymore,
sagði skrifstofumaðurinn. Skúr
númer níu. Eg fór að taka upp
pjönkur mínar. Allt í einu hvein
ámátlega í hemlum fyrir utan og
rauður sportbíll snarstanzaði og
út úr honum kom hr. Howard og
annar áberandi ungur maður,
það var tennisstjarnan Frank
Kovzács.
— Hæ! sagði Howard. — Þú
hefur komizt hingað slysalaust?
— Þú hefðir nú að minnsta
kosti getað tekið 4 móti mér,
sagði ég kuldalega.
— Búin að taka upp? Komdu
þá, og við skulum fá okkur eitt-
hvað í gogginn.
— Eg er hrædd um, að þetta
•é ekki rétti kvöldverðartíminn
minn, sagði ég með virðuileik.
— Gott og vel, þá skulum við
elskast, sagði Howard.
Eg reyndi að frysta hann með
augnaráðinu, en það var erfitt
því að Kovacs fór að skellihlæja,
og Howard virtist iíka hafa bara
gaman af öllu saman. — Átti ég
að koma hingað til þess? spurði
ég.
Hann slengdi hvítri peysu yfir
brúna vöðvasterka öxl og glotti.
— Til hvers annars heldurðu, að
ég hafi boðið þér?
Eg gat annaðhvort gert, að
fara leiðar minnar eða taka þessu
eins og gamni. — Við skulum
heldur borða, sagði ég. Eg skildi
hvorki upp né niður í hr. How-
ard. Eg hafði aldrei talað svona
við nokkurn mann áður.
— Eg horfði á hann leika á
móti Kovacs þennan dag síð-
degis. Hann hafði sagt við mig,
að hann vissi alveg hvar hann
vildi láta mig sitja: fyrir miðju.
Eg hugsaði með mér, að þetta
væri alveg eins og í leikhúsi. . . .
þriðji bekkur fyrir miðju.
Hann sigraði ekki í þetta sinn,
en ég hafði alls ekki hugann
við leikinn. Eg horfði bara á lag
lega piltinn þama úti á leikvell
num, sem var hreysti og fegurð
in uppmáluð. Eg horfði á fæt-
urna á honum, svo vöðvasterka
og sólbrennda . . .
Eftir leikinn sagði hann: —
Jæja, krakki, langar þig í eitt-
hvað að borða?
Eg svaraði: — Já, ég er svöng.
Og svo borðuðum við saman.
Hann var blátt áfram, hreinskil-
inn . . . beinlínis hressandi! Mér
datt í hug, að hann væri algjör
andstæða Bramwells: ungur og
sterkur, snöggur í staðinn fyrir
að vera kurteis, einfaldur í stað
þess að vera flókínn og tals-
mátinn blátt áfram og ekki sem
vandaðastur. Eg varð hrifinn.
Hann sagði mér af sjálfum sér.
Pabbi hans átti ben2ínstöð. Hann
hafði lært tennis og var nú orð-
inn einn af fimm beztu atvinnu
mönnum í Bandaríkjunum. Hann
— Voru það ekki einmitt 800 krónur, sem við höfðum safnað
■kkur saman til sumarferðalagsins?
var tveim árum yngri en ég;
hafði verið giftur áður. Um það
talaði hann lítið. Hann var töfr
andi þegar hann vildi það við
hafa, og afskaplega laglegur,
með bylgjað Ijóst hár, fallegan
girndarlegan munn, og vöxt, sem
var eins og lifandi grísk högg-
mynd.
Næsta dag ókum við til Holly-
wood. Hann átti að taka þátt í
kappleik í E1 Paso í næstu viku.
Eg hugsaði með mér: Já, tennis
Íeikarar eru eins og leikarar —
alltaf á ferð og flugi. En þeir
eru ekki málaðir og með láta-
læti, þeir lifa ekki í þessum jask
aða leikhúsheimi ... — Langar
þig að koma með mér til E1
Paso spurði hann.
Eg fór. Eg varð ástfangin af
honum. Að því stuðlaði margt,
svo sem hraðinn, sem á honum
var þegar hann var að vinna
mig, og svo andstæðan við mann
inn, sem ég var að skilja við, og
þetta, að hann var úr allt öðrum
heimi — hreysti, einfaldleika og
óspilltum, dýrslegum krafti. Eg
ákvað með sjálfri mér, að þetta
væri rétti maðurinn handa mér,
sem gæti komið mér aftur á rétta
braut í líferni mínu, þar sem
allt væri eðlilegt, bæði háttatím
inn og fólkið. Eg verð úti allan
daginn við tennisleik, sund og
reiðmennsku. Kannske líf mitt
beiendist inn á heppilegri brautir
Bramwell var ekki rétti maður
inn handa mér. Líklega er það
sem ég þarf einmitt svona óbrot
inn og blátt áfram maður, eins
og þessi.
Eftir að við komum til El Paso,
sagði John: Langar þig í nokkuð
spennandi? Og hann dró upp
nokkra litla vindlinga.
— Hvað er þetta? spurði ég.
— Hann glotti. — Mig grunaði,
að þú vissir það ekki. Það er
marijuana.
— Þótt undarlegt megi virð-
ast hafði ég aldrei prófað þetta
nautnameðal, þrátt fyrir alla
Hollywood-reynslu mína. Þegar
Johnny kveykti í hjá mér, hörf
aði ég til baka. — Bíddu ofur-
lítið við. Hvaða áhrif hefur
þetta á mann? Eg hef heyrt, að
menn gangi berserksgang af þeim
og ég held mig langi ekki til
þess.
Hann hló. — O, fáðu þér bara
eina. Þú hefur gott af að reyna
það.
Fyrstu drögin úr vindlingnum
höfðu engin áhrif. — Reyndu að
taka upp pennann þarna af borð
inu, sagði Johnny. — Hann er
þungur.
— Svo? Þó ég taki nokkur
drög úr einni vesælli sígarettu,
hvernig ætti það að gera nokk
urn hlut þungan? Eg tók svo
upp pennann og hann var þung
ur.
Johnny skemmti sér vel að
þessu. — Reyndu að skrifa eitt
hvað með honum. Eg gerði það.
Það gekk seint og algjörlega ó-
eðlilega. Eftir nokkrar sekúndur
— eða kannske það hafi verið
mínútur — sagði ég: — Eg get
það ekki. En mér finnst það
rangt, Johnny að koma nokkrum
undir svona áhrif. Þetta er ekki
það, sem mig langar í. Mig iang
ar í mat.
Hann glotti aftur. — Stendur
heima. Þannig verkar það. Hvað
langar þig í?
— Mig langar í mjólkurhrist-
ing og svo steikt egg með nóg-
um rjóma. Eg varð alveg hissa
að hlusta á sjálfa mig. Þetta
sem ég nefndi, hefði venjulega
nægt til að gera mér velgju.
Johnny hló letilega og tók að
færa sig nær mér. Hann virtist
fara stækkandi eftir því sem
hann ná gaðist. Guð minn góður,
hugsaði ég. Þetta er fallegur mað
ur! Fallegur og girnilegur mað
ur . . .
I hálfan annan sólarhring vor
um við eins og vitleysingar, spil
uðum plötur, hlógum að sjálf-
um okkur — allt var svo óendan
lega skemmtilegt og hlægilegt og
furðulegt. Eg lét mér ekki detta
neitt í hug, sem tilheyrði fortíð
inni. Þar komst ekkert að nema
þessi draumkennda nútíð.
Svo hættum við alveg við mar-
ijuana, Eg snerti aldrei við eitr
inu aftur og Johnny varð að
leika tennis og það tvennt gat
vitanlega ekki farið saman.
Hann lauk við kappleikinn.
Þegar ég fór til Las Vegas, kom
Johnny þangað líka og var hjá
mér þrjár af þessum sex vik-
um, sem ég dvaldi þar. Hann
átti tvö þúsund og fimm hundr
uð dali, sem hann hafði sparað
saman, þegar hann kom þangað
og tapaði því eins og það lagði
sig, við spilaborðin. Eg vissi vel,
að hann gerði þetta til þess að
hafa áhrif á mig. Svo fór ég að
lána honum peninga, og áður en
hann lagði af stað í næsta kapp-
leikinn sinn, hafði hann hjálpað
mér til að losa mig við fimm
þúsud daii frá sjálfri mér.
Þegar skilnaðurinn minn
komst í kring, var ég svo áköf
að komast til hans, að enda þótt
flugvélin stanzaði í New York,
gaf ég mér ekki tíma til að
heimsækja mömmu og hringdi
ekki einu sinni til hennar, held
ur flaug ég beint til Boston. Þar
komst ég að því, að hann hafði
þegar sagt blöðunum, að við vær
um trúlofuð. Annars hafði það
ekki enn verið nefnt á nafn, okk
ar í milii. Mér var nákvæmlega
sama. Eg var vitlaus í Johnny, og
á blaðamannafundi, sem við efnd
1 u-m til í Ritz-Carlton hótelinu
eitt kvöldið, tilkynntum við það
opinberlega. Eg hringdi til
mömmu áður en hún gæti lesið
fréttina í blöðunum. — Þú verð
ur að koma til Boston og sjá
hann, sagði ég.
Hún ætlaði fyrst ekki að trúa
þessu. — Guð minn góður, Di-
ana! Ertu nú aftur á ferðinni?
Og svona fijótt! Það er ósið-
legt. Og svo bætti hún við eftir
nokkra þögn. — Tennisleikari?
Vonandi bara áhugamaður, eins
og Bill Tilden eða Fred Perry.
Er hann enskur?
— Nei, mamma. Hann er
amerískur í húð og hár. Eg held
þér hljóti að lítast á hann, af
því að hann er að bæta heilsuna
mína.
Hún andvarpaði. — Jæja, gott
og vel. Eg ska-1 koma á morgun.
Ef þér er alvara með manninn,
verð ég víst að hitta hann.
Við Johnny áttum samta-1 okk
ar við mömmu í íbúðinni hennar
á Ritz, þar sem ég hafði forðum
æft Dickens-leikritið. Hún hóf
ræðu sína þannig: — Þú gerir
þér náttúrlega Ijóst, að Diana
á ekki grænan eyri.
Þetta var nú vitanlega ekki
gullsatt. Meðan ég hafði verið að
eyða kaupinu hjá NBC jafnóðum
og ég vann mér það inn, hafði
dánarbú Robins verið gert upp,
ekki alls fyrir löngu, og hann
arf-leiddi okkur mömmu að
hundrað þúsund dölum hvora.
Að frádregnum öllum sköttum
og skyldum, kom minn hlutur
upp á fjörutíu' og sjö þúsund.
Eg var að vísu þegar búin að
eyða hér um bil þriðjungnum af
SHlItvarpiö
Fimmtudagur 5. janúar
8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra
Jón Auðuns dómprófastur). —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —•
9.20 Tónleikar. —
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.50 ,,Á frívaktinni“, Sjómannaþátt-
ur í umsjá Kristínar Önnu Þór-
arinsdóttur.
14.40 ,,Við sem heima sitjum“. Svava
Jakosdóttir hefur umsjón með
höndum).
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Lög leikin á ýmis hljóðfæri.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 ..Fjölskylda hljóðfæranna". Þjóð-
lagaþættir frá UNESCO, menn-
ingar- og vísindastofnun Sam-
einuðu þjóðanna; IV. þáttur.
20.30 Tómas Guðmundsson skáld sex-
tugur. — Erindi um skáldið flyt-
ur séra Sigurður Einarsson, úr
ljóðum þess lesa Herdís Þorvalds-
dóttir og Lárus Pálsson, og
Andrés Björnsson les úr bók-
inni „Svo kvað Tómas" eftir
Matthías Jóhannessen. — Sung-
in verða lög við ljóð «ftir Tómas
Guðmundsson.
21.45 Poeme eftir Chausson: Ginette
Neveu fiðluleikari og hljómsv.
Philharmonia í Lundúnum leika,
Issay Dobrowen stjórnar.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvar
an leikari tekur upp þráðinn að
nýju.
22.30 Kammertónleikar: Strengjakvart
ett nr. 5 í f-dúr yfir slavnesk
stef op. 33 eftir Shebalin — Bor-
odin-kvartettinn leikur.
23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 6. janúar
8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra
Jón Auðuns dómprófastur). —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar. —
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og.til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
18.00 Barnatími í jólalokin. Helga og
Hulda Valtýsdætur stjórna tím-
anum.
18.25 Veðurfregnir.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Karlakórinn Geysir á Akureyri
syngur. Söngstjóri: Ámi Ingi-
mundarson.
20.35 „Hver rífur svo langan fisk úr
roði?“: Þrettándavaka tekin sam
an af Stefáni Jónssyni og Jóni
Sigurbjömssyni.
21.40 Kvennakór Slysavarnafélagsins
og einsöngvarar syngja óperettu
lög. Söngstjóri: Herbert Hriber-
schek. u
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 ,,Og stund líður“: Gamanþáttur
með söngvum eftir rjóh og jójó,
Leikendur: Kristín Anna Þórar-
insdóttir og Ævar R. Kvaran. —
Hljómsveitarstjóri: Magnús Pét-
ursson.
22.50 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
a
r
L
ú
á
YES, MV NAME'S .
TRAIL... JUST
PASSING THROUGH/
THEN IF VOU ARE WISE
MAN, YOU WILL STOP
AT McCLUNE'S TRADING
POST BEFORE GOING ON.'
CAN VOU TELL ME WHERE
THE PORTAGE IS THAT WILL
KEEP ME HEADED FOR THE
HIDDEN LAKES? ^
HELLO/
ANVBODY
HOME?
THREE MILES ON
THE RIGHT...YOU A
STRANGER HERE?
/ — Halló! Nokkur heima? | — Fimm kílómetra til hægri I — Já, ég heiti Markús . . . Eg. — Þá ættuð þér að koma við
Getið þér sagt mér hvar leiðin |. . . Þér eruð ókunnugur hér? | átti leið hingað. á verzlunarstað McClunes áður
liggur til Leynivatna * en þér haldið áfram!
Voruhappdrcetti
12000 vmmngar a ari
30 KRÓNUR MIÐINN