Morgunblaðið - 05.01.1961, Síða 18
18
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 5. janúar 1961
Danir græddu 2,7 millj. kr. á
landsleikum — v/ð töp-
uðum 50 þús. kr.
EINS og lesendur síðunnar
munu minnast var frá því
skýrt að tekjuafgangur af
landsleik okkar í knatt-
spyrnu gegn Þjóðverjum,
sem háður var í Reykjavík,
hefði enginn orðið, heldur
49 þús. kr. tap. Það er því
ekki ófróðlegt að sjá hver
aðstöðumunur knattspyrnu-
hreyfingar okkar er og hreyf
ingarinnar í Danmörku.
★ 2,7 millj. króna ágóði
Danir háðu á liðnu ári
1960) 10 landsleiki. Fjórir
þeirra fóru fram á heimavelli,
— þ.e.a.s. í Kaupmannahöfn.
Ijiggur nú fyrir endanlegt upp
gjör vegna leika þessara og
sýnir það að ágóði hefur orð-
ið 500 þús. d. kr. eða um 2,75
milljónir isl. króna.
★ Leikir Dana.
Danir léku á heimavelli gegn
Ungverjum, Norðmönnum, Finn-
um og Grikkjum. Mest varð að-
sóknin að leiknum við Ungverja,
nær 50 þús. manns. Um 40 þús.
manns sóttu leikinn við Norð-
menn og álíka margir leikinn við
Grikki. 35 þús. manns sáu leik-
inn við Finna. Samanlögð áhorf-
endatala er nálægt 170 þúsund
manns á 4 leiki og eru forráða-
menn danskrar knattspyrnu
mjög ánægðir með það. Mjög
varð aukin aðsókn að leikum
danskra knattspyrnumanna
vegna frammistöðu þeirra á Ol-
ympíuleikunum.
— Að meðaltali höfum við í
ágóða 3 kr. danskar) af hverj
um seldum aðgöngumiða að
landsleik, segir Erik Hyld-
strup í viðtali við eitt Kaup
mannahafnarblaðanna. Það
þýðir að ágóði danska knatt-
spyrnusambandsins af þessum
fjórum landsleikjum er nm
hálf milljón danskra króna
★ Vona það bezta. r
Á nýbyrjuðu ári munu Danir
aftur leika 6 landsleiki — sem er
hinn venjulegi landsleikafjöldi
þeirra (heima og að heiman). —
Danskir knattspyrnuleiðtogar
vonast að sjálfsögðu eftir því að
jafngóður árangur verði af þeim
fjárhagslega og var á liðnu ári.
Jon Þ. Olaísson var
„maður mótsins“
Jólamót iR fór hið bezta fram og
þátttakendur voru fjölmargir
eða 18, frá 4 félögum og sam-
böndum. Keppni var tvísýn og
skemmtileg. í kúluvarpi skipt-
ust þeir um forustuna frá byrj-
un þeir Björgvin Hólm og Vil-
hjálmur Einarsson og sigraði
Vilhjálmur að lokum. Einnig
var keppni tvísýn í þrístökki
án atrennu en þar sigraði Jón
Ólafsson eftir harða keppni við
Daníel Halldórsson.
Hástökk með atrennu:
1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR ..
2. Karl Hólm, lR .........
3. Sig. Ingólfs, Á .......
4. Garðar Jóhannesson, ÍA
(Akranes met).
Hástökk án atrennu:
1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR ..
(1,62 í aukastökki)
2. Björgvin Hólm, ÍR ....
Aðrir keppendur felldu
byrjunarhæðir sínar.
Langstökk án atrennu:
1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR .. 3,11
1,91
1,67
1,61
1,57
1,60
1,60
KRAKKAR!
KRAKKAR
Silfurtunglið
Síðasta jólaballið verður 6. janúar
þrettándanum) kl. 3.
(á
Kertasníkir kemur í heimsókn
í
Tvær litlar söngstjörnur syngja
Nokkrir miðar óseidir — Miðapantanir í síma 19611
litvegsmannafélag Reykjavíkur
Boðar til fundar í Tjarnarcafé, uppi, kl. 9
í kvöld.
Fundarefni: Kjarasamningar, fiskverð o.fl.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin
2. Björgvin Hólm, ÍR
3. Valbjörn Þorlákss.,
4. Ólafur Unnsteinsson
5. Kristjón Kolbeins .
Þrístökk án atrennu:
1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR
2. Daníel Halldórsson,
3. Kristján Eyjólfsson,
Kúluvarp:
1. Vilhj. Einarsson, ÍR .
2. Björgvin Hólm, ÍR ..
3. Ólafur Þórðarson, lA
(Akranessmet)
ÍR
ÍR
ÍR
3,07
2,96
2,95
2,94
9,19
9,14
8,88
13,43
12,98
12,02
Málverk Ásgrims: 1 Húsafellsskógi.
Ásgrímssafn
SENN er að ljúka sýningu á
myndum þeim í Ásgrímssafni,
sem sýndar hafa verið þar síðan
safnið var opnað 5. nóv. sl.
Flestar af myndunum hafa
ekki komið fyrir almenningssjón
ir áður, og eru þær frá ýmsum
tímabilum og stöðum á landinu.
Meðal þeirra eru elztu myndirn-
ar í safninu, málaðar um alda-
rriótin. Einnig eru á þessari sýn-
ingu nokkrar andlitsmyndir.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
15. janúar, en þá verður skipt
um myndir. Næst verða sýndar
í safninu þjóðsagnateikningar og
vatnslitamyndir, eingöngu.
Safnið verður lokað í vikutima
meðan verið er að koma fyrir
nýrri sýningu, og verður hún
opnuð sunnudaginn 22. janúar.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið alla sunnudaga, þriðju
daga og fimmtudaga frá kl. 13,30
til 16 e.h.
Ef skólar eða ferðamannahóp-
ar óska að skoða safnið utan opn
unartíma þess, er hægt að
hringja í síma 13644 eða 14090.
Mikill fjöldi gesta hefur lagt
leið sína í Ásgrímshús síðan það
var opnað. Og áberandi, hve
margir af þeim gestum hafa ver-
ið utan af landi á ferð hér. Einn-
ig hafa skoðað safnið nemenda-
hópar í fylgd með kennurum sín-
um.
Valur heldur fimmtujsafmæíi
styrkari en oftast áður
AÐALFUNDUR Knattspyrnufé-
lagsins Vals var haldinn 16. nóv.
sl. að heimili félagsins á Hlíðar-
enda. Fundarstjóri var Frímann
Helgason en fundarritari Valgeir
Arsælsson. Fundarsókn var mjög
góð, mikil og almennur áhugi
ríkjandi um hag og gengi félags-
ins.
Aður en gengið var til dags-
skrár, minntist formaðurinn
Sveinn Zoega, Ólafs Sigurðsson-
ar formanns fulltrúaráðs Vals, en
hann lézt að heimili sínu hér í
bæ hinn 27. ágúst sl. Olafur var
víðkunnur fyrir afskipti sín af
málefnum iþróttanna. Auk þess
sem hann var einn af beztu starfs
kröftum Vals um árabil, lét hann
til sín taka íþróttaleg málefni
aimennt, var m. a. formaður ÍBR
um skeið. Olafur Sigurðsson átti
meginþáttinn að Hlíðarendakaup
unum fyrir Val, en þar er nú að
rísa upp ein ágætasta íþróttamið
stöð hérlendis, með fullkomnu
íþróttahúsi og gras- og malar-
völlum til knattspyrnu og hand-
knattleiksvöllum í náinni fram-
tíð. Staðurinn er sérlega vel stað-
settur í bænum.
Að minningarræðu formanns
lokinni, var gengið til dagskrár.
Skýrsla stjórnarinnar var lögð
fyrir fundinn fjölrituð. Fylgdi
formaður henni úr hlaði með
nokkrum orðum. Þá las Baldur
Steingrímsson reikninga félags-
ins og skýrði þá. Að því búnu
hófust umræður og var þátttaka
í þeim almenn.
A aðalfundinum 1959 var sam-
þykkt sú breyting á skipulags-
háttum félagsins, að því skyldi
skipt í deildir. Þannig, að fyrst
um sinn yrðu starfandi knatt-
spyrnudeild, handknattleiksdeild
og skíðadeild
Samkvæmt skýrslu handknatt
leiksdeildarinnar, en formaður
hennar var Jón Kristjánsson, var
tekið þátt í nær tveim tugum
móta með á annað hundrað þátt-
takendum af Vals hálfu. II. fl.
kvenna sigraði í Reykjavíkur-
mótinu innanhúss.
í landsliði Islands í handknatt
leik átti Valur einn leikmann,
Sigríði Sigurðardóttur.
Formaður deildarinnar nú, er
Þórður Þorkelsson, en Jón
Kristjánsson baðst eindregið und
an endurkjöri.
Starf skíðadeildarinnar var lít-
ið á tímabilinu vegna þess að
skilyrði voru nær engin til skíða
iðkana vegna snjóleysis.
Haldið var áfram að vinna að
viðbótarbyggingu íþróttahússins.
Jafnframt því sá íþróttahúsnefnd
in, en formaður hennar er Ulfar
Þórðarsson, læknir, um rekstur
hússins, en það hefur verið mik-
ið sótt á starfsárinu.
Þá er í undirbúningi breyting
á félagsheimilinu sem mun
bæta mjög alla aðstöðu til félags-
starfsemi.
Valsblaðið kom út á árinu svo
sem ráð hafði verið fyrir gert.
Meðal tillagna, sem samþykkt-
ar voru, var að unnið væri að
því af hálfu stjórnar Vals, að fá
mótatímanum breytt, þannig að
mótin hæfust ekki fyrr en eftir
tími til æfinga fyrir leikmenn-
inga, sem með núverandi fyrir-
komulagi væri ekki fyrir hendi.
A næsta ári verður Valur 50
ára. Rætt var um hátiðahöld af
því tilefni, en stjórnin hefir þeg-
ar hafið undirbúning í því sam-
bandi.
Eftirtaldir félagar voru kosnir
i stjórn fyrir næsta ár: Sveinn
Zoega formaður, Gunnar Vagns-
son, Einar Björnsson, Valgeir
Arsælsson og Páll Guðnason.
Baldur Steingrímsson, sem verið
hefir 20 ár samfleytt í stjórn fé-
lagsins eða frá 1940, og alltaf
gengt gjaldkerastörfum baðst ein
dregið undan endurkosningu. I
ávarpi sem formaðurinn flutti
Baldri þakkaði hann honum
heillarík störf um tveggja ára-
tuga skeið fyrir félagið og færði
honum silfurbikar að gjöf frá
því, sem lítinn þakklætis- og við-
urkenningarvott. Að því búnu
var Baldur h-ylltur af fundar-
mönnum. En hann þakkaði með
stuttri ræðu, og árnaði Val alira
20. maí þá ynnist nauðsynlegur heilla í framtíðinni.
Enska knattspyrnan
25. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar
fór fram á gamlársdag og urðu úrslit
leikanna þessi:
1. deild
Aston Villa — Blackpool ....... 2:2
Bolton — West Ham ............. 3:1
Burnley — Newcastle ........... 5:3
Fulham — W.B.A................. 1:2
Leicester — Everton............. 4:1
Manchester U. — Manchester City 5:1
N. Forest — Arsenal ........... 3:5
Preston — Cardiff ............. 1:1
Sheffield W. — Birmingham ..... 2:0
Tottenham — Blackburn ......... 5:2
Wolverhampton — Chelsea ....... 6:1
2. deild
Bristol Rovers — Brighton ..... 0:1
Charlton — Sheffield U......... 2:3
Derby — Ipswich ........... frestað
Huddersfield — Lincoln ........ 4:1
Leyton Orient — Scunthorpe .... 2:1
Liverpool — Middlesbrough ..... 3:4
Norwich — Stoke ............... 1:0
Plymouth — Swansea ............ 1:0
Portsmouth — Southampton ...... 1:1
Rotherham — Leeds ............. 1:3
Sunderland — Luton ............ 7:1
Staðan er nú þessi:
1. deild (efstu og neðstu liðin)!
Tottenham 25 22 2 1 81:28 49
Wolverhampton 25 16 4 5 66:48 36
Burnley 24 16 1 7 72:45 33
Sheffield W 24 13 7 4 43:28 33
Everton 25 14 4 7 59:44 32
Bolton 24 7 4 13 35:48 18
W.B.A 25 7 4 14 38:50 18
Blackpool 24 6 4 14 42:51 16
Preston 24 5 5 14 22:42 15
2. deild (efstu og neðstu liðin):
Sheffield U 26 16 3 7 47:30 35
Ipswich 24 14 3 6 59:31 33
Liverpool 24 13 5 6 51:33 31
Southampton .... 24 13 4 7 60:45 30
L. Orient 22 5 7 10 32:46 18
Huddersfield .... 24 6 6 12 35:44 18
Swansea 24 5 7 12 34:46 17
Lincoln 25 6 5 14 33:52 17