Morgunblaðið - 05.01.1961, Síða 20
Eiginkonan
hjálpaði til. — Sjá bls. 8.
3. tbl. — Fimmtudagur 5. janúar 1961
Viðreisnin
í Júgóslavíu. — Sjá bls. 6.
Sextíu kindur fórust
í eldsvoða í Auðsholti
Bruinaf jónið um 100.000 kr.
BÓNDINN í Auðsholti í Ölf-
usi varð fyrir miklu tjóni af
völdum elds sl. þriðjudags-
kvöld og aðfaranótt miðviku-
dags. Sonur bóndans varð
þess óviljandi valdur, að
eldur kom upp í heyi í fjár-
húsbragga bóndans og missti
hann yfir sextíu fjár í eldin-
um eða af afleiðingum hans.
Auk þessa eyðilagðist þak-
járn á stórt hænsnahús, sem
verið var að reisa í Auðs-
holti, en járnið var geymt í
sama bragga. Er það sízt
minna fjárhagslegt tjón en
missir kindanna, en hver
fullorðin kind er verðlögð á
Dróst með bíl yfir
200 m. eftir göfu
Bólungarvik, 3. jan.
1 GÆRKVÖLDI gerðist það
í götu hér í Bolungarvík, að
maður var dreginn með bíl
yfir 200 m eftir götunni og
horfðu þeir sem í bílnum
voru á hann út um glugg-
ana án þess að stanza. Mað-
urinn, sem heitir Sigurður
Guðbjartsson, og er vélsmið-
ur hér í Bolungarvík, er mik
ið marinn og liggur rúmfast-
ur. Er mesta mildi að ekki
varð stórslys af þessu.
, ÓKU HRATT AF STAÐ
Tveir unglingspiltar frá ísa-
firði voru að aka hér um göt-
urnar og með þeim var stúlka
héðan. Ætlaði Sigurður að ná
taili af þeim og veifaði bíinum,
sem stanzaði. En er Sigurður í
hafði tekið í hiurðarhúnuui, var
ekið hratt af stað og hélt annar
pilturinn hurðinni aftur, sivo hún
opnaðist ekki. Bíilinn fór strax
é mikla ferð og Sigurður þorði
•ekki að sleppa takinu af ótta
við að lenda undir afturhjólinu,
sem straukst tvisvar við hann.
Horfði fólkið í bílnum á hann
án þess að stanza, þar sem hann
dróst eftir frosinni og ósléttri
götunni.
Er bíiilinn hafði dregið hann
205 m. vegalengd var hann orð-
inn svo að fram kominn, að
hann sleppti upp á von og óvon,
en bíliinn herti enn ferðina og
hvarf. Var Sigurður ailur skrám
aður, en ekki meiddur að öðru
leyti. Var svo mikill sandur og
mold í sárunum að það tók
lækninn klukkutíma að gera
að þeim. Liggur hann nú rúm-
fastur heima.
í attan dag hafa verið réttar-
höld vegna þessa máls í Bol-
ungarvík og á ísafirði.
Jón Helgason rit-
stjóri við Tímann
JÓN HELGASON hefur nýlega
verið ráðinn ritstjóri við Tím-
ann. Hann hefur undanfarin ár
verið ritstjóri Frjálsrar þjóðar.
Áður var hann blaðamaður og
fréttaritstjóri Tímans. Aðrir rit-
stjórar Tímans eru þeir Þórar-
inn Þórarinsson og Andrés
Kristjánsson.
Enn spreng-
ing
Akranesi, 4. janúar.
SIGURÐUR Jónsson trésmiður
átti hálfa stáltunnu við kindakofa
sina inni í Kalmansvík. Er hann
kom inn eftir á nýársdagsmorg-
un til að gefa fénu, var tunnan
á bak og burt. Finnur hann loks
tætlur og brot af henni inni á
klettunum innan við víkina. Þótti
honum sýnt að einhverjir ung-
lingar hefðu komið fyrir
sprengju í tunnunni og eyðilagt
hana. Ekki urðu slys af völdum
sprengingarinnar. — Oddur.
Sjómanna-
samningar
I GÆRKVÖLDI er blaðið
fór í prentun stóð samninga-
fundur yfir milli sjómanna
og útgerðarmanna um kjör-
in á bátaflotanum, en sátta-
semjari ríkisins hefur fengið
málið til meðferðar. Fund-
irnir eru haldnir í Alþingis-
húsinu.
sjö hundruð krónur. Um sex
tíu hestar heys skemmdust
einnig af eldi og vatni í
brunanum.
Blaðamaður og ljósmyndari
frá Mbl. fóru austur í Ölfus um
miðjan dag í gær og hittu
heimafólk í Auðsholti að máli.
Bóndinn heitir Gísli Hannesson,
fyrrverandi kennari við barna-
skóla Austurbsejar og Mela-
skóla, bróðir sr. Jóhanns Hann-
essonar og þeirra bræðra. Hann
hefur búið um eins og hálfs
árs skeið í Auðsholti og rekur
þar myndarlegt bú: þúsund
hænsni, nítján kýr og hest, en
kindurnar voru sjötíu að tölu.
Auk þess er mikil kartöflurækt
í Auðsholti og laxveiði í Ölfus-
árósi. Gísli sagði á þessa leið
frá brunanum:
Magnús, sonur minn, fór út í
hús að gefa fénu uni klukkan
hálfsjö á þriðjudagskvöld. Hon-
um urðu þau mistök á, er hann
kom í fjárhúsið, að kveikja á
kertisstubb í stað þess að gefa
fénu í myrkri eins og vanir
sveitamenn gera, ef fjárhúsið
er ekki raflýst. Hann er borg-
arbarn og vanur ljósinu, þess
vegna hefur hann ekki gætt
þessa.
Neisti leynist
Um það bil, sem hann var bú-
inn að gefa fénu, varð hann þess
var að neisti frá kertisloganum
komst í heyið. Hann taldi sig hafa
slökkt neistann, áður en hann
yfirgaf fjárhúsið, en hugsaði sér
að fara aftur út seinna og að-
gæta, hvort ekki væri allt með
felldu, en af því varð ekki. Mestu
místökin voru auðvitað að segja
ekki mér eða móður sinni frá
þessu, þá hefðum við óðara farið
þangað út og ekki víst að svona
ógæfusamlega hefði til tekizt.
Það var ekki fyrr en klukkan
hálf átta, að við vissum um eld-
inn. Drengur af nálægum bæ,
sem var að vinna hjá mér um
daginn, varð hahs fyrstur var,
þegar hann var á leið heim til sín
á dráttarvél. Hann lét okkur
strax vita, og konan mín hringdi
óðara á slökkviliðið í Hveragerði
en ég og sonur minn hlupum út
að fjárhúsinu, sem er spottakorn
frá bænum.
Þegar við komum þangað var
Frh. á bls. 19
Fjárhúsbragginn í Auðholti. Heygaltinn stéð við enda hans,
áður cn honum var umstaflað. Hannes Gíslason, sonur bónd-
ans, stendur við braggann.
Tvær kindanna, sem lifðu af brunann. Kindin, sem er nær,
var mjög illa haldin síðdcgis í gær. Froðan vall frá vitum
hennar og korraði í henni við hvern andardrátt. Hin kindin
var aftur á móti verr haldin fyrri hluta dagsins, en virtist
vera að ná sér í gærkvöldi. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson)
Góður afli
í Sandgerði
Fimm bátar réru þaðan í gær
Fengu 8-10 lestir
FIMM Sandgerðisbátar reru
í gær og fengu góðan afla,
eða svipað og í fyrradag. Er
blaðið hafði þaðan síðast
spurnir í gærkvöldi voru
báfarnir ekki allir komnir
að. Afli þeirra, sem komnir
voru, var frá 8—10 lestir á
bát. Þessir bátar munu halda
áfram róðrum,
• Búið að skrá á þrjá báta
BOLUNGARVIK: — Hér er búið
að skrá áhafnir á 3 báta, en þeir
hafa ekki komizt í róður ennþá.
Þessi skráning fór fram 2. janúar.
A fjórða bátinn var ekki lokið
skráningu vegna þess að vél-
stjóri hafði ekki viijað láta skrá
sig fyrr en samningar hefðu tek-
izt. Alls munu róa héðan 6 bát-
ar 1 vetur, en tveir eru ekki
komnir heim og því ekki tilbúnir
til róðra.
© Róa til miðs janúar
SUÐUREYRI: — Fimm bátar
munu róa héðan í vetur, en ekki
hefir gefið á sjó ennþá. Akveðið
er að bátamir rói að minnsta
kosti fram til miðs janúar þótt
ekki hafi verið gengið frá samn-
ingum. Engar samningaviðræð-
ur fara hér fram og verður beðið
eftir samningum annars staðar
frá.
Aflabrögð voru léleg fyrir ára-
mótin, en hins vegar mikil vinna
við frystihúsin í landi. Stafar
það fyrst og fremst af manneklu.
Ef afli glæðist er búist við að
mikill skortur verði á vinnuafli,
því ekki er gert ráð fyrir að fólk
fáist að.
• Ekki róið frá Keflavík
I Keflavík voru róðrar ekki
hafnir í gær en nokkrir hátar
voru tilbúnir að fara á veiðar.
Sömu sögu er að segja frá Grinda
vík.
Minkurinn I
drukknaði
Arnesi, 4 jan.
MINKUR sá er áður um
getur, er tók sér bólfestu
í fjárhúsinu í Fagraneakoti
í Aðaldal milli jóla og ný-
árs, grandaði sér í vatns-
tunnu í fyrrinótt. Hafði
tunnunni verið komið fyr-
ir í fjárhúsinu kvöldið áð-
ur. Bóndinn í Fagraneskoti
hafði gert margar tilraunir
til þess að handsama mink-
inn. Að síðustu hugkvæmd-
honum að setja lifandi sdl-
ung í tunnu með vatni í 7
fjárhúsið. Stóðst minkur- 1
inn ekki freistinguna, stakk I
sér í vatnið og hugðist gæða
sér á matnum, en það
kostaði hann lífið, því í
tunnunni drukknaði hann.
Frétbaritari