Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLATHÐ Sunnudagur 8. janúar 1961 Dokforsvörn í Háskóla íslands 1 GÆR fór fram doktorsvöm í hátíðasal Háskóla fslands. Varði Finnbogi Guðmundsson, cand. mag., ritgerð sína um Hómers- þýðingar Sveinbjamar Egilsson- ar. Hátiðasalurinn var þéttskip- aður áheyrendum. Meðai áheyr- enda vom forseti íslands o>g menntamálaráðherra. Forseti Heimspekideildar, dr. Guðni Jónsson, stjómaði athöfn inni, en andmælendur voru dr. Steingrimur J. Þorsteinsson, pró fessor og dr. Jón Gislason, skóla stjóri. — Forseti heimspekideildar skýrði frá því, að doktorsefni hefði sent deildinni ritgerð sína í nóvembermánuði 1959. Var þá kosin nefnd þriggja sérfróðra manna til þess að meta vísinda- legt gildi ritgerðarinnar. Kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu, að hún væri þess virði, að höfundi gæfist kostur á að verja hana til doktorsnafnbótar. Andmælendur báru lof á rit- gerðina kváðu hana í heild fróð- legt undirstöðurit. Gerðu þeir ýmsar athugasemdir, sem höf- undur síðan svaraði. Enginn gaf sig fram til andmæla úr hópi áheyrenda. Athöfnin hófst kl. 3 siðdegis og henni lauk laust fyrir kl. hálf átta. Dr. Finnbogi Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 1924. Hann er sonur dr. Guðmundar Finn- bogasonar og Laufeyjar Vil- hjáhnsdóttur. Finnbogi lauk stúd entsprófi árið 1943 og kennara- prófi í islenzkum fræðum 1949. Varð hann síðan prófessor í ís- lenzku við Manitoba háskóla. Ár- in 1951—56 var Finnbogi sendi- kennari í íslenzku í Osló og 1957 til 1958 í Björgvin. Síðan varð hann kennari í íslenzku við Menntaskólann í Reykjavík. Finnbogi er kvæntur Kristjönu Helgadóttur, lækm Hesturinn okkar" Dr. Björa Sigurðsson <$>- Bændasimtokin heilra minn- ingu dr. Björns Sigurðssonar Færa ekkju hans rausnarlega peninga- gjöí lil minningar um hann Stéttarsam- BÆNDASAMTÖKIN færðu nýlega frú Unu Jóhannes- dóttur, ekkju dr. Björns Sig- urðssonar, rausnarlega pen- ingagjöf til minningar um mann hennar, og sem þakk- lætisvott fyrir frábær vís- indastörf í þágu íslenzks landbúnaðar. Bændasamtök- in, sem að þessu stóðu, voru Mjólkursamsalan í Reykja- vík, Samband ísl. samvinnu- félaga, Sláturfélag Suður- búnaðarins og band bænda. Dr. Björn Sigurðsson var eins og kunnugt er forstöðumaður Rannsóknarstöðvarinnar á Keld- um frá stofnun hennar til dauða- dags. Þar vann hann mikið og þjóðnýtt starf, sem m. a. leiddi til mikils árangurs í baráttunni við búfjársjúkdómana er herjað hafa á búfénað bænda mörg und- anfarin ár. Stendur íslenzk bændastétt og þjóðin öll í mik- illi þakkarskuld við þennan mik- ilhæfa vísindamann, sem féll frá lands, Framleiðsluráð land- 1 í miðju starfi og á bezta aldri. // Þriðja tölublað ritsins Hest urinn okkar er komið út og lýk- ur þar fyrsta árgangi ritsins. í ritstjórarabbi minntist Vignir Guðmundsson á að enn verði ekkert um það sagt hve traust- ur fjárhagsgrundvöllur Titsins sé orðinn, enda ritið á kynning- arstigi, en alltaf bætast áskrif- endur í hópinn. Þetta þriðja hefti, sem jafn- framt er jólablað, er mjög vand- að að frágangi og í því margar hestamyndir, gamlar og nýjar. í því eru frásagnir af ákveðnum hestum, eins og Blesu, Reykja- Rauð og Ráðherra-Glæsi, og af mönnum og hestum í Biskups- tungum. Þá eru í því greinarnar Hesturinn í svipmyndum sög- unnar, eftir Indriða G. Þorsteins son, Þarfasti þjónninn, eftir TvíWotnaði HAFNARFIRÐI. — Um hálf- fimmleytið í fyrradag varð ís- leifur Guðmundsson yfirfisk- matsmaður, til heimilis að Vest- urbraut 21, fyrir bíl skammt frá fiskverkunarhúsum Bæjarútgerð arinnar á Flatahrauni, og slasað- ist mikið. Hann tvíbrotnaði á læri og mun hafa hlotið nokkur önnur meiðsl. Var fsleiíur flutt- ur í Slysavarðstofuna í Reykja- vík, þar sem meiðsli hans voru rannsökuð. — Hann er 76 ára að aldri. Var ísleifur á gangi þarna norður eftir veginum á vinstra helmingi hans, þegar Opel-bíll, sem var á leið til Reykjavíkur ók á hann. Mun bílstjórinn ekki hafa séð ísleif sökum myrkurs. Bjarna Bjamason á Laugar- vatni, Hirðing hestsins og með- ferð, eftir Pál A. Pálsson, yfir- dýralækni, hestavísnaþáttur og ýmislegt fleira um hesta og hestamennsku. Myndin sem hér fylgir, er I ritinu og er það elzta hesta- mynd, sem ritstjóri hefur kom- izt yfir, tekin árið 1900. af Sig- urjóni Sumarliðasyni pósti frá Ásláksstöðum, sem er þar á ferð með enska ferðamenr. yfir Eyjafjarðarála. Þúsundir við álfadans og brennu í Keflavík Skákkeppni fyrir- tækja að hef jast SKÁKSAMBAND tslands beitir sér íyrir sveitakeppni í skák milli fyrirtækja og stofnana og hefur í hyggju að halda slíkri starfsemi áfram í vetur. í því skyni var boðið til fundar með fulitrúum frá fyrirtækjum og kosnir menn í stjóm. Hver sveit var skipuð fjórum aðalmönnum og 3 til vara og verður það fyrirkomulag óbreytt i vetur. Ætlunin er að hafa keppnina flokkakeppni en enn- þá er óráðið hve margir flokkar verða og hve margar sveitir í hverjum flokki. Sveitum sem ekki voru með í fyrra verður raðað í flokka eftir áætluðum styrkleika. Hver sveit teflir einu sinni í viku að jafnaði 5—7 um- ferðir. Þátttökugjald fyrir sveit ina er 300 kr. Skilyrði fyrir þátt- töku er að keppendur séu fast’r starfsmenn eða þiggi sín aðal- laurj hjá fyrirta&kjum er þeir tefla fyrir. Umsóknarfrestur er til 10. jan. og er hægt að senda þátttökubeiðni til Skáksam- bands íslands, pósthólf 674. Á kortinu í gær var 980 millibar lægð skammt austur af Bell Isle við Nýfundna land. Sama lægðin sést á kort inu í dag suðaustur af Græn landsodda. Hún hefur færzt nærri 1000 km austur-norð- austur eftir á 24 klst. eða h. u.b. 40 km. á klst. Lægðm veldur NA roki á suðurodda Grænlands og rigningu, enda er hvorki meira né minna en 6 st. hiti í Brattahlíð, eða 11 st. heitara en í Reykjavík. Á hinn bóginn er 28 st. frost í Scoresbysundi hér norður af Vestfjörðum. Lægðin veldur hvassri A-átt hér við suður- ströndina, en annars er hæg- viðri um allt land og frost- hart í innsveitum, viða 12— 14 st. frost. — Lægðin þokast austur eftir og mun A-átt verða ríkjandi hér á landi næsta sólarhring. A ÞRETTÁNDADAGSKVÖLD var haldin álfadans og brenna í Keflavík. Fór skemmtunin fram á íþróttavellinum, sem segja má að sé nú orðinn mið- svæðis í bænum. Um 2500 til 3000 manns var samankom- ið eða sem svarar helmingur allra íbúa Keflavíkur. I þess- um hóp var þó margt fólk frá nágrannabyggðunum. —O— Karlakór Keflavíkur og Lúðrasveitin gengust fyrir álfa- dansinum og voru konur þeirra með og einnig margir úr skáta- félaginu og Gagnfræðaskólan- um. Álfafylkingin og blysberar voru hinir skrautlegustu og dönsuðu þeir á svelli, sem lá yfir íþróttavellinum. Skrattinn var þar einnig með sínu fylgd- arliði og mun þetta vera í fyrsta skipti, sem hann vekur ánægju hjá fólki. —O— 13 metra hár bálköstur var reistur við svæðið. Starfslið og verkfæri bæjarins höfðu unnið að því að safna efni til brenn- unnar og hlaða bálköstinn. Veður var eins og bezt verð- ur kosið, logn og tunglskin, en nokkurt frost, bálið brann stillt og kyndlar loguðu til þess síð- asta. Kórinn og lúðrasveitin sungu og léku undir stjóm Herbert Hriberschek og tók mannfjöldinn undir. Nokkur misbrestur varð á skipulaginu. Fólk og bílar þrengdu of mikið að og tor- veldaði það sjálfan álfadansinn. Álfakóngur var Sverrir Olsen og álfadrottning Vigdís Böðvars dóttir og voru þau glæsileg í hlutverkum sínum. Álfadans og brenna hefur ekki verið í Keflavík um ára- tugi og eiga því kórinn, lúðra- sveitin, bæjarfélagið og þeir aðrir sem að þessari þjóðlegu skemmtan stóðu, þakkir skilið fyrir störf sín og forgöngu að taka upp þennan þjóðlega sið — að hafa álfadans og brennu á þrettándanum. — Þess má geta að engin að- gangseyrir var, svo þeir sem að þessu stóðu bera allan óhjá- kvæmilegan kostnað, auk vinnu sinnar og fyrirhafnar. — hsj. SU VTT.T.A slæddist inn í frétt um lát Björgvins Guðmundsson- ar Vinskálds að kona hans var nefnd Margrét. Hún heitir Hólm- friður Jónsdóttir. Dóttir þeirra hjóna og einkabarn heitir hins vegar Margrét — Laos Frh. af bls. 1 Indverjar hafa sem kunnugt er mjög hvatt til þess að nefndin taki aftur til starfa og hafi eftir- lit með því, að erlendir aðilar hlutist ekki til um deilur þar. Talið er sennilegt, að sendiherra Indlands í Ástralíu S. Sen, hafi þegar fengið boð um, að vera því viðbúinn, að fara fyrirvara- 'lítið til Laos. Sen var formaður nefndarinnar er hún hóf störf 1954 eftir Genfarráðstefnuna um styrjöldina í Indó-Kína. Fregnir frá Washington herma, að Boun Oum, prins, forsætisráð- herra núverandi stjómar í Laos geri það ekki lengur að skilyrði fyrir starfsemi eftirlitsnefndar- innar, að allar þjóðir, sem hana varði, viðurkenni stjórn hans. Má geta þess að Indverjar, sem eiga forsæti í nefndinni hafa ekki við urkennt stjórn Boun Oums. Þá hafði Christian Herter, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrt utanríkismálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings á fundi í gærkvöldi, frá ástandinu í utanríkismálum. Að þeim fundi loknum lét Fulbright, formaður nefndarinnar svo um mælt, að Herter væri nú ekki lengur þeirr ar skoðunar, að slæmt væri að senda eftirlitsnefndina til Laos, enda virtust upplýsingar, sem fyrir lægju um sendingar her- liðs kommúnista frá N.-Vietnam til Laos heldur óljósar. Væri lík- legt að stjórn Bandarikjanna sam þykkti að senda nefndina til Laos, væri stjóm Boun Oums því samþykk. Souvanna Phouma lét svo um mælt í viðtali við fréttamenn í gær, að hann hygðist ekkihalda heim til Laos í bráð. Hann kvaðst ekki viðurkenna stjórn Boun Oums, þrátt fyrir traustyfirlýs- ingar þings. Vísaði Phouma til yfirlýsingar er hann hefði gef ið út 11. nóv. sl., þar sem svo væri kveðið á, að hann viður- kenndi ekki gildi neinna þeirra ákvarðanna, sem hægrimenn tækju um stjóm landsins, né kon unglegar tilskipanir, gerðar und- ir áhrifum hægri sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.