Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.1961, Blaðsíða 22
22 MORCUNBI. AÐIÐ Sunnudagur 8. janúar 1961 Þetta er jap- anska leikkonan Yoko Tani í hléi milli atriða í J. Arthur R a n k - kvikmyndinni „Saklausu villi- mennirnir“ Ung frú Tani át fleiri pund af rjómaís daglega til að kæla sig meðan á upptöku þeirrar myndar stóð. Það var nærri búið að sjóða aumingja leikkonuna lifandi, þar sem hitinn var ógurlegur og hún var klædd eskimóabúningi. Einu sinni er Tani stóð fyrir framan kvikmyndavélarnar í fullum skrúða, var hitinn mældur og reyndist hann vera rösk 35 stig. RITA I RÓM hið óþekkta er Sue Lyon. amerísk skólastúlka, sem hefur áhuga á Presley-plöt- um og talnafræði. Mason leikur Humbert Humbert. elskhuga Loiitu, Shelley Winters móður hennar. — 1 kvikmyndinni giftist Hum- bert móður Lolitu — til að geta haldið sér í nálægð unnar sinnar. Leikstjórinn Stanley rick valdi Sue Lyon úr hópi þúsunda táninga. Hann seg- ir að Sue sé mjög venjuleg stúlka, hleypidómalaus, sem varð ekkert undrandi, þeg- ar hún las bókina í fyrsta sinn. Sue og móðir hennar búa nú á óþekktum stað í London og ráðvandur bíl- stjóri keyrir þær á vinnu- stað dag hvern. James Mason segir, að hann hafi tekið við hlut- verki í Lolita, þar sem hann teldi söguna einhverja merki- legustu ástarsögu, sem skrif- uð hefði verið á okkar tíma. Að hugsa sér að við skyld- um hittast hér! — Nei, axl- arklappið á myndinni þýðir ekki það. Rita Hayworth dvaldi skamman tíma í Róm í síðustu viku og auð- vitað ræddi hún við blaða- MEÐ LF.YND I ELstree Studios í London vinna tveir frægir leikarar og ein óþekkt 14 ára gömul stúlka bak við læstar dyr. Dyranna gæta herðabreiðir lífverðir. Innan þessara dyra eru leikaramir að æfa hlutverk sín í nýrri kvikmynd, Lolita, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu. Bókin fjallar um ástarsamband 12 ára gamall- ar stúlku og miðaldra manns og vakti mikið hneyksli þeg- ar. hún kom út — og gerir raunar enn. Þekktu nöfnin eru James Mason og Shelly Winters — Þrír aðalleikaramir í Lolita. menn. Það er ítalskur blaða- maður, sem klappar á öxl hennar og biður kvikmynda dísina vinsamlega að færa sig til, svo auðveldara væri að taka af henni myndir. Rita Hayworth er á leið til Spánar. Þar mun hún. leika í myndinni „The Old- est Confession“ eftir skáld- sögu Richard Condon. Fram- leiðandi kvikmyndarinnar er eiginmaður Ritu, James Hill. 10 ÞÆR BEZTU Eftirtaldar 10 kvikmyndir hefur brezka blaðið „The Dai- ly Telegraph" kosið sem beztu myndir ársins 1960: The Angry Silence (Bretl.). The Apartment (U.S.). L’Aventura (Ítalía). La Dolce Vita (Ítalía). The Four Hundred Blows J (Frakkland). '* Inherit the Wind (U.S.). Let’s Make Love (U.S.). Never on Sunday (Grikkl.). Saturday Night and Sunday Morning (Bretland). Shadows (U.S.). Leikkona ársins var kosin: Sophia Loren. KVIKMYND UM MAURICE Margar kvikmyndir um fræga menn, sem enn eru á lífi, hafa verið gerðar á und- anförnum árum, en árangur- inn hefur sjaldan verið góður. Samt sem áður er haldið á- fram á þessari braut og nú er fyrirhugað að kvikmynda ævi sögu Maurice Chevalier „With love“, sem ensku rithöfundarn ir Eileen og Robert Mason Pollock rituðu í fyrra eftir hans fýrirsögn. Líklegt er tal- ið að Maurice leiki sjálfan sig, eftir að hann er farinn að reskjast, en unga Chevalier mun Jacques Charrier, eigin- maður Brigitte Bardot, leika. 1 f 1 í ER ÞAÐ EKKI EINMITT GEN sendiferðabí11 sem m. i sp mrm yður vantar til jbess oð anna flutningaþörf fyrirtækisins á hagkvæmastan hátt ? Það er einmitt það sem O. Johnson & Kaaber h.f. hefir komizt að raun um, svo og neðangreind landsþekkt fyrirtæki: Afgreiðsla Smjörlíkisgerðanna G. Helgason & Melsted Héðinn Kristján Gíslason hf. Jón Bergsson heildverzlun Ríma Teppi hf. Sápugerðin Frigg Rafha / Pfaff L. Andersen VOLKSWAGEN sendiferðabifreiðír útvegum við með stuttum fyrirvara. Áætlað verð gegn gjaldeyris og innflutningsleyfi kr: 105 þús. Áætlað verð gegn innflutnings leyfi kr: 119 þús. — Fullkomin varahluta og viðgerðaþjónusta Allar náriari upplýsingar í skrifstofu vorri. HEILDVERZLUNIN HEKLA HF. Hverfisgötu 103 — Sími 11275, Loftleiðir Hamar hf. Stálhúsgögn Húsgagnav. Árna Jónssonar Litla vinnustofan Rúgbrauðagerðin Linduumboðið Kemikalia Vikan Bræðumir Ormson Glóbus hf. Verzlanasambandið Heildv. Ásgeirs Sigurðssonar Hitaveitan og mörg önnur fyrirtæki og stofnanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.