Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 1
20 síður með Bamalesbók 48. árgangur 20. tbl. — Fimmtudagur 26. janúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Föngum sleppt tilkynnir Kennedy á fyrsta blaðamannafundi sínum Washington, 25. jan. •— (NTB-Reuter) — KENNEDY Bandaríkjaforseti skýrði frá því í Washington í kvöld að ríkisstjórn Sovét- ríkjanna hefði látið lausa bandarísku flugmennina tvo, sem komust lífs af er könn- unarflugvél þeirra af gerð- Inni RB-47 var skotin niður yfir Barentshafi í júlí sl. Á blaðamannafundi í Washing- ton sagði Kennedy að flug- mennirnir tveir hafi fyrr um kvöldið lagt af stað frá Moskvu áleiðis til Banda- ríkjanna. Sagði Kennedy að Kosningar í Belgíu BRUSSEL, 25. jan. (Reuter) — Þjóðaratkvæðagreiðsla verður látin fara fraim í Belgíu í marz, ef mögulegt þá fyrir páska, að því er Reger Motz formaður Frj álslyndaf lokksins skýrði blaðamönnum frá í dag. 1 í»að var eftir að hafa setið fund með Gaston Eyskens för- sætisráðherra og Tlheo Lefevre form. Kristilega jafnaðarm.flokks ins að Motz sagði blaðamönnum að kosningar yrðu látnar fara fram eins fljótt og auðið væri, hugsanlega 26. maæz. Verður það eftir að öldungadeild þingsins tiefur samlþykkt sparnaðarfrum- varpið, sem orsakaði verkföl'lin, sem stóðu í rúman mánuð, og lauk nú í vikunni. ákvörðun Sovétstjórnarinnar um að sleppa flugmönnunum væri verulegt spor í áttina til að bæta sambúð Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna. Kennedy, sem nú hélt fyrsta blaðamannafund sinn eftir að hann tók við for- setaembættinu, sagði enn- frcmur að hann hefði ekki lagt nein drög að því að sitja fund með Krúsjeff for- sætisráðherra. Þá sagði Kennedy að rík- isstjórn Bandaríkjanna hefði ákveðið að auka verulega matvælasendingar til þeirra héraða í Kongó þar sem hungursneyð ríkir. Þessi fyrsti blaðamannafund- ur Kennedys forseta var að því leyti nýstárlegur að útvarp- að var og sjónvarpað frá homim um gjörvöll Bandaríkin, og verð ur upptökunni sjónvarpað í Evr- ópu á morgun. Flugvél týnd JAKARTA, Indónesíu, 25. jan. (Reuter) — Douglas flugvél frá indónesiska fliUgfélagimu Garuda hvarf í gær á leiðinni frá Ja- kaxta til Bandung og með henni 16 farþegar og fimm manna á höfn. Vegalengdin milli borg anna er aðeins um 186 km., en yfir fjöll að fara, seon eru bulin þoku. Þyrlur leita ffl'Ugvélarin-n- ar. Meðai farþega var Bandaríkja maður, Breti, Austur-Þjóðverji og Svisslemdingur. SANTA MARIA Santa Maria enn um sjórœningja Herskip og flugvélar frá ýmsum þjóðum taka þátt í leitinni Lissabon, New York, Rio de Janero og Haag, 25. jan. — (NTB—Reuter) — HERSKIP og flugvélar frá Portúgal, Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi leita enn að portugalska farþega- skipinu Santa Maria, sem portúgalskir uppreisnarmenn hertóku á mánudagskvöld. Bandaríski flotinn tilkynnti í kvöld að danskt flutninga- skip hefði séð farþegaskipið um 1500 kílómetrum fyrir austan Trinidad og kemur sú frétt heim við radiomið- anir sem gerðar hafa verið. A LEBÐ TIL AFRÍKU Margar flugvélar og banda- rískí tundurspillirinn Robert L. Wilson eru nú á leið til staðar- Lánstraust þfóðar- innar endurreist Forsætisráöherra svarar fyrir- spurrtum á Alþingi 'A FUNDI sameinaðs þings í gær svaraði Ólafur Thors íorsætisráðherra tveim fyr- irspurnum frá Eysteini Jóns- syni. — Fyrri fyrirspurnin var á þessa leið: Til hvers er ætlunin að verja mótvirði þeirra 6 milljón dollara, sem Bandaríkjastjórn lætur ís- landi í té samkvæmt tilkynningu ríkisstjómarinnar, dags. 30. des. 1960? Fylgdi Eysteinn fyrirspurn •inní úr hlaði með nokkrum orðum. Sagði hann m. a., að á miklu ylti, hvaða verk væru látin sitja fyrir stuðningi rík- isvaldsins og hvernig þeim erlendu lánum, sem fengj- ust, væri varið. Og sérstaklega væri þýðingarmikið, að því fé væri ekki varið til eyðslu, heldur til aðkallandi framkvæmda. Svar forsætisráðherra við fyrirspurninni var á þessa leið: Eins og skýrt var frá í frétta- tilkynningu ríkisstjórnarinnar þann 30. desember sl. hefur Bandarikjastjórn veitt Islandi 6 milljón dollara óafturkræft fram lag til þess að styrkja gjaldeyris stöðu landsins og stuðla að því, að jafnvægi geti náðzt í efna- hagsmálum þess. Til þess að þessi árangur geti náðst, má ekki að svo stöddu greiða út mótvirði fjárins í íslenzkum krónum. Verður það þess vegna geymt á sérstökum reikningi í Seðlabank' anum. Frá þessu var einnig skýrt í tilkynningu ríkisstjórnar- innar frá 30. desember sl. Þegar öruggu jafnvægi hefur verið náð í efnahagsmálum og gjaldeyx-is- staðan er oiðin nægilega trygg, má að sjálfsögðu losa hið geymda fé hægt og hægt, þannig að jafn væginu verði ekki raskað né gjaldeyrisstöðunni stefnt í hættu. Enn hafa auðvitað engar ákvarð anir verið teknar um hvernig b ramh. a bls. 8 ins, en tundurspillirinn er enn í 800 kílómetra fjarlægð. Þá segir í tilkynningu strandgæzlunnar í Florida að flugvélar hafi einnig verið sendar til Bahama eyja, því þaðan hafi önnur frétt kom- ið um að sézt hafj til skipsins. Samkvæmt tilkynningu danska skipsins, átti Santa Maria að sigla í stefnu á Mið-Afríku. En Galvao-<leiðtogi sjórænin.gjanna, var eitt sinn eftirlitsmaður portúgölsku stjórnarinnar í Afríkunýlendum þeirra. Hefur Galvao lýst því yfir að hann miuni hvorki gefast upp né stöðva skipið fyrir portúgöilskum eða annarra þjóða herskipxim, heldur muni hann sökkva skipinu. Um borð eru um 600 farþegar og 370 manna áhöfn. FARÞEGUM LÍÐUR VEL Farþegar um borð í Santa Maria hafa margir sent ættingjum sínum kveðjur og til kynnt að þeim líði vel, en ekkert látið uppi um það hvar skipið heldur sig. Var í fyrstu talið að það væri á leið til Bi-azilíu. En stjórnin í Portúgal áleit hugsan- legt að uppreisnarmenn færu með skipið til Kúbu. I dag sagði svo Humberto Delgado herfor- hönd- ingi, sem búsettur er í Sao Paolo í Brazilíu, að skipið hefði komið á leynilegan ákvörðunarstað sinn síðastliðna nótt. En Delgado er pólitískur flóttamaður frá Portú gal. Kvaðst Delgado hafa veitt Galvao fulla heimild til að taika skipið í nafni andstæðinga ríkis- stjórnar Salazars í Portúgal. Sagðist Delgado hafa unnið að undirbúningi að töku skipsins frá því í apríl s.l. og að tvisvar eða þrisvar hafi þurft að fresta tök- unni vegna þess að skipið var á eftir áætlun. HEIÐRAR MERKI UPPREISNARMANNA Sendi Delgado fyrr í dag or'ð- sendingu til Galvao þar sem hann segir að Brazilíumenn séu mjög Framihald á bls. 19. Skógareldur PERTH, Astraliíu, 25. jan. — (Reuter). Skógarbrunar hafa lagt lagt þrjár borgir í vestux Ástralíu í eyði. Ekki er vitað um að manntjón hafi orðið, en eyðilegigin.gin er metin á 42,5 milij. kr. Eldixrinn hefur geysað þarna í nokkra daga og stend.ur varia steinn yfir steini í bor.gunum Dwellinig Up, Holyoake og Nanga Brook. Margir íbúanna hafa hioí ið brunasár. FaDhlífarhermemx, skógarhöggsmenn og sjálfboða- liðar hafa verið sendir til að reyna að slökkva eldinn eða hefta frekari útbreiðslu hans. ÖlvaBur flugsíjóri Stokkhólmi, 25. jan. — (NTB) STOKKHÓLMSBLAÐIÐ Ex- pressen skýrir frá því í dag að einn af flugstjórum SAS hafi fyrir viku verið stöðv- aður á Idlewild-flugvelli við New York, er hann var á leið til ferðbúinnar DC-8 þotu sinnar allvel kenndur. Kvaðst flugstjórinn hafa tek ið inn kvalastillandi meðöl vegna magaveiki, en upplýst er að liann sagði við bryta sinn að hann hefði drukkið átta glös af vínblöndu (cock- tail). Flugstjórinn er Breti, sem ráðinn var til Kaup- mannahafnar og býr þar. í þessu sambandi hefur SAS látið fara fram athuganir á hvaða áhrif áfengisdrykkja hef- ur á hæfni flugmanna. Yar flug mönnum gefið misjafnlega mik- ið magn áfengis og frammi- staða þeirra í Linkæfingatæki borin saman við flugmenn, sem ekkert áfengi drukku. Árangur- inn varð sá að jafnvel örlítið áfengi hafði ótrúlega skemm- andi áhrif á hæfni flugmann- anna. En nokkrir flugmenn, sem ekkert áfengi höfðu fengið, stóðu sig einnig illa. Kom í ljós að þeir höfðu allir neytt áfeng- is daginn áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.