Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 26. jan. 1961
EINN þátturinn í -starfi Is-
lenzkra ungtemplara er rekstur
Tómstundaheimilis Ungtemplara
í Reykjavík. Heimilið hefur
starfað í 3% ár og hafa sótt
föndurnámskeið um 650 ung-
menni á þessum tíma.
Starfsemi tómstundaheimilis-
ins er um þessar mundir að
hefjast að íiýju eftir áramóta-
hléið. Fyrir áramót störfuðu átta
flokkar með samtals 110 þátt-
takendum. Nú verður efnt til
nýrra námskeiða í ýmsum grein
um föndurs og munu starfa bæði
toyrjenda- og framhaldsflokkar.
Leiðbeint er í hverjum flokki
eitt kvöld í viku í alls 8 vikur.
— Öllu ungu fólki á aldrinum
12—25 ára er heimil þátttaka.
Fjárm álará ðh erra
svarar tyrirsp urn um
Gunnar Thoroddsen fjár-
málaráSiherra svaraði fyrir-
spurn frá Eysteini Jónssyni á
fundi sameinaðs þings í gær
varðandi ráðstöfun 6 millj.
dollara lánsins frá Bandaríkj
unum.
Fyrirspurn Eysteins var svo
hljóðandi:
1. Hverju hefur ríkisstjórn
in ráðstafað af 6 millj
hlýindi en tíð
stormasöm í Grímsey
1 ALLT haust og fram að jólum
var hér öndvegisgóð tíð, svo fén-
aður var ekki tek'inn til hýsingar
fyrr en rétt fyrir jól. Um jóla-
dagana brá til kaldara veðurs og
gerði nokkurn snjó og frost, en
með nýárinu gerði aftur þíðu
og tók upp snjó allan, að heita
mátti. Fremur hefir veðurfar
verið óstöðugt síðan um jól,
hvassviðri talsvert, en oftast
hlýtt, t. d. var hér 10C° hiti 15.
þ.m. Mun það vera mjög sjald-
gæft á þessum tíma árs, ef ekki
einsdæmi. Hagar eru hér eins og
á sumardegi og er fánaður i
haustholdum.
Leikritasam-
keppni Menn-
ingarsjóðs
UM áramótin rann út frestur til
að skila handritum í leikrita-
samkeppni Menningarsjóðs. Alls
bárust 20 handrit. Dómnefnd er
nú tekin til starfa, en hana skipa
Ásgeif Hjartarson, bókavörður;
Baldvin Halldórsson, leikari og
Ævar R. Kvaran leikari. Gert er
ráð fyrir að úrslit verði tilkynnt
í lok febrúarmánaðar.
(Frétt frá Menningarsjóði).
Aðfaranótt hins 12. þ.m. gerði
hér mikinn storm af V-N-V með
miklum sjógangi. Vélbáturinn
,,Svan“, sem lá hér úti á höfn-
inni sleit upp og rak hann að
landi, í stórgrýtta fjöru og ónýtt-
ist með öllu.
I dag kom sjúkraflugvélin 2
ferðir frá Akureyri til þess að
sækja fólk, sem í land þurfti að
fara. Enginn var sjúkur, en fólk
þetta þurfti ýrnissa erinda til
Akureyrar. Það er þægilegt að
geta skroppið til lands í erindum,
sem taka skamman tíma, rétt áð-
ur en póstferð er og geta svo
komið með póstinum til baka.
Sjúkraflugvélin hefir í sumar og
það af er vetri unnið okkur
Grímseyingum ómetanlegt gagn
í samgöngum. Frá því á sl. vori
hefir hún komið hingað hvenær
sem þörf hefir verið á. Mun hún
hafa komið hingað a. m. k. 44
sinnum á sl. ári og í dag kom
hún tvær ferðir. Hefir flugmaður
inn, Tryggvi Helgason, sýnt okk-
ur alveg sérstaka lipurð og góð-
vild í þessu starfi.
Sjór hefir lítt ver’.ð stundaður
um nokkurn tíma, vegna óstöð-
ugs veðurfars, en vera mun fisk-
ur hér nærri, ef á sjó gæfi. Byrj-
að er að undirbúa veiðarfæri til
rauðmagaveiða sem byrja hér
venjulega mjög snemma, oft í
byrjun febrúar og hafa stundum
gefið góðan arð, þegar tíð hefir
verið bentug til slíkra veiða.
Grímsey, 17. janúar 196J
Magnús Símonarson
Verziunarhúsnæði
Óskum eftir húsnæði fyrir verzlun vora.
Blómaverzlunin
Lækjargötu 2 Sími 2433^
dollara bandaríska lán-
inu fram yfir það, sem
heimilað er í 22. gr. fjár
laga fyrir árið 1959?
2. Hve miklu mun lánið
nema samtals í islenzk-
um krónum?
f athugasemd shmi við fyr
irspurnina sagði Eysteinn
Jónsson, að á f járlögum 1959
væri ríkisstjóminni heimiluð
ráðstöfun 98 millj. kr. Enn
hefði ekki verið leitað sam-
þykkis Alþingis um ráðstöf
un eftirstöðva þessa láns. —
Eins sagði hann, að erfitt
væri að gera sér grein fyrir
heildarupphæð lánsins í ís-
lenzkum krónum, þar sem það
hefði verið yfirfært á mismun
andi gengi.
Fjármálaráðherra gaf eftir-
farandi upplýsingar um fyrir
hugaða ráðstöfun þessa fjár:
Ríkisstjórnin hefur ákveðið
ráðstöfun á jafnvirði 102
millj. umfram þær 98 millj.,
sem ráðstafað var í 22. gr. f jár
laga fyrir árið 1959. Þetta fé
mun verða lánað eftirgreind-
um aðiijum:
Raforkusjóður 52 millj.
Fiskveiðasj. fslands 40 millj.
Sementsverksmiðjan 10 millj.
Samtals 102 millj.
Lánið mim nema samtals
um 200 millj. í íslenzkum kr.
En um Akranes-
orgelið
Bjarni Pálmarsson biður þess
getið í sambandi við frétt af
viðgerð á kirkj uorgelinu á Akra
nesi og leiðréttingu við hana að
í þrjá daga hafi hann unnið við
breytingu á lög* rafkapals i
spilaborð orgelsins og við að
herða upp vindlhlöður og annað
í orgelinu.
— Lánsfraust
Framh. af bls. 1
þessu fé verður varið, þegar þar
að kemur.
Eysteinn Jónsson þakkaði for-
sætisráðherra fyrir upplýsing-
arnnar, og sagðist aðeins vilja
ítreka það, að sem fyrst yrðu
teknar ákvarðanir um ráðstöfun
þessa f jár og settar reglur þar að
lútandi.
Forsætisráffherra: Vegna þess-
ara síðustu ummæla Eysteins
Jónssonar vil ég aðeins leggja
áherzlu á, að þessu fé verður
varið á þann hátt, að það komi
þjóðinni að sem mestum notum,
án þess að efnahagslífi landsins
verði um leið teflt í tvísýnu eða
ýtt undir verðbólguþróun. Og
megináherzlu verður að leggja á,
að það jafnvægi, sem nú hefur
skapazt í efnahagsmálum þjóð-
arinnar, haldist í framtíðinni.
önnur fyrirspum Eysteins Jóns
sonar var svohljóðandi: Hvaffa
framkvæmdir eru þaff, sem ríkis-
stjórnin hefur hafiff umræffur um
viff erlendar fjármálastofnanir
samkvæmt því, sem aff var vikiff
í nýársræffu forsætisráffherra?
Sagði Eysteinn Jónsson í at-
hugasemd sinni við fyrirspurn-
ina, að ástæðan til hennar væri
sú, að forsætisráðherra hefði lát-
ið þau orð íalla í nýársræðu
sinni, að ríkisstjórnin hefði hafið
viðræður við erlendar fjármála-
stofnanir um framkvæmdir hér
á landi og þar sem málið væri
svona langt komið, þætti honum
hlíða, að Alþingi fengi upplýs-
ingar um málið.
Ólafur Thors forsætisráffherra
svaraði fyrirspurninni f.h. ríkis-
stjóxnarinnar á þessa leið:
Einn megintilgangur þeirra
efnahagsráðstafana, sem ríkis-
stjórnin beitti sér fyrir á sl. ári,
var að skapa að nýju grundvöll
til þess að Island gæti með eðli-
legum hætti fengið lán til arð-
bærra framkvæmda frá þeim
stofunum, sem slík lán veita á
aliþjóðavettvangi. Er hér fyrst og
fremst um að ræða Alþjóðabank
ann og systurstofnanir hans tvær
og ennfremur Export-Import
bankann í Bandaríkjunum og
hinn Alþjóðlega framfarasjóð
Bandaríkj ast j órnar.
Augljóst er, að nokkur tími
varð að líða frá því, að ráðstöf-
ununum væri hrundið í fram-
kvæmd þar til sú reynsla væri
komin á framgang þeirra, að
hægt væri að hefja viðræður við
þessar stofnanir.
A ársfundi Alþjóðatoankans f
Washington 1 septembermánuði
sl. áttu fulltrúar íslands á þeim
fundi viðræður við fulltrúa bank
ans. Varð niðurstaða þeirra við-
ræðna, að tímatoært þætti að
bankinn sendi bráðlega sendi-
nefnd til Islands, en bankinn
hafði enga slíka nefnd sent til
landsins í hérumtoil f imm ár. Enn
fremur tæki bankinn sérstaklega
til athugunar eina ákveðna fram-
kvæmd, aukningu hitaveitunnar
í Reykjavík. Jafnframt var rætt
við fulltrúa bankans um þá alls-
herjar framkvæmdaáætlun, sem
ríkisstjórnin hafði þá ákveðið að
láta semja og möguleika bankans
til þess að veita lán til annarra
framkvæmda hér á landi, svo
V erkíræðingaiélugið heiðrar
Finnboga R. Þorvaldsson
Á SJÖTUGSAFMÆLI Finnboga
R. Þorvaldssonar prófessors sl.
sunnudag heimsótti sitjórn Verk
fræðingafélags íslands hann og
sæmdi formaður félagsins, Jakob
Gíslason, Finnboga gullmerki fé-
lagsins og óskaði fyrir þess hönd
að rnega láta gera af honum ris-
mynd í væntanlegt Verkfræðinga
hús.
Las formaður bréf frá Verk-
fræðingafélaginu, þar sem Finn-
boga eru þökkuð merk verkfræði
leg störf, störf í þágu verkfræði-
deildar háskólans og í þágu verk
t fræðingafélagsins og stéttarinn-
, ar í heild. Þar segir m.a.: „í þakk
lætis- og viðurkenningarskyni
fyrir mikið og óeigingjarnt starf
í þágu verkfræðingastéttarinnar
frá öndverðu, ákveður stjórnin að
sæma Finnboga R. Þorvaldsson
gullmerki félagsins á sjötugs af-
mæli hans. Jafnframt ákveður
stjórnin að leita eftir því við
F.R.Þ. að mega láta gera af hon-
um rismynd í Verkfræðingahús-
ið til minningar, er fram líða
stundir, um ótrauðan baráttu-
mann og góðan dreng, sem átti
svo gifturíkan þátt í að leiða
fyrsta áfanga þess til farsælla
lykta“.
S98i raforkuframkvæmda, vega«
og hafnargerða.
Sendinefnd bankans kom svo
hingað til lands snemma í þess-
um mánuði og dvaldist hér um
tveggja vikna skeið. Kynnti hún
sér ástand efnahagsmála almennt
og fyrirætlanir um. framkvæmd-
ir, einkum á sviði raforkumála,
hafnar- og vegagerða, auk þeirr-
ar aukningar hitaveitunnar, sem
fyrr getur. Standa vonir til
þess, að bankinn geti áður en
langt um líður veitt lán til aukn-
ingar hitaveitunnar og í kjölfar
þess láns geti síðár meir siglt lán
til annarra framkvæmda á grund
velli þeirrar framkvæmdaáætlun
ar, sem samin verður.
Ríkisstjórnin hefur einnig
kynnt sér nokkuð tækifæri Is-
lands til öflunar fjármagns til
arðbærra framkvæmda frá öðr-
um aðilum, einkum Evrópulönd-
um. Ljóst er, að viðreisnaraðgerð
ir ríkisstjórnarinnar hafa skap-
að algjörlega nýtt viðhorf í þess-
um málum. Haldist og treystist
sá árangur, sem af þeim aðgerð-
um hefur náðst, munu all’lt önnur
tækifæri skapast til heilbrigðrar
fjáröflunar til eflingar atvinau-
lífsins, en verið hefur á undan-
förnum árum.
Eftir ræðu forsætisráðherra
kvaddi Eysteinn Jónsson sér
hljóðs. Kvaðst hann ekki taka
hátíðlega yfirlýsingar forsætis-
ráðherra um, að ríkisstjórnin
hefbi nú opnað nýja lánamögu-
leika, sem lokazt hefðu í tíð
vinstri stjórnarinnar. Skv. yfir-
lýsingu forsætisráðherra virtist
sér sem framkvæmdir við hita.
veitu Reykjavík.ur væru hinar
einu, sem fullnaðarákvörðun
hefði verið tekin um, og væri að
sjálfsögðu ekkert við þær fram-
kvæmdir að athuga. Þá spurðist
hann fyrir um, hvað ríkisstjórn-
in hefði í hyggju í sambandi við
vegagerð og hvað ríkisstjórnin
ætlaðist fyrir um lagningu hins
nýja Keflavíkurvegar. Að lokum
sagðist Eysteinn vilja beina því
til ríkisstjórnarinnar, að hún
hefði um það samráð við Alþingi,
hvaða framkvæmdir yrðu látnar
sitja í fyrirrúmi.
Ólafur Thors kvaðst ekki geta
vænzt þess, að Eysteinn Jónsson
snérist frá villu síns vegar við
eina eða tvær setningar úr sín-
um munni, þegar þær umræður,
sem að undanförnu hafa farið
fram á Alþingi virtust ekki hafa
haft nein áhrif á fordóma þing-
mannsins. í raun og ver.u ætti þó
að vera óþarft að deila mikið um
lánamöguleika þjóðarinar í tíð
vinstri stjórnarinnar og svo nú,
um þá töluðu staðreyndirnar sínu
máli. Eysteini Jónssyni væri það
allra manna bezt kunnugt, að Al-
þjóðabankinn var ekki til við-
tals um lánveitingar til íslend-
inga, þegar vinstri stjórnin hafði
runnið sitt skeið. Nú væru við-
ræður um þau mál hins vegar
auðsóttar og nú hefði bankinn m.
a. s. sent nefnd til þess að
kynna sér ástandið í efanhags-
málum hér á landi og fram-
kvæmdafyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar. Ástæðan til þess að aukn
ing hitaveitunnar í Reykjavík
hefði verið tekin sérstaklega til
athugunar væri sú, að það væri
eina málið, sem væri svo vel und-
irbúið, að hægt væri að ræða það
á grundvelli þeirra upplýsinga,
sem fyrir liggja. Ekki kvaðst for-
sætisráðherra treysta sér til þesa
að segja um það á þessu stigi,
hvaða vegir yrðu látnir sitja fyr-
ir. Það hefði þó oft komið fram,
að það væri eðlilegt og nauðsyn.
legt að mestu umferðarvegir
landsins væru gerðir úr varan-
legu efni, og nú væri t.d. unnið
að því að afla fjár til Keflavík-
urvegarins eftir þeim leiðurr*
sem telja yrði þjóðinni farsæl-
astar. Að öðru leyti hefði ríkis-
stjórnin hug á að hrinda í fram-
kvæmd þeim málum, sem horfa
þjóðinni til velfarnaðar.
Eftir þessar umræður var tek.
in fyrir ein fyrirspurn enn frá
Eysteini Jónssyni. Gunnar Thor-
oddsen fjármálaráðherra svaraði
henni f.h. ríkisstjórnarinar, og er
skýrt frá umræðum um hana ana
ars staðar í blaðinu. '