Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 13
Fimmtu'dagur £6. Jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 'r birtist fyrir skömmu í blaðinu „St. Louis Post.Dispatch“ (teiknari Mauldin), er Kennedy að máta pfpuhatt utan yfir hið „villta“ hár sitt — eins og menn muna, olli 5»að víða talisverðum heila- brotum, hvort hann mundi virða þann gamla sið að bera pípuhatt í sambandi við valdatökuathöfnina (hvað hann reyndar gerði), því að hann virðist hafa sérstaka 6- beit á að ganga með hatt — og yfirleitt hvaða höfuðfat sem er. — Önnur skopmynd er hér úr sama blaði og eftir sama teiknara — af Freeman, landbúnaðarr*ðher\ra Kenne- dysstjómarinnar, eða öllu fremur embætti hans. Traktor inn, sem ráðherrann situr á og ber áletrunina „Landbún. aðarráðuneytið“, virðist vera búinn að lifa sitt fegursta, og rúmlega það — énda er text- iim með myndinni: „Ef það væri ekki vegna vegsemdar- ( innar, sem fylgir, — ja, þá 7 vildi ég nú eiginlega miklu J heldur ganga“. I — • — • Loks er svo skopmynd eft ir brezka teiknarann Illing- worth, sem birtist á. dögun- um í „London Daily Mail“, þar sem hann lýsir á sinm fyndna hátt inngöngu Kenne- dys í samfélag hinna „stóru“, ef svo mætti að orði kveða, — og lætur hina bandarísku frelsisgyðju, í gervi hjúkrun- arkonu eða ljósmóður í fæð- ingarsjúkrahúsi, bera „hvít. voðuwginn" (Kennedy) að glugganum á vöggustofunni, en fyrir utan bíða hinir L „stóru“ eftir því að fá að sjá „barnið“. — Þeir Macmillan og Adenauer eru greinilega mjög fagnandi — svo mjög, að þeir brjóta rúðuna í ákafa sínum — en þeir de Gaulle og Krúsjeff standa álerrgdar og fara sér að engu óðslega . . . Kennedy í spéspegli Stjómarskiptin í Bandaríkj- unum hafa að undan- förnu, bæði áður en þau fóru formlega fram o.g eins síðan, verið eitt aðalumræðuefni blaða um víða veröld, og er , það að sjálfsögðu mjóg að vonum, þar sem segja má, að það varði hvern mann, hverj ir fara með völdin og hver stjórnarstefnan er i þessu öðm mesta ríki heimins. • Yfirleitt hafa umræður og hugleiðingar blaðanna um hinn nýja Bandaríkjaforseta, John F. Kennedy, og stjórn hans verið í alvarlegum tón. Blöðin hafa velt því fyrir sér, hverjum tökum forsetinn nýi og menn hans muni taka vandamálin heima fyrir og erlendis — og hvort e.t.v. megi nú vænta þess, að lát verði á kalda stríðinu og að saman dragi með Austri og Vestri. • Ekki fór þó hjá því, að háðfuglar blaðanna — og þá ekki sízt skopteiknararnir — fyndu eitthvað kátlegt í sam bandi við þessi annars alvar. legu máf, virðast hinir ýmsu skopteiknarar þegar vera búnir að finna sinn „Kennedy-stíl“, enda eru all- sérstæðir andlitsdrættir hins nýja forseta og óstýrilátt hár hans hinn bezti efniviður fyr- ir slika fugla. — •____ • Við birtum nú hér til gamans, sem sýnishorn, þrjár skopmyndir úr blöðum í sam bandi við valdatöku Kenne- dys. — Á einni þeirra, sem Sérkennilegt and- litsfall hans og óstýrilátt hárið fellur í góðan jarðveg hjá skop- teiknurunum Innbrotcf faraldur VESTMANNAEYJUM, 23. Jaft. Hér hefur verið innbrotafaraldur um nokkurt skeið. Sem dæmi má nefna að undanfarnar fimm vikur hefur eitt innbrot verið framið vikulega í verzlun Magn. úsar Magnússonar. Var hið síð- asta þeirra framið um helgina. Ekki var miklu stolið. Fulltrúi bæjarfógeta skýrði mér frá því í kvöld að búið væri að upplýsa þetta innbrot, svo og hin öll að einu undanskildu. Um helgina var einnig framið innbrot í vöruafgreiðslu Vest- mannaeyjaskipsins Herjólfs. — Hafði sýnilega verið ætlunin að nema á brott áfengi, sem geymt er í vörugeymslunni. En þar er slíkur varningur og annar dýr. mætur, jafnan geymdur í sér- stöku herbergi og er sterklega frá öllu gengiíT og ekki að þvi hlaupið að brjótast þar inn. — Hafði engu verið stolið í af- greiðslunni. — Bj. Guðm. Félagslíf Frá Taflfélagi Reykjavíkur. Æfing í kvöld kl. 8 í Sjó- mannaskólanum. — Innritun í Reyikj avíkurmótið. Sundfélagið Ægir. Áður auglýstur aðalfundur félagsins sem halda átti 27. þ. m. verður frestað til fimmtudag'sins 2. febrúar. Fuindurinn hefst að Grundarstíg 2, kl. 8.30 stundvís- l«ga. Stjómin. Farfuglar athugið Skrifstofa Farfugla að Lindar- götu 50 er opin öll fimmtudags- kvöld, kl. 6.30—8.00, síimi 15937 á sama tíma. Nefndin. Knattspymufélagið Fram Tvímenningskeppni í Bridge verður í Framheimilinu í kvöld, fimmtudag kl. 8 stundvíslega. Þátttaka tilkynnist til Carls Bergmann. Sími 36612. Nefndin. Jósefsdalur Innanfélagsmót Skíðadeildar Ármanns í svigi verður haldið sunnud. 29. þ. m., í Jósefsdal. Keppt verður í öllum flokkum fcvenna og karla. Ef snjór verð- ur eigi nægur í Dalnum, verður mótið haldið upp í Bláífjöllum. Ármenningar ungir sem gamlir fjölmennið í Dalinn uim helgina. Ferðir frá B. S. R. á laugard. kl. 2 og 6. — Stjómin. - Galdra Loftur f Framh. af bls. 6. Með smáhlutverk fara þau Hildur Einarsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Ragnar Magnússon, Eyjólfur Sigurðsson, Vilhjálmur Pálsson og Magnús Magnússon, Leiksviðsstjóri er Gunnar Granz. Ljósameistari Magnús Hákonarson. Hvíslari Kristín Helgadóttir. Andlitsförðun ann- aðist Haraldur Adolfsson, hár- greiðslu Ester Einarsdóttir og tón list Guðmundur Gilsson. Sem fyrr segir, er Haraldur Björnsson leikstjóri, og má hik- laust fullyrða, að hohum ber fyrst og fremst að þakka þann árangur, sem leikendurnir náðu. Stjórn Leikfélags Selfoss skipa: Ingvi Ebenhardsson, Sigríður Einarsdóttir og Halldór Magnús- son. — Framkvæmdastjóri er Aslaug Þ. Símonardóttir. Þökk sé Leikfélagi Selfoss fyrir að hafa veitt okkur tæki- færi til að sjá Galdra-Loft á sviði hér austan Fjalls. Grímur Jósafatsson. 6VEINBJÖRN DAGFINSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Bafnarstræti 11. — Sími 19406 - Frétfabrét Framh. af bls. 11. starfi, þrátt fyrir að oft hefir verið þröngt á línunni. Leikfélag Sauðárkróks hefir að undanförnu sýnt sjónleikinn „Galdra Loft“ eftir Jóhann Sigur jónsson. Leikstjóri Eyþór Stef- ánsson. Búið er að sýna leikinn fjórum sinnum við ágæta að- sókn. Einnig er fyrirhugað að hafa sýningu í Húnaveri laug- ardaginn 14. janúar. Ekki mun fullráðið hvaða leikrit verður fyrir valinu til sýningar Jk Sælu- viku Skagfirðinga af hálfu leik. félagsins, en búist er við gaman- leik að þessu sinni. f barnaskóla staðarins eru 160 börn og í miðskólanum og Iðn- skóla tæpir 100 nemendur. — Jón I.O.G.T. I. O. G. T. St. Andvari no. 265 Fundur í fevöld kl. 20.30. 1. Inntaka nýliða. 2. Ólokin störf. (innsetning). 3. Umræður um bjórinn. Allir templarar velfeomnir. — Félagar fjölmennið og mætið stundvíslega. Æ. T. NVKOMIÐ Sendum heim (innanbæjar) Jonatan epli í sex kílóa kössum. (Aðeins í heilum kössum) á aðeins kr. 12.00 kílóið. Takmarkaðar birgðir. Pantið í síma 10604. FLUGSALAIM Skinnhanzhar nýkomnir London dömudeild Einbýlishús Til sölu glæsilegt 140 ferm 7 herb. einbýlishús við Skólagerði. — Bílskúr fylgir, tvöfallt gler í gluggum, hagstæð lán áhvílandi. Allar nánari uppl. gefur. IGNASALA • REYKJAVí K • Ingólfsstræti 9 B Sími 19540 Til sölu er húseignin Laugarnesvegur 13,. kjallari, hæð og ris alls 3 íbúðir ásamt bílskúr, Nánari upplýsingar gefa BENEDIKT SIGURJÓNSSON hrl, Nýja Bíói og ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON hrl. Þórsgötu 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.