Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 10
10
MORGVNVLAÐIÐ
Fimmíudagur 26. Jan. 1961
Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalctræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
BÆTTUR HAGUR UTGERÐAR
OG SJÓMANNA
k nægjulegustu fréttirnar^
**■ þessa dagana eru að
sjálfsögðu af heildarsamkomu
lagi því, sem náðst hefur
milli útvegsmanna og sjó-
manna um kjörin á bátaflot-
anum. Báðir aðilar, útvegs-
menn og sjómenn, sætta sig
allvel við samkomulagið, sem
náðist og telja báðir hag sín-
um sæmilega borgið.
Erfitt er að gera sér fulla
grein fyrir því, hvort eða
hver breyting verði á hlut-
deild hvors aðilans um sig í
heildaraflaverðmætinu, út-
vegsmanna og sjómanna. —
Stafar það af því annarsveg-
ar, að fyrri grundvöllur var
margslunginn og bar þau ein
kenni skriffinnskunnar frá
uppbótatímabilinu að naum-
ast var á nokkurs manns
færi að gera sér fullnaðar-
grein fyrir útkomunni. Hins-
vefar voru svo sjómanna-
samningarnir 20—30 á land-
inu og meira og minna mis-
munandi.
Hinn nýja skiptagrundvöll
telja útgerðarmenn viðun-
andi og munu hvarvetna
hefja róðra á eigin kostnað
og áhættu, án þess að krefj-
ast uppbóta af almanna fé.
Sjómenn telja einnig, að
þeir hafi náð hagkvæmum
samningum að Vestfjarðasjó-
mönnum undanskildum, sem
telja sér betur henta gamla
skiptagrundvöllinn. — Mjög
athyglisvert er, að bæði
stjórharandstöðublöðin, Þjóð-
viljinn og Tíminn, segja að
kjarabætur bátasjómanna
nemi 15—25%. Eftir því sem
við getum komizt næst, fær
þetta þó ekki staðizt, en hitt
fer þó varla á milli mála að
hagur útgerðarinnar í heild,
bæði útvegsmanna og sjó-
manna, hefur stórkostlega
batnað, frá þeim tíma, þegar
allt var látið reka á reiðan-
um og sukk og skriffinnska
uppbótakerfisins réði ríkj-
um.
Hverjum manni eru því
ljósar eftirfarandi staðreynd-
h:: Útgerðin verður rekin án
uppbóta og útvegsmenn telja
hag sínum sæmilega borgið.
Sjómenn telja sig á hinn
bóginn fá kjarabætur og
una sínum hag. Þetta er ár-
angur nýrrar stefnu' í efna-
hags- og atvinnumálum,
stefnu, sem miðar að öflun
meiri auðæfa, betri meðferð
aflans og ábyrgð hvers og
eins, sem við þennan at-
vinnurekstur fæst. Þetta er
hinn gleðilegi árangur.
VINNUHAGRÆÐ-
ING VÍÐAR
C*vo gleðilegur árangur hef-
^ ur orðið af viðreisninni í
sjávarútveginum á tæpu ári
frá því hin nýja efnahags-
löggjöf var samþykkt, að all-
ar uppbætur hafa verið af-
numdar og samt telja bæði
útvegsmenn og sjómenn hag
sínum betur borgið en áður.
Með þessa staðreynd í huga,
ætti mönnum að fara að
skiljast, hverja grundvallar-
þýðingu það hefur að sú
stefna nái að ríkja, sem
Morgunblaðið hefur barizt
fyrir mánuðum saman.
Við höfum sagt, að á flest-
um sviðum athafnalífsins
mætti bæta hag atvinnufyr-
irtækjanna og þar með einn-
ig launþeganna, sem sækja
tekjur sínar til atvinnuveg-
anna, með bættri vinnuhag-
ræðingu, samstarfsnefndum
launþega og vinnuveitenda,
frekara ákvæðisvinnufyrir-
komulagi o. s. frv. Árangur-
inn, sem náðst hefur í sjáv-
arútveginum, byggist ein-
mitt á þessari grundvallar-
hugsun. Nú veltur allt á því,
að færa góðan afla að landi,
fara vel með hann og gæta
hverskyns hagsýni í rekstri.
Þetta nýja fyrirkomulag
hefur svo gjörsamlega koll-
varpað afturhaldsstefnu upp-
bótapostulanna, að hagur
allra, sem við sjávarútveg
fást, er betur tryggður en
áður. En á þá að láta sam-
tökum launþega og vinnu-
veitenda líðast að beita sér
ekki að bættum rekstri ann-
arra atvinnufyrirtækja á
sama veg?
Við höfum margkrafizt
þess, að samstarfsnefndir
yrðu settar upp í fyrirtækj-
unum, sem þegar ynnu að
bættri afkomu þeirra og
starfsmanna þeirra. Á þetta
hafa kommúnistar í Alþýðu-
sambandinu alls ekki mátt
heyra minnzt. Þeir hafa
leynt og ljóst boðað, að þeir
kærðu sig alls ekki um slík-
ar kjarabætur. Þeir vildu
verkföll án kjarabóta, en
ekki kjarabætur án verk-
falla.
Þá höfum við beint þeirri
spurningu til Framsóknar-
manna, hvort þeir styddu
verkfallastefnu kommúnista
eða kjarabótastefnu okkar,
en þeir hafa færzt undan að
.svara þeirri spurningu. Við
Þýzkar vörur
hækka í verði
BÚIZT er við því að vextir
verði lækkaðir í Vestur-
Þýzkalandi á næstunni. — Á
síðustu árum hafa vextir
verið hækkaðir þar í landi
og var það gert til að reyna
að koma í veg fyrir yfirvof-
andi verðbólgu. En þessar
hömlur á peningamarkaðin-
um nægðu engan veginn til
að hefta útþenslu fjárfest-
ingarinnar.
Vaxtahækkunin • hafði aðrar
afleiðingar, sem ekki voru kær-
komnar, hvorki í Vestur-Þýzka-
landi, né heldur í Bahdaríkjun-
um, sem sé þær, að erlent fé
streymdi inn í landið. Og þar
sem vaxtahækkunin bar ekki
tilætlaðan árangur, var ákveð-
ið að reyna að stöðva þennan
straum með því að lækka vext-
ina aftur. í nóvember sl. voru
þeir svo lækkaðir úr 5% í 4%.
En peningastraumurinn erlendis
frá heldur áfram og nýjar að-
gerðir virðast nauðsynlegar.
Þýzkar bifreiðar til útflutnings.
leyfum okkur að ítreka kröf-
una um, að kjarabótastefnan
nái að ríkja í öllum atvinnu-
vegum, en verkfallastefnu
kommúnista verði vísað á
bug.
HVERJAR VORU
TEKJUR HANNI-
BALS ?
ljjóðviljinn hefur vikið að
" hugleiðingum, sem fram
voru settar í Vettvangi
Morgunblaðsins fyrir nokkru
um laun hæstaréttardómara
og ráðherra. Lætur Þjóðvilj-
inn að því liggja, að þar hafi
verið boðaður aukinn tekju-
mismunur.
Að því tilefni leyfum við
okkur að spyrja Þjóðviljann
eftirfarandi spurninga:
Hve miklar tekjur hafði
Hannibal Valdimarsson að
meðaltali á mánuði vegna
ráðherradóms síns, þar með
talin öll fríðindi, bitlingar og
bílasala? Voru heildartekj-
urnar minni en 2—3 föld
fastalaunin? Vonandi vefst
ekki fyrir Þjóðviljanum að
svara því, hverjar tekjur
forseta Alþýðusambands ís-
lands hafi verið.
ÞREFÖLDUÐ FRAMLEIÐSLA
í Vestur-Þýzkalandi eru í
dag aðeins 240.000 atvinnu-
lausra, en á þessa tölu ber að
líta með tilliti til stöðugs flótta-
mannastraums að austan. í raun
inni ríkir þarna skortur á vinnu
afli og það svo mikill að stór-
fyrirtækin ásaka ítrekað hvert
annað um að yfirbjóða verka-
mennina. „Þýzka undrinu“ er
bezt lýst með eftirfarandi töl-
um: Ef miðað er við 1936, þeg-
ar erfiðleikarnir í byrjun þriðja
tugs aldarinnar voru að mestu
leystir og eðlilegt ástand ríkti
hjá framleijðslunni, var vísitala
framleiðslu Vestur-Þýzkalands
286 stig í nóvember 1959 og 309
stig í nóvember 1960. Iðnaðar-
framleiðslan hefur þannig rúm-
lega þrefaldazt.
Sama aukning hefur orðið
í utanríkisverzluninni. Á síð-
asta ári jókst innflutningur-
inn um 20% og nam samtals
42,5 þúsund milljónum marka
en út var flutt fyrir 47,5
þúsund milljónir. Þrátt fyrir
aukningu á innanlandsneyzlu,
sem nemur 6,5% á árinu, var
útflutningurinn 5 þúsund
milljón mörkum meiri en
innflutningurinn.
Þegar þessi vestur-þýzka
þróun frá lokum síðustu heims-
styrjaldar er borin saman við
harmsögu Weimar-lýðveldisins
eftir fyrri heimsstyrjöldina, er
full ástæða til að tala um
„undur“. Vestur-Þýzkaland er
aðeins helmingur landsvæðis
Weimar-lýðveldisins. En flótta-
mannastraumurinn að austan
hefur orsakað 25% aukningu
íbúatölunnar. Austur-Þjóðverjar
eru allsstaðar. Þetta var mikil
Ludwig Erhard á manna mestan
þátt í framleiðsluaukningu
V estur-Þýzkalands.
viðbót við vinnuafl landsins,
þótt þessir flóttamenn kæmu
félitlir og óskipulega.
Þessi þróun hefur valdið fjár-
málaleiðtogum Vestur-Þýzka-
lands miklum áhyggjum. Skort-
ur á vinnuafli veldur auknura
launakröfum. Það tókst að
halda samræmi milli launa og
framleiðslu á árinu 1959, þannig
að launin hækkuðu ekki meir
en framleiðsluaukningin gat bor
ið. En þegar á síðasta ári voru
launin komin langt fram úr
framleiðsluaukningunni. í Vest-
ur-Þýzkalandi eru kjarasamn-
ingar til langs tíma óþekktir.
Atvinnuveitendur mega telja
sig sæla, ef þeir hafa samn-
inga, sem gilda næstu tólf mán-
uði, en oftast verða þeir að láta
sér nægja samninga, sem aðeins
eru til nokkurra mánaða. Hækk
uð laun hafa aftur áhrif á verð-
lag. Á árinu 1960 jókst fram-
leiðsian um 5,5%, en kaup
hækkaði almennt um 9%, og i
þessari útþenslu hefur ekki
reynzt unnt að komast hjá
nokkrum verðhækkunum, sem
hafa gert að engu þær verð-
lækkanir sem urðu á árinu
1959. Iðnaðarvöruverð hefur þó
aðeins hækkað um 1,5%, og þar
á móti kemur að landbúnaðar-
vörur lækkuðu í verði um 4%
á árinu. Hefur þannig enn
haldizt nokkurt jafnvægi í vöru
verði neytenda.
VERÐHÆKKUN EINA
LAUSNIN
En af öllum þessum ástæðum
er það ósk ríkisstjórnarinnar og
bankanna að draga úr þensl-
unni. Það hefur enn ekki tekizt,
Hækkun bankavaxta dró nokk-
uð úr lánveitingum til fjárfest-
inga, en þess í stað streymdi
erlent fjármagn inn í landið.
Það hefur heldur ekki dregið
úr að eftirspurn eftir þýzkum
vörum jókst að meðaltali. um
15% á síðasta ári. í ársskýrslu
vestur-þýzka fjármálaráðuneytis
ins er að sjá að almenn verð-
hækkun sé eina lausnin á þensl-
unni í viðskiptalífi landsins.
(Úr Dagens Nyheder)
Fjölmennt
þorrablót
VOFNAEIRÐI, 24. jan.: — A
laugardaginn var haldið Þorra-
blót hér á Vopnafirði og sóttu
það um 300 manns. Er þetta ein
fjölmennasta samkoma, sem hér
hefur verið haldin, því íbúarnir
eru ekki nema um 700. Þorra-
blótið er orðin eins konar þjóð-
hátíð hjá okkur, jafnart fjöl-
mennasta skemmtun ársins. Fór
hún mjög vel fram, byggðarlag-
inu til mikils sóma.
— Fréttaritari.