Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. Jan. 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
3
*
STAKSTEIMB
Þvættingur
Framsóknarmanna um
landbúnaðarmálin
Sveinn Tryggvason, fram.
kvæmdastjóri framleiðsluráðs
Iandbúnaðarins hefur upplýst,
að árið 1960 muni aukning
mjólkurframleiðslunnar nema
a.m.k. um 6 millj. lítra.
Virðist bændum og öðrum,
sem þessi mál athuga, þetta
benda til þess, að staðhæfing
ar Framsóknarmanna um að
landbúnaðurinn sé stöðugt að
dragast saman vegna viðreisnar
stefnu núverandi ríkisstjórnar,
hafi við rök að styðjast? Vissu-
lega ekki. Framsóknarmenn hafa
hér farið með þvætting og rök
Ieysur, eins og þeirra er vandi.
Hin mikla aukning mjólkurfram
Ieiðslunnar á s.1. ári, sýnir að
sem betur fer heldur frámleiðsl
an áfram að aukast.
Afleiðing af „bjarg-
„ráðunum“
Á það má hinsvegar benda Í
þessu sambandi að vegna efna-
hagsráðstafana vinstri stjórnar
innar vorið 1958 sköpuðust bænð
um meiri erfiðleikar en nokkru
sinni fyrr á síðustu áratugum.
Af því leiddi nokkurn samdrátt
framleiðslunnar, þannig að í árs
Iok 1959 varð t.d. að flytja inn
töluvert magn af smjörL Vinstri
stjórnin vann einmg það afrek
að stöðva svo að segja allan inn
flutning á beltisdrá.ttarvéIum til
Iandsins á árinu 1958. Á því ári
var aðeins futt inn ein lítil
beltisdráttarvél.
Sannleikurinn er sá, að á áv
inu 1960 héldu bændur áfram
ræktunar- og byggingarfram-
kvæmdum með eðlilegum hraða.
Hér í blaðinu í gær var til dæm
is birt samtal við Friðjón Þórð.
arron, sýslumarm í Bnalasýslu,
þar em skýrt var frá fram-
kvæmdum bænda í því héraði,
sem eingöngu er byggt bændum
og sveitafólki. Stórfeldum rækt
unarframkvæmdum var haldið
þar uppi og mjög verulegar fram
kvæmdir voru unnar á sviði
byggingarmála. Það er líka at-
hyglisverð staðreynd, sem sýslu.
maður Dalamanna segir frái í
þessu samtali, að á árinu 1960
lækkaði tekjuskattur á fólki í
Dalasýslu úr rúmlega 400 þús.
kr. árið 1959 niður í aðeins 58
þús. kr. Á sama tíma hækkuðu
bætur almannatrygginga í þessu
blómlega sveitahéraði úr einni
millj. kr. 1959 í 2,2 millj. kr.
árið 1960. Vitanlega hefur þetta
veruleg áhrif á hag og afkomu
bænda.
Rangfærslur
búnaðarmálast j órans
Steingrímur Steinþórsson hef.
I ur almennt verið talinn meðal
I fremstu og drengilegustu- manna
Framsóknarflokksins. Það óhapp
I henti hann þó um síðustu ára-
mót að flytja þjóðinni mjög viH
andi upplýsingar ,í yfirliti um
landbúnaðarmál. I þessu yfirliti
■ lagði búnaðarmálastjóri áherzlu
I á að sanna, að um mikinn sam-
drátt væri að ræða í fram-
kvæmdum bænda og að stjórnar
j stefnan þjarmaði mjög að land
j búnaðinum. Búnaðarmálastjóri
þagði um það, að sjóðir Búnaðar
bankans lánuðu meira á s.l. ári
en nokkru sinni fyrr til fram.
kvæmda í sveitum landsins.
Hann þagði yfir því, að núver-
andi landbúnaðarfláðherra kom
á mcdkilegri Iagfæringu á af-
urðasölulögunum, sem tryggir
| bændum bætta aðstöðu og betra
verð em áður fyrir framleiðslu
sína. Búnaðarmálastjórinn þagði
I einnig um það að bændur áttu
| um síðustu áramót hægara með
að gera upp reikninga sína eu
Imörg undanfarin ár.
Þaö má alltaf búast
við að svona fari...
— Ætlarðu að skrifa um
Þorlákshöfn eða hafnleysu?
— Eg ætla að skrifa um bát
inn þinn.
— Það er lítið að skrifa.
— Hvernig vildi þetta til?
—Hann slitnaði af legufær-
unum á sunnudag og rak upp
— Hvað gerðu björgunar-
mennirnir, þegar þeir voru
búnir að athuga aðstæðurnar?
— Þeir settu bönd á hann
og drógu hann lengra upp í
fjöruna við hverja öldu.
— Heldurðu að hann sé
brotinn
Björgunarmennirnir bíða eftir fjöru og fá sér kaffisopa í
bílnum. Þetta eru allt vanir menn, og sem dæmi má nefna,
að sl. laugardag björguðu þeir tveimur bátum, sem höfðu
sokkið í Hafnarfjarðarhöfn.
— Hvað er hann tryggður
fyrir mikið?
— Sautján eða átjánhundr-
uð þúsund. Það er ekkert. Nýr
sams konar bátur kostar ná-
lægt þrem milljónum.
— Var hann tilbúinn á ver-
tíð.
— Já, og ég var búinn að
kosta upp á hann hundrað
þúsund krónum í haust. Það
er slæmt að verða fyrir þessu,
þegar búið er að semja og
vertíð að toyrja. Það er óvíst
að hann verði tilfoúinn á þessa
vertíð. Hann getur bro.tnað
enn meira.
— Hvað ætlarðu að gera, ef
hann er mikið brotinn?
— Ég verð þá að fá mér
annan bát. Annað er ekki
hægt.
— Eg fer ekkj að hætta eft-
ir öll þessi ár. Eg verð að gera
það, þó ekki væri nema vegna
skipshafnarinnar. Það er voða
legt að verða fyrir þessu í
miðri vertíð. En það má alltaf
búast við að svona fari, meðan
höfnin er ekki betri en þetta.
i fjöruna, og hérna liggur
hann eins og þú sérð.
— Hvar varst þú þá?
— Eg var heima á Eyrar-
bakka. Það var hringt til mín
um klukkan hálf átta og sagt,
að foáturinn væri kominn upp
í fjöru.
— Hvað svo?
— Eg hafðf samband við
Samátoyrgð íslands, þegar ég
var búinn að sjá bátinn og
mennirnir frá Björgun komu
um hálf fjögur á mánudags-
nóttina.
— Hvað gerðu þeir?
— Þeir athuguðu aðstæður
við björgunina.
— Hvernig var veðrið?
— Það var austan tíu og
talsverður sjór. Báturinn valt
sitt á hvað, en var óskemmd-
ur fyrst þegar hann kom í
fjöruna. Járnskúffan undir
kilinum bjargaði honum.
— Já, hann er fullur af sjó.
Það hækkar og lækkar i hon-
um við flóð og fjöru. Hann er
brotinh á bakborðssíðu og
hlýtur að vera meira brotinn
á stjórnborðssíðu. Hann hefur
alltaf legið á henni. Hluti af
dýparmælinum er líka brot-
inn og fisksjáin.
.— Hvenær var fjara á mánu
dagsnóttina?
— Það var klukkan fimm
um morguninn.
— Hvað var þá gert?
— Ekkert.
— Ekkert?
— Já, ekkert fýrr en seinni
partinn í dag (þriðjudag).
— Hvenær kom ýtan?
— Hún kom ekki fyrr en
seinnipartinn í dag.
— Hvað er báturinn mörg
tonn?
— Þrjátíu og níu.
bróka bátinn og gera allt klárt
til að kippa honum undan sjó
fyrir háflóð, en það var klukk
an hálf fimm á mánudagsmorg
un. Síðan drógu þeir bátinn
ofar í fjöruna í hvert sinn, sem
alda reið undir hann. Með
þessum viðbrögðum telja þeir
síg hafa varið bátinn að mestu
fyrir broti. Báturinn er lítið
brotinn, að sögn þeirra, að-
eins slitkjölurinn, flaskað úr
aðalhylki og hampþéttingín
orðin laus. Þeir telja að lítill
sjór sé í bátnum, a.m.k. ekki
til skaða. A næstu fjöru ætla
þeir að draga bátinn á bak-
borðshliðinni á sliskjum um
hundrað metra leið, sem ýtan
heíur hreinsað af grjóti. Þar
á hann svo að standa, þar tii
hægt verður á stórstreymi að
íleyta honum út aftur.
— Þetta er það eina sem
hægt að gera sagði Kristinn
Einarsson að lokum, og við
vonumst til, að báturinn
brotni ekki við flutninginn.
Mennirnir frá Björgun h.f.
voru setztir inn í bíl, sem stóð
skammt frá bakkanum, og
voru að drekka kaffi. Ýtan
var hætt að hreinsa grjótið
ofan af sandinum. Það var
komið flóð og ekkert að gera
nema bíða. Kristinn Einars-
son, fulltrúi hjá Samábyrgð
Islands, kallaði og bauð upp
á kaffi, spurningarnar dundu
á honum og björgunarmönn-
unum:
Þeir fengu tilkynningu um
að bátinn hefði rekið upp í
fjöru um niu leytið á sunnu-
dagskvöld og voru komnir nið
ur að Vatnagörðum eftir hálf
tíma. Undirbúningurinn tók
um einn og hálfan tíma. Þeir
kváðust hafa verið búnir að
Siguröur Guðmundsson,
skipstjóri og eigandi Faxa.
★
— Ert þú i.e.s. sagði skip-
stjórinn allt í einu og leit upp?
— Já, og þetta er ljósmynd-
ari.
Faxi ÁR 25, áður Ingólfur frá Fáskrúðsfirði, þar sem hann liggur í fjörunni. Báturinn er
fimm ára gamall, en Sigurður Guðmundsson hefur átt hann í þrjú ár. Áður átti hann hát
með sama nafni. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson).
BATURINN lá á stjórnborðs-
síðunni í fjörunni eins og
hvítur hvalur og sjórinn
freyddi fyrir aftan hann. Það
var fjara og ýta vann að því
að hreinsa grjótið ofan af
sandinum og gera rás til að
fleyta honum út aftur á stór-
streymi. Uppi á bakkanum
var kranabíll og frá honum
lágu vírar út í bátinn. Aðrir
vírar lágu einhvers staðar úr
myrkrinu út í stjórnborðssíð-
una. Nokkrir menn frá Björg-
un h.f. voru á vakki í kring-
um kranabílinn og fremst á
bakkanum stóð skipstjórinn
Sigurður Guðmundsson og
horfði á bátinn í fjörunni.