Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGTJISBLAÐjÐ Fimmtudagur 26. jan. 1961 Frá Alþingi; 101 millj. kr. varið til fram- leiðsluaukningar s.l. 10 ár Nauðsynlegt að setja fastar reglur um fjáröflun og úthlutun fremst vera sá, að stuðla að hag- nýtingu góðra framleiðsluskil- yrða um land allt, auknu atvinnu öryggi og vaxandi fr.amleiðslu. Ennfremur þarf að tryggja að það fjármagn, sem lánað hefur verið á undanförnum árum til at- vinnu- og framleiðslubóta verði framvegis notað í sama skyni, eftir því sem einstök lán endur- greiðast. Verður að vænta þess, að allstór hluti þeirra rúmlega 100 millj. kr., sem veittar hafa verið í þessu skyni munj endur- greiðast með batnandi afkomu bjargræðisvega þjóðarinnar. All mikið fjármagn ætti því að vera fyrir hendi til þess að stuðla að atvinnulífsuppbyggingu á ein- stökum stöðum á næstu árum, þar sem um þörf fyrir slíkan stuðning er að ræða. Mjög áríðandi Það er skoðun okkar flm., að það sé mjög áríðandi einmitt nú, að lögð verði áherzla á, að auka framleiðsluna og hagnýta starfskrafta landsmanna, eins vel og frekast er kostur. Hag- nýta verður góð framleiðslu- skilyrði, hvar sem þau eru á land inu. Það væri hin mesta ógæfa, ef stórfeldir fólksflutningar hæf ust nú frá stöðum, þar sem fram leiðsluskilyrði eru góð, hingað til höfuðborgarinnar, sem ekki hef- ur skilyrði til þess að taka við nema eðlilegri fjölgun sinna eig- in íbúa. >að er hins vegar skoðun margra, að æskilegt sé að at- hafnamiðstöðvar og þéttbýli skap izt í sem flestum landshlutum. Er líklegt að það myndi stuðla að bættri aðstöðu strjálbýlisins á ýmsa lund. Landbúnaðurinn fengi tii dæmis betri og öruggari maikeð og væri það ekki sízt mikilvægt fyrir mjólkurframleið- endur. Einnig veita bæir og þétt- býli ýmiss konar þjónustu, sem mikilvæg er fyrir þá sem land- búnað stunda. Myndun þéttbýlis A undanförnum áratugum hafa stórfeldir fólksflutningar átt sér stað úr strjálbýlinu í þéttbýlið hér á landi. Þessi þróun hefur þó ekki aðeins gerzt á Islandi. I flestum löndum heims hefur þróunin gengið í sömu átt. Það sem gerir ástandið sérstætt hér, er það að segja má að aðeins ein borg hafi myndazt í landinu. En af því leiðir margvísleg vanda mál, sem munu fara vaxandi, ef sama þróun heldur áfram. Það er þess vegna nauðsynlegt að stuðla að því að þéttbýli myndist sem víðast um landið. Með kerf- isbundnum og markvissum ráð- stöfunum til atvinnu- og fram- leiðsuaukningar er óhætt að full- yrða að mögulegt sé að stuðla að slíkri þéttbýlismyndun og þar með að raunverulegu jafnvægi í byggð landsins sagði Sigurður Bjarnason. Heilbrigðt efnahagslíf frumskilyrði uppbyggingar Sigurvin Einarsson tók næstur til máls og kvað tillögu þessa ekki vera í samræmi við viðreisn arstefnu ríkisstjórnarinnar. Sigurður Bjarnason benti á að frumskilyrði allrar atvinnulífs- uppbyggingar í landinu væri að frameiðslutækin væru rekin hallalaust og á heilbrigðum grundvelli. Framkvæmd viðreisn arstefnunnar væri því forsenda þeirra ráðstafana, sem þessi til- laga legði til að gerðar yrðu. Gísli Jónsson kvað Framsókn- armenn hafa brugðizt strjálbýl- inu er þeir stöðvuðu frumvarp, sem flutt var árið 1956 um nauð synlegar jafnvægisráðstafanir. Gísli Guðmundsson taldi að Framsóknarmenn væru saklausir af því verki en kenndi kommún- istum og Alþýðuflokksmönnum um það. Hannibal ValdemarsSon tók einnig til máls og kvað tillögur ríkisstjórnarinnar árið 1956 hafa verið kák eitt. Tillögunni var síðan vísað til allsherjarnefndar með S'amhljóða atkvæðum. Svipmynd úr Galdra- Lofti Leikfélag Self oss : rit. Steinunn er fullkomlega samw boðin eldri systur sinni Höllu (í Fjalla-Eyvindi), þessari hreinu og góðu og heilbrigðu sveita- stúlku, er lýst með einstakri var- kárni og fínleik. Slíkt hið sama er um ráðsmanninn, — hann er karmannlegasti maðurinn í skáld skap Jóhanns. í samræðum hans við Loft koma fram rólegir yfir- burðir, óvenjulegt veraldarvit og sterk föðurást. En minnisstæð- asta atriðið úr þessum leik verð- ur manni’ þó bónorð Lofts til Dísu, þegar þau fljúga á klæðinu. Þar er hrein og töfrandi ævin- týrafegurð, svo kunna stórskáld ein að yrkja!“--- Við þessa snjöllu lýsingu Arna Pálssonar á Galdra-Lofti er engu að bæta, en þökk sé Leikfélagi Selfoss fyrir þá dirfsku að taka Caldra-Loftur VAFALAUST er áhugi á leiklist meiri hér á landi en víðast annars staðar. Víðs vegar um landið hafa leik félög verið starfandi um árabil. Flest hafa þau starfað við ófull- komnar aðstæður og öll undir búningsvinna, æfingar og sýning- ar verið tómstundavinna áhuga- fólks. Eitt hið yngsta í hópi íslenzkra leikfélaga er Leikfélag Selfoss. A þriðja leikóri sínu hefir það ráðizt í að taka til meðferðar hið kunna leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar Galdra-Loft, og félagið hefur verið svo heppið að njóta þar leiðsagnar hins mikilhæfa leiklistarmanns, Haraldar Björns sonar. Jóhann Sigurjónsson gat sér fyrstur íslenzkra skálda frægð meðal framandi þjóða. — Beztu leikrit hans, Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur hafa verið sýnd á leiksviðum víða um heim, og Fjalla-Eyvindur auk þess verið kvikmyndaður. — Galdra-Loftur hefir aldrei náð sömu hylli sem Fjalla-Eyvindur. Arið 1920 birtist í Eimreiðinni snjöll ritgerð eftir próf. Arna Pálsson um Jóhann Sigurjóns- son og verk hans, þar segir m.a.: Það (leikritið) mun alltaf verða talið fagurt og merkilegt skáld- þetta stórbrotna verk til sýn- ingar, en það var frumsýnt á Selfossi hinn 17. þ.m. við ágætar undirtektir. Aðalhlutverkið, Galdra-Loft, leikur Oli Þ. Guðbjartsson af hreinni snilld. Leikur hans er traustur, hreyfingar allar ör- uggar, framsögnin oft af'burða- snjöll. Dísu biskupsdóttur leikur Elín Arnoldsdóttir ágæta vel. Leikur hennar er eðlilegur og sannfær- andi, og sýnilega er Elín sviðinu vön. Steinunn er leikin af Erlu Jakobsdóttur. Leikur Erlu er ágætur, einkum tekst henni vel að sýna sálarstríð Steinunnar,- Hlutverk Olafs er fremur ris- lítið, enda hækkaði það ekki i meðförum Halldórs Magnús- sonar. Ráðsmanninn á Hólum leikur Sig. Símon Sigurðsson af hóf- semi, en tæpast nægum myndug- leik. Þau Daníel Þorsteinsson og Lovísa Þórðardóttir eru hátíðleg og virðuleg sem biskupshjónin. Athyglisverður var leikur þeirra Unnar Hjaltadóttur og Halldórs Arnasonar í þeirra litlu hlutverkum, blinda ölmusu- manninum og dótturdóttur hans. Framh. á ois. 13. TILLAGA Sjálfstæðismanna um ráðstafanir til framleiðsluaukn- ingar og jafnvægi í byggð lands- ins kom til umræðu á Alþingi í gær og urðu um hana töluverð- ar umræður. Sigurður Bjarna- son fyrsti ílutningsmaður henn- ar ílutti íramsöguræðu og komst iþar m. a. að orði á þessa Ieið: Með þingsályktunartillögu þeirri, sem hér liggur fyrir, er lagt til að Alþingi skori á ríkis- stjómina að undirbúa og leggjá fyrir næsta Alþingi frv. til laga um ráðstafanir til framleiðslu- aukningar og jafnvægi í byggð landsins, m. a. með ákvæðum um fjárframlög í því skyni og út- hlutun þess fjár. Skal tilgangur þessarar löggjafar fyrst og fremst vera sá, að stuðla að hagnýtingu góðra framleiðsluskilyrða í öll- um landshlutum. 101 millj. kr. A árunum 1951—1961, þ.e.a.s. s.l. 10 ár hafa eftirfarandi fjár- hæðir verið veittar úr ríkissjóði til atvnnu og framleiðsluaukn- ingar í landnu: 1951 2 millj. kr., 1952 4,5 millj. kr., 1953 3,9 millj. kr., 1954 3,8 miílj. kr„ 1955 6,9 millj. kr., 1956 7,9 millj. kr., 1957 15,2 millj. kr., 1958 13,5 millj. kr., 1959 14,2 millj. kr., 1960 14,5 millj. kr. og á fjárlögum yfirstandandi árs eru veittar 10 millj. kr. í þessu skyni. Samtals nema þessar fjárveit- ingar sem veittar hafa verið til atvinnuaukningar og framleiðslu bóta í landinu á s.l. áratug rúm- lega 101 millj. kr. Hér er því um allmikið fjármagn að ræða. Leyfi ég mér að fullyrða að það hafi víða komið að góðum not- um, orði atvinnulífi einstakra byggarlaga til mikils stuðnings og átt þátt í því að auka fram- leiðslu þjóðarinnar í heild. Engar fastar reglur En engar fastar reglur hafa verið um úthlutun þessa fjár. Því hefur ýmist verið skipt af ríkis- stjórninni á hverjum tíma, eða af þingkjörnum úthlutunarnefnd um. Enda þótt þessir aðilar hafi vafalaust reynt að framkvæma skiptingu fjárins af réttsýni og þannig, að þau kæmi atvinnulífi þjóðarinnar að sem mestu gagni, er þó auðsætt að slíkt fyrirkomu lag á úthlutun atvinnuauknar- fjár, hlýtur að vera nokkuð handahófskennt. Það er skoðun okkar flm. þess- arar þáltill. að nauðsyn beri til þess að koma þessum málum á traustari grundvöll, setja lög- gjöf, sem bæði kveði á um fjár- öflun og fjárframlög í fyrr- greindu skyni og jafnframt setji reglur um úthlutun í>ess fjár, sem á hverjum tíma er fyrir hendi til atvinnu og framleiðslu- aukningar. Tilgangur slíkrar lög gjafar skal, eins og bent er á í greinargerð tillögunnar fyrst og * Miðar nú vel áfram Hér kom um daginn gamall trésmiður. Það sem honum liggur á hjarta, er að hvetja til átaks til að Ijúka Sundlaug Vesturbæjar sem fyrst. Hann kveðst nota sínar frístundir til sundiðkana og finnst það ákaf lega hressandi og góð íþrótt og mikil heilsulind. En þegar hann fær sér „göngu eftir góðan svefn og ánægjulega nótt og er fersk- ur og frískur, svo er guði fyr- ir að þakka“, leggur hann gjarna leið sína að Sundlaug Vesturbæjar og finnst æði hægt ganga að koma henni upp. Satt er það, að sundlaugar- byggingin hefur gengið hæg- ara en menn hefðu viljað, allt- af staðið á fjárframlögum í þetta verk eins og flest önn- ur hér hjá þessari fámennu og fátæku þjóð. En nú hafa bæjaryfirvöldin lagt til stærri upphæð en nokkru sinni, kr. 2 millj. á árinu 1961. Eftir að sú fjár- hagsáætlun var samþykkt fyr ir skömmu, hefur þetta farið að ganga og er nú unnið af fullum krafti. Ætti verkinu því að skila verulega áfram núna og vonandi að gamli mað urinn geti farið að synda þarna þegar fer að líða á sum- arið. • Sein afgreiðsla niður Reykjavíkurflugvöll og flytja allt til Keflavíkur. Það er sjálfsagt ágætt, en margt þyrfti að breytast á Keflavík- urvelli áður en svo yrði. Eg fór nótt eina fyrir skemmstu suður eftir til að taka á móti farþega, sem þangað var að koma. Flugvélin var orðin, hálfum sólarhringi á eftir áæcl un — og e. t. v. er það þess vegna, að ég var orðinn svona óþolinmóður að sjá konuna mína, sem þarna var að ko:r,a. En viti menn. Þegar flugvél- in er loksins setzt og farþeg- arnir ganga út — þá komast þeir ekki inn í flugvailarbygg- ii guna. Þeir stóðj þarna, nú- v,*knaðir eins og iha gerðir hjutii við dyrnar að tollaf- greiðslunni og lömdu á dyrn- ar. Uti var leiðindaveður og kuldi. Það var ekki fyrr en seint og síðar meir, að toil- verðirnir rumskuðu við sér og opnuðu. En það var ekki allt búið. Svo tók það 40 mln. að koma farangrinum úr flug- véinni inn í tollafgreiðsluna. Slík afgreiðsla þekkist senni- lega hvergi nema þar og von- andi verður Reykjavíkurvöil- ru- ekki lagður niður fyrr en tollverðirnir á Keflavíkur- flugvelli fá vekjaraklukkur. Það verður að segja, að toll- afgreiðslan á Reykjavíkurflug velli er til fyrirmyndar, a. m. k. hef ég aldrei kynnzt öðru — og ferðast þó mikið miili landa. — A. A. skrifar: Ymsir ræða um að leggja 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.