Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVTSBLAÐIÐ Fimmfudagur 26. jan. 1961 En hann skildi mig ekki. — Ég mundi aldrei fara svona að. sagði hann með ákafa. Ég gæti aldrei sofið hjá annarri konu, jafnvænt og mér þykir um þig. Hvernig geturðu gert mér þetta, ef þú elskar mig? — Ef? Elskan mín, ef ég elsk- aði þig ekki, hvernig gaeti ég þá verið með þér tuttugu og fjórar klukkustundir á sólarhring. Aðr ir eiginmenn eru að heiman all- an daginn. Jafnvel leikarar fara út til að leita sér atvinnu. Ef ég elskaði þig ekki, væri ég ekki búin að hanga hjá þér, dag og nótt, í sex ár. Hann reyndi aðra bardagaað- ferð. — Hvernig geturðu orðið hrifin af þessum manni. Hann er ekki annað en róni. — Varst það ekki þú, sem dróst hann hingað? Eitthvað hlýtur þú að hafa verið hrifinn af homum sjálfur. -— Það er vel hægt að drekka tneð honum. Það er allit í lagi fyrir karlmenn að umgangast hann. Ég var að verða bálvond — bæði við hann og sjálfa mig. — Jæja, ég get sagt þér eitt í frétt- um, Bob( sagði ég. Það er líka allt í lagi fyrir kvenfólk að um- gangast hann. Bob leit á mig. — Það er eins og ég sagði: Þú ert hóra. — Gott og vel. Þú ert farinn að endurtaka sjálfan þig. Þú ferð með mig inn á knæpur og kynnir mig svona fólki .... Ég fór svo í rúmið. Klukkan sex um kvöldið, hringdi síminn. Bob var í stofunni og svaraði. Hann kom í svefnherbergið til mín. Kærastinn þinn er í síman- um, sagði hann. — Hver þeirra? svaraði ég snöggt. Vitanlega var það hauga lygi. Ég átti ekki nema þennan eina. Bob lét ekki svo lítið að svara. — Ég skal leggja á hjá mér, þegar þú tekur símann hjá þér, sagði hann. — Já, það væri þér ráðlegra, hvæsti ég. — Ég bíð þangað til ég heyri smellinn. Svo heyrði ég lága röddina í Farrel. — Hvernig líður þér, hjartað mitt? — Prýðilega, elskan. — Jæja. Aftur í kvöld? Það er næturklúbbur, sem þú hefur aldrei komið í, en mér er sagt, að þú hafir áður sungið í klúbb- um. Þar skulum við fá okkur al- mennilega að borða og skemmta okkur, svo að um muni. Þarna er alveg stórkostlegur píanóleik- ari og ef þig langar til að syngja, máttu það. Ég er búinn að nefna það við þá. Og þeir eru æstir að fá þig. — Gott og vel! Mér leið rétt eins og Farrel væri að draga mig upp úr sandbleytu. Þetta var fyrsti næturklúbb- urinn sem ég kom í í marga mánuði og var hreint ekki sem verstur. Farrel virtist vera eitt- hvað þekktur þarna. Hann hélt sér furðanlega ódruikknoxm, en ég drakk af því að ég fann til sektar. Hver gæti vitað, hvers vegna ég var nú að drekka? Veit ingamaðurinn leiddi mig upp á hljómsveitarpallinn og ég söng. „Ég get ekki annað en elskað þennan mann minn“ og „St. Louis Blues“. Farrel varð stór- hrifinn, og það var ég líka sjálf, enda var ég prýðilega upplögð að syngja og baðaði mig nú í aðdáun áheyrenda .... Um miðnætti bað Farrel um reikninginn. Hann gaf ríkulega þjórfé. — Jæja, elskan. Við skul um fara á hótelið aftur. — Æ, nei, Johnny, mótmælti ég. — Þú veizt ekki um rifrildið, sem ég átti við Bob í morgun. Ég þori það ekki. — Losaðu þig þá við hann, svaraði Farrel, og lagði höndina á mína hönd. — Þú ert að vinna fyrir honum. Ég tók eftir, að þú borgaðir á barnum. Hvemig get- urðu virt mann, sem þú þarft að sjá fyrir? — Ég velt það, sagði ég. Vissi hann ekki, að þessvegna var ég með honum núna? Ég var aftur með Farrel þá nótt .... Bob beið, þegar ég kom heim. Hann hafði látið sér nægja bjór. — Mér finnst þú óþarflega hrifin af þessum unga manni, sagði hann, jafnskjótt sem ég var komin úr kápunni. — Já, það er ég, Bob. Hann grátbað mig. — Hvað gengur að þér, Muzzy. Elskarðu mig ekki lengur? — Ég elska þig, Bob, sagði ég, — en ég er ekki skotin í þér. Það er tvennt ólíkt, sagði ég, enda þótt ég hefði ekki getað útskýrt mismuninn. — Þú hefur verið mér nokkuð, öll þessi ár, sem ég hef séð fyrir þér — ég get ekki útskýrt það. Jú, elskan mín, ég elska þig. Guð minn góður ef eitthvað kæmi fyrir þig, held ég, að ég myndi deyja. En, ég held þú ættir að fara aftur til Roohester og vera hjá henni mömmu þinni um stund- arsakir. Ég held þú ættir að bverfa úr lífi mínu — í bili, að minnsta kosti. Við höfum efck- ert gott, hvort af öðru. Neðrivörin á honum tók að titra. — Nei, Muzzy, ég fer ekk- ent, sagði hann. Ég veit, hvernig líf okkar er óstöðugt. En fyrir þig er það nokkur stöðvun og stuðningur að hafa einhvern, sem þú getur haft hérna, þegar þú kemur og fer. Og ef ég fer, er það bara þér til ama. Á ég að særa bæði mig og þig, eða á ég að vera kyrr og hjálpa þér? Ég ætla að reyna að halda það út. Hafði hann ekki sagt, daginn, sem við giftumst, að hann mundi aldrei yfirgefa mig. Honum var alvara með það. Gott og vel, sagði ég. En svo varð ég gröm aftur. Hvernig gat ég ráðið við mann, sem var svona sanngjarn, en jafnframt svo óhæfur fyrir mig, alveg eins og ég var fyrir hann? — Hver maður með fullu viti myndi lemja mig í hausinn, og fara síð- an! öskraði ég. — Én þú hefur bara ekki mannsmóð í þér til þess. Bob sneri frá mér, tók flösku, sem stóð á hillu í eldhúsinu, lagðist aftur á bak á rúmið sitt og fór að drekka. Næstu vikurnar gengu I stjórn lausu rifrildi, við drukkum sam- an og flugumst á út af Farrel, sem ég hitti, eftir sem áður. Og þegar ég gerði það, drap Bob tímann á knæpum eða þá logn- aðist út af á rúminu sínu heima hjá sér. Farrel fór með mig á lítil en góð veitingahús og það hressti mig talsvert við — og hann hélt því fram, að það eina, sem ég þarfnaðist, væri gott leikrit. Engin leikkona væri nokkurntíma búin að vera. Eitt gott blutverk gæti rétt mig við, svo að ég yrði ennþá meiri en nokkurntíma fyrr. — Líttu á Laurette Taylor, og fleiri, sem hægt væri að nefna Aldrei vissi ég hvar hann fékk peningana, sem hann eyddi í mig, og aldrei sagði hann mér, hvar hann ætti heima. — Jú, við mamma höfum íbúð hinumegin við hornið, sagði hann, en ég fékk aldrei að vita hvar og hann nefndi heldur aldrei mömmu sína oftar. Ekki gat ég heldur hringt til hans, því að hann gaf mér ekki neitt símanúmer — það var alltaf hann, sem hringdi til mín. Nokkrum sinnum á vifcu ók hann ti-1 Hyde Park, sem var áttatíu mílur frá New_ York, í glæsilegum bláum bíl. Átti hann hann sjálfur? Það féfck ég aldrei að vita, heldur ekki hitt hvaða erindi hann átti út í Hyde Park. Áhugamáil hans voru furðuleg. Eitt kvöldið sátum við tímun-um saman og hlustuðum á plötur. Ég setti upp píanókonsertinn nr. 2 eftir Baohmaninoff, sem við Van Heflin vorum vön að hlusta á sarnan, og sivo sátum við sam- an og hann hélt utan um mig, en ekkert orð var sagt allan tím- ann, ekki einu sinni meðan skipt var um plötur. Hann gat aBt í einu orðið ofsa fenginn, en svo aftur blíður; það var yfirleitt ómögulegt að reikna hann út. Einhver dularfull hula hvíldi yfir honum, sem ég gat aldrei séð gegn um. Hann var ómenntaður — og feiminn í sam bandi við það — talaði hræði- legt hrognamál, og sagðist líka vera alveg ólesinn — en svo gat hann farið með heil langloku- kvæði. Einn da-ginn tók ég eftir því, að hægri öxlin á honum var eins og sigin, og spurði hann um ástæðuna. — Það er af æfingum, sagði hann. — Hverskonar æfingum? — Hvað heldurðu? Auðvitað skotæfingum. — Þú ætlast víst ekki til, að ég trúi því? En svo fór, að ég trúði því. Hann hafði verið einu sinni gift- ur, sagði hann — og það frænku hins alræmda Lucky Luciano. Aldrei vissi ég, hvort það var satt. Hann gat hringt til mín á öllum mögulegum og ómöguleg- um tímum sólarhrings, og þá heyrði ég stundum aðrar raddir bak við hann. — Hvar ertu? spurði ég. — Það er svolítill viðskipta- fundur, sagði hann. — Ég hititi sHUtvarpiö Fimmtudagur 26. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. —- 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — , 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Á frívaktinni“: Sjómannaþáttuí 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 ,,Við sem heima sitjum'*. Svava Jakobsdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til— kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna'*. Þjó6« lagaþættir frá UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna; VI: Slagverk og trumbur. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; X. (Andrés Björnsson). b) Einsöngur: Sigurður Skagfield syngur íslenzk lög. c) Þura í Garði sjötug: Arnheið ur Sigurðardóttir talar um skáldkonuna og les úr yísna- safni hennar. d) Ferðaþáttur: Fótgangandi um fjall og dal; síðari hluti (Rós- berg G. Snædal rithöfundur). 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvaf an leikari 22.30 Kammertónleikar: Strengjakvartett eftir Helga Pálsson (Kvartett Björns Ólafs- sonar leikur). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 27. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar)i 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandl þjóðir: Guðmundur M. Þorláks- son talar um Lólóaþjóðflokkinn í Asíu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónl^ikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. . 20.00 Daglegt mál (Óskar Halldórsson cand. mag). 20.05 Efst á baugi (Umsjónarmenn; Fréttastjórarnir Björgvin Guð- Guðmundsson og Tómas Karls- son). 20.35 Einsöngur: Bernard Ladysz syng ur óperuaríur. 20.55 Upplestur: Þórunn Elfa Magnús- dóttir les frumort kvæði. 21.10 Tónleikar: Sinfónía nr. 3 í a- moll (ófullgerð) eftir Borodin (Sinfóníuhljómsveit rússneska útvarpsins leikur; Nebolsjín stj.) 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXXIII lestur, 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Blástu — og ég birtist þér"; IL þáttur: Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndum. 22.30 í léttum tón: a) Ellegaard leikur á harmon- iku með hljómsveit. b) George Hamilton syngur. 1) Ef það væri einhver manndóm- «r í þér, værirðu fyrir löngu búinn •ð slétta blettinn okkar, svo að hægt væri að leika kroket á honum. Þú veizt hve mér þykir gaman að kroket. 2) Nei, sérðu ekki, góða kona, að þúfurnar minna á hina ósnortnu náttúru.... 3) .... Þúfurnar auðga andann. Þær eru að vísu ekkL rismiklar, en hugsaðu þér hvað það er mikið púl að slétta.... Síðdegis næsta dag skilur barnagæz/an King litla eftir með Úlfi meðan hún fer að ná í kvöld verð drengsins. MUCH BETTER...MR. ANO MRS. McCLUNE EAT SUPPER...THEY WANT VOU TO COME EAT V/ITH TJHgM/J líður drengnum — Hvernig Marta? — Miklu betur .... McClune- hjónin eru að snæða kvöldverð. borða .... Þau biðja yður með þeim. — Takk í^rir, það vil ég gjarn an......Ég hef ekkert borðaS eíðan eldsnemma í morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.