Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Kjarnfdður- búskapur HTNGAÐ að Ási hafa nú borizt | fimm greinar í greinarflokk Gunnars Bjarnasonar á Hvann- eyri, sem hann kallar Land- búnaður í deiglu. Mér þykir ástæða til að kasta hugmynd. um hans um landbúnað í deigl- una. I greinarflokknum var sýnd- ur samanburður á fóðureyðslu við framleiðslu kjöts af ýmsum búfjártegundum. Til uþprifjun- ar birtist hann hér. Ég hef bætt inn í sauðfé, en Gunnar taldi fóðureyðslu á kg dilkakjöts vera 10—12 fe. 2—2% árs holdanaut 10—12 fe. Baconsvín ........ 5—6 fe. Kjúklingar ...... 3—4 fe. Dilkakjöt........um 20 fe. Út frá þessari töflu dró Gúnn. ar þá ályktun, að hagkvæmast væri að framreiða svína- og kjúklingakjöt. Það er ekki í fyrsta sinn, að slík röksemda- færsla hefur verið notuð, en það setti að vera óþarfi að benda á, að hér skiptir öllu máli, hvað fóðureiningin kostar. Sauðfé tek ur um % af fóðri sínu á beit og holdanaut á fslandi taka einnig drjúgan hluta fóðursins á beit, en vetrarfóður fjárins er að imestu heyfóður, sem er mun ódýrara á fe. en kjarnfóður. Ekki má heldur gleyma því, að um 37% af heildarverðmæti sauðfjárræktarinnar eru auka- afurðir (ull, gærur, slátur). Á það drjúgan þátt í að lækka framleiðslukostnað dilkakjöts. Hins vegar er mér ekki kunn- ^ ugt um neitt land utan eitt (Júgóslavía), þar sem óniður- igreitt verð á kjarnfóðri er eins hátt og hér. Orsökin er miklar fjarlægðir frá framleiðslustað og lítið magn og þar af leiðandi dýr verzlun. Til þess að sýna sérstöðu íslands á þessu sviði hef ég gert töflu úr skýrslum frá Landbrukets Sentralforbund og hagfræðideild háskólans hér um hlutfall milli maísverðs til | íkaupenda og verðs á nautakjöti i fil framleiðenda, hvort tveggja á kg. Á íslenzka verðið er bætt niðurgreiðslu ríkissjóðs. Heim. ildir um íslenzkt og bandarískt verð eru aðrar og sérstaklega er bandaríska kjötverðið óná- Ikvæmt, því að þar í landi er framleiðendaverð gefið upp fyr- ir kg lifandi þunga. Einnig er sýnt hlutfall milli maísverðs og ikjötverðs (á fslandi dilkakjöt). Allar tölur eru umreiknaðar í íslenzkar krónur eftir skráðu gengi og eru frá 1958, nema ís- lenzku tölurnar, sem eru nýjar. Aukastöfum er gjarna sleppt Kjöt Korn Kjöt /korn ísland .. 4,50 20 4,4 Bandaríkin . ... 1,90 34 18 Noregur .... ... 4,20 34 8 Danmörk .,. ... 2,50 27 11 England .... 32 13 Holland .... .. 2,80 37 13 iV-Þýzkaland .. 4,30 34 8 Samanburðurinn talar skýru tnáli. Þær búfjártegundir, sem fóðra þarf á kjarnfóðri standa jnjög höllum fæti hér á lapdi við framleiðslu kjöts, en kjötverð $ýnir hversu góð skilyrði fsland hefur til framleiðslu dilkakjöts, jþó að ekki megi af ýmsum óstæðum leggja mikla áherzlu á hverja einstaka tölu í töflunni. ■ Kjarnfóðurblanda handa svín nm og hænsnum verður heldur dýrari en korn, af því að sumar fóðurtegundirnar 1 blöndunni eru venjulega dýrari en korn og blöndunin kostar eitthvað dá- lííið. Ef gert er ráð fyrir, að fóðureiningin í kjarnfóður. blöndu kosti 5 kr. komið í hlað og að til framleiðslu á einu kg af svínakjöti þurfi 5,5 fe., verð- ur fóðurkostnaður 27,50 kr. Ef gert er ráð fyrir þeim ágætu vinnuafköstum, sem Gunnar nefnir, verður vinnukostnaður um 4 kr. kg. Þannig er fram. leiðslukostnaðurinn kominn upp í 31,50 kr., og þá er eftir að greiða kostnað við byggingar, vexti, lyf, flutning og ýmislegt fleira. Það ætti því ekki að, þurfa að ræða það nánar, að svinakjöt á íslandi getur á eng- an hátt orðið ódýrara í fram- leiðslu en dilkakjöt. Þá má líka nefna, að í löndum, þar sem kjötneyzla er aðallega nauta- og svínakjöt, er svínakjöt oft í minni metum meðal neytenda (lægra neytendaverð), en dilka- kjöt hins vegar í meiri metum. Þá var það „litlá gula hæn. an“ hans Gunnars. Ef fóður- eyðsla er 3,5 fe. á kg., verður á sömu forsendum og við svína- kjötið fóðurkostnaður 17,50 kr. kg., og með eggi ekki undir 19 kr. Vinnukostnaður virðist mundu vera 1 kr., samtals 20 kr. Þá er eftir útungun, hús, lyf, flutningur o.fl. Framleiðendaverð í Bandaríkj unum virðist 'vera meira en tvö. faldur fóðurkostnaður. Það ættu því ekki heldur að vera vonir um, að framleiða megi ódýrara kjúklingakjöt á íslandi en dilka- kjöt. Ekki er óhugsandi að óniður greidd kjarnfóðurblanda geti orð ið ódýrari en gert er ráð fyrir að framan, en þó ekki svo, að niðurstaðan haggist. Þeg- ar ég hafði gert áætlun um framleiðslukostnað á kjúkl- ingakjöti, sá ég, að hann yrði talsvert lægri hér í Noregi en á öðru kjöti. Eg spurði því Höie, prófessor í hænsnafræðum, a£ hverju Norðmenn hæfu ekki framleiðslu á stórum kjúkling. um að bandarískum sið. Hann svaraði ,að þessir stóru kjúkling. ar væru ekki seljanlegir hér. Þegar fólk í Noregi fær sér kjúkl ing, vill það léttan kjúkling, sem vegur lifandi 0,7—1,0 kg. Stóru kjúklingarnir í Bandaríkjunum vega 1,5 kg. lifandi. Til þess að geta selt kjúkling- ana sína hafa bandarískir fram- leiðendur kostað of fjár í aug- lýsingaherferð. Þeir hafa kennt neyzlu á spendýrafeiti um ýmsa sjúdóma, og „einhvers konar sjúkrafæði er orðið regluleg þjóð j artaugaveiklun/ eins og höfund. ur nokkur komst að orði. Það er athugandi, hvernig neytendur hafa tekið þessu. Árin 1952— 1956 var mikil þensla í kjúklinga framleiðslu, að því er sagt er. Á þessum árum jókst neyzla á mann sem hér segir: Hænsna. kjöt 10,5, kg (37%), en neyzla svínakjöts minnkaði um 2,2 kg (3%). Og hvernig meta svo neytend- ur hnossgætið? Prófessor Breir- em nefnir, að haustið 1958 var verð til neytenda 25—29 kr. kg af kjúklingakjöti, en af öðru j 59—105 kr., þ.e.a.s. um þrefalt j meira. Hvers konar matur er það, sem neytendur vilja ekki borga meira en þriðjung fyrir miðað við nautakjöt og svína- kjöt? Það er óhætt að fullyrða, að neytandi, sem stendur fyrir framan búðarborðið, eyðir ekki hugsun í það, hver framleiðslu- kostnaðurinn er, en hann neytir um það bil sex sinnum meira af kjöti, sem er þrefalt dýrara. Hitt er rétt, að verðlagið sýn. ir, að í Bandaríkjunum er fram- leiðslukostnaður á kjúklinga- kjöti lægri en á öðru kjöti. Ef telja megi, að við fæði manna séu téngdir eiginleikar, sem valdi fyrrnefndum sjúkdómum. Við lestur ritsins verður ljóst, að hér er margt enn á huldu. Það er því hart til þess að vita, að Gunnar skuli afgreiða málið á svo einfaldan hátt, eins og kemur fram af eftirfarandi til- vitnun: „Af þessu geta menn dregið þann lærdóm, að ekki muni vera útlit fyrir mikinn vöxt í verzlun með eggjahvítu- matvæli og feitmeti í beztu mark aðslöndum á komandi árum. Þessa ályktun styður einnig sú skoðun lækna og heilbrigðisyfir- valda á Vesturlöndum, að of. neyzla þessara fæðutegunda, sér. BJÖHN STEFÁNSSON er ungur stúdent er stundar nám í landbúnaSarfræðum við búnaðarháskólann að Ási í Noregi með landbúnaðarhagfræði sem sérgrein. Hann hefur skrif- að nokkrar greinar um landbúnaðarmál sem birtast munu hér í blaðinu. Svarar hann þar m. a. nokkrum atriðum úr greinum Gunnars Bjarnasonar búfræðikennara á Hvann- eyri, sem einnig hafa birzt hér í blaðinu. eins augljós, þegar vitað er, að I austurhluta landsins eru hjarta- sjúkdómar mun algengari en vestan til, án þes3 að munur sé á neyzlu mjólkurfeiti. í Svíþjóð urðu dauðsföll af'völdum hjarta sjúkdóma færri í stríðinu, en samtímis jókst neyzla mjólkur mikið. Bent er á, að neyzlu- mjólk hefur hlutfailslega færri hitaeiningar í fitu en flestar aðr ar búfjárafurðir. í Bretlandi, Bandaríkjunum og Noregi er smjörlíki aðalorsök aukinnar feitineyzlu, en feiti. neyzla úr mjólk eða kjöti er ó. breytt eða hefur minnkað. Önnur efni fæðunnar eru nú í rannsókn. Gefið er í skyn, að kolvetnistegundin skipti máli (sykur eða mjölvi). Of mikið D- fjörefni ber að forðast. Ýmis önnur fjörefni eru talin hindra sjúkdóminn. Varhugavert getur einnig verið að neyta of mikils af ómettuðum feitisýrum. 'Stein- efnin kalsíum og magnesíum þyrfti að athuga nánar. Loks má nefna, að ekki á að vera sama, hvernig maturinn er framreidd- ur. Kólesteról í blóði jókst, ef kanínum voru gefin soðin eða steikt egg fyrir hrá. einhver fótur reynist fyrir þvi, að spendýrafeiti sé hættuleg heilsu manna, er miklu einfald- ara á íslandi að vísa fólki á fisk. Fiskur er talinn í sama flokki og fluglakjöt með tilliti til feiti, en svínakjöt er fitu- og orkurík- ast allra kjöttegunda. Það virðist því ástæðulaust með öllu að ýta undir fram- leiðslu á kjúklingakjöti á ís- landi. Annað mál er, að sjálf- sagt er, að fólk eigi þess kost að fá sér kjúklingakjöt, ef það l^ngar til ,og þá jafnframt, að fólk borgi kjötið því verði, sem það kostar, án þess að opinberar ráðstafanir komi til. Hrörnunarsjúkdómar Gunnar Bjarnason hafði að uppistöðu í fjórar fyrstu greinar sínar ritið Matforsyningen og jordbruksproduksjonen eftir pró fessor Knut Breirem. Breirem hefur næringareðlisfræði búfjár og fóðurfræði sem viðfangsefni. Stór hluti ritsins fjallar um sjúk. dóma í blóðæðakerfinu og orsak. ir þeirra. Heimildir, sem vitnað er í, eru á annað hundrað og handritið er lesið yfir m. a. af prófessor Langfeldt í Osló, sem nýlega var skipaður formaður nefndar, sem rannsaka á, hvort staklega dýrafeitinnar, sé orsök alvarlegra hrörnunarsjúkdóma Mig langar að nefna nokkur atriði úr riti Breirems: Menn hafa ekki getað fylgzt með þró- un sjúkdómsins (atheroskler- ose) í lifandi mönnum, en líkur benda til þess, að mikið kóle- steról í blóði sé undanfari hans. Af rannsóknum í ýmsum lönd. um kom fram, að samband var milli neyzlu á á feiti og kóle. steróls í blóði. Niðurstaðan hef- ur verið gagnrýnd, af því að sambandið hefði orðið óljósara, ef fleiri lönd hefðu verið tekin með. Nýrri rannsóknir benda til þess, að mestu skipti, hversu föst feitin er. Mettaðar feitisýr- ur hækka kólesterólmagnið. Föst feiti er kókosfeiti, smjörlíki framleitt við herzlu á fljótandi olíum, mjólkurfeiti og slátur- feiti af jórturdýrum ásamt svína feiti. Fjlótandi feiti er fyrst og fremst fljótandi plöntuolíur, t. d. maísolía, sojaolía og baðmullar. fræolía. .Fiskifeiti og feiti af fuglakjöti éru í sama flokki. Bent er á, að hjartasjúkdóm. ar eru óvenju tíðir í Finnlandj samtímis mikilli neyzlu á mjólk. urfeiti, en skýringin verður ekki Síðan segir Breirem orðrétt: „Af þessu yfirliti sést, að eng. in furða er, að forystumenn í vísindum á þessu sviði halda því enn fram (1957—1959), að rann. sóknirnar séu ekki komnar svo langt, að unnt sé að ráða frísku fólki á Vesturlöndum að breyta mataræði sínu.“ Þó leggja flest- ir áherzla á hófsemi á öllum sviðum. Að síðustu má geta þéss, að ýmsar aðrar orsakir eru nú til- nefndar. Meðal þeirra eru nefnd ar erfðir, hversu mikið menn hreyfa sig, reykingar og stöð- ugur spenningur. Hið síðast. nefnda er enn óljóst. Bent er á, að ofreynsla, mikil ábyrgð, metn aður, samkeppni, „sosioökonom- isk press“ og spenntar taugar sé óheppilegt. Við rannsókn á 100 sjúklingum, sem höfðu orðið hjartveikir fyrir fertugt, höfðu flestir tvær stöður eða a. m. k. 60 tíma vinnuviku. Þess er get- ið, að kólesteról í blóði hækki við próflestur, en hækkunin var mjög breytileg frá nemanda til nemanda. Af þessu má sjá, að margt er dregið fram, og virðist hér vera eitthvað fyrir alla að verða móð- ursjúkir af, ef upplagið er fyrir hendi. 37 J)ús. frystir kassar af fiski á Sauðárkróki Cott atvinnuár kveði Sauðárkróki, janúar 1961. GÓÐVIÐRASAMT hefir verið í Skagafirðj það sem af er þess- um vetri og sauðfé yfirleitt ekki tekið á hús fyrr en í byrjun des. Allmikla áfreða gerði snemma í janúar, svo autt hefir verið á jörð á einstaka svæðum, svo sem í framhluta Sæmundarhlíð ar. Heilsufar búpenings hefir verið með ágætum, enda þótt bráðapestin gert vart við sig á stöku bæjum, en ekki munu bændur hafa orðið fyrir teljandi tjóni af völdum hennar eftir því sem Steinn Steinsson, dýralækn- ir á Sauðárkróki upplýsti. Hins vegar hafa umgangspestir heim- sótt mannfólkið hér á Sauðár- króki og einnig breiðst nokkuð út um sveitirnar. Atvinna á Sauðárkróki Sl. ár má telja allgott atvinnu- ár á Sauðárkróki, þrátt fyrir lé. legan fiskafla, er fiskvinnsla nokkru minni heldur en næsta ár á undan. Veldur þar að nokkru auk aflabrestsins að afla af togaranum Norðlendingi gætti sáralítið á árinu, enda var hann ir segir í fréttabréfi seldur á sl. sumri. Frystir voru um 37 þúsund kassar af fiski úr bátum fiskvinnslustöðvanna, og hafa 5 þilfarsbátar hafið róðra að nýju eftir áramótin og fengið reytingsafla á línu — eru þetta allt litlir bátar. Skagfirðingur hefir verið og er í flutningum, farið tvær ferð- ir til Englands með fiskimjöl og flutt salt til baka — mun hann fljótlega hefja róðra. M.b. Ingv- ar Guðjónsson fór eina ferð með saltsíld til Svþjóðar í desember og flutti einnig salt heim, er ver. ið er að útbúa hann til veiða. Húsbyggingar voru með svip- uðu móti og undanfarið, auk íbúðarhúsa var unnið að loka. smíði hins myndarlega sjúkra- húss á Sauðárkróki og var það að nokkru tekið í notkun fyrstu daga ársins, en þá voru sjúk- lingar og vistmenn gamla sjúkra hússins fluttir í það nýja. Sjúkra húslæknir er Ólafur Sveinsson. Kaupfélag Skagfirðinga hóf byggingu á stóru verzlunarhús- næði og ennfremur er í smíðum samkomuhús við Aðalgötu. All- möx-gum lóðum undir íbúðar. byggingar var úthlutað á sl. árl, sem væntanlega verða hafnax byggingar á með vorinu. Það er í frásögur færandi að einn af eldri starfandi borgurum þessa staðar átti 40 ára starfs- afmæli um sl. áramót, en þ. e. Jófinna Maríusdóttir símastúlka, Finna á stöðinni eins og hún er venjulega kölluð. Finna hóf starf sitt við símann 1. janúar 1920 hjá Pétri Sighvatssyni sím- stöðvarstjóra og hefir gengt þvi starfi óslitið síðan. Aðspurð segist Finna hafa kunnað vel við sig við símann, en auðvitað oft mikið að gera, en aldrei dottið i hug að breyta um starf. Árið 1920 voru 24 númer á Sauðár-' króki. Haraldur Júlíússon kaup- maður er með það hæsta nú 166. Á þessu tímabili hafa auk fyrr. nefnds, þrír símstöðvarstjórar starfað hér, þeir: Þórður P. Sig- hvatsson, Pétur Hannesson og síðast núverandi póst- og sím- stöðvarstjóri, Stefán Ól. Stefáns. son. Símnotendur hér munu áreiðanlega vera sammála um að hún Finna á stöðinni hafi frá upphafi sýnt mikla árvekni og dugnað í þessu ónæðissama Framh. á bla. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.