Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. jan. 1961
MORGVNBLAÐIÐ
17
RACNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
Vonarstr. 4 VR-húsinu. S. 17752
Lögfræðistörf og eignaumsýsla
Árni Guðiónsson
hæstaréttarlögmaður
Garðasiræti 17
Amerísk brjóstahöld
aðeins kr. 96.00
London
dömudeild
Triilubátae«gendur Veiðimenn
Björgunarbelti
Of seiiit er að
byrgja brimntn
Forðist slysin
Frá hinum heimsþekktu R. F. D. verksmiðjum höfum við fyrir-
liggjandi handhæg og örugg björgunarbelti til notkunar á trillu- og
vatnabátum.
Með einu handtaki fyllist beltið lofti —
Áfast neyðarljós og hljóðmerki
ÓÐÝR — HAGKVÆM
Upplýsingar og sýnishorn á skrifstofu okkar
Ólafur Gíslason & Co. h.f.
Sími: 18370 — Símnefni: „Net“ — Hafnarstræti 10—12, Reykjavík
íbúð til sölu
4 herb. íbúð til sölu við Ránargötu. —
Upplýsingar í síma 19-2-47 eftir kl. 19.00
Kveníéiagskonai Keflovík
Þorrablótið verður í Samkomuhúsi Njarðvíkur, laug-
ardaginn 28. jan. 1961 og hefst með borðhaldi kl.
8;30. — Miðar seldir á föstudag 27. janúar hjá frú
Júlíönnu Jónsdóttur, Garðavegi 11, sími 1328, allan
daginn og á laugardaginn í Samkomuhúsi Njarðvík-
ur, frá kl. 2—7. — Nánar í götuauglýsingum.
NEFNDIN
Arshátíð
VERZLUN ARMANNAFÉL AGS
REYKJAVÍKUR
í tilefni af 70 ára afmæli Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, verður árshátíð félagjB-
ins haldin 1LÍDÓ laugardag. 28. jan. n.k. og
hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Borð tekin frá
fyrir matargesti í síma 1-52-93.
Fyrir þá sem ekki taka þátt í borðhaldinu,
verður húsið opnað kl. 9 e.h.
Góðir skemmtikraftar.
Aðgangur ókeypis fyrir alla.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
4
LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAGA
101. Eftir það áttu þeir um
Hð tala, hversu við hann
skyldi gera. Enginn þeirra
treystist til' að geyma hann.
En er þeir tíöfðu þetta talað
lengi, þá kom það ásamt með
|>eim, að þeir myndu e/íi gera
happ sitt að óhappi, og fóru
til og reistu gálga þar þeg í
S skóginum og ætluðu að
hengja Gretti.
Þá sáu þeiar ríða þrjá menn
neðan eftir dalnum. Var einn
í litklæðum. I»eir gátu, að
þar myndi fara Þorbjörg hús
freyja úr Vatnsfirði.
102. Bændur fögnuðu henni
vel. „Hvað rak þig til þess,
Grettir**, sagði hún, „að þú
vildir gera hér óspektir þing
mönnum mínum?**
„Eigi má nú við öllu sjá.
Vera varð eg nokkur**.
„Slíkt er mikið gæfuleysi**,
segir hún, „eða hvað viltu
nú vinna til lífs þér, Grettir,
ef ég gef þér líf?“
Hann svarar: „Hvað mælir
þú til?*‘
„Þú skalt vinna eið** sagði
hún, „að gera engar óspektir
hér um ísafjörð**.
Grettir kvað hana ráða
skyldu. Síðan var hann leyst-
ur. Varð hún af þessu fræg
víða um sveitir.
103. Grettir fór norður á
Kjöl og hafðist þar við um
sumarið lengi, og var nú eigi
traust, að hann tæki eigi af
tnönnum plögg sín, þeim sem
fóru norður eða norðan um
Kjölinn, þvi að honum varð
illt til féfanga.
Það var einn dag, að hann
sá, að maður reið orðan eftir
Kilinum. Sá var mikill á baki
og hafði hest góðan. Annan
hest hafði hann í taumi og á
töskur. Þessi maður hafði síð
an hatt á höfði og sá óglöggt
I andlit honum. Hann kvaðst
Loftur heita.
104. „Veit ég, hvað þú heit-
ir**, sagði Loftur. „Þú munt
vera Grettlr inn sterki Ás-
mundsson eða hvað viltu
fara?*«
„Ekki hefi ég staðnefnt um
það“, sagði Grettir, „en það
er erindi mitt að vita ef þú
vilt afleggja nokkurt plagg
af því, sem þú ferð með?“
Loftur mælti: „Bjóð þú
þeim þessa kosti, er þeir
þykja góðir, en ekki vil eg
svo láta það, er eg á, og fari
hvorir sin veg“, og reið fram
hjá Gretti og keyrði hestinn.
Gu/i Örn
Engin stelpnanna
hreyfði sig, þegar Gutti,
eins og indíána er siður,
skreið hljóðlaust undir
girðinguna. Þær, sem
alltaf voru vanar að flýja
strax og þær sáu hann,
sátu nú sem fastast og
sungu hástöfum. Gutti
hafði boga sinn og stríðs-
öxi með sér auk bókar-
innar um Gula Örn, sem
hann stakk undir hand-
legginn.
Það var ekki laust við,
að hann yrði hissa, þegar
stelpurnar sýndu engin
merki þess, að þær ætl-
uðu að flýja.
„Úh, — úh", öskraði
hann „hér skulu mörg
höfuðleður fá að fjúka“.
Hann þagnaði í miðju
herópinu, þegar hann sá,
að Anna Stína rak út úr
sér tunguna og sendi
honum langt nef.
„Hver leyfir sér, að
reka út úr sér tunguna
framan í Gula örn“, hróp
aði hann og þreif stríðs-
öxj sína.
„Bö-, þö-, Guli örn",
sagði Anna Stína og var
ekki vitund skelkuð.
Nú var Gutta nóg boð-
ið, — svo reiður varð
hann, að hann tók undir
sig stökk og fór í loftköst-
um í áttina til Önnu
Stínu.
En það hefði hann
ekki átt að gera. Einmitt
þegar hann var að rétta
út hendina, til að grípa í
löngu flétturnar á önnu
Stínu, var eins og jörðin
opnaðist og gleypti hann.
Hann rak upp öskur,
sem ekki var beinlínis
neitt stríðsöskur, og á
samri stundu var hann
horfinn.
Anna Stína, Kristrún,
Inga og Maja, já allar
stelpurnar í einum hóp,
dönsuðu sannkallaðan
stríðsdans kring um gröf-
ina og réðu sér ekki fyrir
kæti. Bragð þeirra hafði
heppnast og allt gengið
eftir áætlun. Þær biðu
þess að Gutti kæmi skríð
andi upp úr gryfjunni,
sem þær höfðu grafið og
reft yfir með greinum og
grasi, svo engin missmíði
sáust. Þær þurftu ekki
lengi að þíða.
Ný fagnaðaróp og ó-
stöðvandi hláturshviður
mættu Gutta, þegar hann
teygði höfuðið upp á
barminn á gryfjunni.
Sannarlega var það líka
kátleg sjón að sjá hann.
Þar áttj Anna Stína nokk
urn hlut að máli, því að
hún hafði stungið upp á
því, að þær helltu mörg-
um fötum af vatni niður
í gryfjuna, þegar greftr-
inum var lokið.
Fjaðraskrautið hékk
niður yfir rennvott hárið
á Gutta og andlitið var,
ef satt skal segja eins og
stór og myndarleg drullu
kaka. Ennþá hélt hann á
illa förnum leyfum af
indíánasögunni undir
handleggiium, en tæplega
myndi hann lesa þá þók
framar. Boginn var brot-
inn sundur í miðju og örv
arnar lágu í forinni niðri
í gryfjunni. Fötin hans
voru svO blaut og útötuð,
að ekki varð séð, hvaða
lit þau höfðu upphaflega
haft.
Það var sjón að sjá
Gutta, hinn mikla stríðs-
mann, að þessu sinni.
Stelpurnar gátu ómögu
lega hætt að hlægja. .í
hvert skipti, sem Gutti
sneri moldugu smettinu
til þeirra og ætlaði að
segja eitthvað, voru þær