Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 26. Jan. 1961 MORCVlSVr 4Ð1Ð 19 Karl Magnússon bezti fiskurinn fari til vinnslu. — Ferskfiskmat Frh. af bls. 20. fisksins væri betra en ella. Hverri lögn er svo landað séérstaklega og þannig er all ur aflinn úr hverri lögn flokkaður eftir gæðum. — Matsmennirnir virðast all- harðir í horn að taka. Þeir eru stöðugt að athuga fisk- inn, sagði Gunnar. En svona á þetta vist að vera. ★ Árekstrar? Karl Magnússon sagði að fyrst í stað mætti búast við árekstrum, en ég hefi þá trú, sagði hann, að sjómenn muni skilja, að markmiðið með þessu er að tryggja að bezti fiskurinn fari í vinnslu. Karl var þá nýkominn frá borði á Pétri Sigurðssyni, þar sem hann ræddi málið við skipstjórann þar, Angantý Guðmundsson úr Keflavík, en hann hafði látið þau orð falla á bryggjunni, er rætt var um fiskinn: — Eg vissi að hann var hættur að depla augunum! Það er nægilegur ís og aftur nægilegur ís í fisklestarhillun- um, sem mestu máli skiptir, sögðu fiskmatsmennirnir. Og Steingrímur tók allvænan þorsk af einum bílnum, þefaði um tálknin og sagði: — Þessi fer til vinnslu. — Santa Maria Framh. af bls. 1 hrifnir af gjörðum hans. „Eg sendi hinum mikla foringja Henrique Galvao og hetjum hans kveðju mína fyrir að heiðra merki vort“, sagði Delgado í orð- sendinigunni. 1 gær kom Santa Maria til eyjarinnar St. Lucia og setti þar á land átta menn af áhöfn skips- ins. Segja mennirnir að Galvao -og menn hans hafi komið um borð í La Guaira, hafarborg Caracas í Venzuela, en ekkert hafi skeð fyrr en skipið var kom ið sex stunda siglingu frá næsta ákvörðunarstað, sem var Curacao í hollenzbu Vestur-Indiuim. Ha-fi taka skipsins bersýnilega verið mjög vel skipulögð, því litlum vörnum var við komið. Brezku herskipin hætt Tvö brezk herskip, freigáturn- ar Rothesay og Ulster, sem tóku þátt í leitinni að Santa Maria, hafa nú hætt henni, Rothesay vegna eldsneytisskorts og Ulster vegna þess að talið var að það væri í of mikilli fjarlægð. En í Lissabon var tilkynnt í dag að portúgölsk herskip hafi verið send til að taka þátt í leitinni. Tilkynnti útvarpið í Lissabon að ríkisstjórnin hefði vitneskju um hvar skipið væri og hvert því væri stefnt. Væri þegar búið að aðvara í>ortúgalska flotann og freigáta og fleiri skip flotans lögð af stað á móti Santa Maria. Það var í La Guaira sem Galvao og félagar hans, alls um 70 menn, fóru um borð í Santa Maria, en þeir tóku ekki skipið fyrr en það var komið sex stunda siglingu frá Curacao. Eftir það fréttist ekkert til skipsins fyrr en það kom tii Sankta Lucia, og setti þar á land átta menn af áhöfninni. — — Vestfirðir Frh. af bls. 20. réru tveir bátar í fyrraibvöld. Þeir eru í eig-u Fiskiðjunnar Freyju og höfðu forráðamenn fyrirtækisins glert sérsamning við stkipshafnirnar. Þessir bátar öfluðu samtals 9 tonn í sjóferð inni og rém aftur í gærkveldi. Aðrir bátar réru eikki og 'hefur sjómannafélag staðarias ekki boð að til fundar. Fréttaritarinn á Bíldudal. sím aði, að þar hefðu tveir bátar ró- ið í gærkvöldi — og hefði orðið að samkomulagi, að róið yrði upp á væntanlega niðurstöðu samningaumleitana. í Tálknafirði eru róðrar hafnir. Þaðan réru 2 bátar í fyrradag og aftur í gæriovöldi. Patreks- fjarðarbátar voru ekki byrjaðir, en í gær var þar beðið úrslita fundarins á ísafirði. — ★— Samkoimulagið um heildar- samninga mun nú þegar hafa ver ið samþyklkt af sjómönnum á Ólafsfirði, Sandgerði, Snæfells- nesi og Hornafirði. Þá hefur hollenzka freigátan^ Van Amstel og fjórar hollenzkar flugvélar verið sendar til að að- stoða við leitina. Samkvæmt fréttum frá Haag, er þetta meðal annars gert vegna þess að um borð í Santa Maria em um 12 hollenzkir farþegar. Andstæðingar alls einræðis Galvao hefur lýst því yfir að hann muni leita hafnar í hlut- lausu landi og skila þar farþeg- unum um borð í Santa Maria. Og í svari við fyrirspurn banda- ríska útvarpskerfisins CBS um það á hvern hátt taka skipsins geti stutt baráttuna gegn Salazar í Portúgal, sagði Galvao m.a. að ætlunin væri að halda áfram bar áttunni gegn harðstjórninni, og veita Portúgölum sama frelsi og „ríkti um borð í þessum fljót- andi hluta lands míns. Við erum ekki harðstjórar, heldur föður- landsvinir, andstæðingar alls ein ræðis, borgarar, sem vilja fórna öllu, einnig lífinu, fyrir málstað okkar .. .** Sagði hann töku skips ins byrjun á aðgerðum gegn rík- isstjórn Portugals. Kvöldblað bannað í Lissabon hefur verið bönnuð útgáfa kvöldblaðsins Republica næstu þrjá daga, vegna þess að blaðið lýsti ekki yfir gremju sinni vegna töku Santa Maria. Fyrirskipaði ríkisstjóm Salazars að blaðið yrði bannað vegna þess að það hafði engar athugasemdir fram a færa í sambandi við töku j skipsins. öll önnur dagblöð í Portúgal birtu langar árásargrein ar á uppreisnarmenn. Nýtt blað KVÖLDIÐ, heitir nýtt vikublað, sem hefur göngu sína á laugar- daginn. Ritstjóri er Sigurður I. Ólafsson. | Fyrirlestur um Moby Dick í kvöld I kvöld, fimmtudag 26. jan., flytur bandaríski sendiikenn- arinn við Háskóla íslands, David R. Clark, þriðja fyrir lestur sinn fyrir almemning um amerísikair bókmenntir. Fyrirlesturinn hefst kl. 8,30 í I. kennslustofu Háskólans, og er öllum heimill aðgangur. Að þessu sinni ræðir sendi kennarinn um skáldsöguna „Moby Dick or the Wihite Whale“ eftir Herman Mel- ville, sem uppi var á árunum 1819-—1881. Moby Dick er langfrægasta verk Melviilles, og á síðari árum hefur hróð ur sögunnar sífellit farið vax andi, svo að segja má, að hún hafi koimizt í tízku meðal ai- mfennings, og bókmenntafræð inga ekki síður. Margir ís- lendingar munu hafa lesið þessa dularfullu hvalveiði— sögu, og aðrir séð fræga kvik mynd, sem gerð var um sög- una og sýnd hér fyrir u:þb. þremur árum. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem með gjöfum, blómum, heil'laóskum eða á annan hátt minntust mín á áttræðisafmælinu 21. þ.m. og gerðu mér daginn gleðiríkan. Guð blessl ykkur öll. Hrafnistu 24. jan. 1961. Hannes Hclgason frá ísafirði. 00*0*0*0*0*0^00^0*0%^ 0Sl0t0*0S0mm0*0*0l0V*0*0*0*0*0*0*0*0*0*0*0*0*0»0*0S0*0S stA^l/rv^x/ skrifar um: KVIKMYNDIR N Ý J A B í Ó : Gullöld skopleikaranna Þetta er amerísk skopmynd val in úr ýmsum frægustu skopmynd um hinna snjöllu leikstjóra Marks Sennetts og Hal Roach, sem gerðar voi*u á árunum 1920 —-’30. Blr venjulega gaman að Sjá þessar myndir og rifja upp gamlan kunningsskap frá þessum érum, enda mátti á sýningunni 6em ég var á sjá marga roskna góðborgara með börnum sínum. Yar auðséð að fólk þetta naut endurminninganna í ríkum mæli. Fróðlegt er einnig að bera sam- en „húmorinn“ í þá dag-a og nú, «ð ekki sé talað um hina geysi- legu tækniþróun, sem átt hefur sér stað í kvikmyndagerð á síð- ustu fjórum áratugum. I mynda- eyrpu þessari sjáum við gamla kunningja, svo sem Laurel og Mardy. Will Rogers, Carole Lom- bard, sem síðar giftist Clark Gable, Jean Harlow, hinn rang- eygða vin okkar Ben Turpin, Harry Langdon, Billy Bevan, Charlie Chase o. fl. En allir þess- ir leikarar eru hver öðrum skemmtilegri. Trípolíbíó. Gildran. ÞETTA ER frönsk sakamála- mynd. Leikstjóri eir Jean De- lannoy en í aðalhlutverkinu, snillingurinn Jean Gabin. Sagan gerist í París. í einu af hverf- um borgarinnar hafa á stuttum tíma fjórar konur verið myrtar. Er augljóst af því hversu morðin eru framin að sami maður hefur verið að verki við þau öll. Borg arbúar eru óttaslegnir og lög- reglan í miklum vanda. En þá tekur Magset leynilögreglumaö- ur (Jean Gabin) málið að sér. Hann hefur i rauninni ekkert við að styðjast í málinu, og eru flestir vantrúaðir á að honum takist að leysa það. En þá fær Maigset þá snjöllu hugmynd að leggja gildru fyrir morðingjann. Bragiðið tekst. Morðinginn geng ur rakleitt í gildruna, en tekst þó að komast undan án þess að menn beri kennsl á hann. En við þetta fer málið smám saman að skýrast. Yfirheyrslur gerast nú langar og strangar og kemur þá margt áhorfendanum á óvart. Verður sagan því ekki rakin hér nánar. Mynd þessi er eins og svo margar franskar myndir af þessu tagi ágætlega gerð, spenn an er mikil og leikurinn afburða góður. Einkum þó leikur Jean Gabins og Jean Desailly, er leik ur Marcel listmálara, veigamik. ið hlutverk. Þá er myndin ekki hvað minnst athyglisverð fyrir þær uppeldislegu og sálrænu staðreyndir, sem hún byggist á. BENEDIKT JÓNSSON Austurgötu 21, Hafnarfirði lézt í St .Jósepsspítala þann 25. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ástríður Ólafsdóttir Maðurinn minn og faðir okkar JÓHANNES ÁSKELSSON jarðfræðingur andaðist að heimili sínu 16. þ.m. — Jarðarförin hefur farið fram. — Alúðarfyllstu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Dagmar Eyvindardóttir, Öm Jóhannesson Eria og Gunnar Björnson Útför systur okkar MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram föstudaginn 27. þ.m. kl. 1,30 frá Dómkirkjunni. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Lára Guðmundsdóttir Konan mín SIGURLAUG ÞORLÁKSDÓTTIR sem andaðist í Héraðshælinu á Blönduósi 15. janúar sl. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 13,30. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum Jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR ARASONAR hreppstjóra, Illugastöðum á Vatnsnesi, er lézt 15. þ.m. fer fram föstudaginn 27. jan. nk. og hefst með húskvfeðju að heimili okkar kl. 11 f.h. Jarðað verður að Tjörn sama dag. Jónína Gunnlaugsdóttir. Þökkum innilega öllum, þeim sem sýndu okkur hlut- tekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föð- ur okkar og tengdaföður og afa, ÞÓRHALLS VILHJÁLMSSONAR skipstjóra, Keflavík Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki Land- spítalans fyrir umönnun í veikindum hans. Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir Birgir Þórhalisson, An>;a S. Snorradóttir, Vilhjálmur ÞórhallssonySigríður Guðmannsdóttir og barnabörn hins látita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.