Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 10
 10 MORGL'NBLAÐIÐ Sunnudagur 29. janúar 19Q > ' •' ::/.: Strákamir voru sprækir og kátir, enda allir á batavegi, í»eir eru talið frá vinstri: Þorgeir Hjartarson, Trausti Frið- riksson, Guðni Magnússon og Magnús Magnússon. EINS og kunnugt er, hafa St. Jósefssystur á Landakotsspít- ala unnið ötullega að hjúkr- unarmálum í höfuðhorginni í rúma hálfa öld. Síðasta fram- lag þeirra í þágu líknarmál- anna er sjúkrahúsbyggingm nýja, sém risið hefur að baki grmla spítalans, og er inn- iétting hennar vel á veg kom- inn. Þann 12. janúar sl. var form lega opnuð ný barnadeild á 3. hreð L/andakotsspítala, þar sem starfsmannaherbergi voru áður. I deildinni eru 5 sjaa'í stofur með samtais 31 rúmi, leikherbergi, auk skrif- stofu, geymslna, skoðunarher- bergis o. fl. Er fyrirhugað að bæta tveim herbergjum við síðar og getur þá deildm tek- ið á móti 40 sjúklingum. Deiid in hefur starfað að íiokkru leyti síðan í marz; yfirlæknir hennar er Bjöm Guðbrands- son en annað starfsfólk er; systir Agnella, systir Lutitia og fjórar hjúkrunarkonur. • Blaðamaður Mbl. átti tal við systir Agnellu, yfirlæknirinn og nokkur barnanna á hinni nýju barnadeild, er hann fór Systir Agnella huggar Sigrúnu litlu Sigurðardóttir. (Ljósm.: Ól. K. M.). Halldór skýrði síðan frá, að hann hefði fengið illt í háls- inn og verið lagður hér inn. Nú væri sér alveg batnað. „En ég veit ekki hvort ég fæ að fara strax heim“, bætti hann við. „Þeir eru að hugsa um að nota tækifærið og kippa botlanganum út, fyrst þeir á annað borð náðu mér inn“. í litlu herbergi hinum meg- in gangsins er hið nýja og full komna súrefnistækí deildar- innar geymt. 1 það eru sett mjög veik eða ófullbúrða börn. Tækið er mjög vandað og hið eina sinnar tegundar hér á á landi. Barnið er aldrei hreyft úr kassanum meðan það dvel- ur þar og er annazt um barnið gegnum þar tii gerð gös á hliðarvt £gjum ha.is. Aus þess eru á deildinni tvö súrofnis- tjöld og í næsta nerbergi, þar sem allir sjúklingarnir voru undir ársaldri sýndi systirin okkur lítinn anga með heila- bólgu, sem kúrð; undir súr- efnistjaldi. Á gólfinu í því' herbergi lá snáði nokkur á sæng sinni, alvarlegur í bragði. Meðan við vorum að virða fyrir okkur smábörnin, köm Björn deildarlæknir Guð- brandsson að. — „Er þessi far- inn að brosa“, spurði yfir- læknirinn og benti á snáðann með systur Agnellu þangað í heimsókn fyrir skemmstu. Systurin var að sýsla við yngstu börnin og þrátt fyrir augljós annríki gaf hún sér tíma til að sýna blaða- manninum það markverðasta í deildinni. Systir Agnella sagði, að að- staða þeirra til að hlynna að Tryggvi litli var að teikna. Stóru stelpurnar brostu allar til ljósmyndarans, meðan hann tók af þeim myndir, jafnvel Þorgerður, þótt nýlokið væri við að skera í hálsinn á henni. Þorgerður og Guðríður eru fremstar á myndinni, fyrir ofan þær eru Olga Kristjáns- dóttir og Bergdís Sveinsdóttir. veikum börnum hefði breytzt mjög til batnaðar með tilkomu hinnar nýju deildar. Aður hefðu þær haft 3—4 barna- stofur víðsvegar um spítalann og gæfi það augaleið hversu óhentugt slíkt væri. Síðan bauð hún blaðamanninum á „stofugang”. • Leið okkar lá fyrst í leik- herbergið. Þar geta þau börn, sem hafa fótaferð, stytt sér stundir við að teikna, raða kubbum og sýsla með leik- föngin, sem þar eru geymd í stórum skúffum. En sökum þess, hve aðsóknin að deild- inni er mikil, hefur tveimur rúmum verið bætt við, og sagði systirin að komið hefði fyrir að 35 sjúklingar hefðu legið á deildinní samtímis. 1 leikherberginu hittum við alveg óvænt kunningja okkar, Halldór Björnsson, 13 ára gamlan, sem stundum dundar við að afgreiða og sendast í verzlun Halla Þórarins á Vest- urgötunni, þegar hann hefur tíma til. Hann hrópaði upp yfir sig: „Nú man ég að ég hef ekki séð Moggann í þrjá daga. Eg verð að hringja í mömmu og biðja hana um að koma með blöðin í nsesta heim sóknartíma. á gólfinu. Snáðinn leit stór- um augum á yfirlækmnft í hvíta sloppnum og varð enn þungbrýnni. „Nei“, sagði systirin, „á hann ekki að út- skrifast í kvöld“. „Ja“, hló yfirlæknirinn, „eigum við að sleppa honum fyrr en hann brosir?“ Við spurðum Björn Guð- brandsson, hvaða sjúkdómar og kvillar væru algengastir hjá börnum hér á landi. „Það getur nú verið allt mögulegt", svaraði Björn, „hvad siger De derom, söster?“ Þau báru sam an bækur sínar stutta stund og komust að þeirri niður- stöðu að flest börnin á deild- inni gengjust undir skurðað- gerð, svo sem við -botnlanga, kviðsliti, magaþrengslum o. fl. Einnig væru beinbrot, slys og brunasár tíð, svo eitthvað væri nefnt. „Þess má geta“, sagði yfirlæknirinn“, að að- staða hér til skurðaðgerða er mjög góð.“ Og þar með hvarf yfirlækn- irinn á braut, með kandidat- inn á hælum sér, áður en við fengjum spurt um fleira. • Það var hljótt í stofunni hjá stóru stelpunum, þegar okk- ur bar þar að, enda var ný- búið að skera eina upp við botnlangabólgu. Guðríður Gunnarsdóttir, 9 ára gömul, sat flötum beinum í rúm; sinu og var að spila á spil. Var hún með bundið fyrir annað auga og aðspurð kvaðst hún hafa fengið ristil í það. 1 næsta rúmi lá Þorgerður Jónsdóttir frá Hafnarfirði, einnig 9 ára gömul. Stelpurnar reyndu að koma henni til að brosa, þeg- ar tekin var af henni mynd, en það gekk erfiðlega, því ný- búið var að skera í hálsinn á henni. • Strákarnir í næstu stofu voru að striplast á gólfinu og þutu í einum vettvangi upp í rúm sín, þegar þeir sáu syst- urina koma. — Hver væri mesti prakkarinn? Einn grúfði sig niður í sængina og hinir strákarnir bentu á hann. Jú, það var ekki um að villast hver væri mesti prakkarinn. — Hvað heitirðu? spurðum við. Ekkert svar. — örn Gestsson, svöruðu strákarnir. — Ertu mikið veikur? — Hann meiddi sig, svöruðu strákarnir. — Segðu hvernig þú fórst að því, sagði systirin. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.