Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. febr. 1961 MORGUTSBLÁÐIÐ / 5 EINRÆÐISSTJÓRN Castros Ogr félagra á Kúbu herðir sí- fellt tökin á Iandsmönnum, enda mun hún tekin að óttast um vald sitt. Æ faerri mæta nú á útifundum Castros til þess að hlusta á lotulengdar- ræður hans, og seinasta áróð- ursbragð hans rann gersam- lega út í sandinn. Það var sagan um að Bandaríkjamenn væru í þann veginn að gera innrás í landið. Landsmenn festu engan trúnað á þá sögu, og fjöldahópgöngur í Havana fóru að mestu út um þúfur. Hins vegar þótti það tíðindum sæta, að mæður söfnuðust sam an í borginni og báru fram þessa ósk til stjórnarinnar: „Hættið að skjóta syni okk- ar!“ i sama mund bárust enn fregnir af skærum stjórnar- liða og uppreisnarmanna í fjalllendi eyjarinnar. „Vondur var Batista en verri er Cast- ro“ segja frjálslyndir menn á Kúbu og minna á þá stað- reynd, að fleiri pólitískir fangar sitja nú í dyflissium á Kúbu en á öllum valdatíma Batista. Fólk hefur flúið í stór um stíl frá Kúbu seinustu mánuði. í október sl. var tala kúbanskra flóttamanna í Bandaríkjunum orðin 100 þús- und manns, og upp á síðkastið hefur flóttamannastraumur- inn orðið enn örari. Hér sjást nokkrir flótta- menn í Miami í Flórida fagna vinum sínum, sem nýkomnir enu frá Kúbu. Þeir fóru 21 saman í litlum báti frá af- skekktum vogi á norðurströnd eyjarinnar og tókst að kom- ast óhindrað vestur til Key West í Flórida. cr SENDIBÍLASTÖOIN Vantar 3ja herb. íbúð 1. marz eða 1. apríl. Mó vera kjallara- eða risíbúð. Uppl. í sjma 14525. Keflavík 2ja herb. íibúð til leigu. — Uppl. 1 síma 2374. Iðnfyrirtæki til sölu að hálfu eða öllu. Þægileg framtíð. Tilb. — merkt: ,Kjarakaup — 1429“ sendist Mbl. íbúð til leigu Uppl. í síma 50827. Jón Halldórsson Stór stofa til leigu í kjallara í Aust- urbænum, nálægt miðbæn um. Tilb. merkt: „Stofa — 58“ sendist Mbl. íbúð Tapast hefur gullarmband s.l. la.ug ardagskvöld í samkomu- húsinú á Garðarholti. Finn andi vinsamlega skili því að Lækjargötu 10. Hafnar- firði. Viðtækjavinnustofan Laugavegi 178. — Símanúmer okkar er nú 37674. Diesel vörubifreið frá Akureyri, til sölu. — Skipti koma til greina. — Uppl. á Hótel Vík, herb. 14 Permanent og litanir geislapermanent, gufu- premanent og kalt perma nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18A Pússningasandur Góður — ódýr. Sími 50230. Vefstóll ásamt tilheyrandi óhöldum til sölu. — Uppl. i símum 11313 og 17845. 2ja—4ra herb. íbúð Enski leikarinn Samuel Foo- te (1720—77), tók eitt sinn þátt í mikilli veizlu. Talið barst þar að konu nokkurri, sem hafði verið talsvert létt- úðug, en var nú gengin í hjónaband. — Og þetta er ágætismað- ur, sagði einn gestanna, hún hefur játað fyrir honum öll sín fyrri ástarævintýri. — Hún hefur þurft mikið hugrckki til þess, sagði annar. — Já og þvílíkt minni, ' ■ Foote við. Þegar hellagur Frans af Sal- es (1567—1622) var biskup í Genf, kom eitt sinn til hans hefðarkona nokkur og spurði hvort leyfilegt væri að bera roða í kinnarnar. — Sumum trúuðum mönn- um finnst það syndsamlegt, svaraði hann, en öðrum finnst bað saklaust. Eg fyrir mitt leiti fer meðalveginn og leyfi yður þess vegna að bera roða í aðra kinnina. Símon Pétursson bóndi í Vatns koti, Þingvallasveit verður 80 ára fimmtudaginn 2. febr. Símon er með afbrigðum vinsæll mað- ur og verður mörgum hugsað hlýtt til hans á þessum degi. Hann dvelst nú sem stendur á Laufskálum í Stafholtstungum, Mýrarsýslu. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:30 í dag, væntanlegur aftur kl. 16:20 á morgun. — Innan- landsflug i dag: Til Akureyrar, Húsa- víkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. — A morgun: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Flateyrar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja, Þingeyr- ar og Þórshafnar. Eoftleiðir h.f.: — Leifur. Eiríksson er væntanlegur kl. 08:30 frá N.Y., fer til Stavanger, Gautab., Kaupmh. og Hamborgar kl. 10:00. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Spánar frá Rvík. — Askja er á leið til Spánar frá Grikkl. H.f. Jöklar: — I.angjökull er í Gdyn- ia. — Vatnajökull er í Grimsby. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er i Rvík. — Arnarfell er í Great Yar- mouth. — Jökulfell er í Hull. — Dís- arfell er á Akureyri. — Litlafell er á leið til Rvíkur að norðan. — Helga- fell er í Rvík. — Hamrafell er í Bat- umi, fer þaðan á morgun til Rvikur. Goða það líkast unun er andspænis sitja móti þér og stjörnu sjá, þá birtu ber, á brúna himni tindra. Hefi ég þá í huga mér svo harla margt að segja þér, en orð frá vörum ekkert fer, því eitthvað málið hindrar. Mjúksár um limu logi mér læsir sig fast og dreifir sér, þungt fyrir brjósti æ mér er, en öndin blaktir á skari. Sem blossa nálgast flugan fer, mig færa vil ég nærri þér, brátt hitinn vex, en böl ei þver, ég brenn fyr en mig varir. Bjarni Thorarensen: Eftir Saffó. kvöld, mig vantar nýja kápu. Vingjarnleg kona spurði Kristó fer litla: — Ertu ekki búinn að eignast lítinn bróður? •— Jú, svaraði Kristófer. — Og hvað heitir hann? ■— Eg veit ekki. Eg skil ekki eitt einasta orð af því sem hann segir. ★ Kennslukonan: — Heyrið mig, börnin góð, nú verðið þið að vera þæg og stillt, því að ég hef svo mikinn höfuðverk, að ég get hvorki hreyft leg né lið. Maggi: — Heyrðu Nonni. Væri ekki rétt að þú notaðir tækifær- ið og segðir henni, að það varst þú, sem braust rúðuna. ★ Til leigiu strax. Uppl. frá kl. 4—6 í síma 23848. óskast strax. Uppl. í síma 10570 e. h. í dag. Aðsto&arsfúlka óskast nú þegar til rannsóknarstarfa í Rannsókna- stofu Háskólans við Barónsstíg. Launakjör skv. 13. fl. launalaga. Útsa’a — Útsala Stórkostleg verðlækkun. Gluggitin Laugavegi 30. Framtíðarstarf Afgreiðslumaður, sem jafnframt gæti tekið að sér verzlunarstjórn, óskast í varahlutaverzlun. Reglu- semi áskilin. Eiginhandarumsókn, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 7. febr. merkt: „Verzlunarstjóri 1426“, Leijjið bil og akið sjálf iB/lAl&GAN Kynnið yður nýja vetrarverðið Upplýsingar í síina 35341

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.