Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBT. AfílL Miðvikudagur 1. febr. 1961 Helgi Hjörvar Bæjartdftir Ingólfs II. IXIýtt Alþiagi^hus í Grjótaþorpi íslending'abók: „ísland bygþisc fyrst ór Norvegi á dogom Harallz ens hárfagra. Ingólfr hét maþr nórænn, es sannlega es sagt at færi fyrst þaþan til Islanz, þá es Har- alldur enn hárfagri vas .xvi. vetra gamall. Hann bygþi suþr í Raykjarvíc". Landnámabók: „Ingólfr er frægastr allra landnáms- manna, því at hann kom hér at auðu landi ok byggði fyrstr landit. Ok gerðu þat aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum síðan. Ingólfr tók sér bústað þar sem önd- vegissúlur hans höfðu á land komit. Hann bjó í Reykjar- vík“. Þessar allra elztu bókanir í höfuðbækur Reykjavíkur hafa í einhverjum kyrþey verið liðkað- ar burt úr bókum þessa bæjar- félags, svo sem til þess að slíkt mætti úr minni líða þeim sem helzt og fremst áttu að muna þessar bókanir hverja stund. Þetta er stórbrotnasta bókhalds- fölsun á íslandi alla tíð, síðan bækur urðu til í þessu landi: að víkja til hliðar sjálfum frumgögn um að heilaglegum frumburðar- rétti höfuðstaðarins. Slíkt afbrotamál rúmast ekki fyrir dóm.grindum sakadóms. En málið kemur fyrir sögudómallrar þjóðarinnar, ef hún á lífi að halda. Og dómur þjóðarinnar verður því þyngri sem þessi sök verður eldri, og því um síður verður nokkur linkind við þá menn, sem enga afsökun höfðu á sinni tíð. Margt er það í sögu íslendinga, sem hvergi á sér neinn samjöfn- uð. En augljósast af öllu og á- þreifanlegast blindum er þetta, að höfuðborg landsins vóx upp sjálfkrafa við traðargarða og um hlað hins fyrsta landnámsmanns; að tún hans er í dag í hjarta höf- uðborgarinnar; að bæjartóftir hans eru þar enn í dag sem ó- byggð lóð, eftir ellefu aldir; þær bíða þess nú, allmjög eggjandi, að hin frelsishjalandi söguþjóð láti sér skiljast slíkan vitjunar- tíma, þó að hún velti sér hæg- indalega í gefnum mdljónum dollara. Búpeningur metur hvern stað eftir því æti sem þar er að hafa; hann bítur sitt gras. En hversu má það vera að mannlegum sál- um megi farast eins í sjálfri höf- uðborginni, í sjálfu úrvali þeirr- ar þjóðar, sem á alla sína upp- reisn og alla sína tilveru meðal þjóðanna því einu að þakka, að hún var söguþjóð! Aðrar menningarþjóðir láta sig hvergi varða slíkt einkamál okkar sjálfra, þó svo þær vissi þetta. En ekki gæti slíkir mála- vextir komið svo fyrir augu ærlegs útlendings, að hann yrði ekki gagntekinn spolti og lítils- virðingu. Svo er nú að skilja að bæjar- tóftir Ingólfs séu undir hamr- inum þessa daga og þessi missiri. Bæjarstjórn Rvíkur mun komin langt á leið að sorglegum burði: ályktun um að farga tóftum Ing- ólfs og Hallveigar fyrir fullt og allt. Erfingjar Gvendar í Skuld láta hart á barið, hampa gömlum gjafabréfum og fullgerðum teikn- ingum. Erfingjar Ingólfs eru fá- tækir í anda á því þingi, þar sem þrotabú þeirra er á uppboði. ★ Einn af fóstursonum Reykja- víkur spyr enn: A slíkt að verða? Munuð þér ekki heldur, Reyk- víkingar, leita liðs hver hjá öðr- um? Og liðs af öðrum lands- mönnum gegn okkur sjálfum? Vill ekki hin unga kynslóð líta kringum sig nýjum augum. Hún á að erfa þennan unga, hálfskap- aða höfuðstað, með öllum gæðum hans og óþrotlegum skilyrðum til mikillar fegurðar — og því mið ur: með syndum feðranna, ekki sízt þeim sem fremja skal á morgun. En þær verða ykkur þungbærastar, hvað helzt ef þið horfið á eigin augum og skuluð minnazt þess ævilangt, að þið reynduð ekki að hjálpa framtíð- inni. Hvað ætti þá að gera? Segðu okkur það! Taka af skarið, grútarskar hálf velgju og ráðaleysis. Rísa gegn „hundaþúfu-hugsunarhættinum“, sem Sigurður Guðmundsson kall aði. Bregða framtíðarljósi yfir miðbæinn okkar allan. Hann er eina svæðið sem er í miklum voða. Og hann er dýrmætastur. Það vantar ekki nema einhvern herzlumun, að forða álappalegri ógæfu. Ekkert er alveg úrhættis, sízt ef eitthvað af unga fólkinu vaknar og heimtar sinn rétt, sjálfri framtíðinni þann rétt, að víðsýnið af hundaþúfunni skuli ekki afmarkað sjálfum ykkur og níðjum yðar um alla tíð. Það er fyrst af öllu að fá gerða tafarlausa og undandráttarlausa ákvörðun um að ryðja (svo fljótt sem hentar sjálfri framkvæmd- inni) suðurhluta Grjótaþorps, milli gatna: Aðalstrætis, Bratta- götu, Garðastrætis, Túngötu. Það er óvirðulegur og með öllu ósæm andi barlómur að Reykjavík sé slíkt á nokkurn hátt um megn. Og með allt ^ndið að bakhjarli í þjóðhelgu máli. Allmerkur fundur, nátengdur þessu efni, var haldinn í stúd- entafélagi Rvíkur 8. nóv. 1959, kallaður „ráðhúsfundurinn". Þar stóð Gunnar Thoroddsen, þá vor hugumkæri borgarstjóri, á ræðu- sviðinu í Sjálfstæðishúsinu sjálfu, og hélt uppi á lófum sér geysimikilli lóð og glæsilegri, „fs- bjarnarlóðinni" við Tjörnina. Þessa lóð bauð hann fram, þar og þá, handa Alþingi sjálfu fyr- ir nýtt þinghús. í þessu aleinu er fólgin fulln- aðarlausn á öllum þeim bágind- um sem bæjarstjórn, landsstjórn, sjáift Alþingi og við öll höfum búið okkur 'til í þessum málum. Þetta stórmannlega framboð borgarstjórans var að sjálfsögðu ekki af því einu, að hverskonar „stækkun" á Alþingishúsinu kæmi þvert í bága við hið nýja og fagra ráðhús, sem til umræðu var á fundinum. Tilboðið var engu síður af hinu, sem borgar- stjóranum má vera manna kunn- ugast, að margra áratuga ráða- gerðir um „stækkun" þinghúss- ins (fyrst að byggja þar háskól- ann sem viðauka), þær hafa með engu móti getað lánast á teikni- pappírnum, hvernig sem að væri farið; auk þess er mönnum nú að verða það ljósara og ljósara, að hverskonar ,,stækkun“ á Alþing- ishúsinu mundi stríða gegn ein- földustu fegurðarlögum, og enn meir gegn mikilli söguhelgi þessa húss. Suðurhluti Grjótaþorps, milli Aðalstrætis og Garðastrætis, Brattagötu (framlengdri í Garða stræti) og Túngötu, eins og mörk hennar að norðan munu einna seinast hafa verið samþykkt í bæjarstjórn — þetta svæði mun vera samtals sem næst 5600 ferm. Vegna hins nýja ráðhúss munu falla fullir 1800 ferm. til Rvíkur úr ríkiseign, sunnan og vestan við hina upphaflegu alþingislóð. (Templ. sund 2, Kirkjustr. 12) Þessar lóðir svara því, að kjósa mætti Alþingi til handa allbreiða skák neðan af Grjótaþorpi, nær 35 metrum upp frá sjálfu Aðal- stræti; það er kjarninn úr Ing- ólfs-tóftum. Eru þá eftir af suður hluta Grjótaþorps nálægt 3800 ferm. Þessar lóðir má meta svo hátt sem hver vill. Slíkt hið sama má meta „ísbjarnarlóðina“ svo hátt sem hver vill, en þó hvergi lægra en Grjótaþorpið; það væri grunsamlegt m.at. „fsbjarnarlóð- 1 in“, sem lýst var heimul Alþingi, mun vera um 7000 ferm. Þá verða um 3200 ferm. umfrarn við makaskipti, af einhverri hinni fegurstu framtíðarlóð, sem til er í allri Reykjavík. Þessi ásjálega lóðarspilda yrði þá hreinn af- gangur handa öðrum hvorum að- ila, Alþingi eða Reykjavíkurbæ. Þetta má gera enn einfaldara þannig: ísbjarnarlóð 7000 ferm., Grjótaþorpslóðir allar 5600 ferm., mismunur 1400 ferm., til hags fyrir bæinn eða þingið. Ríkið hef ur þá eftir sem áður 1800 ferm. við þinghúsið, til frekari hagræð- ingar við Rvíkurbæ, vegna ráð- hússins. Þessir lauslegu reikningar eru mínir, birtir án ábyrgðar annara. En frumgögn liggja ekki frammi fyrir almenning. En hér í munu ekki vera þær skekkjur sem raski sjálfri niðurstöðunni. Hér er bent á eina leið til lausnar al- mennu vandamáli, að gefnu m.jög beinu tilefni. En margar eru leið- irnar. Og hvorki getur borgar- stjóri Rvíkur né neinn annar að- ili ákveðið Alþingi sinn stað. Hér hljóta fyrir að ráða, auk Alþingis, ríksstjórn og Reykjavíkurbær, allir aðilar í samvinnu og sam- hjálp. Hinsvegar er íslenzkum þegni heimilt að segja sína skoð- un, einnig um þetta. ★ En nýtt Alþingishús hlýtur að verða reist innan 10—15 ára. Það er meginatriði þessa máls. Alþing hins íslenzka lýðveldis ætti að reisa hús sitt á bæjar- tóftum Ingólfs, hins fyrsta land- námsmanns á íslandi, á tóftum Þorsteins Ingólfssonar, sem var sjálfur frumkvöðull að allsherj- arríki á Islandi, í sóknarbroddi að stofnun alþingis á Þingvelli, forvígismaður lagasetningar, fyrsti allsherjargoðinn. Hann flutti fórnarblóðið til Þingvaila úr hofi föður síns. Hann gerði Þingvöll heilagan frá Reykjavík. Þegar Jón Sigurðsson flutti Al- þingi aftur til Reykjavíkur, þá flutti hann þingið með vissum hætti heim aftur, til síns upp- runa. Þá voru mönnum þessir furðulegu þræðir örlaganna ekki svo ljósir sem nú er orðið. „Þó að ekki sé gert ann- að en líta til hinnar fornu sögu, er Reykjavík engu óheilagri staður en Þing- völlur“. Svo gerði Sigurður Nordal að kveða að orði í fyrirlestri sínum, rétt fyrir alþingishátíðina 1930, þegar söguljómi Þingvalla yfir- skyggði allt. (Vaka, 1929: Setn- ing alþingis). Hvar ætti þá að reisa hið nýja alþingisþús, sem bíður eftir að verða reist? Hvar ætti að reisa það, ef ekki á hinum auðu tóft- um Ingólfs og Hallveigar? Hvar ef ekki á tóftum Þorsteins Ing- ólfssonar, sem reisti í landi sínu á Þingvelli hið fyrsta altari síns siðar, til þess að helga alþjóð þann stað, til þess að helga nýtt þjóðfélag. Langlíf varð þessi fyrsta fórn hins fyrsta allsherjar goða. Langlíf varð sagan um, son hans, Þorkel mána allsherjar- goða í Reykjavík og lögsögu- mann, að hann lét bera sig á banastund sinni út í sólskinið og fól önd sína hinum göfga guði, sem sólina hafði skapað. Mættum vér ekki, Reykvíkingar, rétta þar hönd til, að grænt gras), sólu skinið, megi enn vaxa á litlum bletti þar sem Þorkell máni var niður lagður til að sofna frá hreinu lífi; hann varðveitti guðs- traust og göfgi feðra sinna svo, að hugur hans var reiðubúinn að taka hinum nýrri og fegri boð- skap, sem koma skyldi. Tóftir þessara guðumtrúu hamingju- manna bíða nú auðar fyrir aug- um vorum, að reist verði þar fagurt hús, maklegt fyrir sinn grunn, til kjörið af þjóðinni að standa þar um aldir. Tún þeirra bíður þess enn, að því verði nýr sómi sýndur, annar og fegri en grafarmenn Landssímans hafa þar í frammi haft. Og hvað sem öðru líður: Kartagó verði eydd! Hvað sem öðru líður — svo að endurtekin séu hér orð úr Morg- unblaðs-grein 11. júní s.l.: ÞaS er fásinna ein að tala um nokkra fegrun miðbæjarins í Reykjavík nema óheillakumbaldi Landssímans verði afmáður af grunni sínum. Til þess verður að setja frest í áföngum, nokkra áratugi, þó svo' væri hálf öld. Hér er um það að ræða að stöðva framhald á skaðaverkum, en bíða þess að ný tækni geri fornar vjelahrúg- ur og víraflækjur að ónýtu rusli, sem sjálfkrafa verður flutt á hauga. Þess er skrmmt að bíða fyrir þá Reykjavík, sem á fram- tíðina. Reykið þið síidina og sjóðið niður fyrir okkur — segir ítalskur verzlunarfullt*úi í íslandsferð GIUSEPPE d’Amico, viðskipta- fulltrúi sendiráðs ítalíu { Osló, er staddur hér um þessar mund- ir. ítalski sendiherrann í Noregi er jafnframt sendiherra lands síns á Islandi, sem kunnugt er og d’Amico er einmitt hingað komin til að sinna. viðskiptum okkar við Ítalíu. — ★ — — Verzlunarviðskipti íslands og ítalíu hafa minnkað töluvert sfðan 1957. Þá náðu þau hámarki, en ýmsar hömlur og höft urðu því valdandi, að viðsikiptin dróg- ugst saman, sagði d’Amico í við- tali við Mbl. í gær. — Nú hefur ástandið mikið breytzt hér á landi. Frelsið er orðið mun meira í viðskipta- málunum og áhugi á ítalskri framleiðslu fer vaxa-ndi, ört vax andi er mér óihætt að segja. Und anfarið hefur mest verið keypt af bílum, hjólbörðum, skrifstofu vélum, vínum alls konar, en nú er líka að vakna áhugi á skófatn aði, vefnaði og ýmsu öðru. — ★ — — Við vildum gjarna kaupa meira af ykkur en við gerum, sagði d’Amico. Við höfum keypt töluvert af saltfiski og einnig stokkfisk, en því miður hefur til tölulega lítið af stokkfiskfram- leiðslu ykkar verið verkað þann ig, að seljanlegt hafi verið á ítatska markaðnum. Sama er að segja með Norðmenn. Þeir selja meira af þessum fiski til Afrfku en Ítalíu, en fá þar af leiðandi ekki jafngott verð fyrir vöruna. Ég gæti vel ímyndað mér, að skil yrði til stokkfiskverkunar séu misjöfn á íslandi, það fari mik ið eftir veðráttunni og misjöfn- um aðstæðum í hinum ýmsu landshlutum. Með samanburði á veðurfarinu, vísindalegri rann- Giuseppe d’Amico sókn, mætti vafalaust finna út hvar bezt væri að þurrka stokk- fiskinn. Ykkur hlýtur að vera kappsmál að leysa þann vanda, því ítalir vilja kaupa stokkfisk. — ★ — — En ég er viss um að hægt er að finna góðan markað fyrir ýmsar aðrar afurðir ykkar á ítal íu. Eg hef t.d. bragðað íslenzku styrjuhrognin. Þau eru afbragð og ég er ekki í vafa um að þau mundu seljast í mínu heima- landi. Þar kann fólk vel að meta styrjuhrogn, en menn kaupa þessi rússnesku ekki nema við sérstök tækifæri. Verðið er of hátt. Danir eru farnir að selja mikið af hrognum til Ítalíu. Þau eru miklu ódýrari en þessi rúss- nesku, en alls ekki'jafngóð ykk ar hrognum. Þetta er mál, seim þarf að athuga vel. — ★ — — Svo er það síldin. Vafa- laust gætuð þið selt mikið af niðursoðnum síldarflökum til ít- alíu — og ekki síður reykta síld. Þið þurfið auðvitað að kynnast því hvernig við viljum láta reykja síldina, það er líka allur galdurinn. — Feita Norðurlandssíldin, sem þið veiðið á sumrin, væri ekki heppileg til þessa útflutnings. Vetrarsíldin, sem veidd er sunn anlands og er mun magrari, væri hins vegar ákjósanleg. — ★ —■ — Þannig mæ.tti sjálfsagt finna ýmislegt nýtt, sem íslend ingar gætu selt til Ítalíu. Eg veit, að af hálfu íslendinga er rnikill hugur á auknum viðskipt um og ekki stendur á okkur. Sem stendur eru menningarsam- böndin milli landanna tveggja miklu öflugri en viðskiptasam- böndin, en ég vona að viðskiptin fari ört vaxandi — og ég er þeirr ar S'koðunar, að þau muni auka.st til muna á þessu ári, miðað við síðasta ár, sagði d’Amico að lok um. Félagslíf Róður Innanhússæfing í kvöld frá kl. 8,45—10,15 í Miðbæjarbarnaskól anum. Jöfcull Sigurðsson, íþrótta kennari stjórnar æfingum. Róðrafélag Reykjavíkur Aðalfundur íþróttafélags kvenna verður haidinn fimmtudag- inn 9. febr. í Aðalstræti 12 (uppi) Dagskrá venjuleg aðalfundar- störf. — Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.