Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 1. febr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 „Uppreisnarforingrjarnir“ eða „sjóræningjamir" Delgado og Galvao í Brasilíu áður en Santa Maria ævintýrið hófst. — Santa María Fraimlhalid á bls. 3. Fangelsi? Frá Lissaibon berast fregnir um að yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Portúgal, Manu- el Cerejeira, kardináli, hafi farið þess á leit við Kennedy Bandaríkjaforseta, að hann stuðli að því að þeir af áhöfn skipsins, „Santa María“, sem óski að fara af skipinu, fái — Api Framh. af bls. 1 þann tima sem hann var ó- bundinn aðdráttarafli jarðar og algjörlega þyngdarlaus. Geimskipið vegur eina lest. ANNAÐ GEIMSKOT Þá var frá tilraunastöð í Kaliforníu skotið á loft gervi- hnetti af gerðinni Samos, sem ætlaður er til að taka og senda heim ljósmyndir utan úr geimn- um. Eru hnettir þessir m. a. ætlaðir til veðurathugana. — Hnötturinn átti að komast á braut í um 500 kílómetra hæð. Allt virðist ganga að .óskum, og er nú beðið eftir því að send- ingar komi frá hnettinum. — Kongó Framh. af bls. 1 til að rannsaka sannleiksgildi frétta þaðan um árekstra milli stuðningsmanna Lumumba og Mobutus. Kvaðst hann hingað til ekki hafa fengið áreiðanlegar fréttir þaðan, því þar væri engir eftirlitsmenn frá Sí>. Þá sagði Rikhye ennfremur að foæði Mobutu og Victor Lundula 'herforingi, yfirmaður sveita Lumumba í Orientale, hefðu sam þykkt að SÞ kæmu upp eftirlits- stöðvum á landamærum Orien- tale og Equador. • Manono Síðustu tvo daga hafa óþekkt- er flugvélar varpað sprengjum yfir borgina Manono í norður- hluta Katangahéraðs. Sagði Rikhye að SÞ litu málið mjög alvarlegum augum og að Tshomfoe forsætisráðherra Kat- enga hafi verið sent harðorð mót- mæli. Manono er í höndum stuðn ingsmanna Lumumba. Ekki kvaðst Rikhye hafa áreið enlegar upplýsingar um þjóð- erni flugvélanna, en sagði að einn yfirmanna úr herliði SÞ í Aibertville í norð-austur Kat- enga hafi séð er settar voru hand sprengjur um borð í flugvél með foelgískri áhöfn. Svo fór flugvél- in, en kom aftur að fimmtán mín- útum liðnum, og voru þá engar liandsprengjur í henni. Rikhye fer á morgun flugleið- is til New York, en þar kemur öryggisráðið saman á morgun til •3 ræða Kongómálið og kæru Rússa á Belgi um afskipti í Kongó. leyfi til þess, því að áhöfnin sé kaþólsk. Dagblaðið Diario de Notic- ian í Lissabon sagði í gær, að það hlyti að teljast einsdæmi í hinum siðmenntaða heimi ef farþegunum yrði leyft að hverfa frá borði „Santa Mar- ía“ en ekki áhöfninni. Sagði blaðið að vart væri hugsan- legt, að bandaríski sjóherinn, sem öryggi Vesturveldanna ætti svo mikið undir, mundi þola slíkt fljótandi fangelsi, þar sem konum jafnt sem körí um yrði haldið í nauðungar- vinnu. Spaak Framh. af bls. 1 Fundur fastaráðs NATO stóð aðeins í 20 mínútur, og að hon- um loknum neitaði Spaak að segja nokkuð um ákvörðitn sína eða fyrirætlanir. STIKKER LlKLEGASTUR í tilkynningu frá aðalstöðv- um NATO er sagt að Spaak hafi óskað eftir því að verða leystur frá störfum fyrir 1. marz nk. til að geta tekið þátt í kosningabaráttunni í heima- landi sínu. Ekki er vitað hver muni taka við embætti Spaaks hjá NATO, en líklegastur er talinn sendi- herra Hollendinga þar, Dirk Stikker. Auk hans er rætt um þrjá Breta, Gladwyn lávarð, fyrrum sendiherra í Frakk- landi, Peter Thorneycroft, flug- málaráðherra, og Sir Oliver Franks, stjómarformann Lloyds banka og fyrrverandi sendi- herra í Washington. — Sölumiðstöðin Frh. af bls. 14 komulag í Bandaríkjunum en S. H. og SÍS hafa nú, ef ná á hæsta fáanlegu verði fyrir fiskinn. Þótt hv. þm. vilji svo vera láta, sem hann hafi trú á við- skiptum við fiskhringana erlend- is sem heillavænlegustu leiðinni fyrir íslenzka freðfiskframleið- endur, er ég sannfærður um, að hann meinar það ekki í hjarta sínu. Við getum tekið hér ekki óhliðstætt dæmi, sem allir ís- lendingar geta dæmt um sjálfir, það er olían. Á kreppuáratugn- um fyrir stríð voru Rússar að reyna í frjálsri samkeppni að brjótast með framleiðsluvörur sínar inn á íslenzka markaðinn. Þetta gekk mjög erfiðlega, en leiðin, sem þeir fóru til þess að selja, t.d. benzínið, var að setja upp geyma og dælur, þar sem nokkur von var til að selja. Þeir hefðu ekki selt dropa af benzíni, ef þeir hefðu beðið eftir því, að hringarnir keyptu af þeim. En svo komu markaðserfiðleikar ís- lendinga, sem opnuðu rússneska benzíninu leið í benzíngeyma og dælur hringanna. fslendingar hafa lengst af þurft að stríða við að koma út sínum markaðsvörum. Það getur vel verið að nú hilli undir breyt- ingu í þessum efnum einmitt fyr ir hið merkilega brautryðjenda- starf S.H. í miklum markaðslönd um fyrir íslenzkan fisk. Ekki sem óunna eða hálfunna vöru, heldur sem matreiddan fisk tilbúinn til þess að neyta hans, aðeins eftir að hann hefur verið hitaður upp, Fyrir hráefnið — fiskblokkirnar — í þennan fisk, fá íslendingar nú þriðjungi hærra verð en fyr- ir þann fisk, sem þeir fc d. selja til Sovétríkjanna. Og þó er það spá mín, að er fram líða stundir og búið er að sigrast á byrjunar- örðugleikunum víðar en í Banda ríkjunum, því að þar er sigurinn unninn, að þessi starfsemi eigi eftir meira en nokkuð annað að færa íslenzku þjóðinni betri lífs kjör en hún býr við í dag. Ég vona að íslendingar lofi komm- unistum einum að hafa heiður- inn af því að leggja stein í götu þessarar merku starfsemi. Togararnir farnir f GÆRKVÖLDI um klukkan ! lét togarinn Úranus úr höfn. Tók hann hér í Reykjavík um 230 tonn af Faxasíld. Um 4 klst. síð- ar lét Freyr úr höfn hér í Reykja vík. Var hann með lítilsháttar af ísvörðum fiski og um 250 tonn af ísvarinni síld. N auöungaruppboð Eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hdl., verður bifreiðin G-2072, Chevrolet 1955 seld á nauðungar- uppboði sem haldið verður við lögreglustöðina í Hafn arfirði í dag miðvikudaginn 1. febrúar kl. 14. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Unglinga vantar til blaðburðar við Sjcsfnargötu Lindargötu Lækjargötu JR0rg«tn!»lato!> Hjartans þökk færi ég Skafta syni mínum og unnustu hans fyrir ógleymanlega rausn og ánægju, esr þau auð- sýndu mér á 60 ára afmæli mínu. Svo og öllum öðrum, sem heimsóttu mig og færðu mér gjafir og skeyti. Guð blessi ykkur ÖU. Ingunn Júlíusdóttir. Lokað í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar. Vélar og Skip hf. Hafnarhvoli. LOKAÐ eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar prófessors Trausta Ólafssonar. AtvinnudeiSd Háskólans Faðir minn og afi okkar ÞORSTKINN ÞORSTEINSSON andaðist að Elliheimilinu Grund 30. janúar. Sigríður Þorsteinsdóttir og dætur. Móðursystir okkar HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR lézt að Elliheimilinu Grund 31. janúar. Kristjana M. Sigurðardóttir og systkini. Maðurinn minn ÓFEIGUR JÓNSSON Brávallagötu 6, andaðist að heimili sínu 30. janúar. Valgerður Guðmundsdóttir. Faðir okkar og tengdafaðir STEFÁN ÞORVALDSSON frá Kálfafelli í Fljótshverfi, andaðist í Landakotsspítala 30. janúar. Börn og tengdabörn. Konan mín KRISTlN MARTA JÓNSDÓTTIR andaðist 30. janúar. Fyrir hönd vandamanna. Kristmundur Ólafsson. Móðir mín GUÐRUN ÞORLEIFSDÓTTIR frá Vatnsholti, er andaðist 26. jan. s.I. verður jarðsungin á morgun (fimmtud.) 2. febr. Athöfnin hefst kl. 1,30 í Fossvogs- kirkju. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Qlóm eru vin- samlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á minningarsjóð Guðmundar Giss- urarsonar (Vegna elli og hjúkrunarheimilisins Sólvangs) Minningarspjöldin fást í Reykjavík í bókabúð ísafoldar. I Hafnarfirði í blómabúðinni Sóley og bókabúð Böðvars. Fyrir hönd barna hinnar látnu og barnabarna. „ Ingveldur Gísladóttir. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR l. blöndal fyrrv. kennslukonu. Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður míns og afa okkar ISLEIFS GUÐMUNDSSONAR fiskimatsmanns. _ Jórunn ísleifsdóttir, böm og barnaböra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.