Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 14
14
MORCVNbLAÐIÐ
Miðvikudagur 1. febr. 1961
Söngurinn glœðir svo
margt, bœfir og hressir
Rabbað við frú Sigríði Jensdóttur, áttrcela
I DAG eiga tvíburasysturnar Sig
ríður og Sólborg Jensdætur írá
Arnardal við Isafjarðardj úp
áttræðisafmæli. Þær eru báðar
sjómannsekkjur og vistmenn í
Hrafni9tu, dvalarheimili aldraðra
sjómanna. Sólborg er því miður
veikburða mjög og rúmföst og
getum við því ekki rætt við hana
í tilefni þessara tímamóta, en
Sigríður er vel hress í anda, ern
Og við góða heilsu. Hún mun í
dag dveljast á heimili dóttur
sinnar að Kleppsvegi 40.
Við bregðum okkur inn í Hrafn
istu og spyrjum eftir frú Sigríði.
Góðviljaður kunningi leiðir okk-
að ég kom til Isafjarðar var ég í
kór hjá Jónasi Tómassyni og var
einn af stofnendum Sunnukórs-
ins.
— Já, ég skemmti mér mikið,
dansaði og hafði mikla gleði af
lífinu. Mér fannst fólk þá, sem
söng stundaði, hafa engu minni
hæfileika en nú er og ég er viss
um að það hefði getið sér góðs
orðs, ef það hefði haft tækifæri
til náms. Fólk var þá einnig ekki
síður kátt og skemmtilegt. 1 Bol-
ungarvík voru myndarlegir og
fjörugir atorkumenn.
* * *
ur til hennar niður á saumastofu
heimilisins, þar sem hún situr
önnum kafin við sauma ásamt
annarri konu. Upp frá saumaborð
inu stendur lágvaxin hnellin
kona, kvik í hreyfingum og ein-
örð og hispurslaus í framgöngu.
Með henni göngum við upp í vist-
herbergi hennar, sem er snotur-
lega búið húsgögnum í gömlum
stíl að líkindum heimilismunum
hennar sjálfrar frá búskaparár-
unum. Veggina prýða myndir af
fjölskyldu og ættmennum.
Sigríður hefir dvalizt í Hrafn-
istu frá því að heimilið tók til
starfa og lætur vel af dvö'linni
þar. Þar eru um 20 vistkonur
flestar ekkjur sjómanna.
— Við erum hér frjálsar, segir
Sigríður, — og íþyngjum engum.
Við höfum nægan og góðan mat,
skemmtum okkur við spil og
fleira, auk þess sem við fáum að
sjá hverja kvikmynd, sem tekin
er til sýningar í Laugarásbíói.
.* * *
— Við systurnar erum fæddar
í Arnardal að Ytri-Húsum.
Foreldrar okkar voru Sólborg
Sigurðardóttir og Jens Jónsson.
Faðir minn var sjómaður, söng-
gefinn og glaðsinna. Heima í
Arnardal var ég til 16 ára ald-
urs en þá fór ég út í Æðey til
Guðrúnar föðursystur minnar.
Aldamótaárið fór ég norður til
Eyjaf jarðar, var þar fyrst í káupa
vinnu en fór síðan að Kjama í
Arnarneshreppi og nam sauma-
skap hjá Septimu Sigurðardótt-
ur.
— Arið 1902 fluttist ég til Bol-
ungarvikur og giftist þar ungum
myndarmanni, Guðmundi Jakobs
syni, sem þá var þar formaður.
Guðmundur var annars skósmið-
ur að iðn. Hann fórst árið 1915
á bát sínum með allri áhöfn. Við
eignuðumst saman 6 börn, sem
»11 eru nú dáin.
— Arið 1919 giftist ég Elíasi
Magnússyni, sem einnig var skip-
stjóri í Bolungarvík. Með honum
eignaðist ég þrjár dætur og eru
tvær þeirra á lífi, Guðmunda
söngkona og Þorgerður, nú gift
Finnboga Kjartanssyni.
— Arið 1923 drukknaði seinni
maðurinn minn. Hvolfdi bát
hans í óveðri 7. nóvember undir
Stigahlíð við Miðleiti. Þeir voru
6 á bátnum og náðust tveir
þeirra. Magnús Kristjánsson skip
stjóri bjargaði þeim og var bát-
ur hans hætt kominn við björg-
unina.
— Frá Bolungarvík fluttist ég
1928 til Isafjarðar og þaðan 1932
hingað til Reykjavíkur.
— Eg held að Bolungarvík sé
minn kærasti dvalarstaður þótt
þar hlyti ég þyngstar raunir. En
hvar sem ég dvaldi var fólk mér
gott og ég komst alltaf vel af.
— Já, ég var sönggefin eins og
faðir minn. Stundaði mikið söng
í um 20 ár. Halldór Hávarðsson
var söngstjóri okkar í Bolungar-
vík og þar var bæði kirkjukór
og blandaður kór. Við héldum
söngskemmtanir, fórum jafnvel í
eöngferðir til Hnífsdals, Isafjarð-
ar og Plateyrar. A skemmtunum
okkar voru þá ræðuhöld. Einnig
héldum við leiksýningar. Skugga
Sveinn var mikið leikinn. Eftir
— Vinnan og söngurinn hefir
gert mér lífið bærilegt. Lífið hef-
ir að sönnu verið mér þungbært,
en það hefirá hinn bóginn á marg
an hátt verið mér gott og gjöfult.
— Sölumiðstöbin
Framh. af bls. 13.
rétt um þetta: „að þegar tekið
er tillit til viðskipta ársins 1960,
munu allir stjómendur eigá inn-
stæður hjá fyrirtækinu, og flest-
ir sem nemur hundruðuim þús-
unda“. Við útborgun á fiski er
alltaf haldið eftir 5% af áætluðu
söluverði trl þess að mæta
skakkaföllum, ef söluáætlun,
sem gerð er í ársbyrjun, skyldi
ekki standast. Þegar ég því tala
um að taka til-lit til viðskipta
ársins 1960, á ég við þessi 5%,
sem haldið er eftir. Nú er séð
fyrir endann á sölu ársins 1960
og þar með, að frystihúsin fá
hið áætlaða verð nokkum veg-
inn. I vor og sumar, þegar fjár-
hagserfiðleikar frystihúsanna
voru hvað tilfinnanlegastir, var
flestum frystihúsunum greitt í
reikning upp í þessi 5% og
myndaðist þá að sjálfsögðu skuld
á viðskiptareikningum viðkom-
andi frystihúsa, þar sem þessi
5% eru ekki færð inn í við-
skiptareikningana, fyrr en fram-
leiðslan er endanlega gerð upp.
Uppihæðir þessar eru að sjálf-
sögðu mismunandi háar eftir
framleiðslu hvers og eins.
Þá spurði hv. þ. m.: Bvernig
hefur Tryggingamiðstöðin notað
þetta fé:“ í ræðu minni sagði ég:
„Skuld Tryggingamiðstöðvarinn
ar við S. H. er nú álíka og Mið-
stöðvarinnar, 4—5 milljónir
króna. Þessi skuld er mynduð
vegna þess, að það er mjög al-
gengt, að tryggingafélög láni til
báta- og skipakaupa gegn við-
skiptum, og þar sem þetta er
ungt félag, þá hefur það ekki
getað myndað neitt eigið fé, en
hins vegar hefur þótt nauðsyn-
legt að veita því aðstöðu til að
afla sér slfkra viðskipta, þótt í
smáum stíl væri. Eru slík lán að
sjálfsögðu aðeins veitt gegn
venjulegum og fullum trygging-
um.“ Ennfremur sagði ég: „Þess
ber iþó að geta, að sumir þeirra
(þ. e. stjórnendanna) . hafa eins
og aðrir fengið lán hjá Trygg-
ingamiðstöðinni til skipakaupa
gegn venjulegu veði“. Þetta svar
hefur ekki verið fullnægjandi
fyrir hv. þ. m.
Tryggingamiðstöðin hefur lán-
að 10 útg.mönnum til að greiða
fyrir bátakaupum, 150—250 þús.
undir út á hvern, gegn veði í bát
unum og oftast fasteignum líka.
Önnur tryggingafélög 'hafa mörg
hver lánað hærri upphæðir í
þessu skyni. Ennfremur hefur
Tryggingamiðstöðin lánað tvær
milljónir króna á sama hátt til
að greiða fyrir kaupum á einum
togara. Það lán er tryggt með
handveði í ríkistryggðum skulda
bréfum og veði í fasteignum.
Einn stjórnarmeðlimur hefur
fengið lán til kaupa á einum vél-
bát, og það var stjórnarmeðlkn-
ur, sem fékk lánað til togara-
kaupanna, og þarf ekki að fara
í grafgötur með, hver það er.
Áður komst til tals að veita öðr-
— Það var auðvitað þungbært
að missa menn sína báða í haf-
ið á bezta aldri, annan 38 ára og
hinn 45 ára. En ég hef alltaf ver-
ið heilsuhraust og fólk hefir allt-
af verið mér gott. Eg gæti ekki
verið iðjulaus og ég er innilega
þakklát fyrir það að hafa getað
unnið. Ég hef alltaf lesið gler-
augnalaust þar til í vetur.
— Söngurinn hjálpaði til að
létta undir, er á móti blés.
Hann glæðir svo margt, bætir
og hressir, segir þessi áttræða
söngelska dugnaðarkona að lok-
um.
Þegar við vorum að fara, hitt-
um við gamlan skipstjóra frammi
á gangi. Spurði hann hvað við
hefðum verið að gera þar í heim-
sókn. Við sögðum honum allt af
létta um það.
— Já. Hún Sigríður sauma-
um aðila þetta lán, en það varð
ekki úr því, af því að sá aðili
gat fengið hærra lán hjá öðru
tryggingarfélagi. Ég er næstum
því viss um, að allir nýju togar-
arnir 5 hafa fengið sljk lán hjá
tryggingarfélögunum gegn því
að tryggja hjá þeim skipin.
Þetta eru ekki lítil viðskipti; ið-
gjöld af skipinu einu fyrir utan
önnur viðskipti eru nokkuð á
aðra milljón króna á ári.
Misskilningur aff stefnt sé gegn
austurviffskiptum
Skömmum og níði hefur ekki
linnt á stjórnendur S. H. marga
undanfarna rnánuði í flokksblöð
um hv. þriðja þingmanns Reyk-
víkinga, og nú hefur hann sjálf-
ur tekið að sér að flytja þennan
óhróður inn í sali Alþingis.
Hvað er hér á ferðinni, þegar
árásirnar á S. H. og stjórnendur
hennar yfirgnæfa allt annað?
Maður gæti freistast til að halda
að fjöregg kommúnista væri í
húfi, ef ekki tækist að hnekkja
vexti og viðgangi S. H. og þeim
áformum, sem þar er verið með
á prjónunum. Sú var iþó tíðin,
að S. H. var ekki illa séð af hv.
þriðja þingm. Reykvíkinga og
fleirum hans félögum. Skyldu
kommúnistar sjá fram á, að ef
S. H. tekst sú markaðsuppbygg-
ing í Bandaríkjunum, Bretlandi
og 6-veldatollafoandalaginu, sem
að er stefnt, að fljótlega kunni
að draga úr viðskiptunum við
sósíalisku löndin? Bn það er
hreinn misskilningur hjá hv. 3ja
þm. Reykvíkinga, ef hann held-
ur, að þessari uppbyggingu sé á
einhvern hátt stefnt gegn við-
skiptunum austur á bóginn. Við
þurfum á öllum okkar mörkuð-
um að halda, og ef við getum
selt meira, er ekki annað en
auka bátaflotann.
Þá er ekki hugsaff um
verffmætin
Háttv. þingmaður segist flytja
þessa tillögu til þess að fá úr því
skorið, hvort í starfsemi Sölumið
stöðvarinnar sé falið fé, sem bet-
ur væri komið í hækkuðu kaup-
gjaldi. Eins og ég hefi rakið lið
fyrir lið liggur það ljóst fyrir að
svo er ekki. Orsakanna til þess,
að ekki er unnt að hækka kaup-
ið, er ef til vill viða að leita, en
m.a. í þvi, að kommúnistar ráða
mikið til yfir verkalýðshreyfing-
unni og hafa oft og einatt sóað
miklum verðmætum fyrir ís-
lenzku þjóðinni með skefjalaus-
um verkföllum, sem mjög hafa
haft á sér pólitískan blæ. Þeir
hafa minna hugsað um það að
auka verðmæti þjóðarframleiðsl-
unnar, en á henni byggjast að
sjálfsögðu lífskjörin.
Vitnisburffur Jóhannesar
Stefánssonar
Ég ætla að leyfa mér að leiða
sem vitni í þessu máli mann, er
hv. 3. þm. Rv. ætti að taka mark
á, það er flokksbróðir hans Jó-
Sólborg og Sigríöur Jensdætur
kona. Það er nú kona sem tal-
andi er við. Og dugnaðurinn
maður. Ég held henni falli nær
aldrei verk úr hendi. Hún vinn-
ur allan daginn á saumastofunni
og mér er nær að halda að hún
haldi áfram saumaskapnum þeg-
ar hún er komin upp til sín á
kvöldin. Það er mikil blessuð
manneskja. — vig.
hannes Stefánsson forstjóri Sam
vinnufélags útgerðarmanna í
Neskaupstað, og frambjóðandi A1
þýðubandalagsins. Hann fór til
Englands og Bandaríkjanna s.l.
haust, til þess að skoða starfsemi
S.H. þar. Hann skrifaði síðan
langa grein í flokksblað þeirra
hv. 3ja þm. Rv., Austurland. Far-
ast honum m.a. þannig orð um
starfsemina 1 Bretlandi:
Með leyfi hæstvirts forseta:
„Mun þessi verksmiðja vera
hin fyrsta sinnar tegundar í Bret-
landi. Ég veitti vinnuhraðanum
athygli, enda kerfisbundin véla-
vinna, þar sem enginn má sker-
ast úr leik, svo heildarafköst
haldizt".
Um starfsemina í Bandaríkjun
um farast honum þannig orð m.
a., með leyfi hæstvirts forseta:
„Skrifstofa Coldwater er í
Cryslerbyggingunni á 20. hæð og
vinna þar um 30 manns .... Var
fyrirtækið stofnað fyrir 12 árum,
og hefur uppbygging þess verið
að mestu verk Jóns Gunnarsson-
ar. Árið 1955 hófst framleiðsla á
tilbúnum réttum í verksmiðju
fyrirtækisins í Nanticoke. Hefur
neyzla tilbúins matar aukizt hröð
um skrefum, sem sést glöggt á
því, að þessi verksmiðja íslend-
inga seldi 1 milljón punda 1955,
en í ár 14% milljón og næsta ár
er áætlað, að salan verði 20 millj.
punda. Heildarfisksala íslend-
inga til Bandaríkjanna 1955 var
24,3 millj. punda, en 1959 44
millj. Þar af fer fiskurinn í vax
andi mæli til vinnslu í eigin
verksmiðju S.H., því tilbúnu rétt
irnir, soðinn og steiktur fiskur,
vinna stöðugt á, og hafði verk-
smiðja S.H. 16,1% af öllum til-
búnum fiskréttum sl. ár, en mun
hafa í ár 19,3%. Hafa íslending-
ar áð sumu leyti haft forystu í
þessu efni. Bandaríkjamenn hafa
10 punda fiskneyzlu á hvern í-
búa á ári, en þeim fjölgar um
4 milljónir árlega .... Kváðu
framkvæmdastjórar Coldwater,
að það fyrirtæki eyddi minna í
auglýsingar en sambærileg fyrir-
tæki. Baráttan um markaðinn
væri hörð, og auglýsingar væru
mjög dýrar, en án þess að leggja
mikið í þær, yrði árangur lítill.
Fiskur væri tiltölulega dýr til
neytenda, og þó myndi islenzki
fiskurinn seldur á nokkru hærra
verði en sá kanadiski.
„Lærdómsríkt aff sjá þessa
verksmiffju
Og enn heldur Jóhannes Stef-
ánsson áfram, og er nú kominn
þangað, sem verksmiðjan er.
Með leyfi hæstvirts forseta:
„Komum við á heimili Jóhann
esar (þ.e. verksmiðjustjórans),
og var mjög ánægjulegt að hitta
þessa landa okkar, sem vinna af
dugnaði að því að koma aðalút-
flutningsvöru okkar á sem hag-
kvæmastan hátt til neytenda.
Framleiðir þessi verksmiðja nú,
en hún er ein af 30 slíkum þar í
landi, um Vs af tilbúnum ósteikt
um fiski í landinu. 1959 afkast.
aði verksmiðjan 4500 tonnum, en
forráðamennirnir telja, að næsta
ár hafi afköst þessi tvöfaldast, en
það eru fullnaðarafköst þessarar
verksmiðju. Verður þá að byggja
nýja verksmiðju, ef á að halda
mörkuðunum og það sennilega í
öðru ríki Bandaríkjanna, þvi
vinnuaflið er fullnýtt í Nanti-
coke. Þarna vinna um 300 manns
þar af 4 af hverjum 5 svertingj-
ar .... Ég hefi hvergi séð jafn-
mikinn vinnuhraða og í þessari
verksmiðju. Algerlega var bann-
að að reykja í vinnutíma, og
sækja þurfti um leyfi til að fara
frá. Var mjög lærdómsríkt, að
sjá þessa fiskverksmiðju, stór-
brotinn rekstur hennar, með-
höndlun freðfiskjarins, gæði
hans og galla. Sjá hvernig þess-
um fiski er breytt eftir kröfum
markaðarins á hverjum tíma.
Kynnast því, að það eru íslend-
ingar sjálfir, sem fullvinna sinn
fisk frá fyrstu hendi til lokastigs
ins í matvörubúðina, og raunveru
lega á disk neytandans. Einnig
var ánægjulegt að kynnast mik-
ilvægu starfi þeirra manna, sem
við höfum sem fulltrúa okkar i
Bandaríkjunum. Gaf sú stutta
kynning vissu um, að þeir ynnu
af dugnaði og fylgdust vel með
tímanum.
„Gætt hófsemi í hvívetna“
Niðurlag greinar Jóhannesár
Stefánssonar er á þessa leið:
Með leyfi hv. forseta:
„Æskileg kynnisför en ekki
lúxusfíakk:
Ferðalög sem þessi eru dýr, og
komið hefur fram í blöðum og
víðar að þetta hafi verið íburðar
mikið „Lúxusflakk“. Vil ég ekki
ræða í þessari frásögn um skoð-
anir gagnrýnenda, en að lokum
segja þetta: Ef við fslendingar
ætlum okkur að standast sami-
keppni við aðrar þjóðir á hinum
ýmsu mörkuðum. erlendis, og
selja á bezta verði 96% útflutn-
ings okkar, sem sjávarútvegur-
inn lætur í té, þá verða þeir, sem
að framleiðslunni standa hér
heima og ábyrgð bera á henni,
að kunna nokkur skil á kröfum
neytenda og ekki sízt að þekkja
þau fyrirtæki, sem fslendingar
hafa stofnsett og reka á eigin á-
byrgð til að gera framleiðsluna
verðmætari.
Ég leyfi mér að fullyrða, að i
þessu ferðalagi var ekki um
neinn íburð að ræða á neinn hátt
eða óþarfa eyðslu, enda gætt hóf-
semi í hvívetna af fararstjóra og
öllum ferðafélögunum".
Starfsemi, sem færir bætt
lifskjör.
6g er sannfærður um að ekki
er hægt að hafa betra sölufyrir-
Framnald á bls. 23.