Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. febr. 1961 Rússneskir kafbátar viö ísland ÞAÐ vakti mikla athygli á sín- um tíma, þegar kanadiska þing- ið tók til meðferðar varnir Ný- fundnalands og herstöðvar Banda ríkjamanna þar. Eins og kunnugt er birtist sú fregn í stórblaðinu New York Times, að senda ætti bandaríska varnarliðið á Nýfundnalandi til íslands í sambandi við þá ákvörð un, að flotinn tæki við yfirstjórn NATO-varnanna á fslandi. — Kvaðst New York Times hafa þessar uppl. eftir trúverðug- um heimildum, og þar sem blað- ið er yfirleitt mjög áreiðanlegt, vakti fréttin mikla athygli vestra, ekki síður en hér á landi. f tilefni af þessari frétt var mál- ið tekið upp í kanadiska þinginu og þar gaf Diefenbaker forsætis- ráðherra út yfirlýsingu þess efn- is, að ekki væri í rálði að slaka á vörnum Nýfundnalands með því að senda varnarliðið þaðan til íslands. Létti þá mörgum Kan- adamanninum. Þetta sýnir, að Kanadamenn, sem sjálfir ráða yfir öflugum her, líta það mjög alvarlegtum augum, ef Bandaríkjamenn hyggjast á einhvern hátt draga úr vömum Iands þeirra. Bandarikjamenn og Kanadamenn eiga eins og kunn- ugt er, báðir aðild að Atlantshafs bandalaginu, og er varnarsam- starf þeirra m.a. fólgið í þvi, að Bandaríkjamenn hafa herbæki- stöðvar á Nýfundnalandi, þ.e.a.s. á kanadiskri grund. Þó að Kan- adamenn, sem stundum eru tald- ir með stórveldunum hafi sjálfir mjög öflugar vamir, hika þeir ekki við að hafa bandarískt varn arlið í sínu landi. Þeim dettur ekki í hug að það skerði sjálf- stæði þeirra á nokkum hátt. Þvert á móti telja þeir, að varn- arsamstarfið við Bandaríkja- menn og önnur NATO-ríki sé mjög mikilvægiur þá'ttur í bar- átín þeirra sjálfra fyrir frelsi sínu. Hvað mætti þá segja um litla þjóð eins og íslendinga, sem hvorki er stórveldi hvað auð og mannfjölda við kemur, né neins megnugt i hernaðarlegu tilliti? Ef Kanadamenn telja sér nauð- synlega að treysta á varnarsam- starf NATO-ríkjanna og aðstoð Bandaríkjanna, er slík aðstoð ís- ekki síður nauðsynleg. Kanadamenn vita að Rússar eru mjög öflugir á norðanverðu Atlantshafi, öflugri en margur hyggur. Myndirnar hér á síðflmni eru lítið dæmi um þennan styrk- leika Rússa. Þær eru allar af rússneskum kafbátum og em teknar á nerðanverðu Atlants- hafi, sumar í grennd við ísland. Það eru könnunarvélar frá banda riska flotanum og flughernum, sem hafa náð þessum athyglis- verðu myndum. Lesendur sjálf- ir geta svarað þeirri spurningu, hvað þessi kafbátafloti er að gera á norðanverðu Atlantshafi. Kafbáltur nr. 99 getur haft mjög langt úthald og er tegund þessi talin mjög skeinuhætt. Kafbátur nr. 19 þykir mjög rennilegur á að líta og er sér- staklega smíðaður með tilliti til þess að ná sem mestum hraða í kafi. Kafbátur nr. 660 er af nýjustu gerð. Þessir kafbátar eru mjög flullkomnir að öllum útbúnaði, og eru bæði hraðskreiðir og geta langar vegalengdir. Að öðru leyti þurfa myndirnar ekki skýringa við. Þessi rússneski floti er á stöð- ugu varðbergi við fsland. At- lantshafsbandalagið hefur tekið að sér að fylgjast með honum og er það liður þe»s í þeirri við- leitni að standa öflugan og traustan vörð um frelsi lýðræð- isríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.