Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 1. febr. 1961
MORGVTSBL AÐIÐ
15
LOFTLEIÐAMENN stanaa íj
stórræðum þessa dagana. Þeir
eru með DC-6 vél frá Braath-
en á leigu og ætla að hafa
hana hér í nokkrar vikur til
þjálfunar flugmönnum. Nokk-i
ur töf hefur orðið á þvíi
að félagið fengi þriðjiu DC-6b
vélina og þess vegna var horf
ið að því að leigja þessa vél af j
Braathen. Flugmenn og véla-j
menn verða jafnan að fá á-
kveðinn fjölda þjálfunartíma
tvisvar á ári og þá æfa þeir
allt það, sem gæti komið fyr-
ir, en sjaldan gerist — sem
betur fer.
Airlines í Bandaríkjunum og
hingað flugu henni norsk-
ur flugstjóri og Magnús Guð-
mundsson, flugstjóri hjá Loft-
leiðum. Jafnframt komu hing
Blnðastríð" í
Bretlondí
Þessa vél er Braathen nýbú-
inn að kaupa af Northwest >
Þessir flugu á fimmtudaginn: Ásmundur Daníelsson, vélamáður, Ragnar Þorkelsson, vélamað-
ur, Ingvar Þorgilsson, flugmaður, Pálmi Sigurðsson, flugmaður, Herbert Bond, Einar Gísla-
son, flugmaður, Jóliannes Markússon, flugstjóri og Richard Patterson.
Hún kostar 19 þús. á tímann
að á vegum Loftleiða flug-
stjóri og vélamaður frá Pan
American, þeir hinir sömu og
þjálfað hafa Loftleiða-áhafnir
í meðferð DC-6b vélanna suð-
ur á Miami á Floridfa undan-
farin misseri.
★
Richard Patterson heitir
flugstjórinn, gamalreyndur
herflugmaður, bæði úr síðari
heimsstyrjöldinni og Kóreu-
stríðinu. Hann annast nú ein-
göngu þjálfun flugliða hjá
Pan American, fyrst í stað á
DC-6b og DC-7 vélum, nú orð-
ið mestmegnis á DC-8 þotum.
■— Pan American er nú óðum
að selja eldri vélarnar, segir
Patterson, og þoturnar eru
þegar á öllum helztu flugleið-
unum. örfáar DC-6 vélar eru
enn í notkun og líka eitthvað
af DC-7, þó mest í vöruflutn-
ingum.
★
— Það er stórt stökk úr
eldri vélunum upp í þoturnar.
Ekki aðeins fyrir áhöfnina,
heldur líka fyrir flugfélögin.
Þjálfun flugliða verður t. d.
miklu kostnaðarmeiri. Við er-
um hér á DC-6 vél. Hún kost-
ar Loftleiðir um 19 þús. kr. á
klukkustund á flugi við þjálf-
unina, eða um 500 dollara.
Við þjálfum hér um 30 flug-
menn og 15 vélamenn — og
allir verða að fá nokkrar flug
stundir. Það liggur því í aug-'
um uppi, að þetta er félaginu
dýrt, en engu að síður nauð-
synlegt.
★
— En þegar þoturnar koma
í spilið verður útgerðarkostn-
aður Loftleiða smáræði eitt.
DC-8 þota kostar tvö þús. doll
ara á klukkustund í æfinga-
flugi — og þar er aðeins réikn
að með beinum kostnaði, elds-
neyti, tryggingum, lendingar-
gjöldum o.s.frv. Þetta eru
hvorki meira né minna en 76
þús. ísl. krónur. Eftir langan
og strangan bóklegan skóla
verður hver flugmaður að fá
5—6 klst. þjálfun í flugi á þot-
unum — og þar að auki 15—
16 klst. í „simulator“, eða eftir
líkingu af flugvél, sem mikið
er notað við þjálfun nú orðið.
DC-8 „simulator" kostar yfir
milljón dollara, sennilega jafn
mikið og tvær notaðar DC-6
flugvélar. Þetta eru engar smá
upphæðir — og allt þetta fé
verða flugfélögin að taka af
fargjöldunum sem þrátt fyrir
allt eru ekki há nú orðið.
★
En nú var ekki til setunnar
boðið. Flugliðarnir voru mætt
ir og Braathens-vélin var
brátt á lofti. Jóhannes Markús
son flugst., var að þessu sinni
við stýrið og Ragnar Þorkels
son, vélamaður, sá um hreyfl-
ana. Þeir Patterson og Bond
lögðu alls kyns þrautir fyrir
íslendingana, viðbrögð þeirra
voru reynd við öllu því, sem
hugsanlegt er að komið geti
fyrir. Eldur kom upp í einum
hreyflanna, annar stöðvaðist,
ólag komst á rafmagnskerfið
— og þeir Jóhannes og Ragn
ar voru snarir í snúningum.
★
Bond, vélstjóri, var sérlega
iðinn við að hreyfa ýmsa
takka án þess að Ragnar sægi
til — og' svo var það hans að
sjá á mælitækj'um, hvað am-
aði að. — Breitt var fyrir
gluggan hjá Jóhannesi og varð
hann að gera svo vel að búa
sig undir lendingu á Kefla-
víkurflugvelli án þess að sjá
hið minnsta út úr flugvélinni.
Átti hann að koma beint inn
á ákveðna flugbraut og vera
kominn niður í 700 feta hæð á
brautarenda, en fara síðan
upp aftur. Allt gekk eins og í
sögu, bæði Jóhannes og mæli-
tækin voru í stakasta lagi.
Og þá var „stollið", eins og
flugmennirnir kalla það, en
það er fólgið í því að reisa
flugvélina og fljúga henni á
minnsta mögulega hraða — án
þess að hún „missi hæð“.
Hjólin eru sett niður til að
draga úr ferðinni og auðvitað
lofthemlarnir og síðan hreyf-
ist nálin á hraðamælinum allt
frá 240 hnútum niður í 85. ör-
lítill titringur fer um búkinn
og Jóhannes gefur hreyflun-
um fulla inngjöf. Nálin á
hraðamælinum þýtur aftur
upp og vélin er enn í þrjú
þúsund fetum, eins og áður.
★
Aftur er ient á Keflavíkur-
flugvelli og nú á að drepa á
. hreyfli í flugtaki. „Benzínið í
botn“ og 10 þúsund hestöfl
þeyta flugvélinni af stað eft-
ir flugbrautinni. Hver hreyf-
ill er um 2,200 hestafla, en í
flugtaki er alkohol-vatns-
blöndu dælt í smágusum inn
í sprengihólf hreyflanna og
gefur þessi skyndikæling á
benzíninu 300 hestöfl að auki.
Um leið og flugvélin sleppir
jörðu drepur Bond á einurn
hreyflanna ,en Jóhannes sér
við því og heim er haldið til
Reykjavíkur. Þar biðu aðrir
flugliðar. Röðin var komin að
þeim.
London, 28. janúar. —
MIKIÐ og ákaft „blaðastríT1
hefir brotizt út í Englandi.
Tveir „risar“ á sviði blaða-
útgáfu keppast nú um að ná
tangarhaldi á þriðja stórút-
gáfufyrirtækinu, Odhams
Press, sem gefur m. a. út
blaðið Daily Herald, er styð-
ur Verkamannaflokkinn, hið
geysilega útbreidda viku-
blað, The People, auk 135
tímarita og anarrar útgáfu-
starfsemi.
★ 26 millj. — 32 millj.
Kanadiski blaðakóngurinn Roy
Thomson, sem á síðari árum hef
ir eignazt fjölda blaða í Eng-
landi, bauð á dögunum 26 millj.
punda í Odhams-fyrirtækið —
en í gærkvöldi barst annað til-
boð, miklu hærra, eða 32 millj.
Er það útgáfufyrirtæki Daily
Mirror, útbreiddasta blaðs Bret-
lands (upplag 4,7 millj.), sem
býður þessa fúlgu — og er talið
vafasamt, að Thomson geti boð
ið betur.
★ Vekur ugg.
Mál þetta er mjög umrætt 1
Bretlandi, og eru margir uggandi
út af því, ef mikill hluti blaða-
kosts landsins kemst í hendur eins
fyrirtækis. Sé slí'kt óiheillavæn-
leg þróun í lýðræðisþjóðfélagi.
— Margir þingmenn hafa rætt
þetta á þingfundum — og vilja-
láta ríkisstjórnina blanda sér í
málið.
Góðar heimildir í London
hermdu í dag, að ríkisstjórnin
muni ræða þetta mál í byrjun
næstu viku, þegar Macmillan
kemur aftur til London eftir
heimsókn sína til de Gaulles
Frakklandsforseta.
Cjolir lil kvennabondsíns í V-Hnn
FRÁ Salóme Jóhannesd. Söndum kr.
100; Ingibjörgu Gunnarsd. Gröf 50;
Ingibjörg Jóhannesd. frá Útibl.st. 1000;
Sigurlaugu Sveinsd. Enniskoti 350; Sig.
Jónassyni Rvík 300; Önnu Guðmundsd.
taugabóli Gjöf og áheit 340; Húnvetn
Ingaféi. Rvík 2332; Rögnu og Ólöfu
Cuðmundsd. Rvík 100; Sigurbjörgu
Þórðard. Brautarlandi 50; Konum i
Víðidal 135; Ónefndum 200; Börnum
Þuríðar Jóhannesd. og Jóhannesar
Kristóferssonar Fr.-Fitjum tii minning
«r um foreldra sína 3000; D.B. til minn
ingar um Kristveigu Guðmundsd. 100;
Ingu og Laugu Jónsd. 100; S.H. 10;
Fétri Sigurðssyni Rvik 50; Frú Ferk-
Ins 50; Kvenfélaginu Freyju til minn-
ingar um Sigrúnu Jónsd. Kolugili 500;
Guðrúnu á Fitjum til minningar um
*ömu konu 10; Gretti Ásmundssyni
rœðismanni 2000; Steinvöru Benónýsd.
til minningar um Sæunni Kristmunds-
tlóttur Rvik 100; Sesselju Ólafsd. Lauf-
ési áheit 50; NN 20; Frá barnabörnum
Náttfríðar Jónsd. og Hans Jóhanns-
lonar til minningar um þau 2564; For-
eldrum og vinum Guðm. Pálssonar
Hvarft til minningar um hann 2000;
Börnum Ingiríðar Vigfúsdóttur og
Jóns Tómasarsonar Jörfa tU minning-
•r um þau 1000; Guðmanni Halldórs-
•yni og fjölskýldu tU minningar um
Jóhannes Björnsson Vatnsenda 550;
Sigurbjörgu Hansd. Hvt. 100; Ingu og
Gunnþóri Dæli 150; Helgu og Ágúst
Gröf 50; Davíð Sigurðssyni og ferða-
félögum 1000; G.O. áheit 100; Kvenfél.
Freýja til minningar um Aðalheiði
Jónsd. Hrísum 500; Ásmundi Magnús-
syni frá Stóruhlíð 1000; Til minningar
um foreldra Guðlaugar og Ingibjarg-
ar Jónsdætra Rvík 4000; Guðrúnu
Bjarghúsum áheit 50; Hirti Jónssyni
kaupm. Rvík 2000; Ónefndum systrum
200; Jakobi Þorsteinssyni Litluhlíð
2000; Eiginmanni börnum og vinum
til minningar um systkinin Hólmfríði
Guðmundsd. og Vilhelm Guðmunds-
son frá Reykjum 7200; Lfnakradals-
klúbbnum Rvik 1000; Sigurbirni Teits-
syni Hvt. 2500; Ásgeiri frá Gottorp
100; Jónasi Björnssyni frá Dæli 500;
J.B. 25; Guðmundl Klömbrum 1800;
Hildi og Sigurjóni Bálkastöðum 1400;
Jónínu og Guðm. Illugastöðum 350;
S.Á. áheit 1000; M.J. áheit 100; G.H
100; Guðbjörgu Jónasd. frá Kistu 500;
Kvenfél. Staðarhr. til minningar um
Jóhönnu á Tannstaðabakka 2000; Gam-
alt áheit 500; Stjórn K.V.H. og fram-
kvæmdastjóra 300; Gefið á 40 ára af-
mæli K—B. frá Ingu og Sigurði Gísla-
syni Hvt. 1000; Hallfríði og Óskari
Víðidalstungu 1000; Valdimar á Kollu-
fossi 100 kr. — Þökkum hjartanlega
góðar gjafir. Óskum öllum góðs geng-
ls á komandi ári. —Kvennabandskon-
“r i Vestur-Húnavatnssýslu.
Búnaðarblaðið
Freyi
BLAÐINU hcfir borizt fyrsta
hefti þessa árgangs af búnaðar-
blaðinu Frey.
Ritstjórinn skrifar áramóta*
hugleiðingu. Þá er grein um B.Í.,
stjórn þess og fasta starfsmenn.
Páll Zóphóníasson ritar grein, er
hann nefnir „Landið okkar og
þjóðin." Björn Stefánsson og
ritstj. skrifa um tækni við korn-
rækt. Frétt er frá Verkfæra-
nefnd ríkisins um prófun búvéla
1960. Jón H. Þorbergsson ritar
um árferðið 1960 og Agnar
Guðnason um nýtt lyf gegn
meindýrum í gróðri. Þá eru
fréttir um hundsbit og hajólkur-
prótein, auk „Mola“ og ýmissa
smærri frétta. Forsíðu blaðsins
prýðir litmynd frá Hjarðarfelli
á Snæfellsnesi.
Rafmagnsbilanir
í Kjós
VALDASTÖÐUM, 16 jan. —
Allmikið hefir borið á rafmagns-
bilunum hér í sveitinni í vetur,
svo að stundum hefur það varað
nokkra kl.tíma í einu. Stundum
hefir þetta komið fyrir dag eftir
dag, t. d. aðfangadag jóla. Voru
allir í myrkri, sem 'höfðu raf-
magn, í fulla 3 tíma. Stóð það
heima, þegar fólk ætlaði að fara
að blýða á aftansönginn, þá bil-
aði rafmagnið. Og kom það ekki
aftur fyrr en eftir kl. 9 um kvöld
ið. En bvað sem þessum bilunum
veldur, er þörf á að úr þessu
verði bætt ef mögulegt er. Því
það eru ekki bara öll ljós í
sambandi við rafmagnið, heldur
ýmsar vélar, sem daglega eru í
notkun, svo sem mjaltavélar,
olfukyntar miðstöðvar, eldavélar,
útvarp o. fl. o. fl.
Allmargir bæir eru enn hér í
sveitinni, sem enn ekki hafa
fengið rafmagn, en bfða bess að
úr rætist hið fyrsta.
ilm 700 aðilar nutu jólaylak-
ings mæðraslyrksnefndar
JÓLASÖFNUN Mæðrastyrks-
nefndar fyrir síðustu jól nam
kr. 170,014,00, auk margra og
góðra fata. og matargjafa. Út.
hlutaði Mæðrastyrksnefnd þá
gjöfum til rösklega 700 aðila,
ýmist í peningum, fatnaði eða
matvælum. ^
Frú Jónína Guðmundsdóttir,
formaður mæðrastyrksnefndar,
skýrði Mbl. svo frá, að söfnunin
hefði verið aðeins rýrari í ár en
í fyrra, en þá söfnuðust kr. 175
þúsund. Matargjafirnar voru
svipaðar að magni og í fyrra og
fatagjafirnar ekki minni. Sagði
frú Jónína að þeir, sem fyrst og
fremst fengju aðstoð frá Mæðra-
styrksnefnd væru fullorðnar
mæður, einstæðar stúlkur með
1—3 börn á framfæri, stórar fjöl
skyldur með 4—13 börn á fram.
færi, og svo þeir sem við erfiðar
aðstæður byggju, svo sem vegna
veikinda, atvinnuleysis o. fl. Út.
hlutunarupphæðin væri frá 150
kr. upp í 600. Mjög algeng út-
hlutun væri kr. 250,00, að við-
bættum matar. og fatagjöfum.
Formaður Mæðrastyrksneifnd.
ar skýrði þá frá, að nefndin
hefði flutt í nýtt hásnæði að
Njálsgötu 3 og hefði þar opna
skrifstofu milli 2—4, alla virka
daga nema laugardaga. Þangað
gætu allir leitað, sem þyrftu á
hjálp að halda. Frá Svava Mat-
hiesen væri á skrifstofunni á
þeim tíma, og einnig veitti frú
Auður Auðuns ókeypis lögfræði-
lega aðstoð á mánudögum frá kl.
2—4.