Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 1. febr. 1961
Helzt var það ostur sem við
hnupluðum. Það var mesta
furða, hvað hann gat bætt upp
pylsur og smábrauð. Einu sinni
hafði ég í einni kjörbúðinni,
laumað undan osti og Bob öðrum
anum sínum, en þá komumst við
í hann krappan og fengum að
vita, hvað hræðsla var. Bob var
í þann veginn að sleppa út, eftir
að hafa borgað poka af kartöfl-
um, þegar búðarmaðurinn
spurði: — En hvað svo um ost-
inn í vasanum? Bob setti upp
undrunarsvip og ég verð að segja
að þá lék hann vel. — Æ, afsak-
ið þér, því var ég alveg búinn
að gleyma. Eg náði ekki andan-
um fyrr en við vorum sloppin út
á götuna. Það var nú það eina,
sem á skorti, að Barrymore væri
handtekin fyrir búðahnupl!
En þegar við urðum fyrir ein-
hverju happi, fóru ekki allir
peningarnir í mat. Viskíflaska
kostaði fjóra dali, og oft var hún
það fyrsta, sem keypt var. Það
var líka öruggasta leiðin til
gleymsku. Einu sinni var Bob
eitthvað að gá í gamla skjala-
möppu, og æpti þá upp, sigri hróis
andi: — Viltu sjá, Muzzy! Hann
rétti upp tvö stríðsskuldabréf á
tuttugu og fimm dali hvort. Eg
mundi eftir þessu: við höfðum
ætlað að safna okkur tíu þúsund
um í svona bréfum, og höfðum
komizt þetta. Við vorum heldur
en ekki fljót að komast í næsta
banka og svo á næstu krá. Við
höfðum ekki haft annað en bjór
í heila viku, fjórar dósir á dag,
tvær handa hvoru okkar, en ann
ars ætluðum við okkur tólf á
dag. Við spiluðum svo í happ-
drættisvélinni og eyddum þann
ig fimm dölum í smáu, og sner
um heim með tíu dali í afgang.
Það kom ekki annar dagur fyrr
en á morgun.
Við vorum kát — það var ein-
hverskonar örvæntingarkæti. Bob
fót út eitt kvöldið, eftir vindling-
um, við höfðum verið að spara,
en ég var alveg að drepast úr
tóbaksleysi. Jafnvel meðan hann
var í leiðangrinum, leitaði ég dyr-
um og dyngjum að vindlings-
stubb, og loks fann ég einn
í einum vasa hans. Þegar
hann kom aftur, var ég að lesa
1 blaði og þessi stubbur stóð út
úr munninum á mér. Hann ætlaði
varla að ná andanum fyrir hlá-tri.
En stundum var það ekki eins
gaman. Eitt kvöldið þegar fór að
dimma, togaði ég í keðjuna á
litlum lampa, sem ég átti og var
leifar af Hollywood-dýðinni. Ekk
ert ljós. Peran var biluð, hugsaði
ég, og reyndi annan lámpa, en
það fór á sömu leið. Síðan þann
þriðja, með sama árangri. Ég
varð hrædd. Allt siðan Robin var
forðum daga að stríða mér með
tígrisdýrinu sinu í myrkrinu, eða
koma stökkvandi fram og látast |
vera draugur, var ég hrædd við
myrkrið. Ég hljóp um alla stof-
una og reyndi að kveikja á
hverjum lampa, en þeir voru all-
ir dauðir. Allt í einu datt mér
svarið í hug. Rafmagnsreikning-
urinn okkar hafði ekki verið
greiddur, mánuðum saman, og
j lokunartilkynningin hlaut að
hafa farið fram hjá okkur.
Ég sat svo í dimmunni og beið
eftir Bob. Ekkert, sem nokkurn-
tíma hafði komið fyrir mig, ekki
einu sinni þegar ég var lokuð úti
úr herberginu mínu í Hollywood,
| hafði komið jafnilla við mig og
þetta. Ég gat ekki annað en hugs-
að til mömmu. Ég sagði við sjálfa
mig, að ef ’mamma væri lifandi,
myndi hún aldrei láta fara svona
með mig. Þá þyrfti ég ekki annað
en hringja til hennar og segja:
— Mamma, það er búið að taka
af mér rafmagnið, og jafnskjótt
væri sendill kominn' með ávisun
til að bæta úr því, og rafmagns-
yfirvöldin hefðu þar að auki
fengið yfir sig dembu, sem þau
hefðu ekki gleymt fyrst um sinn.
Hún mundi aldrei láta fara svona
með mig. Ég grét.
Þegar Bob kom heim, sasði ég:
— Viltu ekki fara út og kaupa
kerti.
— Fyrir hvað? sagði hann.
Hann átti eftir þrjátíu sent í vas-
anum.
Við sátum svo þegjandi i
myrkrinu, og þegar háttatími var
kominn, þreifuðum við okkur
áfram eins og blind börn, inn í
svefnherbergið, kysstumst og fór
um að sofa.
Ég hringdi til einnar fínu vin-
konunnar morguninn eftir. —
Það stendur víst ekki svo á fyrir
•þér, elskan, að þú eigir nokkur
kerti, sem þú notar ekki? Ég
ætla að halda ljósakrónuveizlu í
kvöld.... Hún sendi sendil með
kertin. í nokkur kvöld og allt
þangað til ávisunin kom frá Le-
onard og við greiddum reikning-
inn með fjörutíu og tveimur döl.
um, sátum við í kertaljósi.
XXXII.
Ég var í furðu góðu standi, og
Bob líka, þegar okkur barst til-
boð, eins og af himnum ofan. Day
Tuttle, leikhússtjóri í Wilming-
ton, Delaware, ætlaði að fara að
setja upp „Rauðu mylluna", en
það var leikrit byggt á ævisögu
málarans Toulouse-Lautrec. Hon.
um hafði allt í einu dottið nafnið
mitt í hug. Gæti ég hugsað mér
aðalhlutverkið þarna, Marie
Charet, ástkonu listamannsins?
Ég undirritaði samninginn taf-
arlaust. Enga hugmynd gat ég
haft um, að það gæti orðið til
þess, að hr. Farrell kæmi aftur
fram á sjónarsviðið — til þess að
koma okkur Bob út úr íbúðinni
okkar. Ég byrjaði að þræla^ í
þessu, lærði hlutverkið án sér-
legra erfiðismuna, og hresstist í
huga. Leikarinn, sem átti að
leika hinn bagaða listamann, var
Karl Shanzer, feiminn unglingur
á tvítugsaldri, sem var hér um
bil fimm fet á hæð — alveg eins
og sá, sem hann átti að leika,
hafði verið. Hann virtist hræddur
við mig, og það veitti mér aukið
sjálfstraust. Vikuna, sem við
æfðum saman, reyndi ég að
hressa hann við, en það getur að-
eins kona gert. Ég var með hon-
um á kvöldin og fór á veitinga-
krár. með honum. Ég var hrifin
af leik hans og þeirri rækt, sem
hann lagði við hlutverkið. Hér
fann maður loksins ungan mann,
sem lifði og hrærðist í leikstarf-
seminni. Blaðið Variety sagði
leik hans „eftirtektarverðan". Til
finningar mínar gagnvart Karli
voru eins og verndara gagnvart
skjólstæðingi — ég var hreykin
af honum. Eftir að leiknum lauk,
var hann húsnæðislaus og á laus-
um kili. Ég sagði við hann: —
Hversvegna kemurðu ekki bara
og verður hjá okkur? Þú getur
sofið á legubekknum, þangað til
þú kemst einhversstaðar inn. Og
það gerði hann í heila viku.
Bog féll það þungt, að ég skyldi
hafa ráðið mig svona, án þess að
hann væri með, og var í döpru
skapi. Fáum dögum eftir að Karl
var farinn, fann hann það út, að
heimilishelgin hefði verið rofin.
Við þutum bæði upp. — Jæja,
farðu þá bara, æpti ég að hon-
um, eitt kvöld.ið. — Enginn biður
big að vera hérna. Ef hann ætl-
aði, eftír allt, sem við vorum bú-
in að líða, að fara að leika hinn
ógæfusama eiginmann í sambandi
við feiminn, tvítugan ungling. . . .
— Þá það, sagði Bob, og gekk
til dyra með miklum virðuleik.
Hann skyldi þá sofa á bekk i
skemmtigarðinum, næstu viku.
ÉCT nýti mér að fara í símann og
bjóða nokkrum kunningjum í
veizlu. — Nitu Naldi, Karli hin.
um unga og fleirum. En svo kom
iíka óböðinn gestur: sjálfur Farr.
ell.
— Np' hér átt þú eVkert e.rindi,
sagði ég. Hann vildi ekki fara.
Lögreglan fvlgdi honum svo á
næstu stöð. Ég neitaði að leggja
fram kæru; hafði fengið nóg af
slíku. Eftir veizluna, þegar allir
voru farnir, var ég ein heima,
þegar sírennurnar fóru allt í einu
að væla og ég sá kastljós leika
upp og niður um húsvegginn. Ég
leit út. Þarna niðri á götunni var
Walter Winchell í útvarpsbíl irá
lögreglunni.
— Hæ, Walter, kallaði ég til
hans út um gluggann. — Hvaða
ferðalag er á þér?
— Við fengum bendingu um, að
maðurinn þinn ætlaði að skjóta
þig, sagði hann.
— Ég kalla þið segja fréttirnar.
Komdu þá upp og bíddu hans.
Ég var búin að drekka talsvert.
Walter kom upp ásamt tveim lög
reglumönnum, og við skröfuðum
saman nokkrar minútur. Bob
sýndi sig alls ekki, og allt var
með ró og spekt. Walter fór að
leiðast, og svo fóru þeir.
En það var rétt eins og þeir,
sem komu og fóru hefðu verið
stilltir hvor eftir öðrum. Bob
kom inn, rétt þegar hinir voru
farnir út. Hann sagðist vera að
sækja frakkann sinn. Það væri
kalt í skemmtigarðinum.
— Æ, vertu hérna kyrr, elskan,
sagði ég. — Þetta hefur allt verið
svo dásamlega dramatiskt
hérna. Ég krækti mínum armi í
hans. — Þú ætlaðir ekki að skjóta
mig, var það? Winchell fékk ein-
hverja bendingu um það.
Bob setti upp undrunarsvip. —
Auðvitað ekki! Það hafði mér
aldrei dottið í hug. Hann laut
niður og kyssti mig. — Þú veizt,
Muzzy, að við erum bæði vit-
laus. Ég veit ekki, hversvegna ég
læt þig fara svona með mig, og
kem jafnvel aftur eftir meiru af
sama tagi — en þú ert vitlaus,
við erum bæði vitlaus og ég
elska þig.
— Æ, elskan mín. Og ég, sem
elska þig svo ljka. Eg mundi
deyja ef eitthvað kæmi fyrir þig.
Það var byrjað að birta á
glugganum, þegar við sofnuðum,
hvort í annars örmum.
Kannske hefur „Rauða Myll-
an“ verið heppni fyrir okkur.
Við Bob réðum okkur bráðlega
bæði í sumarleikhús, sem lék
„Himinsængina“. Við tókum okk
ur saman og sluppum vel frá
því. Næst komu „Sérherbergin“.
Og í Columbus, Ohio, um miðja
nótt, vaknaði Bob við kvalakast.
Þetta var lifrarsjúkdómurinn aft
ur — í þriðja sinn! Eg var al-
veg frá mér. Hafði ekki Ross
varað mig við því, að_þriðja eða
fjórða kastið gæti orðið ban-
vænt? Eg þaut með Bob í sjúkra
húsið og í fjóra daga gat hann
ekki leikið. Og svo kom hann á
fætur, fölur og niðurdregínn. —
Já, þetta var vont; það jafnast
engar kvalir við þetta, sagði
hann. — Framvegis læt ég mér
nægja bjór — ekkert sterkara.
Þú skalt sjá til, Muzzy.
Fáum dögum síðar var hann
farinn að dreypa á viskíi. —
Ertu alveg frá þér? sagði ég.
— Ætlarðu að ganga af sjálfum
þér dauðum? En hann vildi ekki
hlusta á mig. — Svona ljtið getur
ekki gert mér neitt. Eg er af-
skaplega hraustbyggður. Held-
urðu að Barrymorarnir séu þeir
einustu, sem eru seigir? Og svo
sótti bráðlega allt í sama horfið.
Nú ferðuðumst við Bob saman
eins og áður, rétt eins og ekkert
hefði gerzt síðan við vorum á
slíku ferðalagi síðast. Við höfð-
umst að mestu við í litlum bún-
ingsherbergjum, og reyndum að
láta ógert að drekka þangað til
eftir sýningu. Þó bar það oft
við, að við vorum ágæt í fyrsta
þætti, dálítið glensgjörn í öðrum
og loks vel hátt uppi í þriðja.
Fólki fannst þetta dularfullt, því
að enginn hafði séð okkur við
barinn í hléinu. Ekki vissi það,
að hóstadropaglasið í búnings-
herberginu, hafði raunverulega
inni að halda viskí af sterkasta
tagi.
Eg man eftir einni viku í
Lichfield, Connecticut. Við héld
um okkur sæmilega allsgéðum
og allt gekk prýðilega. Á laug-
ardagskvöld héídum við gildi.
Þarna í ríkinu eru engar sýning
ar á sunnudögum, svo að við
höfðum góðan tjma til að jafna
okkur. Þarna var ekkert áfengi
selt eftir miðnætti, sunnudags-
nótt, enda þótt menn mættu
drekka það, sem á borðið var
þegar komið, eftir þann tíma.
Við þutum úr leiklhúsinu í
gistihúsið, og náðum þangað að-
eins fyrir miðnætti, og pöntuð-
um okkur sterka sjússa í hvelli.
Þeir entust ökkur avo fram á
morgunstundina.
Við höfðum líka gleðskap dag-
inn eftir á leiðinni á næsta við
komustað. Eg man óljóst eftir
ökuferðinni, en hitt man ég, að
ég reifst grimmilega við Bob í
gistihúsinu, um að komast í leik
húsið í tæka tíð. Það sem .siðar
gerðist, sagði umboðsmaðurinn
okkar, Jules Ziegler, okkur
seinna. Klukkan var orðin átta,
og við vorum enn ekki kornin í
leikhúsið. Leikstjórinn reif hár
sitt af gremju. Kortér yfir átta,
enginn Diana, engin Wilcox.
Tjaldið átti að fara upp hálfníu,
og salurinn var þéttskipaður.
Tuttugu mfnútur yfir átta kom-
um við.
— Þú komst inn, Diana, með
tvo vinstriskó á fótunum, sagði
Jules, — og Bob kom slagandi
á eftir þér.
Eg fór með ykkur bæði í bún-
ingsherbergin. Eg gat ekki hugs
að mér nema eitt úrræði. Eg tók
heljarmikinn slopp, sem þarna
hékk, rennvætti hann í vatni,
ýtti ykkur svo saman, sivo að
þið sneruð hvort að öðru og föðm
uðuð hvort annað, fleygði svo
rennblautum sloppnum yfir höf
uðin á ykkur og batt hann um
ykkur. Þú öskraðir eins og verið
væri að drepa þig, og Bob spark
aði og bölvaði og svo lét ég leik
sviðsþjónana halda ykkur og jós
síðan yfir ykkur hverri vatns-
fötunni eftir aðra og öskraði sjálf
ur, svo að ekki heyrðist til ykk
ar. — Þið sleppið ekki næstu tíu
SUlítvarpiö
Miðvikudagur 1. febrúar
8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra
Jón Auðuns dómprófastur). —
. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. -•
9.20 Tónleikar. —
12.00 Hádegisútvarp. v
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,Atta
börn og amma þeirra í skógin-
um“ eftir Önnu Cath.-Westly
IX. (Stefán Sigurðsson kenn-
ari les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
1930 Fréttir.
20.00 Myndir frá Afríku; II. (Benedikt
Gröndal alþingismaður tekur sam
an dagskrána).
20.35 Tónleikar: Tvö verk eftir How-
ard Hanson, „Söngur lýðræðis**
og „Saknaðarljóð í minningu um
Serege Koussevitsky (Kór East-
man tónlistarskólans og East-
man-Rochester sinfóníuhljómsv.
flytja; höfundurinn stjórnar).
21.00 „Tökum saman höndum“, dag-
skrá á vegum Sambands bind-
indisfélaga í skólum.
a) Ræða (Ragnar Tómasson for-
maður sambandsins).
b) Sitt af hverju úr félagslífi
nemenda í Verzlunarskóla Is-
lands og sögu skólans.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. —
22.10 Passíusálmur (3).
22.20 Upplestur: „Endurfæðing", smá-
saga eftir Jakob Thorarensen —
(Margrét Jónsdóttir).
22.40 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey-
land og Högni Jónsson).
23.10 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 2. febrúar
8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra
Jón Auðuns dómprófastur). —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón
leikar. — 9.10 Veðurfregnir, —
9.20 Tónleikar. —
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.50 „Á frívaktinni": SjómannaþáttuF
1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins
dóttur.
14.40 „Við sem heima sitjum“. Svava
Jakobsdóttir hefur umsjón með
höndum).
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Boston Promenade
hljómsveitin leikur lagasy^pu úr
bandarískum söngleikjum. Stjórnandi:
Arthur Fiedler.
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Lárentíusar
saga Kálfssonar; XI. (Andrés
Björnsson).
b) Lög eftir Pál ísólfsson.
c) Erindi: „Arghyrnu lát árna",
— vísa Skalla-Gríms (Arnór
Sigurjónsson).
d) Vísnaþáttur (Sigurður Jóns-
son frá Haukagili).
21.45 íslenzkt mál. (Dr. Jakob Bene-
diktsson.)
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (4).
22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar
an leikari).
22.40 Kammertónleikar: Strengjakvart
ett nr. 2 í C-dúr op. 36 eftir
Benjamin Britten (Zorian-kvart-
ettinn leikur).
23.10 Dagskrárlok.