Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Starf SH erlendis stuðlar a lífsafkomu þjdðarinnar Ræða Einars Sigui'bssonar vib um- ræður um fjárreiður SH á Alþingi 1 G Æ R var umræðu enn fram haldið í neðri deild Alþingis um fjárrreiður SH. iVið umræðuna í gær flutti Einar Sigurðsson ræðu, þar sem hann svaraði ræðu nafna síns Olgeirssonar frá deginum áður. Hér fer á eft- ir ræða Einars Sigurðssonar: Ókunnugleikl og rangfærslur Ræða háttvirts 3. þingmanns Reykvíkinga í gær einkenndist af ókunnugleika á starfsemi, skipulagi og málefnum S. H. yf- irleitt og var hún full af rang- færslum. Mun ég nú ræða það helzta lið fyrir lið. ' Háttvirtur 3. þm. Reykvik- inga velti því mikið fyrir sér, hverjir væru raunverulegir eig- endur hlutafjár í Coldwater, og hélt hann því fram, að þetta kæmi ekki fram í reikingum S. H. Orðrétt sagði ég í ræðu minni: „1 þetta fyrirtæki hefur S. H. lagt $ 459.300 og er eig- andi fyrirtækisins að áskildum formsatriðum þar í landi“. Alveg á sama hátt var sagt frá hlutafénu í fyrirtækjunum í Englandi. Þessi hlutafjáreign kemur öll fram í ársreikningum S. H. nema síðasta hlutafjár- aukning í Coldwater, sem kem- ur fram á árinu 1960, en fyrir það ár hafa ársreikningar ekki enn verið samdir. i Hlutaféð hefur komið fram i hækkuðu fiskverði til frystihús- anna, en þau hafa hins vegar lánað S. H. þetta fé til þess að leggja það fram sem hlutafé. Það er því ekkert vafamál, að öll frystihúsin, sem standa að S. H. eiga þetta hlutafé, eins ©g allar aðrar eignir S. H. Fullyrðingar háttv. þingm. um, að frystihúsin hefðu lagt þetta fé fram vaxtalaust, eru ekki réttar. Þau hafa alltaf fengið hæstu lögleyfða vexti á hverjum tíma af inneignum sín- um í S. H. Getsökum hv. þm. um, að þetta hafi ekki verið talið fram til skatts, er í raun og veru fullsvarað með því að skýra frá, að þetta sé í reikningum S. H., sem vitanlega, eins og annarra fyrirtækja, eru árlega eendir skattinum. S. H. hefur engu að leyna í þessu sam- bandi gagnvart skattayfirvöld- unum. Engu haldið leyndu fyrir félagsmönnum Háttv. 3. þm. sagði að félags- tnenn S. H. hefðu ekki aðgang eð reikningum hinna erlendu fyrirtækja. Ég sagði í ræðu ininni: „Coldwater sendir sína reikninga ársfjórðungslega til Sölumiðstöðvarinnar“. Þar hef- »r stjórn og varastjórn, sem í eru 10 menn samtals, reikning- Bna til athugunar. Á hverjum oðalfundi er svo kosin 7 manna fjárhagsnefnd iál þess að at- 'huga og kynna sér fjárreiður ■fyrirtækjanna og gera tillögur til aðalfundar um reikninga og þau mál, er varða fjárhag fé- iags þeirra, og þá ekki sízt fjár- íestingu erlendis. Þarna eru því 17 menn, sem athuga þessi mál á hverju ári af 56 félags- mönnum. 1 stjórn, varastjórn og fjárhagsnefnd skiptir um menn meira óg minna á hverju ári, þannig að segja má, að meira en helmingur félagsmanna taki beinan þátt í meðferð og af- greiðslu þessara mála á hverjum 2—3 árum. Auk þess hefur svo hverjum og einum félagsmanni verið boðið að sjá þessa reikn- inga á skrifstofu félagsins. Það er því alls ekki verið að halda neinu leyndu fyrir félagsmönn- um í þessum efnum. Hitt er annað mál, að ekki hefur þótt heppilegt að dreifa ársreikning- um hinna erlendu fyrirtækja, vegna samkeppnisaðstöðu fé- lagsins gagnvart ýmsum erlend- um aðilum. Það mætti kannski biðja háttvirtan þingmann að benda á aðeins eitt fyrirtæki, þar sem hlutfallslega jafnmarg- ir félagar taka beinan þátt í af- greiðslu reikninga og fjármála fyrirtækis, eins og gert er hjá S. H. Sá smæsti ræður jafnmiklu og sá stærsti Háttvirtur þm. talaði um of- ríki í skiptum stjórnarinnar við félagsmenn. Það er síður en svo, að slík fullyrðing hafi við rök að styðjast. 1 stjórn S. H. hafa oftast verið ménn, sem hafa litið á málin frá almennu sjónarmiði og verið menn frjálslyndir og jafnan reynt að bera hag félagsmanna almennt fyrir brjósti. Enda er skipulag S. H. þannig, að sá smæsti ræð- ur jafnmiklu og sá stærsti. Ár- lega verður stjórnin að standa reikningsskap gerða sinna fyrir félagsmönnum, er þá tækifæri til að skipta um menn. Háttvirtur þingm. eyddi mikl- um tíma í að ræða um áhættu í sambandi við útistandandi skuldir erlendis. Eins og ég sagði í ræðu minni greiðist fiskurinn innan eins mánaðar, og get ég friðað háttvirtan þm. með því, að ekkert hefur tapazt á þessum viðskiptum öll þessi ár. Þá sagði háttv. þingm., að það væri gert að frystihúsun- um forspurðum að selja fiskinn með þessu sölufyrirkomulagi. Það gefur nú auga leið, hvort það muni vera að frystihúsun- um forspurðum að viðhafa þetta sölufyrirkomulag, þegar það hefur staðið í 16—17 ár, eða síðan byrjað var á því að selja íslenzkan fisk í Banda- rikjunum árið 1944. Hefur fyrir- komulag þetta þvert á móti stöðugt færzt í aukana. Alveg sama á við um veð bankanna í þessu sambandi, sem háttv. þingm. virðist líka bera mjög fyrir brjósti. Hann hef ur sjálfsagt átt lengst af sæti í bankaráði Landsbankans, og hefur ekki heyrzt, að hann hafi hreyft þar andmælum gegn þessu fyrirkomulagi, enda hef- ur það staðið með fullri vitund allra aðila, því að hvernig hefði annað átt að vera. Allar greiðslur fyrir þennan fisk hafa verið greiddar í Landsbanka Is- lands, og er mér ókunnugt um, að bankarnir hafi orðið fyrir nokkru tapi á þessum viðskipt- um í öll þessi ár. Háttvirtur þingm. nefndi það eins og einhverja firru, að Skreiðarsamlagið og Sölusam- band íslenzkra fiskframleið- enda færu að selja fisk með sama hætti í Nigeríu og Brasil- íu. Ég ætla ekki að fara að benda þessum aðilum á, hvernig þeir eigi að selja sinn fisk, en þyrfti það að vera nokkur fjar- stæða, þótt þeir kæmu sér upp sínu eigin sölu- og dreifingar- kerfi í markaðslöndunum. Og er það líka ekki rétt, að þessir að- ilar hafi stundum þurft að selja gegn gjaldfresti? Og hvernig er með söluna til sósíalistisku landanna. Hefur ekki Tékkóslóvakía allt upp í 40 bæði Hússum og Tékkum hafa verið boðnar fisksticksverksmiðj- ur, ef þeir vildu gera tilraun til að framleiða fiskstengur og mat- reiddan fisk á sama hátt og gert er í verksmiðjum í Bandaríkjun um og Englandi. En þessu hef- ur ekki verið sinnt. Meira öryggi á vestrænum mörkuðum Um hina sósíalísku og vest- rænu markaði mætti mikið segja, en frá sjónarmiði ís- lenzkra fiskframleiðenda veita hinir vestrænu markaðir meira öryggi, að svo miklu leyti sem hægt er að skapa neytendaeftir- spurn eftir vörunni. Minna má á í því sambandi, er Sovétríkin hættu að kaupa freðfisk af ís- lendingum, er kommúnistar fóru úr nýsköpunarstjórninni. Það er því eðlilegt, að frystihús in leggi nokkuð á sig til þess að styrkja aðstöðu sína á þess- um mörkuðum. En það er meira en öryggið, sem hér er um að Myndin er frá verksmiðjum Coldwaters í Bandaríkjunum og sýnir hvernig fiskblokkirnar eru sagaðar niður í fiskkökur. millj. króna lán hjá íslenzku bönkunum, Austur-Þýzkaland upp í 45 milljóna króna lán og Pólland 30 milljóna króna lán eða meira? Oftast eru þessi lán fullnotuð og eru það nú. Nema þau alls 115 milljónum króna. Hvaða munur er á þessum lán- um fyrir þjóðarbúskapinn og þeim lánum, sem bankarnir hafa lánað út á fisk, sem fer til Bandaríkjanna og Bretlands? Eins og ég sagði í ræðu minni „er nú unnið að því að fá í Bandaríkjunum viðbótarlán, til þess að greiða fyrir þessum við- skiptum". Verður þá væntan- lega hægt að greiða þennan fisk við afskipun. Það er rétt að geta þess, að viðskiptin við Sov- étríkin eru hins vegar oftast á þann veg, að Sovétríkin eiga innstæður. Háttvirtur þm. gaf í skyn, að S. H. hefði haft lítinn áhuga á viðskiptum austur á bóginn. Þetta er hreinn misskilningur, þvert á móti hefur S. H. jafnan haft mikinn áhuga á þessum viðskiptum og notað þessa markaði til hins ýtrasta, þótt um það megi deila, hvort hag- kvæmt hafi verið fyrir þjóðar- heildina. Þessir markaðir hafa verið frystihúsunum hagstæðir að sumu leyti. Þeir hafa tekið á móti miklu fiskmagni, t. d. rússneski markaðurinn. Sérstak- lega voru kaup Rússa mikilvæg, hvað karfann snertir á meðan mest veiddist. En hins vegar verður að segja það eins og það er, að rússneska verðið er nú orðið langt undir heims- markaðsverði, enda ekki hreyfzt svo teljandi sé árum saman, á meðan fiskverð hefur farið hækkandi á öðrum mörkuðum. Að því er varðar nýbreytni í viðskiptunum má geta þess, að ræða, það er líka von um nokkum ábata af því að geta fylgt vörunni sem lengst eftir til neytandans. Það er því í hæsta máta einkennilegur mál- flutningur og ólíkur fyrri af- stöðu hv. þm., þegar hann hvet- ur nú til beinna viðskipta með íslenzka fiskinn við erlenda auðhringa. Fyrsta krafa hring- anna væri að fá fiskinn í þeirra eigin umbúðum og með eigin vörumerki, sem þeir að sjálf- sögðu sköpuðu eftirspum eftir án tillits til þess, hvaðan fisk- urinn væri kominn. Það væri ekki hátt verð eða tryggur markaður, sem íslendingar byggju við með slíku fyrirkomu lagi. í þessu sambandi má segja frá því að hér voru á ferð einhverju sinni samninganefnd frá einu vöruskiptalandanna, og sögðúst þeir þá fá fiskinn frá Danmöriku fyrir 30% lægra verð en þann íslenzka. Gáfu þeir þá skýringu, að það væri af því að seljend- urnir væru svo dreifðir, að unnt væri að etja þeim hverjum gegn öðrum, og þvinga þannig niður verðið. Það má Ifka í þessu sam- bandi geta þess, að norska freð- síldin er 45% ódýrari í þessum löndum en sú íslenzka, af því að framboðið er á margra höndum. Það má líka minna á ástandið í saltfiskmálunum um 1930, áð- ur en Sölusamibandið var stofn- að. Þegar mikið fiskaðist bauð hver niður fyrir annan. Það er heldur ekki allt of gott ástand í þessum efnum í fiskimjölinu, sem er selt af ótal aðilum. Ætli það hefði verið eins mikið verð- fall á mjölinu ef t. d. Sölumið- stöðin, eða Samlag mjölfram- leiðenda hefðu annazt þessa sölu, og komið sér upp fóðurblöndun- arverksmiðju með eigin sölu- kerfi í tveimur, þremur markaðs- löndum. í þessu sambandi má taka það fram, sem alþjóð á þó að vera kunnugt, að það er ekki einka- réttur til útflutnings á nein- um islenzkum útflutningsvörum nema saltfiskinum. Samband Is- lenzkra samvinnufélaga flytur t. d. út við 20% af freðfiskinum, og fram að síðasta ári flutti Fisk iðjuverið út sjálft sinn íisk. Á sínum tíma flutti Ingólfur Espo- lín einnig út frosinn fisk. Hitt er annað mál, að frystihúsin á- líta sínum hag bezt borgið með þvf að standa saman um söluna. Baráttan við „Unilever“ Afstaða hv. þingmanns til þessara mála er óskiljanleg. Það var ekki laust við að það hlakk- aði í honum, þegar hann var að lýsa baráttu litla íslenzka fyr irtækisins við „Unilever“ og aðra brezka fiskhringa um mark aðinn í Englandi, og hvernig hringunum hefði tekizt að fylla búðirnar á sölusvæði S. H. í krafti þess mikla fjármagns, sem þeir hafa yfir að ráða, svo að litla fyrirtækið hefði ef til vill tapað einhverju í Englandi. Eða ætli þessum hörðu keppi- nautum S. H. þar og annars staðar þætti ekki matur í að fá birta opinberlega reikningana og sjá, hversu beysinn bógur ís- lenzku fyrirtækin væru? Ennfremur má hér benda á, að Samband ísL samvinnufélaga hefur dyggilega fetað í fótspor S. H. í uppbyggingu markaða er- lendis að því er snertir sölufyrir komulag. SÍS hefur t. d. sitt eig- ið bandarfska fyrirtæki Iceland Product Corp. til að selja fisk- inn, alveg á sama hátt og S. H. og hefur nú nýlega komið á fót verksmiðju til að framleiða þar úr sínum fiski. Heldur hv. þing- maður, að þetta sé gert út í blá- inn? Hv. þingmaður er að býsnast yfir því fé, sem S. H hefur lagt í fyrirtæki erlendis til þess að framleiða þar soðinn mat úr is- lenzkum fiski. Það fé, sem farið hefur í uppbygginguna í Banda- ríkjunum er þó ekki meira en það, sem þetta sölufyrirkomulag og verksmiðjustarfsemi hefur skilað íslenzkum frystihúsum umfram það verð, sem þau hefðu annars fengið greitt. Andvirði hálfs togara Allt hlutafé S. H. erlendis *r sem svarar rúmlega andvirði hálfs togara eða 4 vélbáta, eða meðal frystihúss. Er iþað nú ein- hver goðgá, þar sem hér er uan að ræða sölu á verulegum hluta af framleiðslu 56 frystihúsa. Hv. þingmaður hafði orð á, að fyrirtækið í Ameriku myndi vera stærsta fyrirtæki í eigu ís- lendinga. Frystihúsaeigendur eru stoltir af þvf, að hafa byggt upp myndarlegt þjóðþrifa fyrirtæki, sem fyllilega stenzt samkeppni við önnur hliðstæð fyrirtæki í Bandaríkjunum. Brautryðjendastarf Skúla Magnússonar landfógeta með inn réttingunum þótti merkilegt á sínum tíma. Hver mun dómur sögunnar um þessa starfsemi S. H. og hver mun dómur sög- unnar um þá menn, sem í blöð- unum og jafnvel í sölum Alþing- is reyna að sakfella þetta fyrir- tæki, sem hefur átt meiri þátt í að bæta lífsafkomu íslenzku þjóðarinnar en jafnvel nokkurt annað fyrirtæki í landinu, og á þó vonandi eftir að gera enn bet- ur? Fjárhagsaðstaða stjórnenda SH Háttvirtur þingm. reyndi að gera tortryggilegar þær upplýs- ingar, sem ég gaf um fjárhags- aðstöðu stjórnenda S. H. og vildi halda fram, að ég hefði verið að reyna að dulbúa skuldir þeirra á bak við ógreiddan fisk. Þetta eins og margt fleira byggist á ókunnugleika á SH. Ég sagði orð Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.