Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 1. febr. 1961 Þrír kunnustu bjálfararnir skipuleggja þjálfunarmót Vonir um varanlegan árangur ÞJÁLFARAMÁL KSÍ ogl hinn mikli vandi félaganna I í þeim efnum hefur verið allmjög á dagskrá að undan- förnu. Blaðið skýrði frá um- ræðum um þjálfaramál á þingi KSÍ og spunnust um- ræður þar um. En nú hefur KSÍ látiS til skarar skríða í þessum efn- um. Hefur það á grundvelli samþykktar ársþingsins skip- að þriggja manna nefnd sem á að fjalla um og skipuleggja þjálfunarmál. — Grundvöllur Holland hefnr vinning yfir Englnnd Við höfum nú fengið nánari vitneskju um landsleika- skipti Hollendinga og Eng- lendinga fáhugamannalið). Var hér í gær skýrt frá því að þessi lönd hefðu átt nokk ur viðskipti saraan á sviði á- hugaknattspyrnu. Frá því 1948 hafa áhuga- mannalið landanna leikið 4 leiki — tvo í hvoru landi. Leikirnir hafa farið þannig: Engl. Holland f Englandi .. 2 5 I Englandi .. Z Z t Hollandi ..0 1 I HoIIandi .. 3 1 Hvenær leikirnir fóru fram vitum við ekki, utan það að L síðastnefndi leikurinn fór / fram 1959. 7 starfs nefndarinnar verður án efa svipaður og er á Norðurlöndum. Hina nýju nefnd skipa Óli B. Jónsson, Karl Guðmunds- son og Reynir Karlsson. Eru þetta allt valinkunnir menn og má hiklaust ætla að um mikinn og jákvæðan árang- ur verði að ræða hjá nefnd- inni. * NEFNDARÁLITIÐ Á ársþingi KSÍ voru þessi mál ekki rædd af mikilli alvöru almennt. En samþykkt var álit það er stjómskipuð nefnd hafði skilað stjórn KSÍ. Það álit er þannig: 1. Unnið verði að því að stofna til samtaka meðal allra þjálf- ara á landinu, er hefði það meginmarkmið að samræma allar þjálfunaraðferðir, svo og að vinna að hagsmunamálum þjálfara. 2. Kosin verði á ári hverju sér- stök þjálfaranefnd, en höfuð- verkefni hennar verði: a. að standa fyrir þjálfaranám skeiðum, sem haldin verði á hverju ári með sérstökum stighækkandi prófum á svip uðum grundvelli og t. d. lijá Dönum. b. vinni að því að útvega sam bandsaðilum þjálfara og hlutist til um, að allir, sem knattspyrnu iðka, geti feng- ið góða og rétta tilsögn í íþróttinni. c. vinni að því að koma þjálf- urum á námskeið ytra eftir efnum og ástæðum. d. vinni að því að fá reynda erlenda þjálfara til þess að standa fyrir þjálfaranám- skeiðum hér heima. e. vinni að því að koma á knattspyrnukennslu í skól- um. 3. Stjórn sambandsins vinni að því við rétta opinbera aðila, að a. m. k. einn íþróttakenn- ari (landsþjálfari), sem tekur laun af ríkisfé, verði látinn starfa undir stjórn Knatt- spyrnusambands Islands. Eins og menn munu sjá er álit þetta á breiðum grundvelli og skipar hvergi þröngt fyrir og er aðeins málamyndalausn. En hið ágæta val KSf-stjórnar- innar á nefndarmönnum ætti að tryggja að málin komast í þann farveg sem æskilegastur er — að grundvöllurinn verði svipað- ur 'rér og á Norðurlöndunum og að minnsta kosti Z nefndar- anna hafa nú kynnzt. Má því horfa bjartsýnum aug um til framtíðarinnar þegar staðið er loks á tímamótum til hins betra í þessu málum. Skíðamót INNANFÉLAGSMÓT Skíða- deildar Ármanns var haldið í Jósefsdal um helgina. Keppt var í svigi i ölium flokkum karla og kvenna. Þátttakendur í mótinu voru um 50. Úrslit urðu þessi: 1. Stefán Kristjánsson (svigim. Ármanns 1961) 48,9 sek. 2. Ingólfur Árnason 50,9 sek. 3. Þorsteinn Þorvaldss. 6'7,9 sek. Unglingaflokk fl5—19 ára): 1. Björn Bjarnason 53,6 sek. 2. Sigurður Guðmundss. 56,9 sek 3. Georg Gunnarsson 59,1 sek. 4. Guttormur Jónsson 66,7 sek. ' Davíð Guðmundsson KR keppti ÍSLANDSMÓTH) í handknatt Ieik er umfangsmesta íþrótta- mót hvers árs. Áhorfendafjöld inn skiptir þúsundum yfir allt mótið, þar er líka líf í tusk- unum. Hér sést að stúlkurnar geta spriklað eigi síður en karlmenn. Ljósm. Sv. Þormóðsson í Jósefsdal sem gestur og fékk 46,6 sek. Drengjaflokk. (14 ára og yngri): 1. Georg Guðjónsson 39,3 sek. 2. Gísli Erlendsson 50,4 sek. 3. örn Ingvarsson 50,8 sek. Kvennaflokkur: 1. Sesselja Guðmundsdóttir — (svigm. Árm. 1961) 40,5 sek. 2. Halldóra Árnadóttir 45,2 sek. 3. Kristjana Jónsdóttir 48,4 sek. Telpnaflokkur: 1. Guðrún Björnsdóttir 38,5 sek. Miki'U mannfjöldi var í Jós- efsdal um helgina, um 70 manns, og var yngri kynslóðin þar í meirihluta og er gott til þess að vita að vaxandi áhugi er meðal 2.25 m i hástökki „SILFURMAÐURINN“ frá Róm í hástökki, Rússinn Brummel hefur unnið það ó- trúlega afrek að stökkva 2,25 m í hástökki, en það er 3 cm hærra en staðfest heimsmet „undramannsins“ Thomas frá Bandaríkjunum var. Brummel er ungur maður, sem átt hefur óvenjulega hraða og örugga framabraut í hástökki. í sumar sem Leið átti hann sigri að fagna yfir Thomas ásamt landa sínum Shavlakadse. Skjaldarglúna ármanns í kvöfd í KVÖLD kl. 8.30 fer fram að Hálogalandi Skjaldarglíma Ár- manns. Meðal keppenda eru flestir beztu glímumenn lands- ins, 8 frá Ármanni, 2 frá UMFR og 1 frá UMF Vöku. Meðal þeirra eru Trausti Ólafsson, Kristmund ur Guðmundsson og Hilmar Bjarnason. Þeir eru einna líkleg- astir til að vinna skjöldinn — en eitt er víst að keppnin verður skemmtileg. Keppt er um nýjan skjöld sem Eggert Kristjánsson hefur gefið. Armann býður drengjum und- ir 14 ára aldri til mótsins ókeyp- is. Eru þeir hvattir til að nota sér boðiö og kynnast ísl. glímu. hennar á skíðaiðkun. Veður yar ágætt þar efra og snjókoma seinnihluta dags. Stefán Krist- jánsson lagði allar brautir á mót inu. í ráði er að halda Stórsvigmót Ármanns x Jósefsdal um næstu helgi og verða allir beztu skíða- menn Reykjavíkur meðal kepp- enda. EKKERT ELðí'liS ER FOLEKOUIB /ílll KÆLISKÁPS ★ Kelvinator kæliskápurinn er árangur áratuga þróunar bæði tæknilega og að ytra útliti K E L V I N A T 0 R Fullkomin 5 ára ábyrgð er tekin á mótorum i Kel- vinator kællskápnum. — Ársábyrgð er að öðru leyti. Höfum eigið viðgerðarverkstæði að Laugavegi 170. Sími 17295, sem annast allar viðgerðir og vara- þlutasölu. Höfiim nú fyrirliggjandi eftirtaldar stæðir: 6,—7,7, og 10,1 rúmfet. Kynnið yður hina hagkvæmu afborgunarskilmála. I mertei bi bœliábá, ’pámá — Györ/ð s v o ve/ að / í t a in n M M Austurstræt JrtGKlCL sími ii6«7-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.