Morgunblaðið - 03.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBIAfílÐ Föstudagur 3. febr. 196!. Stjórnin verður oð ráða stefnunni / peningamálurri Bankalöggjöfin rœdd á Alþingi FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um Seðlabankann kom tíi fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála- ráðherra, gerði grein fyrir frumvarpinu, en auk hans töluðu Eysteinn Jónsson og Einar Olgeirsson. — Taldi Eysteinn að frumvarpið væri umbúðir um þann megin- kjarna, að ráðstafa nokkrum embættum við bankann. — Einar Olgeirsson sagði, að með frumvarpinu væri í meg inatriðum stefnt í rétta átt, enda þótt ýmislegt mætti finna því til foráttu. Styrkur til Vísindasjóðs Gylfi Þ. Gíslason ræddi í upp- hafi rnáls síns um sögu banka- mála á Islandi og nefndi fyrstu bankana, sem hér var komið á fót. Þá rakti hann ítarlega hvert hlutverk Seðlabankanum væri ætlað sam- kvæmt hinni nýju löggjöf, en þau atriði voru rakin hér í blað- inu í gær. Þá gerði hann grein fyrir nýmælum frumvarpsins m. a. þeim styrk, sem Seðlabank- anum er ætlað að veita Vísinda- sjóði. Ekki kostnaðarauki Ráðherrann sagði, að það hefði sýnt sig á undanförnum árum, að Landsbankinn og Seðlabankinn faefðu starfað í tveimur aðskild- um deildum og því væri enginn sparnaður í því fólginn að halda þeim sameinuðum. Kostnaðar- a-uki mundi ekki verða af þessari breytingu, nema sá aukni kostn- aður, sem fylgdi auknum verk- efnum, sem Seðlabankanum væru fengin. Fellt yrði niður starf tveggja meðstjórnenda, en einum bankastjóra fengin þeirra störf. Viðskiptamálaráðherra sagði að lokum, að með þessu frum- varpi væri lögð áherzla á, að koma bankamálunum í það horf, að ekki þyrfti að breyta banka- löggjöfinni á fárra ára fresti í framtíðinni, sem væri allt ann- að en heppilegt. Ekki samræmi í orðum •g gerðum Eysteinn Jónsson vitnaði til lokaorða viðskiptamálaráðherra um að tíðar breytingar á banka- löggjöfinni værú ekki heppilegar. Sagði hann, að tæpast væri hægt að tala um samræmi í því sem þessi ráð- herra segði og gerði. Fyrir fá- um árum hefði hann átt þátt í því að breyta bankalöggjöfinni, og nú, er þessi ráðherra sæti í stjórn með öðrum flokki, væri þeirri bankalöggjöf, sem hann átti þátt í að setja, umturnað. Umbúðir Þetta frumvarp er stórkostleg- ar umbúðir utan um fá megin- atriði, hélt ræðumaður áfram. Aðalatriði frv. er að fjölga í stjórn bankans úr fimm í átta. Svo heldur ráðherra hátíðaræðu um vandasamt, vísindalega unn- ið undirbúningsverk. En allt þetta tilstand er gert til að fá þrjú ný embætti til að ráðstafa. Ræðumaður kvaðst sammála því atriði frv., að ríkisstjórnin réði stefnunni í peningamálum þjóðarinnar. Hins vegar mót- mælti hann því, að sett yrði inn í Seðlabankalöggjöfina ákvæði um að Seðlabankinn tæki hluta af fé innlánsdeilda kaupfélag- anna. Eysteinn Jónsson sagði að lok- um, að í frumvarpinu væru eng- in þau ákvæði til bóta, sem gterðu rétt, að ljá því fylgi. Eina á- kvæðið, sem væri verulega til bóta, væri um framlagið til Vis- indasjóðs, en um það hefði mátt setja sérstaka löggjöf. Stefnt í rétta átt Einar Olgeirsson sagði, að hvað sem kynni að vaka fyrir ríkis- stjórninni með frumvarpinu, teldi hann í 'höfuðatriðum stefnt í rétta átt með því, einkum með viðskilnaði Seðlabankans og Landsbankans, sem hefði átt að koma á miklu fyrr. Hlutverk bankans kvað ræðumaður of litast af stefnu núverandi ríkis- stjórnar og mundi hann gera breytingar- tillögur við þá grein frv. Þá taldi hann það rétt, að ríkisstjórn in réði stefnunni í peningamál- um. Leggja Framkvæmda- bankann niður Þá vék ræðumaður að hag- fræðideild Seðlabankans, sem hann taldi að bæri að efla enn frekar en í frumvarpinu segir og lagði til, að Framkvæmda- bankinn yrði lagður niður, eða lagður inn í Seðlabankann og yrði bagfræðideild hans. Myndu þeir góðu kraftar ,sem storfuðu í Framkvæmdabankanum njóta sín betur í slíkri hagdeild. Vantar áætlunarráð Einar Olgeirsson sagði að lok- um, að hann vildi gjarnan vinna að því, að föst skipan kæmist á bankamálin, svo ekki þyrfti allt- af að vera að breyta bankalög- gjöfinni. En það sem fyrst og fremst vantaði í þetta frv., væri, að þegar Seðlabankinn yrði sjálf stæð stofnun, hefði hann jafn- framt átt að verða áætlunarráð íslenzka ríkisins. Að ræðu Einars Olgeirssonar lokinni sagði Jóhann Hafstein nókkur orð, sem er getið annars staðar í blaðinu. Landsbankinn og Framkvæmdabankinn Viðskiptamálaráðherra fylgdi frumvarpinu um Landsbankann úr hlaði með örfáum orðum, en aðrar umræður urðu ekki um það frumvarp. Þá talaði fjármála ráðherra fyrir frumvarpinu um breytingu á lögum um Fram- kvæmdakankann og skýrði þær breytingar, sem fyrirhugað er að gera á bankaráði þess banka eins og sagt var í blaðinu í gær. Ein- ar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs og ítrekaði þá skoðun sína, að leggja bæri Framkvæmdabank- ann niður og fella starfsemi hans inn í Seðlabankann. Eysteinn Jónsson kvaddi sér einnig hljóðs og sagði, að stofnun Fram- kvæmdabankans hefði á sínum tíma verið sérstakt heillaspor. Hins vegar teldi hann fyrirhug- aða breytingu á bankaráðinu ekki til bóta, því eftir breyting- una yrði ekki eins náið sam- band milli Framkvæmdabankans og fjármálaráðuneytisins og fyrr. Björn í Bce segir fréttir norSan af Höfðaströnd BJORN hreppstjóri Jónsson í Bæ á Höfðaströnd, er staddur í bæn- um og leit hann sem snöggvast inn á ritstjórn Mbl. í gær. Hefur Björn verið fréttaritari Mbl. um árabil. Björn sagði tíðarfar hafa verið ágætt. Svellalög hafi verið mikil fyripart janúar og var flughálka á vegum, en alvarleg slys urðu ekki. Víða er nú fénaði gefið inni en þó munu bændur á nokkrum bæjum beita sauðfé sínu og gefa því síld eða annan fóðurbæti. Jörð er alauð. Heyforði er svo mikill að hann mun allsstaðar nægur og heilsufar fénaðar með albezta móti. * * * Eins og undanfarin ár leitar fólkið mikið til atvinnu á Suður landi. Margt er farið, en fleiri munu þó enn heima vera og bíða þar lausn verkfalla í verstöðv- unum. Þegar fólkinu svo fækkar, og ef annir eru þá ekki því meiri á fámennum heimilum sveitar- innar, eru mannamót tíð, spila- mennska, hjónaböll, kaffikvöid og þess háttar og eru þetta hinar mestu ánægjustundir fyrir fólk- ið. Björn sagði að heilsufar hefði verið með lakara móti, kvilla- samt væri. * * * Lítil umferð er um fjallalönd Aftur á móti taldi Björn augljóst mál að mjög fjölgaði minkum. og því fátt fregna af refum. Það er dálítið einkennilegt hvernig minkurinn gýs upp á tak mörkuðu svæði, en á þá til að hverfa samtímis af öðrum. Björn kvaðst vita um einn mann sem á síðastl. ári hefði unnið 80 minka. I einu minkagreni hafði annar sveitungi hans drepið 9 kettlinga, svo af því má ráða að viðkoman er ekki lítil hjá þess- Hvort má ræða þingmál víð kjósendur ? f MORGUNBLAÐINU í fyrra dag var skýrt frá orðaskipt- um Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráð- herra og Ólafs > Jóhannessonar, 3. þ.m. Norðv.- lands, vegna á d e i I u hins síðarnefnda á það atriði, er J ó h a n n Haf- s t e i n skýrði frá frumvarp. um Seðlabankann á fundi Varðarfélagsins. Er Seðia- bankafrv. var til fyrstu um- ræðu á fundi í neðri deild Al- þingis í gær kvaddi Jóhann Hafstein sér hljóðs og mælti á þessa leið: ★ — Þar sem ég ei* forseti þessarar deildar vil ég í sam- bandi við þetta mái segja nokkur orð. Ég hefi, í efri deild, verið ásakaður af 3. þm. Norðvesturlands fyrir að ræða efni þessa frumvarps áð- ur en það var lagt fyrir þing- ið, og taldi hann, að með því hefði ég gerzt sekur um trún- aðarbrot við Alþingi. ★ f frásögn Tímans í gær um þessar umræður í efri deild er m. a. sagt, að með fram- komu minni væri ,Jiöggvið nærri virðingu AJþingis og því misboðið“. Ennfremur, að „með slíku væri verið að draga vald úr höndum Al- þingis.“ ★ Ég hef gert kjósendum í stjórnmálafélagi grein fyrir því í aðalatriðum hvað ríkis- stjórnin myndi leggja fyrir Alþingi til lögfestingar um bankamál. Þetta gerði ég með vitund ríkisstjórnarinnar. ★ Ég leyfi mér að vænta þess, að í þessari deild, sem ég nýt þess trausts að vera forseti í, sé ekki átalið, að mái, sem vitað er að lögð verði fram á Alþingi, séu rædd áður við kjósendur. ★ Enginn þingdeildarmanna neðri deiidar kvaddi sér hljóðs að máli Jóhanns Haf- steins loknu. ari barðgerðu skepnu. Heita má að lítið sé litið til sjávar á þessum árstíma, en menn búa sig undir vertíð, setja upp línu og net og annað sem til heyrir. Nýlega hafði bátur einn úr Sléttuhlíð farið í róður og fengið sæmilegan afla og komu einnig að með þrjá seli úr þess- um róðri. Menn ræða eðlilega mikið um framtíð bændaskólans á Hólum. Vonandi tekst vel til um val skólastjórans. Það ætti að vera kappsmál Norðlendinga að þeir búi sem bezt að sínum bænda- skóla. Verkefnin eru mörg sem vinna þarf fyrir þennan gamla norðlenzka bændaskóla, sagði Bjéörn í Bæ. Þorrablót í N-ís. ÞUFUM, 1. feb. — Mjög storma- samt hefir verið undanfarið, eix alltaf fryst vægt. Snjór er lítill, Mikð ofsaveður gerði 26. f.m. a| norðri, en olli ekki skemmdum. Vegir allir eru greiðíærir. Konur í Reykjafjarðarhreppi hafa undirbúið þorrablót I Reykjanesi og mun það vera sótt af hreppsbúum almennt. Verður þar rausnarlegt matborð, svo og ýms önnur skemmtiatriði, kviic myndir, spilað o. fl. Fyrir mörg. um árum voru haldin hér þorra- blót áriega og þóttu góð tilbreyt. ing, en lögðust niður. Er því vel fagnað að konurnar taka nú upp þennan gamla þjóðlega sið og eiga þær þakkir fyrir. — P.P, skrifar um: KVIKMYNDIR GAMLA BÍÓ: Svanurinn ÞAÐ er orðið sjaldgæft að sjá hina glæsilegu furstafrú af Mon akkó á „hvíta tjaldinu", enda vekur það jafnan mikla athygli, ef það ber við. í þessari amer- ísku mynd, sem tekin er í litum og Cinemascope og byggð er á samnefndu leikriti eftir Molar, leikur Grace Kelly tiginborna og fagra unga stúlku, sem ætlað er það hlutskifti að verða drottning á sínum tíma. Minnir þetta óhjá- kvæmilega á hinn raunverulega lífsferil leikkonunnar sjálfrar, sem öllum er kunnur. Myndin 1 gerist í einu af konungsríkjum Mið-Evrópu árið 1910. Krón- prinsinn, Albert, er kominn á þann aldur, að drottningunni, móður hans þykir tími til kom inn að hann fari að litast um eftir kvonfangi. í þeim erindum kemur hann í heimsókn til þeirra mæðgnanna frú Beatrix og Alexandru dóttur hennar, sem eru af gamalli aðalsætt og í nánum tengslum við konungs- ættina. Frú Beatrix bindur mikl- ar vonir, vegna dóttur sinnar, við þessa heimsókn krónprins- ins, en verður fyrir miklum von- brigðum því að prinsinn virðist hafa áhuga á flestu öðru en hinni fögru Alexöndru. Grípur þá Beatrix til þess gamla her- bragðs að reyna að vekja áhuga prinsins með því að gera hann afbrýðisaman. Hún efnir til dans leiks til heiðurs prinsinum, en býður þangað dr. Nicholas Agi, sem er heimiliskennari hennar, ungur maður og glæsilegur. En þá tekst svo til, sem Beatrix hafði ekki gert ráð fyrir, að á dansleiknum verða þau Alex- andra og dr. Agi ástfangin hvort af öðru. Veldur þetta miklu upp námi í höllinni, og táraflóði, en ekki verður hér haldið áfram söguþræðinum. Mynd þessi er býsna skemmti leg enda er hún gerð undir stjórn hins mikilhæfa leikstjóra Charles Vidor, auk þess sem segja má um hlutverkaskipun- ina að þar sé valin maður í hverju rúmi. Grace Kelly leikur Alexöndru með máklum yndis- þokka, Alex Guinnes, snilling- urinn enski leikur Albert krón- prins og Louis Jourdan dr. Agi, og fleiri ágætir leikarar fara þana með hlutverk. TJARNARBÍÓ: Örlagaþrungin nótt Uppistaðan og spennan í þess- ari mynd er bankarán, sem fram- ið hefur verið í Venice í Kali- forníu. Tveir unglingar, Frank og Ellie vinkona hans eru á leið heim til sín úr skemmtigarði borg arinnar, en verða áhorfendur að því er lögreglubílarnir elta bóf. ana. Þau heyra að einhverju er hent í skurð skammt frá þeim og þegar lögreglan er farin í burtu leita þau í skurðinum og finna þar lokaðan kassa. f kassanum er mikil fjárupphæð o,g Frank tekst að fela hann, enda hyggst hann, þrátt fyrir mótmæli Ellie, að slá eign sinni á peningana. En nú koma til sögunar tveir dular. fullir náungar, sem eru á hnot. skógi eftir peningunum, sem þeir hafa hugboð um að séu í vörzlu Franks. Þeir sitja því jafnan um hann og loks ræðst annar þeirra á hann en honum tekst að koma peningunum undan og afhenda þá lögreglunni. Hér er farið fljótt yfir sögu því að margt gerist I myndinni, sem ekki verður rakið hér. En þó að spenna myndarinn- ar sé allmikil, þá er hún þó hvað athyglisverðust fyrir hið mikla vandamál, sem þar er tekið nokk. uð til meðferðar, þ.e. afstöðu unglinga til foreldra sinna og for eldranna til barnanna. Mjög er athyglisverður leikur unglinganna Randy’s Sparks, er leikur Frank og Venetiu Steven- son, er leikur Ellie.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.