Morgunblaðið - 03.02.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.1961, Blaðsíða 22
22 MORCVHKT 4 ÐIÐ Föstudagur 3. febr. 1% Landsleikur viö Bandaríkin? beiðni KSÍ til athugunar i Bandarikjunum Knattspyrnusamband ís- Iands hefur farið þess á leit að fá landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu hingað til lands í sumar og efna til annars landlciks landanna á þessu sviði. Sneri KSÍ sér til Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna hér og hefur hún veitt alla fyrirgreiðslu til þessa í málinu. Hefur beiðn- in verið send til Bandaríkj- anna og er þar í athugun. — Víst er að það er vilji ís- Ienzkra knattspyrnumanna, að fá bandaríska landsliðið hingað og undir þá ósk hafa starfsmenn upplýsingaþjón- var að Bandaríkjamennirnir greiddu ferðir liðsmamia sinna hingað sjálfir og heimsóknin varð því ákaflega góð fjárhags- lega fyrir KSÍ — jafnvel svo að sambandið lifði á þessari heim- sókn lengi á eftir, og gat ráðizt í ýmislegt það sem ella hefði verið ókleift að gera. Svar ókomið Ennþá hefur ekki borizt svar við beiðni KSÍ um landsleik í sumar. Er ekki heldur víst að það takist að afla sömu kjara og áður samdist um. En unn- endur knattspyrnu vona sannar- lega að svo verði. Kristmundur sigurvegari, yzt t. h., Trausti og Sveinn. Kristleifur Gubmundsson vann Ármannsskjöldinn ustunnar vel tekið. Góð samskipti Bandaríska landsliðið kom hingað fyrir nokkrum árum. Þá sigruðu íslendingar með 3 mörk um gegn 2. En það sem var jafn- vel enrnþá eftÍTSóknarverðara Glímunámskeið ; hjá UMFR GLÍMUDEILD Ungmennafélags Reykjavíkur heldur námskeið í ísl. glímu í leikfimisal Miðbæjar skólans. Æfingar byrja í kvöld ki. 20.00. Glímt verður þrisvar í viku, þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 20 hvert kvöld. Ungmennafélagið hefur átt marga ágæta og þekkta glímu- menn svo sem Ármann J. Lár- Ármann J. Lárusson hefur varp- að mestum ljóma á nafn UMFR. usson, Hilmar Bjgrnason, Gunn- ar ÓTafsson, Guðmund Jónsson, Kristján Heimi Lárusson, Hann- es Þorkelsson og fleiri. Bandaríkjamenn hafa oft sýnt isl. íþróttahreyfingu mikla — og meiri velvild en flestar aðrar þjóðir. Gildir það ekki einungis um knattspyrnu heldur á fjöl- mörgum öðrum sviðum íþrótta. FRRI hluta þessarar viku fóru fram nokkrir leikir í ensku bik- arkeppninni, voru það leikir, sem fresta varð eða endað höfðu með jafntefli sl. laugardag. Úrslit leik anna urðu þessi: Leicester — Bristol City ...... 5:1 Burníey — Brighton ............. 2:0 Huddersfield — Barnsley ....... 1:1 Newcastle — Stockport .......... 4:0 Blackburn — Bolton ............. 4:0 Aldershot — Stoke .............. 0:0 Manchester U. — Sheffield W.... 2:7 Luton — Manchester City ........ 3:1 Aston Villa — Petersborough .... 2:1 65 þúsund áhorfendur voru að leiknum milli Manchester U. og Sheffield W. Leikmenn Sheffield- liðsins léku mjög vel og höfðu yfirburði allan leikinn. Framlengja varð tveimur leik- um þ. e. milli Huddersfield og Barnsley og milli Aldershot og Stoke. Samt sem áður fengust KRISTMUNDUB Guðmunds son, Á, sigraði í Skjaldar- glímu Ármanns í fyrrakvöld. Var keppnin geysihörð og tvísýn. Þetta ©r í fyrsta sinn sem Kristmundur vinnur ekki úrslit og verða liðin að leika aftur og fara leikirnir fram n.k. mánudag. ★ Dregið hefur verið um hvaða lið leika saman í fimmtu umferð bikarkeppninnar, sem fram fer 18. febrúar. Þessi lið munu þá leika saman: Burnley — Swansea Newcastle — Stoke eða Aldershot Birmingham — Leicester Sheffield U. — Blackburn Norwich — Sunderland Aston Villa — Tottenham Huddersfield eða Barnsley — Luton Leyton Orient — Sheffield W. Án efa mun athyglin beinast að leiknum milli Aston Villa og Tottenham og má gera ráð fyrir að Tottenham verði að taka vel á, því Aston Villa er frægt lið í bikarkeppni. , Hreinlega tekið bragð. Enska knattspyrnan; SheUietd - Manch ester U. 7:2 skjöldinn, en um hann kepptu nú 10 glímumenn. GLÍMAN fór vel fram og frammi staða nokkurra áður lítt kunnra glímumanna var mjög athyglis- verð. Skjaldarhafinn hefur áð- ur tekið þátt í mörgum kapp- glímum, en hætti í nokkur ár. Hann hóf aftur æfingar sl. vetur. Sérstaka athygli álhorfenda vöktu glímur Sveins Guðmundssonar, en þær voru skemmtilega útfærðar. Leitun mun á glímumanni, sem tekur ihægrifótar klofbragð á jafn snjallan hátt og Sveinn. Þó sýndi hann kæruleysi í einni glímunni, sem, ef til vill, hefur komið í veg fyrir sigur 'hans í þessari keppni. Trausti og Ólafur skiluðu sfnu vel og einnig Hilmar Bjarnason U.M.F.R., sem nú um margra ára skeið hefur sett ánægjulegan svip á flest glímumót. Þá má ekki gleyma yngsta keppandanum, Gunnari Ingvars- syni, sem nú þegar aðeins 16 ára gamall sýndi mjög athyglisverða frammistöðu og vann sér það til frægðar að leggja Svein Guð- mundsson. 1. Kristm. Guðmundsson Á. 7. v. 2. Trausti Ólafsson Á. 6 + 1 v, 3. Sveinn Guðmundsson Á. 6 y, 4. Hilmar Bjarnason UMFR 5 v, 5. lóafur Guðlaúgsson Á. 4 v, 6. Svavar Einarsson Á, 3 v, 7. Hannes Þorkelsson UMFR 3 v, 8. Kristján Andrésson Á. 1 v. 0. Gunnar R. Ingvarsson Á. 1 v. Kristmundur fylgdi allfast — en hefur þó sleppt tökiun hér. Myndir: Sv. Þormóði. Tvœr,,stjörnur" neita að ferðast PAB verður væntanlega meiri spenningur um lokakeppnina um Evrópubikarinn í knattspyrnu en vænzt var. Keppnin stendur milli Spartak í Tékkóslóvakíu og Barcelona. Tveir af beztu leikmönnum Barcelona, Kubula og Kocsis, sem báðir flúðu Ungverjaland, hafa tilkynnt forráðamönnum fé- Iags síns, að þeir fari alls ekki austur fyrir járntjald — Jafnvel þó Tékkar vilji tryggja ferða- frelsi þeirra. í fyrri leik landanna sem verð, ur í Barcelona 15. marz, er þvi keppikefli fyrir Spánverja að sigra með svo miklum marka, mun, að fjarvera stjamanna tveggja í seinni leiknum, geti ekki orsakað að Barcelona verði „siegið út“. ~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.