Morgunblaðið - 03.02.1961, Blaðsíða 6
6
MORKVNQLAÐIB
Föstudagur 3. febr. 1961
f GÆR voru liðin 50 ár síðan
Kristilegt félag ungra manna og
kvenna (KFUM og K) í Hafnar-
firði var stofnað. Verður þessara
merku tímamóta minnst í húsi
félagsins við Hverfisgötu með há
tíðasamkomu á sunnudag kl. 1,30
fyrir börn og 8,30 fyrir fullorðna.
Er öllum heimill aðgangur. Stofn
endur félagsins voru hjónin Val-
gerður og séra Þorsteinn Briem,
sem var aðstoðarprestur séra
Jens Pálssonar prófasts í Görð-
um. Stofnuðu þau deildirnar
með fermingarbörnum í Garða-
sókn og var fyrsti samkomustað-
urinn hjá Jóni heitnum Lauga
að Brekkugötu 7.
Tilgangurinn með stofnun K.
F.U.M. og K. í Hafnarfirði var
að sjálfsögðu kristilegs eðlis og
byggt á samþykkt, sem gerð var
á aþjóðafundi kristilegra félaga
i ungra manna í París árið 1855,
en þar segir meðal annars:
„Kristileg félög ungra manna
leitast við að safna saman ung-
um mönnum, sem viðurkenna
Jesúm Krist, Guð sinn og Frels-
ara, samkvæmt heilagri ritningu,
og vilja vera lærisveinar hans
í trú og líferni, og starfa í sam-
einingu að útbreiðslu ríkis hans
meðal ungra manna". Starfar
félagið á grundvelli hinnar ís-
lenzku evangeliks-lútersku
kirkju.
Þá segir og um tilgang félags-
ins: „Félagið leitast við að vekja
og efla trúarlegt og siðferðilegt
líf ungra manna og hlynna að
andlegri og líkamlegri menningu
og velferð þeirra. Þessu tak-
marki reynir félagið að ná með
fundahöldum fyrir unga menn
og drengi, þar sem Guðs orð og
50 ára afmœli KFUM og
K. í Hafnarfirði
og búinn að halda ræður á sam
komum. Og nú á seinni árum
hafa annast ræðuflutning m. a.
nokkrir menn úr KFUM í
Ross-hringurinn vill
(:aupa keppinautana upp
KFUM og K húsið í Hafnarfirði
ÞAÐ má nú segja að risarnir
eru farnir að takast á og
ætla að éta hvorn annan.
Fréttir berast um það utan
frá Englandi, að Ross togara-
hringurinn hafi gert kaup-
tilboð í Associated togara-
hringinn. Sagt er að kaup-
tilboðið sé 8,7 milljón sterl-
ingspund eða sem nemur 922
milljón íslenzkar krónur. Ef
úr þessu yrði, myndi Ross
togarahringurinn í Bretlandi
verða langsamlega stærsti og
voldugasti togarahringurinn
í Bretlandi. Associated hefur
fram að þessu verið sterk-
astur keppinautanna. Nú sem
stendur ræður Ross-hringur-
inu yfir 64 togurum en As-
sociated yfir 63 togurum.
lýsingar um hvort því verði tek-
ið. Blaðið segir, að rekstur Ross
hringsins hafi gengið mjög vel
upp á síðkastið. Getur það þess,
að hagnaðurinn af hringnum
á síðasta starfsári hafi verið
600 þúsund sterlingspund eða
um 63,6 milljónir króna. Var
það um fimmtungi hærri ágóði
en áætlaður hafði verið í rekst-
ursáætlun.
Hins vegar virðist reksturinn
ekkj hafa gengið eins vel hjá
Associated Fisheries. Að minnsta
kosíi hafa hlutabréfin í félaginu
lækkað nokkuð að undanförnu.
Svo virðist sem Ross hringur-
inn sé reiðubúinn að kaupa öll
hlutabréf í Associated Fisheri-
es, en líklega óskar það eftir
að láta hlutabréf í Ross-hringn-
um upp í hluta af kaupverðinu,
og yrði Associated-hringurinn
þá leystur upp og innlimaður í
Ross-veldið.
bæn er haft um hönd og trúar.
legir og fræðandi fyririestrar
eru fluttir, og með hvers konar
starfsemi annarri, er má verða
til að efla og þroska kristinn
æskulýð“.
Séra Þorsteins og konu hans
naut ekki nema skamms tíma
við í starfi félagsins, því að hann
vígðist að Hrafnagili í Eyjafirði
vorið 1911. Tók þá við foryst-
unni stofnandi KFUM og K á fs-
landi, séra Friðrik Friðriksson,
sem búsettur var í Reykjavík. Á
félagið honum mikið og gott
starf upp að ynna, sem seint
verður fullþakkað. Fyrstu árin
gekk hann til dæmis tvisvar í
viku suður í Fjörð og hélt fundi
með æskufólki. — Það eru vafa-
laust margir, sem minnast þeirra
daga þegar séra Friðrik las á
fundum upp úr þá óprentaðri
skáldsögu sinni, Sölva. Fleiri
góðir menn gerðu sér einnig ferð
á fundi hafnfirzks æskufólks á
þessum árum, og má þar til
nefna séra Bjama Jónsson vígslu
biskup, sem var jafnan boðinn
Reykjavík og unnið þar gott
starf.
Um starfsemi félagsins á
fyrstu árunum er það annars að
segja, að árið 1918 keypti það
húsið Bristol við Suðurgötu og
voru haldnir fundir þar til ársins
1928 að húsið við Hverfisgötu
var byggt. Var mikið átak fyrir
fátsékt félag að koma því upp á
sínum tíma. Fyrir nokkrum ár-
um voru á því gerðar miklar end
urbætur, og er það hið vistleg.
asta í alla staði.
Einn liður í starfi KFUM og
K var að koma sér upp skála í
Kaldárseli og var það gert á-
samt piltum úr félagsskapnum í
Reykjavíík. Hafnfirðingar eign-
uðust þó brátt skálann einir, og
hefir hann verið stækkaður og
endurbættur síðan. Á sumrin er
þar dvalarheimili fyrir telpur og
drengi og hefir starfsemin t'arið
sívaxandi. Síðustu árin hafa þau
Guðfinna Gísladóttir og Arn.
grímur Guðjónsson verið for-
menn þessara deilda.
Af starfsemi Kristilegs félags
ungra manna og kvenna í dag er
það annars að segja, að skráðir
félagar eru nú milli 70 og 80, en
þess fyrir utan sækja fleiri
fundi. Starfið er fólgið í samkom
um fyrir fullorðna, drengja- og
unglingafundum og kvenna,
fundum. Þá eru sérstakar æsku
lýðs- og kristniboðsvikur og
verður sú næsta 26. febrúar. Og
ekki má gleyma sunnudagaskól-
anum, sem jafnan er vel sóttur.
Ekki verður svo skilið við
þessar fáu línur, að ekki sé get.
ið þess manns, sem einna mest
og dyggilegast hefir unnið fyrir
félagið, en það er Jóel Fr. Ingv-
arsson, sem verið hefir formað-
ur þess og umsjónarmaður frá
fyrsta afmælisfundi árið 1912.
Hann hefir að öðrum ólöstuðum
verið „faðir“ félagsins í Hafnar-
firði og lagt því af mörkum allt
það, sem hann hefir mátt. Hon-
um ber þakkir fyrir hin góðu
uppeldisáhrif, sem fjöldi hafn-
firzkra æskumanna hafa orðið
aðnjótandi í hinum kristilegu
samtökum, sem hann hefir svo
lengi veitt forystu og minnist nú
hálfrar aldar afmælis síns. —■
Aðrir í stjórn og mikið hafa lát.
ið að sér kveða í KFUM eru
Gestur Gamalíelsson, Guðjón
Arngrímsson, Jóhann Pedersen
og Guðbergur Jóhannsson.
Formaður kvennadeildarinnar
er Jóhanna Eiríksdóttir, sem
unnið hefir mikið í félagslífinu
ó löngum starfsdegi. Með henni
í stjórn eru Valgerður Erlends-
dóttir, Guðrún Einardóttir, Mar.
ía Guðnadóttir og Þorbiörg
Guðnadóttir. Hefir deildin starf.
að vel og dyggilega og margar
konur lagt þar fram sinn skerf
félaginu til eflingar.
Ekki er hér rúm að rekja frek
ar starfsemi KFUM og K, en ým
islegt mætti fram koma, sem. fél-
agið hefir unnið að og látið gott
af sér leiða á þessu tímabili. Það
hefir jafnan unnið i anda hinnar
kristnu trúar, eins og áður seg-
ir, og markvisst að því að boða
ungmennum og öldnum boðskap
Krists.
Það er ekki að efa, að ma' gir
hafa orðið fyrir góðum áhrifum
af því að sækja fundi í Kristi.
legu félagi ungra manna og
kvenna í Hafnarfirði. Eru því nú
sendar beztu árnaðaróskir á
hálfrar aldar afmælinu og þakk
að göfugt starf. — G. E.
ROSS GRÆÐIR
Brezka fiskitímaritið Fishing
News skýrir frá kauptilboði
þessu, en kveðst ekki hafa upp-
Rithöfundi
boðin dvöl
EINS og undanfarin ár hefur
Rithöfundasambandi íslands bor-
izt tilboð frá Vár Gárd, —
Fræðsludeild Sænsku samvinnu-
félaganna, um ókeypis dvöl fyrir
einn íslenzkan rithöfund í heim-
kynni þeirra Vár Gárd, dagana
10.—30. apríl n.k.
Þeir sem kynnu að hafa hug
á slíku sendi umsóknir sínar til
stjórnar Rithöfundasambandsins
eða skrifstofu þess Hafnarstræti
16, er veitir allar nánari upplýs-
ingar. Umsóknir þurfa að ber-
ast hið fyrsta.
(Fréttatilk. frá Rithöfunda
sambandi íslands).
* Sursum cordg
Maður kom að máli við Vel-
vakanda og spurði hvað hann
hefði eiginlega átt við með því
að í leikritinu Pókók eftir Jök.
ul Jakobsson, sem Leikfélagið
er að sýna, væri boðskapur og
væri sá á latínu. Aðeins einn
maður hefur spurt um þetta,
svo sennilega eru allir aðrir
leikhúsgestir fyrir löngu búnir
að átta sig á latnesku tilvitnun"
inni, sem minnzt var á.
En þessum eina verðum við
að svara. Tilvitnunin er „Surs-
um corda“, sem þýðir „lyftum
hjörtum vorum“ sjálfsagt und
irskilið til himna. Þetta er mik
ið notað í kirkjunnar máli.
í leikritinu kemur þetta fyr.
ir, þegar Pókók-farsóttin er
komin á hástig og börnin veikj
ast unnvörpum af þessu æði.
Þá er einasta lækningin „Surs
um corda“-pi!lur. Sem sagt
þegar þetta æði, sem þjáir
mannkynið í dag er orðið óvið
ráðanlegt, þá er einasta lækn-
ingin að „lyfta hjörtum vor-
um“.
Velvakanda þykir trúlegt að
höfundurinn hafi átt við þetta.
* Alveg retti timinn
Nokkrar mæður sátu á tali
og Velvakandi heyrði á tal
þeirra. Þær voru að ræða um
bamatímana í útvapinu og
kom saman um að það væri
hreinasta afbragð að hafa þá
kl. 6 á kvöldin. Þá eru börnin
orðin þreytt og ergileg — og
mæðumar reyndar líka. Og þ:'
er hægt að fá rólega stund fyr-
ir framan útvarpið. Mæðurnar
viðurkenndu líka, að þær
hefðu sjálfar mjög gaman af
sumum barnatímunum, sem
þær heyrðu út undan sér með-
an þær væru að taka til kvöld-
matinn, óáreittar.
Nú eru barnatímar í útvarp
inu alla daga vikunnar, mið-
aðir að nokkru við börn á mis.
munandi aldri. Virðist fyr.
irkomulag þeirra alveg ágætt,
hæfilega mikið af fræðandi
efni og hæfilega mikið af
skemmtiefni og þessu tvennu
vel blandað saman.
Velvakandi skaut því að
konunum, að sums staðar er-
lendis væru barnatímar fyrir
yngstu börnin á morgnana, til
að hafa ofan af fyrir þeim
meðan mæðurnar annast hús-
störfin. En þessar íslenzku kon
ur fullyrtu, að þær vildu aljg
ekki skipta á morguntímum
og síðdegistímum.
•^JIáttvísi^arf^ekki
aðvera^vingandi
En úr því við erum að taia
um dagskrá útvarpsins, ætla ég
að koma á framfæri skoðun
eins kunningja míns á öðru
efni. Honum finnst miður að
slík stofnun skuli leyfa það að
viku eftir viku komi menn í
útvarpið, sem varla kunni
mannasiði. Þeir minni sig ó-
þægilega á þessar tiltölulega
fáu afgreiðslustúlkur, sem á-
varpa viðskiptavinina með:
„Hvað viltö?“ og kunna ekki
að þéra ókunnugt fólk; leggja
fyrir það dónalegar spurn-
ingar. Telur þessi kunningi
minn að lágmarksháttvísi
verði að krefjast af þeim sera
í út'varp koma, enda þurfi húr»
ekkert að vera þvingandi,
nema ef viðkomandi er ekki
vanur almennri kurteislegri
umgengni. Þá verður hann auð
vitað klunnalegur og missir
létta og eðlilega framkomu,
um leið og hann lætur af
götustrá'catalinu.