Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 10
1C MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagurr 8. febrúar 1961' CWW MWr.lTUDiXAtB M Húsin eiga að faila inn í landslagið EKKI alls fyrir löngu hitti sem „öllum kunningjunum fréttamaður blaðsins á förnum | Frakklandi finnst svo gott“, og vegi ung hjón, sem ekki sjást kveðja nýfædda dóttur sína. oft á götum Reykjavíkur, og „Hún heitir Sólveig, eins og all- Þótti sjálfsagt að taka þau talí. ar litlar dætur íslendinga, sem Hann er frá New York og heitir hafa búið í París, segir hann. Gerald Anspach, hún frá Vest-1 Og það nafn hefur þann mikla mannaeyjum og heitir Högna kost að útlendingar geta borið Sigurðardóttir. Undanfarin ár það fram. Jæja, ég kem aftur til hafa þau verið búsett í Frakk- íslands í júní og hlakka til að landi, þar sem Högna lauk prófi í byggingarlist sl. vor, með slík- um ágætum að hún hlaut bæði verðlaun Beaux Arts skólans og auk þess sérstök verðlaun frá arkitektafélaginu franska. — Og hvar ætlið þið nú að setjast að? var auðvitað fyrsta spurningin. — Nú get ég ekki svarað, sagði Gerald. Með verðlaunum arkitektafélagsins hefur Högna tryggt sér atvinnuleyfi í Frakk- landi, sem annars er erfitt fyrir útlendinga að fá. Hún hefur því ágæt starfsskilyrði þar. En hún vill vinna á íslandi. — Já, það hefur alltaf setið fast í mér síðan ég fór út til náms haustið 1949 að hér ætlaði ég að starfa, grípur Högna fram i Og nú er bara að vita hvort ég fæ nóg að gera hér heima. — Mér líkar reyndar ákaf- lega vel á íslandi, segir Gerald, fólk lifir hér ákaflega vel. En ég hefi starfað í Frakkandi meira og minna síðan á stríðs- árunum við að kaupa inn gamla muni og senda til Bandaríkj- anna. — Haldið þið að grundvöllur sé fyrir verzlun með gamla dýr. mæta muni á fslandi, þar sem heimilin eru svo nýtízkuleg? — Já, því ekki það. Maður notar aldrei eingöngu gamlan húsbúnað í innanhússkreytingar nú til dags, heldur nýtízkuleg húsgögn og fáa sérstaklega valda gamla muni, sem fara þar vel. Samtalið verður ekki lengra þarna á götunni. Gerald á að leggja af stað til Parísar eftir klukkutíma, og hann kveðst eiga eftir að kaupa hangikjötið, mála hér í sumarbirtunni“, seg- ir hann að lokum. Gróðrastöð í Hveragerði En Högna varð eftir á íslandi og nokkrum dögum seinna mælt því að íbúarnir séu í sem nán- ustu sambandi við gróðurinn. Yfirbyggður inngangur í húsið liggur með gróðurhúsinu og sér þar yfir þann gróður sem inni fyr ir er. Yfir innigörðunum eru gler hvelfingar, sem standa upp úr þakinu og lífga upp útlitið. Á þakinu er einnig gert ráð fyrir að ræktaðar séu ýmsar útiplönt- ur og gras, og er hægt að ganga þar upp. Úr íbúðarhúsinu sjálfu er líka gengið í niðurgrafinn garð með hvelfingu yfir. Bygg- ingin er öll úr tilhöggnum steini, steinsteypu, viði og gleri. Ann- ars er tæplega hægt að gefa nokkra hugmynd um þetta nema vinnuteikningar fylgi. — Þetta hefur þótt æði frum- leg hugmynd, úr því þú hlauzt verðlaunin. Hvað tóku margir prófið núna? — Um 300 gengu undir próf, Högna Sigurðardóttir, og maður hennar, Gerald Ansjoach. um við okkur mót við hana, til að spyrja hana nánar um próf- verkefnið hennar, sem vakti svo mikla athygli franskra arki. tekta, og um sérkennilegt hús, sem verið er að byggja eftir teikningu hennar í Vestmanna- eyjum. — Já, prófteikningin, segir hún. Það er garðyrkjustöð með íbúðarhúsi og gróðurhúsum, sem ég hugsaði mér að stæði utan í fjallshlíðinni við Hveragerði, og að jarðhitinn yrði þar notaður eftir föngum. Húsin eru öll ein samfelld bygging, innangengt alls staðar á milli, og miðað að en margir féllu. Já, prófhug- myndin mín þótti víst óvenju- legri en flestra hinna. Auðvitað reyndu prófessorarnir og arki- tektarnir tíu í dómnefndinni að rífa niður það sem þeim fannst aðfinnsluvert og ég að vgrja það sem ég hafði gert, eins og venjan er. Garður á 2. hæð — Og þetta verkefni þitt gef- ur auðvitað hugmynd um hvað þér finnst máli skipta þegar reisa skal hús? — Já, að vissu leyti. Mér finnst t. d. að í byggingarlist eigi að leitast við að láta bygg- ingar falla sem bezt inn í um- hverfið. Þar má finna lausn bæði með formi og efni. Nota má eft- ir föngum efni, sem til eru á staðnum og leyfa byggingarefn- unum að koma fram í sem ó- breyttastri mynd. — En í garðyrkjustöðinni hef- urðu við. Enn sem komið er, setja skógar ekki svip á íslenzkt landslag. — Að vísu ekki. En viður set- ur svo miklu hlýlegri svip á hý- býlin, og ekki veitir af því þeg- ar byggt er úr steinsteypu og grjóti. Eins finnst mér að stefna eigi að því að láta það sem er innanhúss og utan falla sem mest saman. Náttúran hér er svo stórkostleg, að maður má til með að lifa í sem nánustu sam- bandi við hana. Blóm og jurtir veita svo mikla ánægju, að mér finnst að við ættum að reyna að ná gróðrinum eftir föngum inn í húsin — ekki sízt hér, þar sem lítið er hægt að vera úti vegna veðráttunnar. — Og einnig í þéttbýlinu, þar sem stutt er á milli húsa? — Þar koma erfiðleikar í ljós. En þá má leysa á ýmsan hátt. — Hvernig er t. d. húsið í Segir Hogna Sigurðardótlir ar -dSfii | l&kt Vestmannaeyjum, sem þú hefur teiknað? — Það hús á ungur skipstjóri og það er enn í byggingu. Bygg- ingarefnið er að mestu stein- steypa, en hluti þess hlaðinn úr Vestmannaeyjagrjóti. Hug- myndin er fengin frá fallegu varnargörðunum, sem lengi voru hlaðnir í Eyjum og standa enn. íbúðin sjálf er á efri hæð- inni, til að íbúarnir geti notið Útsýnisins. Norður- og suður- hlíðarnar eru gluggahliðar af sömu ástæðu, en vestur- og austurhliðar gluggalausar, því þar eru önnur hús of nálægt. Neðri hæðin er að nokkru leyti á súlum, en þar eru annars geymslur og svo anddyrið. Frá útidyrunum er hlaðinn skjól- veggur vegna austanáttarinnar, sem er slæm þarna. Uppi í stof. unni á 2. hæð er dálítill garður, sem gengur upp í gegnum húsið. Þetta þykir sumum sjálfsagt all- ifurðulegt. En eigendurnir eru ungt fólk, sem ekki er hrætt við nýjungar. Teikning af gróðrarstöð- inni í Hveragerði, sem var prófverkefni Högnu, og færði henni verðlaun Beaux Arts skólans og franska arkitektafélagsins. Kúplarnir, sem standa upp úr byggingunni eru yfir gróðurhúsunum, og íbúðin er svo innan um þau. Frávik ffá beirru köldu línunum — Hvernig er náminu hagað í þessum fræga gamla Beaux Arts skóla? — Já, hann er vissulega gam- all, stofnsettur á 17. öld, og var lengi eini byggingarlistaskólinn í Frakklandi. Á 19. öld var svo stofnsettur einkaskóli, sem enn er rekinn og þykir einnig mjög gróður. Beaux Arts er einkum frægur fyrir byggingalistadeild. ina, en þar er einnig kennd nögg myndalist og málaralist. Geysx- leg aðsókn er að byggingalista- deilíinni, þykir eðlilegt að það taki 3—4_ ár að komast inn í skólann. Á meðan er nemandinn í undirbúningsdeild, vinnur við teikningar og reynir við próf á hverju ári. Þetta vissi ég ekkei’t um, þegar ég fór út haustið 1949, enda hefur enginn fslend- ingur stundað þarna nám fyrr. Nú er þar einn piltur við nárn og ein stúlka byrjaði í haust. Skólinn er ákaflega líflegur og skemmtilegur. Þar eru alls kon- ar gamlir siðir í heiðri hafðir og strákapör þykja sjálfsögð. En námið er líka nokkuð erfitt og veitir ekki af að haída sig að því. Áður en gengið er undir lokapróf verður nemandinn að hafa unnið samanlagt 2 ár hjá viðurkenndum arkitekt utan skólans. — Hver er nýjasta stefnan í byggingarlist í Frakklandi? spyrjum við að lokum. — f Frakklandi, eins og reynd ar víðast annars staðar, eru arkitektar að byrja að víkja frá þessum beinu köldu línum, sem hafa ríkt að undanförnu, og gera hýbýlin hlýlegri með því að gefa hugmyndafluginu ofur. lítið lausan tauminn. Franskir arkitektar eru ákaflega hrifnir af finnskri byggingarlist, en það virðist vera komin alménn til- hneiging til að brjóta út af þessu allra einfaldasta. Það er heldur ekki nema eðlilegt að alltaf komi eitthvað nýtt fram í byggingarstíl eins og öðru, svo ekki sé staðið £ stað eða jafnvel haldið aftur á bak. — E. Pá. Fréttabréf fró Skiiðuklaustri Skriðuklaustri 13. jan. SNJOLAUST er nú um láglendið hér í dal og talsvert upp í hlíðar. Hefir ekki enn komið hér teljandi snjór á þessum vetri. En um jólin gerði storku og svellklístur til dalanna og var haglítið fram yfir áramótin og t. d. alveg hag- laust innst í Suðurdal. En nú hef ir hlánað þar allvel. Veðrátta var leiðinleg um jól- in, rigning eða krapaslydda flesta daga og norðaustan þokuloft. Talsvert frost gerði svo þegar ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Málf1 utning iskrifstofa. Bánkastræti 12. — Sími 18499 létti til fyrir rúmri viku, en hlýn aði svo snögglega hinn 11. jan. I gær og í dag er suðvestan frost- stormur. Fé var að heimtast hér af heið- unum fram undir jól. Vegir eru sæmilega greiðfærir nú' hér á upphéraði, en umferð er annars lítil. Þorrablót er nú í undirbún- ingi og Fellamenn hafa sitt þorra blót annað kvöld. Góðar minningar eru um ár- ferði hins nýliðna árs. Vetur frá nýári ágætur og vorið maí og júní, eitt hið bezta er komið get- ur. Júlímánuður var hinsvegar sá versti hér í dal, sem komið hef- ur frá 1950. Frá höfuðdegi var svo samfelld ágætistíð að heita mátti. Hey reynast nú betur til gjafar en frá sumrinu 1959, enda þau hey einhver þau lélegustu, er fengizt hafa, þrátt fyrir góða verkun. — J. P. Þetta hús, sem Högna hefur teiknað, er í byggingu í Vestmannaeyjum. ei i stofunní ' ", hæð og sést gegnum gluggann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.