Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur 8. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 ristmann Gubmundsson skrifar um. BÓ KMENNTIR Þrjú vegabréf Eftir Höllu og Hal Linker Hersteinrr Pálsson ísl. Bókfellsútgáfan HALLA og Hal Linker eru öll- uua íslendingum kunn. Þau hafa farið um víða veröld og gert mafn fslands kunnugt hvarvetna á leið sinni. Nú er ferðasaga þeirra komin í frumútgáfu á ís- lenzku, og hefur Hersteinn Páls- son þýtt hana með ágætum. Af eðlilegum ástæðum hef ég ekki borið saman frumritið og þýðing- una, því að frumritið er enn ekki komið út, en bókin er þýdd á lifandi og hressilegt íslenzkt mál, er virkar alls ekki eins og þýðing heldur miklu fremur frumrit. Þótt bók þessi hafi komið út fyir jólin og verið seld sem ein af jólabókum ársins 1960, er hún alls ekki bundin við neinn sér- stakan tíma, heldur bók sem imenn munu lesa allt árið um kring og ekki sízt í fríum sínum og ferðalögum, því hún er létt og skemmtileg aflestrar, samtímis sem hún er full af fróðleik um heimsbyggðina og fólkið sem hana byggir. Sagt er frá hlut. unum blátt áfram, létt og leik- andi, án óþarfa orðamælgi. Þetta er blaðamennska af beztu teg- und og fjarska þekkileg aflestr- ar. Athyglisverð eru „Inngangsorð" höfundanna, en í þeim segir svo: „í leit okkar að Undrum verald- ar“, sem við gætum nóð á kvik- mynd og sýnt sjónvarpsnotend- ttm, hefur okkur aldrei gleymzt „undrið" mesta, sá æðri máttur, sem tekur karl og konu við hönd sér og leiðir þau um langa vegu til að gera þau að lífsförunaut- um, sem ekki aðeins unna hvort öðru, heldur bera og virðingu hvort fyrir öðru. Hvenær sem nýgift hjón verða á vegi okkar, ^skum við þess fyrst og fremst að þau geti orðið eins hamingju- söm og við erum“. — Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um spennandi ævintýri í Khyber-skarði, en síð an segir Hal Linker frá þeim einkenniiegu tildrögum sem urðu til þess, að hann ferðaðist til íslands, þar sem hann hitti konu efni sitt. Er til Reykjavíkur var !komið sat hann um kvöld á Hótel Borg og mataðist, og eitt sinn er hann leit upp frá matnum sá hann að inn gengu í salinn tvær stúlkur og var önnur þeirra há, grönn og ljóshærð. „Henni varð litið í áttina til mín, er ég horfði á hana“, segir höf. „Eg sá að augu hennar voru sæblá. Þetta var víkingaprinsessa hoidi klæíd. Svo brosti hún til föru- mautar síns er bauð henni hand- legginn og þau gengu að borði í salnum". Var nú ekki að sökum að spyrja að Amor gamli hafði komið skoti á þennan víðförla Ameríkumann, svo að hann gat ekki framar haft augun af hinni ljóshærðu, ís- lenzku mey. Hann varð heillað- ur af henni þegar í stað og sár- öfundaði unga manninn, er hjá henni sat. Einhver hafði sagt hon um að á íslandi væru fegurstu stúlkur í heimi og þóttist hann nú hafa fengið sönnur fyrir því. Kaffið varð kalt í bollanum hans meðan hann braut heilann um það, hvernig í ósköpunum hann ætti að fara að því að kynnast henni. Loks datt honum ráð í að festa hugann við veiðarnar og verður þeirri stundu fegnast- ur er hann kemst aftur á land. Tekur hann þegar á rás að næsta símatóli og leitar í símaskránni að nafninu Guðmundsdóttir, því að hann er vanur að fólk sé skráð undir eftirnöfnum sínum. En hvergi tekst honum að finna neina Guðmundsdóttur; verður hann loks að leita hjálpar hjá féiaga sínum íslenzkum og tekst þeim í sameiningu að finna frök. enina. Höfundur segir stamandi að nú sé hann kominn aftur og að hann þurfi endilega að finna hana þegar í stað, það sé óskap- lega mikilvægt, hvort hún vilji hitta hann einhversstaðar. Úr því fer að færast amerískur hraði í hlutina og innan stundar eru þau trúlofuð, Hal og Halla. Næsti kafli heitir: „Hveitibrauðsdagar æ síðan“. Eftir að þau eru gift fara Hal og Halla í hvert ferðalagið á fætur öðru um hnöttinn og er bókin frásögn af reisum þeim. Lesandinn fær að fylgjast með þeim norður til Lapplands, suð- ur tií ísraels, vestur til Kúbu, niður til Kongó í Afríku, Egypta lands, Thaiti, Grikklands, Rúss- lands og víðar. Og lesandanum leiðist vissulega ekki á því ferða lagi, hjónakomin sjá um það. Það er hreint og beint sjaldgæft að fá í hendur jafnskemmtilega ferðabók og þessa, og mundu ís- lenzkir lesendur vissulega kunna að meta það; spái ég henni met- sölu, enda þótt hún kæmi svo nærri jólum að hún gæti þá ekki tekið þátt í kapphlaupinu. En þetta er sem sagt engin jólabók heldur bók alls ársins, prýðiieg til lestrar á hvíldarstundum, því að hún kostar enga andlega á- reynslu ,efnið er þannig framreiti að lesturinn hressir og gleður. En auðvitað er þetta „létt“ bók, höfundamir reynir ekki að leysa nein heimsvandamál, og er ekki með neinar heimspekilegar vanga veltur. Þau hjón eru aðeins skemmtilegir ferðafélagar, sem taka vel eftir öllu því er ferða- mönnum ber að sjá. í löndum þeim, er þau fara um, og kunna vel að segja frá því. Ofan í kaupið er svo bókin prýdd hinum ágætustu myndum víðsvegar úr veröldinni. Myndir eru af höfundunum og syni þeirra Davíð, víðförlasta dreng af íslenzkum ættum, — á ein- um stað sést hann heilsa maóríakonu með nefkossi; á öðr- um stað siglir hann á „skipi eyði merkurinnar“. Myndirnar eru vel teknar, sem vænta má af slík um „fotograf‘“ sem Hal Linker og eru þær hin mesta prýði á bókinni. Loks er skruddan vel og smekklega útgefin, „fer vel í skáp og er falleg í hendi“, eins og ein_ hver komst að orði nýlega, i einu orði sagt fyrirmyndar bók, sem gaman er að mæla með. Signal Nýtt tannkrem með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi. því aðeins það gerir tennur yðar skínandi hvítar og gefur yður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chlorophene, hið þekkta rotvarn- arefni, sem er mikið notað í þágu læknavísindanna. Samtímis því, sem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og drepur sóttkveikjur um leið og það hreinsar munninn. Burstið því tennur yðar reglulega lega með SIGNAL og njótið þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt magn hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar njóta hinnar öruggu varnar gegn tann skemmdum, sem þetta nýja undra-tannkrem, með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki veitir. Byrjið að nota SIGNAL, strax í dag. hug: Hann var kominn til að Ikvikmynda garðyrkju í gróður- húsum og sá í hendi sér að þessi yndislega stúlka myndi sæma sér vel innan um blómaskrúðið í glerhöllum Hveragerðis og Mos- fellssveitar, einkum ef hún feng- ist til að klæðast þjóðbúningn- vm. Sagan heldur svo áfram og er þessi samdráttur þeirra tveggja, Hal og Höllu, einn af ekemmtilegustu köflum bókar. innar. í miðjum kliðum fer höf. í hvalaleiðangur en á bágt með X—SIG l/IC 9658 IÞetta er ástæðan fyrir því, að SIGNALi inniheldur munnskolunarefni í hverju rauðu striki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.