Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 8. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 -jx. SÉÐ yfir fundarsal bæjarstjórn- ar Reykjavíkur í gær, er fuli- trúar á fundi Samibands íslenzkra sveitarfélaga sátu þar á rökstól- «im. A fundinum eiga sæti Bjart- mar Guðmundsson, alþm. odd- viti Aðaldælahrepps; Björn 'Finnbogason, oddviti Gerða- Ihrepps; Magnús Astmarsson, bæjarfulltr. Reykjavík; Sigurður Gunnarsson, Vopnafirði; Agúst H. Pétursson, sveitastj. Patreks- firði; Hermann Eyjólfsson, odd- yiti Ölfushreppi; Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar Reykjavík- ur; Hálfdán Sveinsson, bæjar- stjóri Akranesi; Jón Eiríksson, oddviti Skeiðahrepps: OlafurGuð mundsson, sveitarstjóri Stykkis- hólmi; Tómas Jónsson, borgar- lögmaður Reykjavík; Birgir Finnsson, alþm. Isafirði; Sigurð- ur S. Haukdal, oddviti V.-Land- eyjahrepps; Björn Dúason, sveit- arstjóri Miðneshrepps; Karl Krist jánsson, alþm. Húsavík; Jónas Guðmundsson, formaður Samb. ísl. sveitarfél.; Guðmundur Vig- — Kongoher Frh. af bls. 2 Marokko-hermenn úr liði Sam- einuðu þjóðanna. Þegar þeir væru farnir, sagði talsmaðurinn, að einungis 2.500 hermenn yrðu eftir af liði SÞ í Katanga. Her- menn þeir væru dreifðir í smá- hópum um allt fylkið, sem að verulegu leyti »r í höndum Bal- uba-manna, en þeir eru and- stæðir stjórn Tshombe. í Leopoldville var upplýst í dag, að Mobutu, öfursti, hefði skipað hermönnum sínum að vera við öllu búnir og bannað hermönnum SÞ að hafa not af herstöðvum Kongóhers, meðan Kongómálið væri til umræðu hjá Sameinuðu þjóðunum. Tals- í»’ maður SÞ sagði hins vegar, að stjórn SÞ í Leopoldville hefði ekkert verið tilkynnt um þetta. Þó telja menn, að Mobutu und- irbúi nú þann mótleik, sem hann hyggst leika, ef samþykkt verður í New York að afvopna herinn í Kongó. Belgíska fréttastofan Belga skýrir frá því að undanfarna daga hafi verið stöðugur straum ur Evrópumanna frá Kivu-hér- aði, síðan stjóm undir forsæti Kashamura, sem er stuðnings- maður Lumumba, komst til valda. í höfuðstaðnum, Bukavo, munu nú aðeins vera 150 Ev- rópubúar, en fyrir nokkrum dög um voru þeir eitt þúsund. — Kynnir ísland Framhald af bls 22. myndir, auk þess sem hún sýnl háhýsi, skóla, sjúkrahús og bók- söfn hins nútíma Islands. Einnig er klippingu myndarinnar hrós að. Að lokum segir blaðið að ,,This is Iceland" sé góð auglýs- ingamynd fyrir Island og að Kalsbþll muni áreiðanlega takast að fá marga í lið með sér til að tala máli landsins. fússon, bæjarfulltr. Reykjavík Sigurður O. Olafsson, alþm. Sel fossi; Þórður Halldórsson, Naut eyrarhrepps oddviti; Magnús Guð jónsson bæjarstjóri Akureyri; Stefán Gunnlaugsson, bæjarstjóri Hafnarfirði; Guðlaugur Gíslason, alþm. Vestmannaeyjum; Jón Jónsson, oddviti, Hofshrepps Skagaf.; Stefán Jónsson, bæjar- fulltrúi Hafnarfirði; Gunnþór Björnsson, bæjarstjóri Seyðis- firði. Fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfél. hafinn í GÆR hófst hér í Reykja- vík fulltrúaráðsfundur Sam- bands ísl. sveitarfélaga. — Stendur þessi fundur þar til á föstudagskvöld og fer fram í fundarsal bæjarstjórnar Reykjavíkur að Skúlatúni 2. Fundurinn var settur kl. 10 árd. í gær. Meðal gesta var borg arstjórinn Geir Hallgrímsson og flutti hann ávarp. 1 gær var kjör ið í nefndir og formaður Samb. ísl. sveitarfélaga flutti ársskrýrsl una. Hann gat þess m.a. að Unn ar Stefánsson viðskiptafræðing- ur hefði verið ráðinn fulltrúi hjá Sambandinu. í ræðunni vék hann mokkru máli að stofnun sameign arfyrirtækisins Malbik. Höfðu mokkrir bæir og kauptún bund izt samtökum um að stofna til sameiginlegra kaupa á vélum til gatnagerðar. í fyrstu var talið heppilegt að kaupa malbikunar- vélar. En stjórn Malbiks hefur átt ítarlegar viðræður við stjórn Sementsverksmiðjunnar um möguleika á sementskaupum til gatnagerðar og hefur því verið frestað kaupum á malbikunarvél Um. Sagði formaður Samb. ísl. sveitarfélaga, Jónas Guðmunds- eon, að endanlegt svar frá stjóm Sementsverksmiðju ríkisins um (þetta mál myndi liggja fyrir þeg ar aðalfundur Matbiks verður haldinn í næsta mánuði. i Þá gat ræðumaður þess að hann og Páll Líndal skrifstofustjóri ihefðu á síðastliðnu sumri farið utan til að afla sér upplýsinga um tekjustofna sveitarfélaga í jaágrannalöndum okkar Fór þessi athugun fram í sambandi við endurskoðun útsvarslaga og þá jninntist hann á Bjargráðasjóð fslands, á hinar stórfelldu breyt ingar er urðu á útsvarslögunum á síðasta ári. Þá hafði ráðuneytisstjórinn ( félagsmálaráðuneytinu gert grein fyrir nýrri löggjöf um tekju 6tofn sveitarfélaga. i Formaðurinn gat þess að fyrir þessum fundi lægi að taka af- stöðu til hinna nýju útsvarslaga, sem fram myndu verða lögð á Alþingi innan skamms. Gat hann þess í sambandi við þetta mál, að gert væri ráð fyrir að leggja niður það sem kallað er veltu- útsvar fyrirtækja, eða breyta því mjög. Taldi ræðumaður sveitarfélögin ekki geta misst þennan tekjustofn. Hefði verið um það rætt að leggja á í staðinn sérstakt aðstöðugjald. Myndi hverskonar fyrirtækjum, og líka ríkisfyrirtækjum, er ekki hafa til þessa greitt nein gjöld til sveitar félaga, verða gert að greiða slíkt aðstöðugjald. Annað stórmál er fyrir fund inum liggur er stjórnarfrumvarp um ríkisáibyrgðir, og er gert ráð fyrir því að með frumv. verði gerð gangskör að því að semja um þær skuldir sem eru í van- skilum. Einnig liggur fyrir þess um fulltrúaráðsfundi að fjalla um frumv. um ríkisfangelsi, hér aðafangelsi og vinnuhæli. í dag munu nefndir starfa, en þær eiga að skila af sér á fimmtu — Arás Framh. af bls. 24. að ræða gamlan heimilisvin þeirra hjóna. Var konan, sem með þeim var, eitt sinn ráðskona hjá árásarmanninum, en þau höfðu slitið samvistum á sl. hausti. Læt- ur hann í það skína, að hann hafi verið því mótfallinn að þessi fyrr um ráðskona hans væri á ferli á götum úti seint á kvöldin. Eggvopn það, sem maðurinn notaði, er gamall byssustingur, mikið vopn og flugbeitt. Hann segist hafa sótt hann heim til sín þegar hann sá til ferða ráðskon- unnar. Rannsókn þessa máls er mjög skammt á veg komin, en seint í gærkvöldi var maðurinn úr- skurðaður í 45 daga varðhald, en í svo langan tíma eru menn úr- skurðaðir í þegar um er að ræða alvarleg mál. Einnig verður eins og fyrr segir látin fara fram á honum geðheilbrigðisrannsókn, að því er Ármann Kristinsson, sakadómarafulltrúi skýrði Mbl. frá í gær. dag, og föstudag, en síðd. þann dag er gert ráð fyrir að fulltrúa fundinum ljúki. — Gervihnöttur Framh. af bls. 1 athugunarstöðvarinnar í Eng- landi eru þeirrar skoðunar, að þau merki séu frá bandaríska gerfihnettinum Könnuði VII sem sendur var á loft 13. okt. 1959. Geimskot þetta vekur vísinda- mönnum mikla forvitni, því að slík leynd hefur ekki fyrr verið yfir sendingum gervihnatta. í fréttasendingu Moskvuútvarpsins til Bandaríkjanna í dag var haft eftir rússneskum visindamanni, Zeuovy Chukhanov, að sú stund sé ekki langt undan, að Rússar sendi mann út í geiminn. Hann sagði, að þeir gætu nú séð hilla undir gervitunglstöðvar úti í geimnum, sem nota mætti til þess að endurnýja orku hinna ýmsu geimfara. Einnig sagði Chukhan- ov, að stóra gervihnetti mætti einnig nota í sambandi við sjón- varpssendingar eða sem afkasta- miklar rannsóknarstöðvar. Starfsmenn Meudon-athugun- arstöðvarinnar fyrir utan París og starfsmenn Belfield athugun- arstöðvarinnar í Ástralíu hafa lát ið í ljós þá skoðun, að leynd sú, er hvíli yfir þessu „geimskoti“ Rússa sé í hæsta máta forvitnileg og sé allt með felldu hljóti hnött- urinn að senda á leynilegri bylgju lengd. Formaður Bochum-stöðvarinn- ar í Vestur-Þýzkalandi, Heinz Kaminski, sagði í dag, að hann teldi, að rússneski hnötturinn hefði ekki verið sendur á loft á laugardag, heldur á fimmtudag, en þá hefði hann heyrt hljóð- j merki, sem trúlega hefðu getað verið frá hnettinum. Halvard nokkur Torgersen við tækniháskólann í Þrándheimi í Noregi hefur skýrt frá því, að hann hafi heyrt sérkennileg hljóð merki á bylgjulengdum, sem oft séu notaðar við gervihnetti, en svo virtist sem skipt væri af og til um bylgjulengd og að sent væri frá fleiri en einni stöð. — Torgersen kvaðst hafa heyrt þessi merki á 105 mínútna millibili þar til seint í gærkvöldi. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu 29. jan., með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. — Lifið heil. Halldóra Oddsdóttir, HjallanesL Kærar kveðjur og þakkir, sendi ég öllum, sem glöddu mig og heiðruðu á áttræðisafmæli mínu. Benedikt Kröyer, Skálafelli, R. Innilegt þakklæti til allra, sem glöddu mig á áttræðis- afmæli mínu 2. febrúar s.I. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Símon Pétursson, Vatnskoti Eiginmaður minn og tengdasonur TÓMAS HANSEN múrarameistari, lézt að heimili sínu í Danmörku þann 6. jan. s.l. Birna Melsted Hansen, Ólína Melsted. Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir KRISTÓFER JÓNSSON frá Galtarholti, verður jarðséttur frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 3 e.h. Guðbjörg Jónsdóttir, börn og tengdasynir. Við þökkum af alhug öllum þeim, sem hafa sýnt okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför HÓLMFRlÐAR VALDIMARSDÓTTUR Vandamenn. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SÓLVEIGAR JÓNDÓTTUR frá Nesi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar NIKULÍNU j. ÞORSTEINSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda Sigríður Þorsteinsdóttir Þökkum innildega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, HANS WIUM BJARNASONAR Eydís Hansdóttir, Emmy og ÓIi Valur Hansson, Gyða og Ólafur Eyjólfsson, oe barnabörn. Þökkum hlýhug og vináttu vegna fráfalls og útfarar MARlU BRYNJÖLFSDÓTTUR Hrepphólum. Fyrir hönd vandafólks. Elísabet Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.