Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUIVBLAÐ'Ð Miðvikudagur 8. febrúar 1961 Þingmenn karpa um ölið 1. umræðu ek!ii lokið FYRSTU umræðu um öl- frumvarpið var fram haldið í neðri deild Alþingis í gær. Töluðu fjórir þingmenn, Gísli Jónsson, Halldór E. Sig urðsson og Gunnar Jóhanns- son, sem allir mæltu gegn samþykkt frumvarpsins. Þá talaði flutningsmaður, Pétur Sigurðsson, en hann hafði ekki lokið máli sínu, er um- ræðu var frestað og fundi slitið laust fyrir klukkan hálfátta í gærkvöldi. Umbætur ofan að Gísli Jónsson rakti gang áfeng- ismála á þingi síðustu áratugina Happdrætti Djörfunp;ar í FRÁSÖGN blaðsins af happ- drættj UMF Djörfungar á Aust- fjörðum í blaðinu í gær féllu niður lokalínur greinarinnar. Átti þar að standa, að Sigmar Péturs- son Bfeiðfirðingabúð í Rvík gæfi allar upplýsingar um happ drættið og seldi miða fyrir félag ið. Þá varð sú prentvilla í grein inni að vegarkaflinn sem leggja á fyrir ágóða happdrættisins væri yfir svonefnda Öxl. Þar heitir Öxi. Frv. til laga um r _ r Utvegsbanka Isl. 1 GÆR var lagt fram á Aliþingi stjórnarfrumvarp til laga um Út vegsbanka íslands. Segir í at- hugasemdum við frumvarpið, að það sé flutt til þess að samræma löggjöfina um Útvegsbanka ís- lands öðrum lögum um viðskipta bankana og þá sérstaklega með hliðsjón af frumvarpi því, er nú liggur fyrir um Landsbanka ís- lands. Efnisbreytingar í frum- varpinu eru ekki aðrar en þær, að ný ákvæði eru um hvernig bankaráð skuli skipað, sem eru í samræmi við ákvæði þeirra bankafrumvarpa, er fyrir þing inu liggja. Þá er sú breyting frá gildandi lögum, að ráðherra get ur ekki vikið bankastjóra, en til þess þarf ákvörðun bankaráðs. Ennfremur eru í frv. tvímæla- laus ákvæði um, að framkvæmda stjórn Fiskveiðasjóð íslands heyri undir bankastjóm Útvegs- bankans, en ekki bankaráð. og skýrði frá átökum, sem átt hafg sér stað um áfengislöggjöf- ina á Alþingi. Þá ræddi hann einnig áfengisbölið, og sagði að umbæturnar í áfengismálum, þjóð arinnar yrðu að koma að ofan, en þetta frumvarp, ef samþykkt yrði, myndi ekki stuðla að því. Þá gerði ræðumaður grein fyr- ir breytingartillögu sinni, sem birt var í blaðinu í gær, en breyt- ingartillögunni er ætlað að koma í stað heimildarinnar um bjór- söluna. Tók ræðumaður það fram, að ef sín tillaga yrði samþykkt, væri ölbruggunarheimildin þar með úr sögunni. Að jokum lagði Gísli Jónsson til, að málinu yrði vísað til menntamálanefndar. Slæmt álstand Halldór E. Sigurðsson sagði að afstaða sín til áfengismála væri sú, að hann væri þar á sveif, sem unnið væri að minni áfengis- neyzlu. Kvaðst hann hafa fylgzt með umræðum um þetta mál að undanförnu og virtist sér ástand- ið í áfengismálum þjóðarinnar mun verra en hann hefði haldið. Vitnaði ræðumaður til greinar Helga Ingvarssonar, yfirlæknis, í Mbl. máli sínu til stuðnings. Taldi hann fulla ástæðu til þess fyrir Alþingi, að kynna sér þessi mál betur en það gerði. Ástæðuna til aukins drykkju- skapar taldi ræðumaður þá, að dregið hefði verið úr hömlum og myndi drykkjuskapur enn auk- ast, ef ölfrumvarpið yrði sam- þykkt. Efni á 2 bjórflöskum Gunnar Jóhannsson ræddi um böl drykkjuskaparins hér á landi og sagði, að sízt væri ástæða til að auka drykkjuskap unglinga og fullorðinna með því að fram- leiða áfengan bjór. Myndi marg- ur unglingurinn, sem ekki teldi sig hafa efni á að kaupa heila „Svartadauðaflösku“, telja sig hafa efni á að kaupa |vær bjór- flöskur. Þá rakti ræðumaður sögu áfeng isins á fslandi frá fyrstu tíð til þessa dags, og sagði að það væri því miður sorgarsaga. Að lokum sagði hann, að verkalýðssamtökin á íslandi hefðu ætíð barizt gegn vínneyzlu, og vitnaði í nokkra forvígismenn verkalýðssamtak- anna máli sínu til stuðnings. Minnka neyzlu sterkra drykkja Pétur Sigurðsson talaði næstur. Svaraði hann einstökum atriðum í ræðum ölandstæðinga og leið- rétti þar sem þeir höfðu mis- skilið hans framsöguræðu. Kvað Pétur það sannfæringu sína, að ef ölið yrði leyft, myndi það draga úr neyzlu sterkra drykkja. Pétur Sigurðsson hafði ekki lokið máli sínu er umræðu var frestað og fundi slitið. Einhverj- ir fleiri munu hafa verið á mæl- endaskrá. Umræðu verður vænt- anlega fram haldið á morgun. Aðeins með milligöngu SÞ London, 7. febr. — (Reuter). SÚDAN hefur neitað beiðni So- vétstjórnar um að senda lyf og matvæli til héraða Kongó, sem eru undir stjórn stuðningsmanna Lumumba, að því er talsmaður sendiráðs Súdans sagði í dag. Hann sagði jafnframt, að stjórn Súdans gæti ekki veitt slíka að- stoð, nema með milligöngu Sam- einuðu Þjóðanna sökum hlut- leysisstefnu stjórnarinnar. Ein af myndum Gunnlaugs Schevings listmálara, sem ljóðabókina prýða. Jörð úr œgi Ný Ijóðabók eftir Matthias Johannes- sen — Myndir eftir Gunnlaug Scheving í GÆR kom í bókabúðir ný ljóðabók eftir Matthías Jo- hannessen. Er það þriðja ljóðabók hans. Hin fyrsta, BORGIN HLÓ, kom út árið 1958 og önnur ljóðabók hans, HÓLMGÖNGULJÓÐ, kom út árið 1960. Þá átti hann hlut að bókinni SEX LJÓÐSKÁLD, sem kom út hjá AB í fyrra. Þessi nýja ljóðabók Matthíasar Johannessens nefnist Jörð úr ægi og er gefin út af Helga- felli eins og fyrri ljóðabækur hans. Bókin er í óvenjulega stóru broti, 70 blaðsíður að lengd. Þetta er ljóðaflokkur, eins og Hólmgönguljóð, í 7 köfl- um. Það gefur bókinni sérstakt gildi, að Gunnlaugur Scheving listmálari hefur gert 14 mynd- ir við efni hennar, og er ein þeirra prentuð í litum. Til neðri deildar Frumvarpið um sameiningu Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins var tek ið til 3. umr. í efri deild Aliþingis í gær. Var frumv. afgreitt til neðri deildar með samhljóða at kvæðum. * Póstkassar nauðsynlegir J. H. skrifar: Ég sá nýlega auglýsingu i einu dagblaði bæjarins, þar sem auglýstir voru póstkass- ar fyrir fjölbýlishús, en íbúa slíkra húsa hafa kvartað um það, að vanskil hafi orðið á póstsendingum vegna þess m. a. að bréf og aðrar póst- sendingar hafi verið skilið eft ir í göngum og stigum húsa, þar sem engir póstkassar hafa verið fyrir hendi. Bréfadeild pósthússins hef- ur oft kvartað um það, að þegar íbúðir eru læstar og íbúarnir ekki heima, þá hafi bréfberarnir þurft að skilja póstsendingar eftir á göngum og hurðarhúnum, og geti því þessar sendingar oft glatast og ekki komið til skila til móttakenda. Nú veit ég, að fyrir nokkr- um árum voru samin lög þess efnis, að húseigendum beri að hafa t>óstkassa á hurðum eða rifu til þess að póstur ekki glatist, og þá ekki sízt í margbýlishúsum, þar sem margir ganga um. Þar skulu vera póstkassar í neðsta gangi, þannig að bréfberinn geti afhent allan póst í kassa hverrar einstakrar íbúðar, það hlýtur að vera óvinnandi verk fyrir þann sem ber út póst, að ganga í sérhverja íbúð í húsum, þar sem eru e. t. v. milli 40 og 60 íbúðir, sbr. nýju háhýsin í austur- hluta Reykjavíkur. Vanskil á póstsendingum ættu ekki að geta átt sér stað, ef húseigendur vilja skilja nauðsyn slíkra póst- kassa, erlendis þykir það ör- yggi að hafa póstkassa á hverri íbúð, því þá þarf mót- takandinn ekki að óttast að bréf hans glatist. • Pósturinn fer hjá Flestir eru vafalaust sam- mála J. H. um nauðsyn þess að hafa póstkassa á húsum, og ekki sízt fjölbýlishúsum. Víða erlendis er það skylda og póstur ekki borinn í- hús, þar sem verður að skilja hann eftir á glámbekk. T. d. sagði mér kona, sem býr í nýju hverfi í bæ einum 1 Bandaríkjunum, að ná- granni hennar einn hafi ekki komið upp póstkassa á ný- byggðu húsi sínu um leið og flutt var í það. í fimmta skipti sem póstmaðurinn kom í hverfið eftir það, gekk FERDIIMAIMP hann framhjá þessu húsi, án þess að skilja póstinn eftir. Auðvitað var póstkassinn þá settur upp. • Blöðin fara á f læking Vandræðin eru að bera blöð in í sambýlishús, þar sem ekki eru póstkassar fyrir hverja fjölskyldu. E. t. v. kaupa 5 af 10 íbúum hússins blaðið. Þá verður að fleygja þessum 5 blöðum í neðsta stigann og enginn getur fylgst með hvað af þeim verður. Kaupendur kvarta svo yfir því að þeir fái ekki sitt blað, barnið sem ber út segist hafa skilið eftir nægi- lega mörg blöð, og þetta veldur bæði kaupendum og blöðunum óendanlegum erfið leikum. Á sunnudögum er víða ekki búið að opna hús, þegar komið er með blöðin. Ef ekki er rifa í hurðinni, verður annað hvort að setja blöðin á hurðarhúninn í hvaða veðri sem er eða velja einhverja bjöllu og vekja íbúa þeirrar hæðar upp. Hvorugur kosturinn er góð. ur. Það virðist semsagt í allra hag, að komið sé upp póst- kössum fyrir hverja íbúð og höfð rifa á útihurðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.