Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGZJ'NBLAÐIÐ Miðvik'udagur 8. febrúar 1961 Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðabtræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. vað felst í kjörorði stæðisflokksins frá síð- ustu kosningum: Eign handa öllum. Það segir okkur að flokkurinn leggi megin- áherzlu á, að allir þjóðfélags- þegnar geti orðið efnalega sjálfstæðir. En verður þessu marki náð? Við skulum at- huga það ofurlítið nánar, vegna þess að sumir virðast vantrúaðir á það. Hinar gömlu kenningar sósíalista voru á þann veg, að í borgaralegu þjóðfélagi mundu eignirnar safnast á færri og færri hendur og fleiri og fleiri verða öreigar. Reynslan í öllum lýðræðis- þjóðfélögum hefur orðið þveröfug sem kunnugt er. — Þegar barátta hófst fyrir því, að almenningur eignað- ist eigið húsnæði, sem er einn megingrundvöllur efna- hagslegs sjálfstæðis, klofn- uðu sósíalistar í tvær fylk- ingar, annars vegar þá, sem ÞRÖNGSÝNIN VÍKUR l'Tm afstöðuna til áfram- ^ haldandi þjóðnýtingar innan jafnaðarmannaflokka Evrópu, hafa orðið töluverð átök. Hinir frjálslyndari hafa virt staðreyndirnar, gert sér grein fyrir því að fólkið keppti að því að verða efnahagslega sjálfstætt og óskaði eftir að fá tækifæri til að eignast eitthvað. Aðrir börðust gegn þessari þróun og ríghéldu sér við úreltar kreddukenningar. Hin frjálslyndari öfl hafa þó yfirleitt allsstaðar orðið ofan á og jafnaðarmanna- flokkar berjast ekki lengur fyrir aukinni þjóðnýtingu. Má því segja að þjóðnýting- artímabilið hafi víðast runn- ið sitt skeið á enda í lýð- ræðisþjóðfélögum. Menn hafa líka séð, að framfarirnar hafa orðið mestar, þar sem stjórnarvöld hafa forðast of- stjórn yfir atvinnulífinu. Þýzka ævintýrið er tákn- rænt. Þar hefur allt verið EIGN HANDA OLLUM Sjálf-«---------- BRAÐLEGA hef jast í Jerúsal- em réttarhöld yfir Gyðinga- morðingjanum Adolf Eich- mann. Fara þau fram í leik- húsi þar í borg og hefur ver- ið útbúinn skotheldur klefi á leiksviðinu fyrir Eichmann. Fóst- og símaþjónustan hef- ur mikinn undirbúning undir réttarhöldin, því ætla má að fréttamenn streymi til borgar- innar til að fylgjast með mál- inu. Á meðfylgjandi mynd i sjást fjarritarar, sem komið 1 hefur verið fyrir í leikhúsinu / til að senda út fréttir af máls- 1 sókninni, og er verið að æfa starfsfólkið í meðferð þeirra. IMýjar kenningar um krabbamein viðurkenndi efnahagslegar framfarir lýðræðisþjóðfélags og vildi fara hægar í þjóð- nýtingu og heimila ákveðna einkaeign, en hinsvegar hina, sem enn trúði hinum úreltu kenningum Marx. Hérlendis hefur geysi- miklu verið áorkað í þá átt að tryggja einkaeign alls almennings, einkum að því er varðar eign íbúðarhús- næðis. Erlendis hefur þróun- in orðið hin sama, en þó gengið víða mun lengra, þar sem fjöldi borgaranna á einnig eignaraðild að fyrir- tækjum þjóðfélagsins. J afnaðarmannaf lokkarnir hafa hver af öðrum gert sér grein fyrir því, að einkaeign almennings yrði að virða, og þeir gætu ekki vænzt fylgis, nema þeir hyrfu frá kenn- ingum um víðtæka þjóðnýt- ingu. Þannig má í rauninni segja, að allir lýðræðisflokk- ar styðji að fjárhagslegu sjálfstæði borgaranna og þeirri dreifingu valdsins í þjóðfélaginu, sem einkaeign er samfara. Af því leiðir svo, að fleiri og fleiri geta eign- azt eitthvað og á það leggur Sjálfstæðisflokkurinn megin- áhérzlu, ekki einungis að allir verði eigendur íbúðar- húsnæðis, heldur líka, að þeim verði gert kleift að reka smáfyrirtæki og gerast aðilar að rekstri stórfyrir- tækja í formi almennings- hlutafélaga. byggt úr rústum á örskömm- um tíma og Þjóðverjar búa nú við mikla velmegun og vaxandi auðlegð. Jafnaðar- mannaflokkur Þýzkalands hefur líka gert sér grein fyr- ir því, að þjóðin vill ekki hverfa á braut þjóðnýtingar og horfið frá kenningum um hana. Hér á íslandi er enn margt ógert, en við munum sækja hratt fram á næstu árum, ef við berum gæfu til að fara svipaðar leiðir í efnahags- málunum og þær þjóðir, sem næst okkur standa, Norður- landaþjóðirnar og þjóðir Vestur-Evrópu. AKUREYRI AL- ÞJÓÐLEGUR ' VETRARÍÞRÓTT A- STAÐUR Fins og margoft hefur verið bent á, bæði í ræðu og riti, þá eru hér skilyrði til að gera móttöku ferðamanna að allmikilvægri atvinnu- grein. Það veldur að vísu miklum erfiðleikum, hve sumarið er stutt hér á landi. Þannig má búast við að allt- af verði erfitt að halda uppi hótelrekstri er eingöngu byggi á sumarferðum útlend- inga. Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort ísland hafi N Ý skýring er komin fram á því hversvegna menn fá krabbamein í lungu af reykingum. Er __ < ekki einhver skilyrði upp á að bjóða erlendum vetrar- íþróttamönnum. Vegna ó- stöðugrar veðráttu og snjó- leysis er vart um þetta að ræða sunnanlands, en sums staðar annars staðar ætti það að geta komið til greina. Akureyri kemur fyrst í hugann í þessu sambandi. — Þar er veðráttan tiltölulega stöðug og nægur snjór í fjöll- unum skammt frá bænum. Eftir að daginn fer að lengja, í febrúar og fram í apríl- maí, mætti stunda þar skíða- íþróttina. Og ferðir á jökla, t. d. Vindheimajökul, yrðu í boði fyrir þá sem vildu. Með þessu móti gæti Akur eyri orðið mikill ferða- mannabær, ■ jafnt vetur sem sumar. Ætti því að skapast grundvöllur fyrir starf- rækslu marga gistihúsa og skemmtistaða í bænum. — Alpafjöllin hafa mikið að- dráttarafl, en sumir þeirra, sem hafa farið þangað marga vetur, gætu sjálfsagt hugsað sér að breyta einu sinni til og skreppa til ís- lands. Ef þetta er rétt álykt- un, þá hafa Akureyringar skilyrði til að skapa sér mikilvæga atvinnugrein. hún sú að í kringum síg- arettuglóðina safnist raf- magnaðar smáeindir, sem geti orsakað krabbamein þegar reykingarmaðurinn andar þeim að sér. Sé þessi skýring rétt — og bendir margt til að svo sé — er mjög auðvelt að forðast sýkingu. • Umhverfis glóðina Þessar smáeindir sogast ekki gegnum sígarettuna, heldur liggja þær í loftinu umhverfis glóðina og berast þaðan í vit þess er reykir. Væri hjálmur eða hjúpur hafð ur yfir glóðinni, væri unnt að koma í veg fyrir að þessar smáeindir bærust í öndunar- færin. Það er dr. K. H. Kingdon, eðlisfræðingur, sem starfar við rannsóknir hjá General Electric fyrirtækinu banda- ríska, sem er höfundur þess- arar nýju skýringar. 1 síð- asta hefti af brezka mánaðar- ritinu Nature er skýrt frá þess ari jcenningu dr. Kingdon. Þar segir m. a. # Drepa sýkla Það er staðreynd að í tóbaks reyk eru rafmagnaðar smá- agnir, svonefndar fareindir, bæði pósitífar og negatífar. Dr. Kindon hefur áður sann- að að slíkar fareindir í andr- úmsloftinu geti haft líffræði- legar verkanir, og sé meðal annars unnt að nota þær til að drepa sýkla. Rannsóknir í þessa átt urðu til þess að vekja áhuga hans á rafmögn- uðum fareindum í tóbaksreyk. Ef þar væri um samskonar fareindir að ræða, höfðu þær þá einnig iíffræðilegar verk- anir? Með mælingum við reyking- arvél komst dr. Kingdon að því að hér var um samskonar fareindir að ræða. Hann komst einnig að því að fareindunum fjölgaði mjög mikið ef síg- arettan var rafmögnuð. Með því að hleypa rafstraumi í sígarettuna var komið í veg fyrir að pósitífu og negatífu fareindirnar sameinuðust. En vindlingur, sem haldið er milli fingra eða vara er einmitt raf- magnaður vegna hreyfinga, þess er reykir. • Síur óþarfar Smáeindunum fjölgar einn- ig mjög ört í hvert skipti, sem sogið er úr vindlingnum, og hitinn eykst. Samskonar aukn ing verður einnig þegar askan er slegin af vindlingnum og glóðin verður ber. Með því að reikna út með- alfjölda fareindanna innan 25 sentimetra frá glóðinni, komst dr. Kingdon að þeirri niður- stöðu að sá er reykir andar, meðan á því stendur, að sér þúsund sinnum fleiri fareind- um en sú, sem ekki reykir. Svo til ekkert af fareindunum kemur gegnum vindlinginn, þessvegna eru síur óþarfar. Máli sínu til sönnunar bendir dr. Kingdon á eftirfarandi: 1. Samanburður á vind- linga, vindla og pípureyk- ingum sýnir að krabba- mein í lungum er miklu fátiðara hjá þeim, sem reykja vindla og pípur en hinum, sem reykja vind- linga. Þetta gæti verið af því að mun færri fareind- Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.