Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 8. febrúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Frú Ólafía Hansen Minningarorð mína, en jafnframt minna þau á hvíiíkt lán þeim hefur hlotn- ast að fá að lifa með henni svo mörg ár. Aðalbjörg Sigurðardóttir. ®kki skal gráta þig, Ólafía. — Eflaust færðu nú reynslu nýja í samræmi við þitt hjartað hlýja. Vorsins gyðja á vegum þínum veit ég að dreifir blómum sínum, og arfinum þínum við ekki týnum, — arfinum góða, dæmi dýru: dagfari prúðu, gulli skýru bjartra vitsmuna, brosi hýru. Glæddirðu eldinn góðra vona. Gott er að kunna að lifa svona. Tállaust var hjarta þitt, tigna kona. — Menn eru veikir. Mörg er syndin. Margir, er dreymdi um þroska- indinn, fögnuðu: I>ú varst fyrirmyndin. í návist þinni var náðarsjóður. I návit þinni varð heimurnn góður. Þetta er mín kveðja og þakkar- óður. Gretar Fells. Athugasemd út af „bjórfundi 144 ÞESSI orð eru höfð eftir einum merkum íslending fyrri alda um annan merkismann: „Jafnan kemur mér í hug fóstri minn, er ég heyri góðs manns getið. Einmitt þannig er því varið með mig, að ótal sinnum er ég heyrði um eitthvert sérstaklega fagurt og göfugt mannlíf, þá kom Ólafía eða Lóa, sem ég kallaði hana í hug mér. I>að var eins og allt yrði fagurt, sem ná- lægt henni komi, og jafnvel árekstrar og mistök, sem fyrir koma hjá öllum mannlegum verum urðu að eins til þess að draga enn meira fram sálar- göfgi hennar og hreinleika. Ungar bundumst við Lóa vin- áttuböndum sem aldrei slakaði á, því skugga bar aldrei á vin- áttu okkar. Við vorum saman í Kennaraskólanum í Flensborg fþá 17 og 18 ára gamlar, og þó lífið sendi okkur sína í hvora áttina um margra áfa skeið, fjarlægðumst við aldrei hvor aðra. Á Flensborg var með okk- ur í gagnfræðadeildinni ungur piltur, Halldór Hansen, sem síð- ar varð Halldór Hansen, læknir. Þar varð upphafið að kynnum þeirra Halldórs og Ólafíu, en en þau mundu hafa átt gull- brúðkaup nú eftir mánuð, ef ekki hefði komið það kallið, sem enginn kemst hjá að hlýða. Ég vil einmitt hér þakka HaMdóri dýrmæta vináttu, sem aldrei hefur brugðist, ógleymanlegar yndisstundir á heimili þeirra hjóna og það, að ég fann alltaf, að ég var vel séður gestur ekki eingöngu hjá húsmóðurinni, heldur einnig hjá húsbóndanum. Vinátta okkar Lóu var slík, að við leituðum jafnan hvor ann- arrar á þyngstu örlagastundum lífsins. Ekki fyrir það, að á slík. um stundum komist nokkur mannleg hjálp að, en í samruna sálnanna og svipaðri afstöðu til vandamála lífsins óx okkur styrkur og trúin á lífið, þessi dásamlega trú, sem Lóa átti í svo ríkum mæli, kveikti nýjar vonir, þar sem þó engin von sýndist vera. En væri eitthvað hægt að hjálpa, eitthvað hægt að gera, þá stóð ekki á því, það hefði verið gert, hvað sem það kostaði. Enginn sá hlutur er til, sem ég hefði ekki getað beðið Lóu um, ef ég hefði haldið að hún gæti orðið við bón minni, og ég veit að hennar gleði hefði orðið meiri en mín. Lóa var ekki hávaðakona, það fór ekki mikið fyrir henni á málþingum, þó var öll persónan og framkoman slík, að eftir henni var tekið, hvar sem hún •fór. Göfugmennskan og virðu- leiki auðkenndi allt hennar fas. Trúmálin voru henni ákaflega mikils virði, en fyrst og fremst trúði hún á göfgi mannssálar- innar, sem smátt og gmátt hreinsar af sér sorann og verð- ur að lokum guðum lík. Einmitt þess vegna gat hún aldrei misst trúna á manneskjunni, manns- barninu. Það er ekki langt síð- an að kona sagði við mig: „Lífið var um eitt skeið langt komið með að troða mig niður í svaðið. Ég á það mest henni Ólafíu Hansen að þakka að ég rétti við og náði í mína eigin sjálfsvirð- ingu aftur, og það var vegna þeirrar hjartahlýju virðingar, sem hún lét mér í té, svo aum sem ég var þá“. Nærri má geta, hvílík eigin- kona og móðir slík kona var. Inn á það heilaga einkasvið sálnanna ætla ég ekki að ganga. Eg veit, hvaða heimanmund hún hefur gefið börnum sínum með öllu sínu lífi, og veit að sá heimanmundur sýnir sig í lífi barnanna. Ég vil aðeins votta eiginmanni og börnum samúð SIÐAN ölfrumvarpið svokallaða var lagt fram á Alþingi hefur ver ið mikið um það rætt manna á milli, og skrifað í blöð. Eðlilegt er að allir séu ekki sammála þar um, og ágætt þótti mér að Stú- dentafélag Reykjavíkur skyldi efna til kappræðna, og öllum heimilað á þann fund að koma, meðan húsrúm leyfði. Fljótt skeði það á þessum fundi sem alltof oft vill brenna við er áfengt öl eða vín er til umræðu, að farið er fram hjá því sem ræða skal, en kapprætt um aukaatriði og svo farið í per- sónulegar skammir. Það sem leiddi ræðumenn burt frá efninu var, að annars vegar var reynt að gera lítið úr starfi góðtempl- •arareglunnar, sem ekki er rétt að gera, og hins vegar var Helga Sæmundssyni halltmælt fyrir að hafa í eina tíð verið góð- tempari, en svo hætt því. Eg þykist vita að templarar hafi þar tapað góðum liðsmanni, en mér finnst það vera alveg ástæðulaust og fyrir neðan virðingu Góðtempl arareglunnar, að liðsmenn henn- ar skuli ráðast að Helga með slík um ofstopa að líkast er að þeir vilja hann ærulausan, jafnvel þó Helga þyki góður bjór og hafi ekki á móti því að hann sé 3 '/2 %. Ekki kemur þetta er ég hefi hér nefnt, ölfrumvarpinu við, en biaðran var sprungin og varð hver að gæta sinna hagsmuna. En nú skal greint frá því er fékk mig til að skrifa þessa grein. Eg vil leiðrétta það er kom fram hjá Freymóði Jóhanns syni í ræðu hans, sem hann sagð,i um A-A. samtökin og Bláa-Band- ið. Er Freymóður var »með upp- talningu á því sem Reglan og góðtemplarar hefðu korrýð til leiðar, taldi hann stofnun A.-A. samtakanna og Bláa-Bandsins þar með, og vildi gefa í skyn að Reglan hefði komið þessu til leið- ar. Þó mér sé hlýtt til Reglunn- ar og ég þekki marga mæta templ ara og vilji á engan hátt gera lítið úr þeirra ágæta bindindis- starfi, get ég ekki annað en mót- mælt þessu. Góðtemplarar eða Reglan áttu þar engan hlut að. Sá maður sem gekkst fyrir stofnun A.-A. samtakanna hér á landi og var forystumaður þéirra fyrsta skeiðið var Guðni Þór As- geirsson, sem var á engan hátt bundin Reglunni né vann það starf á hennar vegum. Þó svo blessunarlega vildi til fyrir A.-A. samtökin og síðar fyrir Bláa- Bandið að Jónas Guðrnundsson og Guðmundur Jóhannsson væru meðal stofnenda og þeir væru meðlimir í Reglunni, þá var það Reglunni sem slíkri alveg óvið- komandi, og hún ekki þar um spurð. Stofnun A.-A.-samtak- anna var algjörlega gerð á ábyrgð þeirra 14 einstaklinga er voru stofnendur þeirra. Bláa- Bandið var stofnað síðar af 25 A.A-félögum, og þó þeir áður- nefndu tveir ágætu menn væru brautryðjendur þar að, þá munu þeir ekki né aðrir hafa leitað ráða hjá templurum þar um. Agætur félagi minn í A.-A. samtökunum talaði á þessum fundi og ég var um það spurður hvort afstaða hans í bjórmálinu væri sú sama og A.-A. samtak- anna. Skal ég upplýsa það að’ A.A.-samtökin taka ekki sem heild neina afstöðu til opinbera deilumála. Þau halda sig utan við þras og þrætur, en hver A.-A. félagi getur óhindrað haft sínar persónulegu skoðanir á hvaða málum sem vera skal, bjórmál- inu eins og öðrum, en engin getur talað í nafni samtakanna. Þau leggja engar skuldbindingar á félaga sína, en bjóða aðeins öllu drykkjufólki samstarf á persónu- legri baráttu þess gegn sameigin- legum óvini. Skúli Þórðarson. Átthagafélag Strandamanna Árshátíð félagsins verður að Hlégarði, laugardag- inn 18. febrúar n.k. kl. 7 e.h. — Miðar fyrir félags- menn hjá Magnúsi Sigurjónssyni, Laugavegi 45, til 15. febrúar. — Ferðir frá BSÍ kl. 6,30 stundvíslega. Stjórnin Kristileg samtök KRISTILEG skólasamtök eru sem kunnugt er féíagsskapur framhaldsskólanemenda í Rvík og nágrenni. Áður fyrr hét fé- lagið, Kristilegt félag Gagn- fræðaskólans í Reykjavík og var fyrsti formaður þess Sigurður Magnússon. Tveim árum síðar var nafni féíagsins breytt í nú- verandi heiti þess þ. e. a. s. Kristileg skólasamtök. Félagið hefur ætíð haft sama takmark, en það er að boða fagnaðarer- indið um Jesúm Krist. Starf félagsins er mjög fjöl- breytt og má nefna það að fé- lagið hefur einn fund í hverri viku og eru þeir á hverju laug- ardagskvöldi kl. 9 í húsi K.F.U.M. Þá heldur féíagið Kristileg skólamót, allt að fjög- ur á ári hverju. Á mótum hafa verið yfir hundrað nemendur og eru mótin vinsæll og árangurs. ríkur liður í starfi féíagsins. Mótin eru haldin fyrir utan bæ, oftast í Vatnaskógi og Vindás- hlíð. Nú eru innritaðir á annað hundrað framhaldsskólanemend- ur í félagið, en félagið er opið ölíum framhaldsskólanémendum án nokkurra skuldbindinga og kostnaðarlaust. í vetur hefur félagið haft fundi í Hafnarfirði annan hvern föstudag fyrir nem endúr þar. Þá gefur félagið út blað sem kemur út einu sinni á ári og nefnist Krisiilegt skóla- blað. Nemendur sem eru í félag- inu sjá um og skrifa að mestu í blaðið, alít starfið í félaginu er unnið af skólanemendunum sjálfum án endurgjalds. í janúar sl. varð félagið fimmtán ára. Var afmælisins minnst með árshátíð, sem haldin var sl. laugardag. Skemmtiskrá var fjðlbreytt og aðgangur ókeyp is fyrir framhaldsskólanemendur. Á. M. J. Mýtt einbýlishús í Hafnarfirði fæst í skiptum fyrir 4ra—5 herb. íbúð, þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir föstu dagskvöld, merkt. „1961 A — 1193“ Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihúsið Frost hf. Hafnarfirði — Sími 50165 Sængurfata — og borðdúka léreft okkar er hvarvetna þekkt fyrir gæði. Þau hlaupa ekki og breytast ekki við þvott. Auk þess skera þau sig úr fyrir fjölbreytni mynstra, sem fylgja tízku hvers tíma, hvít og mislit. Gjörið svo vel að heimsækja okkur á vorkaupstefnuna í Leipzig dagana 5. til 14. marz 1961 I „Ringmessehaus“. Framleiðandi : VEB DAMAST- und Inlettweberei Oberodewitz ttflytjandi : Of UTSCHER INHEH - UND Au.,.KHANDH TEk. - IIRLINWi • BEHRENSTRASSE 46 Deutsche Demokratische Republik --------—-------------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.