Morgunblaðið - 10.02.1961, Page 3

Morgunblaðið - 10.02.1961, Page 3
Föstudagur 10. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 Verða myndirnar „JOHANNES S. Kjarval opn- ar málverkaeýningu kl. 3 í Listamannaskálanum. Sýning- in verður opin kl. 10—10“. Þannig fengu þeir sem hlust uðu á auglýsingarnar í útvarp inu í gær að vita að Kjarval- sýningin, sem lengi hefur ver- ið beðið eftir, væri að hefj- ast. Kjarval hefur ekki sýnt verk sín síðan á sjötugsafmæl- issýningunni 1955, en öðru hverju hefur gengið orðrómur um að nú væri hann að undir- búa nýja sýningu. í fyrravet- ur hafði hann t. d. Listamanna skálann á leigu á annan mán- uð — en aldrei voru hengdar upp neinar sýningarmyndir, listamaðurinn smíðaði bara lága stalla meðfram veggjum, til að tylla myndum á. Svo lengi hefur verið beð- ið eftir þessari sýningu, að tilkynningin í útvarpinu í gær, kom eiginlega á óvart. Ekki hafði verið kallað á seldar eða ekki seldar neina blaðamenn, til að koma því á framfæri að þarna væri málverkasýning á ferðinni, þeir sem hjálpuðu til að hengja upp myndirnar höfðu verið beðnir um að vera ekk- ert að tala um það og engir boðsmiðar voru sendir út. Það voru því tiltölulega fá- ir gestir þar fyrst eftir þrjú í gær, ekki önnur eins læti og við opnun Kjarvalsýningar innar 1942, þegar allar mynd- irnar seldust upp á 20 mín- útum. Listamaðurinn var þarna sjálfur. Ymsir þekktir borgarar, sem vitað er að hafa áhuga á málverkum, tóku hann á eintal út í horn eða gengu með honum um gólfið, ákafir á svip. En þeir hafa líklega fengið álíka loð- in svör og blaðamaður Mbl. — Nei, það verður ekkert verð á þeim fyrst um sinn. Þær eru alltof dýrar til að vera til sölu. — Eg ætla að stríða því á að verðleggja enga mynd. Það getur eins vel verið að ég gefi þær. Omögulegt að segjá. Eg skulda 100 þúsund krónur eft- ir að hafa komið upp sýning- unni. Eg get alveg eins látið myndirnar og átt hjá fólki, eins og fólk á njá mér. Það er aldrei að vita! Myndirnar á sýningunni eru 44 talsins, flestar mjög stórar og nær allar nýjar. Að- eins nokkrar voru á sýning- unni í Noregi. Fáeinar eru í einkaeign, hinar á listamað- urinn sjálfur. — Þessar fimm þarna mál- aði ég í fyrrasumar, segir Kjarval og leiðir blaðamann- inn að innri enda salarins, — þessar á græna kjólnum, eins og hann Matthías segir, hann Matthías cand. mag. Þú þekk- ir hann. — Hvar eru þær málaðar þessar? — Það er leyndarmál . . . þær eru eiginlega málaðar milli hrauns og hlíða . .. hérna ' K Andstæðingur Ben- Gurions biðst lausnar Tél Aviv, lsraél, 9. fébr. — (Reuter) — PINHAS Lavon, aðalkeppi- nautur Ben-Gurions um for- ustu Mapai-flokksins, sagði í dag af sér aðalritara- starfi Histadruth-verkalýðs- sambandsins. Verkalýðssam- bandið samþykkti lausnar- beiðnina og er nú talið að leiðin sé opin fyrir Ben- Gurion að mynda nýja sam- steypustjórn í landinu. Ben-Gurinon sagði af sér sem forsætisráðherra fyrir átta dög- um vegna ágreinings innan rík- isstjórnarinnar úr af málaferl-. um gegn Lavon, sem fram fóru árið 1954. Lavon var þá varn- armálaráðherra, og var sakaður um að bera ábyrgð á misheppn- uðum öryggisráðstöfunum. Ríkis stjómin hreinsaði síðar Lavon Ýmsir sýningagesta tóku Kjar Val tali. Þarna ræðir Hörður Þórðarson, sparisjóðsstjóri, við listamanninn. Kona Harðar, frú Ingibjörg Oddsdóttir kem ur þar að. upp undir Þrengslunum. Þar málaði ég þær. Einn daginn voru þrumur og eldingar. — Þá hefurðu ekki staðið úti við að mála. — Jú, jú. Komdu hérna Storr og talaðu við þessa stúlku. Eg kann ekki að koma fram við íslenzkar stúlkur. Þær eru allar eins og álfa- meyjar. Það voru. sýnilega mistök ft hjá ritstjóranum að senda kvenmann á opnunina og því varð ekkert úr samtalinu við listamanninn. Hann sneri sér bara að blaðaljósmyndurun- um, sem fylgdu honum hvert fótmál, og spurði hvort nokk- ur þyrði að trúa sér fyrir ljósmyndavél, svo hann gæti tekið mynd af þeim líka. Olaf- ur á Morgunblaðinu fékk hon- um myndavélina sína og út- skýrði hvar ætti að horfa í hana og hvar að smella. 1 fyrstu átti listamaðurinn í svo- litlum erfiðleikum. Hann sá það er spurningin bara tvo menn í ljósmynda- glerinu. Það hefðu ekki verið nein vandræði með að bæta þeim þriðja á með pensli, hefði verið um málverk að ræða. — Jseja, nú eru þeir þrír. Hókus, pókus. Einn, tveir og . . . Þetta verður sjálfsagt sögufræg mynd. Og svo hvarf listamaðurinn út í Sjálfstæðishús í miðdags- kaffi. — E. Pá. i--------------------------- Ein af myndunum, sem Kjar- val málaði í fyrrasumar „milli hrauns og hlíða". Þessi heitir ekki „á grænum kjól“ þó hún sé býsna græn, held- ur „Á marglitum kjól“. af allri ábyrgð, þvert ofan í óskir Ben-Gurions. Ben-Gurion kvað lausnar- beiðni sína ekki standa beint í sambandi við Lavonmálið sjálft, heldur væri hún fram komin vegna ágreinings við ríkisstjórn- ina um málsmeðferð. Flokksmenn Mapai-flokksins hafa nú lagt til við Ben Zvi for- seta að hann feli Ben-Gurion að mynda nýja ríkisstjórn. STAK8TEIHAR Óvenjuleg rö1d úr Framsóknarherbúðum Það vakti töluverða athygli á Alþingí um daginn, þegar eina af þingmönnum Framsóknar- flokksins, Björn Pálsson úr Húna vatnssýslu, átaldi flokksforustu sína fyrir óábyrga afstöðu gagn vart viðreisnarráðstöfunum ríkia stjórnarinnar. Þessi sami Fram- sóknarþingmaður skrifaði í fyrra dag grein í Timann, þar sem hann m.a. minnist á verkfall það, sem kommúnistar efndu til og for- ystumenn Framsóknarflokksins studdu árið 1955. Kemst Fram- sóknanþingmaðurinn þar m.a. að orði á þessa leið: „Árið 1955 var gert verkfaU. Þjóðin skuldaði þá lítið og verð lagið var tiltölulega stöðugt. Verk fallið var stjómmálalegs eðlis. Kaupið var hækkað í krónutölu og verðbólgan óx, þannig að kjarabæturnar urðu fljótlega að engu. Ef forráðamenn þessa verk falls hefðu haft þann eina tH- gang að bæta kjör verkalýðsins, þá hefðu þeir átt að vinna að þvi í samráði við ríkisstjórnina að tryggt væri, að verðgildi hverr ar krónu héldi ekki áfram að minnka. Það var ekki gert“. Þetta er vissulega réttilega mætl. En eins og alþjóð er kunn ugt, þá studdi Hermann Jónas- son hin pólitísku verkföll kormn únista árið 1955 af alefli. Að nota réttar leikreglur í lok þessarar greinar sinnar í Tímanum s.l. þriðjudag, kemst Björn Pálsson síðan að orði á þessa leið: „Ég er sannfærður um, að við höfum skilyrði til að lifa í þessu landi sem efnalega sjálfstæð menningarþjóð, nema eitthvað óvænt komi fyrir. En til þess að svo megi verða þurfa hinir póli- tísku flokkar að nota réttar leik- reglur, taka þjóðarhagsmuni fram fyrir flokkshagsmuni, gera ekki kröfur um efni fram og leysa deilumálin á skynsamlegan hátt, án þess að þau valdi þjóð- inni stórtjóni. Fólkinu má alltaf treysta, ef forystuliðið misnotar ekki sína afstöðu“. Forystumenn Framsóknar hefðu áreiðanlega gott af því að leggja sér þessar ráðleggingar eins þingmanns síns á minni. Ef þeir gerðu það, myndu þeir trauðla skipa sér í sveit með kommúnistum í baráttu þeirri, i sem þeir nú hafa hafið fyrir niðurrifi og upplausn í þjóð- félaginu. Eru þeir sjálfum sér samkvæmir? Síðan kommúnistar fóru úr ríkisstjórn á fslandi eru aðeins liðin tæplega tvö og hálft ár. AU an þann tíma, sem þeir áttu sæti í vinstri stjórninni, voru þeir að leggja skatta á fólkið til þess að borga með hallarekstur útflutn- ingsframleiðslunnar. Allur al- menningur, fátækir jafnt sem ríkir, voru látnir borga skattana sem síðan voru notaðir til þess að borga með herkostnað verð- bólgustefnu vinstri stjórnarinnar. Eigendum framleiðslutækjanna, útgerðarmönnum, frystihúsaeig- endum og öðrum atvinnurekend um, sem fyrst og fremst fengust við útflutningsframleiðslu var borgaður úr ríkisjóði hallinn á rekstri sínum. Nú segja kommúnistar, að út- gerðarmenn og frystihúsaeigend- ur hafi grætt offjár á undanförn um árum og að þeim sé vanda- laust að borga verulegar kaup- hækkanir. Af þessu tilefni mætti spyrja, hvers vegna kommúnistar og vinstri stjórn þeirra hafi þá ver ið að ausa hundruðum milljóna | króna í útflutningsframleiðsluna meðan þeir sátu í stjórn, ef út- gerðin og fiskiðnaðurinn var I þrátt fyrir allt að safna ofsa- • gróða? Vilja kommúnistar ekki j gjöra svo vel að svara þessari fyrirspurn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.