Morgunblaðið - 10.02.1961, Side 20

Morgunblaðið - 10.02.1961, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur J.0. febrúar 1961 Myrkraverk - eftir BeverSey Cross i þýðingu Bjarna Arngrímssonar Ég sá engan hinna fimm þung- búnu turna Belleau-kastala, þegar ég fór fram hjá. Á vet- urna, þegar beykið og hlynur- inn hafa fellt laufið, geta ferða- menn á leið frá Ohartres til Par- ísar stundum séð svarta turnana bak við skuggsælt vatnið um leið og þeir snúa sér við í síð- asta skipti til að horfa á háa og drembilega dómkiirkjuna bera við himin. En júlímorguninn, sem ég lagði af stað til Parísar, byrgðu hin hávöxnu tré útsýnið yfir vatnið til ferkantaða, gráa miðturnsins. Veggurinn, sem krýndur var ljótum, ryðguðum jórngöddum, var það eina sem bar vott um hvað bak við trén var. Belleau-kastali er herfangelsi. Öll saga hans hefur verið við- burðarrík og blóði drifin saga um stríð og plágur, en ætíð hafa leyndar gerðir og einkalíf þeirra, sem lifðu og dóu innan þykkra veggjanna, reynzt skelfilegri en sagan um styrjöld og stjórnmál, sem finna má í sögubókunum. Karlar hafa verið píndir, konur hafa byrlað elskhugum sínum eitur og bragðarefir hafa gert áætlanir um byltingar og fjölda- morð. Sjálft andrúmsloftið er sýkt af kvalaópum og blóðlykt. Jafnvel góðviðrismorgun í júlí ætti ég að hafa munað eftir því. Ég hefði átt að muna og forðast. Nú fylgir sami óþefurinn mér og fyrir hugskotssjónum mínum mun ég alla ævi sjá pyntingar, sem ég aldrei get gleymt. Sólskinið var þegar orðið heitt og skyirtan mín blaut, þar sem ólarnar á bakpoka minum, og snúran, sem banjóið mitt hékk í, lá við axlir mínar. Ég hafði gert ráð fyrir að ganga til Rambouillet, fylgja silfraðri Euze-ánni gegnum Belleau og Maintenon, og fá síðan að sitja í bíl til Parisar. Ég hefði heldur viljað vera kyrr í Charlres og sofa allan daginn í skóginum. En ég var að verða of seinn. Rit- gerð mín átti að vera tilbúin eftir tvo mánuði og ég varð að halda mig að bókasöfnunum, þótt nú væri sumar og París rykug. Nafn mitt er Alan Malory, fyrrum námsmaður við Queen’s College, og þegar saga þessi ger- ist, stúdent við Sorbonne. Ég hafði verið í Frakklandi í næst- um níu mánuði og fengizt við viðfangsefni, sem var næstum því fullkomið, því það fullnægði bæði ást minni á sögu og tón.- list. í níu dásamlega mánuði hafði ég flakkað gegnum Ile-de- France og Loire-dalinn til að safna þjóðlögum og þjóðsögum, sem tengdu þau við SVeitirnar, við menn sem voru löngu dánir, og við hina frægu kastala, er enn standa. Aðalstöðvar mínar voru í Chartres og ég hafði flakkað um hinn töfrandi heim, sem er sjálft hjarta Frakklands. Banjó, stíla- bók og blýantur var eini útbún- aðurinn minn. Nú var stílabók- in orðin full, það var kominn tími til að loka sig inn í hinum dimmu bókasöfnum í Sorbonne og raða því öllu niður. hins blessaða Frakklands, og fróðleiksþorsti minn beindi öll- um kröftum mínum að lær- dómi“. Ævintýrum hafði ég kynnzt og skemmtan ekki skort, siðan ég sneri mér að fræðum. En upp á siðkastið hafði lítið komið fyrir. Alla ævi hftfði ég verið í ævintýraleit, en í heimi vegabréfanna, þar sem búið er að klífa Everest, finna upptök Nílar, var erfitt að finna þau. Svarið var fræðimennskan. í>ar mátti finna nóg nýtt og æsandi. Guð veit að ég óska þess nú að ég hafði látið mér það nægja. Hlið Belleau-kastala er um það bil 300 metra frá þorpinu, við steinbrúna, þar sem vegur- inn liggur yfir bugðótta Euze- ána, en liggur síðan á syðri bakka hennar til hinnar turnum prýddu Maintenon. Ég hafði aldrei komið þar inn, því kast- alinn hefur verið herfangelsi síð- an í stríðinu 1870, og þó að kenn ari minn skrifaði kastalastjóran- um meðmælabréf, var það til einskis. Ég þráði að skoða hann. Mig dreymdi um að ráfa um hinn hæsta af turnunum fimm, þar sem Margrét af Aragóníu, kona þriðja greifans, hafði beð- ið eftir ástmanni sínum, meðan hann synti yfir vatnið til að ná fundi hennar; dreymt um að skoða litlu kapelluna með gröf- inni „tout en fer de Venise“, sem konungur hafði látið gera til minningar um markgreifafrúna sem hann hafði elskað. Þjóð- kvæðið segir að drottningin hafi í afbrýðisemi myrt hana með þVí að senda henni eitraðan liljuvönd. Ég hafði lesið um hið litla leikhús, þar sem leikflokk- ur Moliéres hafði sýnt til heið- urs nábúa níunda markgreifans. Nú var það notað af foringjun- um í fangelsinu til að sýna lé-. legar kvikmyndir og halda öm- urlega hljómleika. Enn var það lýst kertum og varðveitt ná- kvæmlega eins og á dögum Moliéres. En ég hafði aldrei komið inn fyrir hliðið. Spilakvöld Spiluð verður félagsvist í Félagsheimili Kópavogs í kvöld kl. 9. —Dansað til kl. 1. Kópavogsbúar fjölmennið! Nefndin Keílvíkingar Suðurnesjantenn Ungmennafélagshúsið í kvöld. GÚTLER sisters dansa hina seyðandi dansa úr ævintýrinu 1001 nótt. Helena Eyjólfs ásamt Finn Eydal skemmta Opið frá kl. 9—1 Einstakt tækifæri Ég hef hvorki lifað eingöngu í bókasöfnum né háskólum. Raun ar var ég orðinn 23. ára, þegar ég varð flakkandi fræðimaður. Áður hafði ég að vísu verið flakkari, en meir leitað ævin- týra en lærdóms. Ég hafði verið hermaður í Malaya og Kóreu, ferðast í kringum Afríku á norsku flutningaskipi, unnið fyr- ir mér í Ástralíu og Nýja Sjá- landi með banjói mínu og nokkr- um fangasöngvum, Ég hef eign- azt vini og yfirgefið þá, eignazt peninga og fengið meira lánað, unnið og orðið fljótlega leiður og oft setzt einhvers staðar að, en flutt mig aftur áður en vikan var liðin. í Marseille hafði ég svo kynnzt stúlku, sem sýndi mér þann ævintýraheim, sem leynist undir yfirborði hafsins. Svo undarlega vildi til, að þessi kynni höfðu leitt mig fyrst að fornleifafræði, síðan að skáldskap. Á hvítu klett unum fyrir neðan If-kastalann lá hin fegursta galeiða, sem sokkið hafði fyrir þúsund árum. Og vegna þess að mig langaði til að vita meira um hana, varð ég fræðimaður, fræðimaður sem leitar fræðslu af athöfnum frek- ar en Iestri. Ég vildi verða eins og einn hinna gömlu flökku- stúdenta, fremur heiðinn en kristinn, og fyrirmynd mín var hinn irómantíski klerkur. sem endur fyrir löngu hafði ritað um hina fyrstu daga, „er ég var ung- ur og glaður, og ævin leið skjótt, er ég flakkaði um flestar borgir Þrír hermenn stóðu vörð við hliðið, er ég fór fram hjá. Oft var ég búinn að horfa inn um það árangurslaust til að reyna að sjá kastalann. Enn reyndi ég það þennan morgun. Ég horfði gegnum hliðið en þar var ekkert markvert að sjá. Hvergi var hreyfing nema utan við varð- byrgi úr rauðum tígulsteini, þar sem tveir menn í óhreinum baðmullarfötum stóðu og burst- uðu eitthvað á veggnum með kústum með löngu skafti. Á dyraþrepinu stóð liðþjálfí með vindling í munnvikinu og horfði á þá. Þeir voru að reyna að þvo burtu áletrun sem hafði verið páruð á veginn með hvítri málningu og hljóðaði þannig. Marot skal deyja. Ég hafði aldrei heyrt getið um Marot og datt í hug að hann væri liðþjálfinn. Mér fannst sennilegt að einhver drukkinn óbreyttur hermaður hefði ritað þetta í tilefni dags- ins, því það var 14. júlí (þjóð- hátíðardagur Frakka) Þennan dag, 14. júlí 1953. Ég bauð vörð- unum góðan dag og „Bonne féte“, um leið og ég gekk fram hjá í átt til þorpsins. Sólin skein á bak mitt, og ég var að hugsa um Margréti af Aragóníu og harmaði einungis að allt, sem ég myndi nokkru sinni sjá af Belleau-kastala, væri hinir fimm svörtu turnar. 2. Klukkan var orðin 6, þegar ég loksins kom til Saint-Germain Skyndilega nemur Úlfur stað. Hann leggur King litla undir griðarmikinn trjábol og snýst ar hjá nokkrum fölinum trjám. svo gegn úlfahópnum. des-Prés, og sneri inn í Mabillion- götu til að svala þorstanum. Ég hafði farið mér rólega allan daginn, og þegar ég var kominn til Parísar, miðaði mér hægt vegna þess hve þröngt var á göt- unum. Saint-Germain var troð- full af dansandi fólki og aliar krár voru fullar, stúdentar, ferðamenn, elskendur og þjónar. Allir tróðust hver innan um ann- an haldandi á fánum og hlöðn- um bökkum. Tvær hljómsveitir voru sitt hvorum megin við torgið önnur framan við Deux Magots, hamraði valsa undir stjórn kóf- sveitts harmonikkuleikara í krypplaðri skyrtu, skreyttri fag- urrauðum axlaborða. Á trépalli, sem hróflað hafði verið upp framan við Café des Flores, ham aðist kvartett í appelsínugulum peysum við að leika úrval úr öllum þeim söngvum, sem nokkru sinni hafa verið skrifað- ir um Paris á vorin. Ég var að leita að vini mínum, stúdent að nafni Marcel, sem ætlaði að lofa mér að búa hjá sér í þessa tvo mánuði. En hann var hvergi sjáanlegur. Tilgangs- laust var að leita á öllum þeim stöðum, þar sem hann gæti ver- ið. Til þess var þröngin og kvöld hitinn alltof mikill. Og ég var búinn að ganga nóg. Þess vegna ákvað ég að halda kyrru fyrir, sötra bjórinn minn og horfa á fólkið. aiíltvarpiö Föstudagur 10. febrúar 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til« kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson talar um steinaldarmenn í Ástra- líu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Öskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Umsjónarmenn; Fréttastjórarnir Björgvin Guð-* Guðmundsson og Tómas Karls* son). 20.35 Tónleikar: Sinfónískar etýður op. 13 eftir Schumann (Irina Sijal* owa leikur á píanó). 21.00 Upplestur: Jón úr Vör les frum- ort ljóð. 21.10 Tónleikar: Duet-concertino fyrir klarínettu, fagott, strengjasveit og hörpu eftir Richard Strauss (Gerald Caylor klarínettuleikari, Don Christlieb fagottleikari og Kammerhljómsveitin í Los Ang» eles leika; Harold Byrns stjórnar) 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur veröld in“ eftir Guðmund G. Hagalín; L (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (11). 22.20 „Blástu — og ég birtist þér"; V. þáttur. — Ólöf Árnadóttir ræðir við konur frá ýmsum löndura. 22.40 I léttum tón: a) Vico Torriani syngur. b) Malando og hljómsveit hani leika. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 11. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Sér* Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón» leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. -• 9.20 Tónleikar. — , 12.00 Hádegisútvarp. |V (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig* urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir), 15.20 Skákþáttur: Baldur Möller flytur 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar- son.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möll* er). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra í skógin* um“ eftir Önnu Cath.-Westly; X. (Stefán Sigurðsson kennari). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Pólsk þjóðlög sungiil og leikin af þarlendu listafólki. 20.20 Leikrit: „Erfðaskráin og æran'* eftir Elmer Rice, i þýðingu Helga J. Halldórssonar. — Leikstjóri; Gunnar Eyjólfsson. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Indriði Waage, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Guðrún Asmunds- dóttir, Inga Þórðardóttir og Þor- steinn Ö. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Ur skemmtanalffinu (Jónas Jón- asson). 22.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.