Morgunblaðið - 11.02.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 11.02.1961, Síða 3
Laugardagur 11. febröar 1961 MORGVNBLAÐIÐ SATT að segja hafði ég meira gaman af að sjá málverka- sýningu menntaskólanema í íþöku en sýningu Kjarvals í Listamannaskálanum. — (Er maðurinn orðinn vitlaus?). — Kannski er þetta bara leikur að orðum,. En Kjarval er hætt- ur að koma á óvart, vegna þess að hann kemur alltaf á óvart. Myndir hans eru fyrir- fram listaverk: Málverk eftir Kjarval. Hins vegar hafði ég ekki hugmynd um að marg- ir menntskælingar fengj.ust við að mála og teikna í frí- stundum sínum. En sjón er sögu ríkari: 73 myndir eftir 18 menntaskólanema eru til sýnis fyrir almenning um þessar mundir í íþöku. Þetta eru vatnslitamyndir, olíumyndir, svartkrítarmyndir, teikningar, pastelmyndir o. fl. Viðfangsefn in eru fjölbreytileg: landslags myndir, mannamyndir, hús, blóm — surrealismi, abstract, Flókastefna o. s. frv. Yfir dyr- unum hangir mynd af nakinni konu, sem hefði farið vel að vera í peysufötum. f einu horn inu er mynd af herbergi með einum stól, barnarúmi, stand- klukku, gólfdregli — og á m.iðju gólfi stendur kona með svuntu. Kannski er hún að bíða eftir að maðurinn hennar komi heim með vikukaupið. Svona mætti halda lengi á- Garðar Gíslason, Agla Marta Marteinsdóttir og Franzisca Gunnarsdóttir. Myndin á veggn- um er eftir Öglu. Innblástur og útblástur fram með heilaspunann, það er bezt að snúa sér heldur að einfaverjum listamannanna. — Myndirnar á sýningunni geta lesendur séð sjálfir. ★ Fórnarlömbin eru að þessu sinni: Agla Marta Marteins- dóttir, Franzisca Gunnarsdótt- ir og Garðar Gíslason. Það er bezt að bregða út af venjunni og spyrja þau fyrst hvort þeim þyki leiðinlegt að teikna og mála — í staðinn fyrir: Þykir ykkur gaman að því? — Við værum varla að þessu, ef okkur þætti það leið- inlegt, segir Garðar sþotzkur. — Þetta er ekki skylda, seg- ir Agla. — Innblástur? ■— Já, eitthvað í þá áttina, segir Franzisca, maður fær út rás fyrir eitthvað. Það mætti kannski alveg eins kalla það útblástur eins og innblástur. — Takið þið listsköpunina alvarlega? — Áttu við, hvort við ætl- um að ganga listabrautina, seg ir Agla. — Ég geri ekki ráð fyrir að þið Franzisca gerið það. — Hvers vegna ekki? — Ég býst við að þið gift- ið ykkur og fáið útrás í hjóna- bandinu. — Heldurðu að giftar konur geti ekki verið listamenn? — Jú, sópransöngkonur, er syngja yfir vöggum barna sinna og á fimmtugsafmælum. — Uss, maður er fyrst laus og liðugur, þegar maður er giftur. — Ert þú í giftingarhugleið- ingum, Garðar? — Nei, ekki eftir þessa yf- irlýsingu kvenþjóðarinnar. — Ætlar þú a'ð ganga lista- brautina? -— Nei, ætli það. — Þú ert í myndlistaskólan- um. — Já, ég er að læra teikn- ingú hjá Sigurði Sigurðssyni listmálara. — Er hann góðúr kennari? — Já, hann er það. Ég geri þetta mér til gamans mest. — Þú heitir kaupsýslulegu nafni. — Já, ég ber nafn afa míns. — Þú átt ekki nema tvær myndir á sýningunni. -— Já, tvö olíumálverk. — Ertu svona ópródúktiv- ur eða vandlátur? — Ætli ég sé ekki hvort tveggja. — En þú átt flestar mynd- ir á sýningunni, Franzisca. — Já, það eru myndir sem ég gerði við eina af sögum afa míns — Aðventu. — Verður Aðventa gefin út með þeim myndum? — Já, en ég veit ekki hve- nær. — Stælirðu föður þinn? •— Ég hef sennilega byrjað að teikna, vegna áhrifa frá honum. — Ég held að það sé ekki eins mikið um stælingar að ræða og oft er haldið fram, segir Agla, menn geta gert svipaðar myndir, þó þeir hafi aldrei séð myndir eftir hvorn annan. — Það eru myndir hér á sýningunni, sem minna á myndir Flóka. — Já, það getur verið. — Hvernig stendur á því, að það eru bara stúlkur, sem eiga abstractmyndir á sýning- vnni? — Ég veit það ekki, segir Agla, ég veit ekki einu sinni hvort sumar myndir eru ab- stract eða eitthvað annað. — Sumir segja að mynd sé abstract, sem aðrir segja að sé ekki abstract, segir Garð- ar. — Já, það er svo mikill rugl ingur með merkingar orða, seg ir Agla. — Á það líka við um orðið — Getur þú sagt okkur eitt hvað um ástina? — Ég gæti það áreiðanlega en það er ekki prenthæft. — Ósiðsamt? — Nei, alls ekki. ★ — Málið þið aldrei úti? — Nei, það er ómögulegt að mála, þegar verið er að glápa á mann, segir Garðar. — Það er hægt að fela sig úti í náttúrunni eins og Kjarval. — Já, og liggja í tjaldi, segir Garðar. — Það þýðir ekkert, segir Agla, þegar m.aður er kominn upp í sveit, kemur í Ijós að maður hefur gleymt málning- artúbunum eða penslunum. eða það er enginn lækur til að blanda með litina. — Nokkuð fleira? — Já, við viljum fá að lesa þetta áður en það fer í blaðið, segir Agla. — Til hvers? — Til að vera viss um að þú segir ekkert óprenthæft um ástina. i.e.s. STAKSTEI1\IAR Afgreiðsla ríkisreikninga Gunnar Thoroddsen, f jármála- ráðherra, hefur haft forystu um að koma nýrri og betri skipan á afgreiðslu ríkisreikninga en tíðk- azt hefur undanfarin ár. Árang- urinn af tilraunum hans í þessa átt hefur orðið sá, að á árinu 1960 tókst að leggja fyrir Alþingl ríkis reikninga fyrir 3 ár, árin 1957, 1958 og 1959. Áðtur hafa ríkisreikn ingar verið á ferðinni mörgum ár um á eftir tímanum. Núverandi fjármálaráðherra hefur því fram kvæmt þakkarverða umbót í þess um efnum. En ekki eru allir jafn þakklátir honum fyrir framkvæmdasemi hans. Framsóknarmenn og komm únistar hafa látið öllum illum iát um á Alþingi yfir þessari hröðu afgreiðslu ríkisreikninga. Hafa þeir jafnvel lagt til að ríkisreikn- ingum fyrir árið 1959 verði vísað frá með rökstuddri dagskrá! Bera Framsóknarmenn og kommúnist- ar það fyrir sig að hinni umboðs- legiu endurskoðun þurfi að vera lokið, áður en ríkisreikningur sé endanlega afgreiddur á Alþingi. En fjármálaráðherra hefur bent á að þetta hefur aldrei tíðkazt á undanförnum árum. Hinni um- boðslegu endurskoðun hefur aldrei verið lokið áður en ríkis- reikningurinn var afgreiddur. Þetta hefur til dæmis Skúla G<uð mundsSýni ,sem setið hefur í 21 ár í fjárhagsnefnd, verið kunn- ugt. En hann hefur nú haft fotr- ystu um málþóf gegn afgreiðslu I ríkisreikningsins fyrir árið 1959. Þannig birtist ofstæki Fram- sóknarmanna og kommúnista i öllum sviðum. Framsókn eignar sér Kennedy Framsóknarmenn Ieggja nú mikla áherzlu á það, að eigna sér Kennedy Bandaríkjaforseta og stefnu hans. Tíminn segir í gær, að þar sem Bandaríkjaforseti telji eðlilegt að lágmarkskaupgjald hækki í Bandarik junum, þá hljóti að vera sjálfsagt að hækka kaup- gjald hér á landi. Hér er ólíku saman að jafna. Bandaríkjamenn eru auðugasta Þjóð heimsins. Framleiðsla þeirra fer hraðvaxandi með hverju ári. Hjá þeim hefur ekki ríkt verð- bólguástand og stöðugt kapp- hlaup milli kaupgjalds og verð- Iags, eins og ríkt hefur hér á ís- Iandi undanfarin ár. Það er vegna þess að íslenzka þjóðin hcfur lif- að um efni fram um alllangt skeið, sem hún verður nú að Ieggja nokkuð að sér til þess að koma rekstri bjargræðisvega sinna á heilbrigðan grundvöll. Framsóknarmenn geta heldur ekki skafið af sér kommúnista- stimpilinn með því að skríða und ir stél John Fitzgerald Kenned- ys. Efnahagsmálastefna stjórnar hans er allt önnur en niðurrifs- stefna bandalags kommúnista og Framsóknarmanna. Deilan í Vestmannaeyjum Kommúnistablaðið kemst m.a. að orði á þessa leið í forystugrein sinni I gær: „Það væri hægt að leysa deil- una í Vestmannaeyjum á skömm- um tíma, ef deiluaðilar fengju að vera í friði og gera frjálsa samn- inga sjálfir". Af tilefni þessara ummæla mætti spyrja: Hafa deiluaðilar í Vestmannaeyjum ekki fengið að vera í friði, til dæmis fyrir ríkis- stjórninni? Vissulega. Núverandi ríkis- stjórn hefur einmitt lýst því yfir, að hún telji að verkalýður og vinnuveitendur eigi sjálfir að semja um kjör sín án milligöngu ríkisvaldsins > Ein af myndum Franziscu á sýningunni. Hún hefur gert 12 myndir við Aðvenlu Gunnars Gunnarssonar, en hann er afi hennar. ást? Olíumálverk eftir Garðar Gislason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.