Morgunblaðið - 11.02.1961, Side 6

Morgunblaðið - 11.02.1961, Side 6
6 MORCUrtitLAÐ'Ð Laugardagur 11. febrúar 1961 Fjárhagsáætlun Hafn arfjarðar afgreidd Framlög til framkvæmda lækkuð — útsvör hækkuð T veggja manna leik- rit í Þjóðleikhúsinu A NÆSTUNNI frumsýnir Þjóð- leikhúsið leikritið „Á saltinu“ eftir ameríska höfundinn Willi- am Gibson og eru leikendur tveir. Það er allnýstárlegt hér að sýna leikrit með aðeins tveim ur leikendum, því þau eru jafn- an mjög erfið viðfangs, þar sem allt byggist á tveimur persón- um. Þó er rétt að geta þess að Þjóðleikhúsið sýndi fyrir átta ár um leikritið „Rekkjuna", þar sem aðeins voru tveir leikendur, en sú sýning varð eitt mesta gang-leikrit eins og mörgum er enn í fersku minni. Leikendur eru Jón Sigur- björnsson og Kristbjörg Kjeld. Þetta eru stærstu hlutverk, sem þau hafa fram að þessu fengizt við og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst. Bæði hafa þau áður glímt við hin erfið- ustu viðfangsefni og eru komin í fremstu röð meðal leikara okkar. Leistjóri er Baldvin Halldórs- son, og er þetta sjöunda leik- ritið, sem hann sviðsetur hjá Þjóðleikhúsinu. Síðasta verkefni hans þar er Engill horfðu heim, sem var sýnt í 25. sinn fyrir nokkru. Þýðing leiksins er gerð af Indriða Þorsteinssyni rithöfundi, en leiktjöldin máluð af Gunn- ari Bjarnasyni. „Á saltinu" var frumsýnt í New York fyrir fjórum árum. Síðan hefur það verið eftirsótt leikhúsverk á mörgum leikhús- um Evrópu og Ameríku. Á sl. ári var sýnt annað leikrit eftir Gibson í New York, sem byggt er á ævi daufdumbu konunnar Hell an Keller og heitir það „Mir- acle Worker“. Með þessum tveim ur leikum hefur William Gib- son skipað sér í fremstu röð meðal leikritahöfunda í Banda- ríkjunum. „Á saltinu" er nútímaleikur, gerist í stórborg og fjallar um nútímavandamál. Leikurinn er mjög skemmtilegur þó uppistað- an sé alvarlegs eðlis. — Mynd- in er af Jóni og Kristbjörgu, tekin á æfingu fyrir nokkru. HAFNARFIBÐI. — Á fundi í bæj arstjórn s.I. þriðjudag var fjár- hagsáætlun Hafnarfjarðarkaup- staðar fyrir árið 1961 tekin til síðari umræðu og afgreidd. Út- svör eru áætluð um kr. 17,780,000 og hækka um 150 þúsund frá síð- asta ári. Aðrir helztu tekjuliðir eru hluti söluskatts sem er 2,800,000, fasteignagjöld og skatt- ar 1,650,000 þátttaka bæjarfyrir- tækja í stjórn kaupstaðarins 500 þús. kr., tekjur af fasteignum 458 þús., vatnssala 680 þús., og ýmsar aðrar tekjur eru áætlaðar 200 þúsund krónur. Gjaldaliðir Helztu gjaldaliðir eru: Stjórn kaupstaðarins 977 þús. kr., menntamál (til skóla, sundlaug- ar, bókasafns o. fl.) 2,920,000 heil brigðismál 406 þús., eldvarnir 754 þús., löggæzla 973 þús., al- þýðutryggingar, 4,189,000, fram- fræslumál 1,685,000, vextir 630 þús., verklegar framkvæmdir, þ. e. vegir, vatn, holræsi, barna- leikvellir, unglingavinna o. fl. 5,790,000, sorphreinsun 455 þús., götulýsing 100 þús., til fasteigna bæjarins og húsnæðismála 350 þús., ýmsar greiðslur 280 þús., óviss gjöld 550 þúsund krónur. — Þá er veitt einni millj. kr. til byggingar íþróttahúss og 1 milljón til skólahúss, til inn- réttingar í ráðhúsi 150 þús. kr., kgupa á lögreglu-bifreið 200 þús., til afborgana lána 1,200,000 og framkvæmdasjóðs 500 þús. kr. Felldu aukningu til gatnagerðar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gerðu nokkrar breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlun- ina, og hefðu þær fengið sam- þykki, væri varið til gatnagerðar 950 þús. kr. hærri upphæð. En meirihlutinn lagðist gegn þeirri tillögu og felldi hana. Þetta hefði verið hægt að gera með því að áætla fasta tekjuliði sam- kvæmt því, sem þeir raunveru- lega eru, og hækka nokkuð ýms- ar tekjur vegna væntanlegra tekna af útflutningi á hraun- gjalli. Svo og að gert væri ráð fyrir 800 þús. kr. lántöku til framkvænfda, sem ekki er óeðli- legt, þegar gert er ráð fyrir af- borgunum lána að upphæð 1,200,000. En þetta mátti meiri- hlutinn ekki heyra nefnt. 800 þús. kr. lægri útsvör ef . . . Jafnframt því, sem Sjálf- stæðismenn lögðu til að fram- kvæmdir væru auknar, stilltu þeir tillögum sínum það I hóf, að útsvör áttu að lækka frá því, sem var árið áður, um rúmar 340 þúsund krónur. Og ef farið hefði verið eftir tillög um þeim, sem Sjálfstæðis- menn báru fram, hefðu útsvör in orðið nær 800 þús. kr. lægri en samkvæmt tillögum meiri- hlutans. Var fjárhagsáætlun- in samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4. Tillögum vísað frá Þá báru bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram málefna- legar tillögur um aukna varan- lega gatnagerð, skipulagningu hafnarinnar, bætta aðstöðu vél- báta (bæði smærri og stærri), áframhaldandi jarðhitarannsókn- ir í Krísuvík og að útsvör yrðu ekki lögð á eftir hærri útsvars- stiga en í Reykjavík. Næðist ekki áætluð útsvarsupphæð á þann hátt, fengi bæjarstjórn málið til meðferðar að nýju. Öllum þessum tillögum vísaði bandalag kommúnista og Al- þýðufl/okksins frá. Hins vegar voru samþykktar málefnalegar tillögur frá meirihlutanum varð- andi gatnagerð, aðstöðu smá- báta í höfninni, skipulagningu nýs iðnaðarhverfis, að gera kostn aðaráætlun um íþróttavöll við Suðurnesjaveginn, og stuðningi við hugmyndina um landsút- svar. Lék á lögregluna i Mannheim, V-Þýzkalandi, 9. febrúar (Reuter). í SÍÐUSTU viku var Bernard I nokkur Kimmel handtekinn, grunaður um morð. Fyrir rétti hét hann lögreglunni að visa á geymslustað úti í skógi í nágrenninu, þar sem hann hefði falið þýfi. Lögreglan samþykkti og fór með Kimmel og unnustu hans út í skógarjaðar við Lam- brecht. Kimmel gekk að felu- staðnum, rétti höndina inn í dauðan trjábol og dró þaðan út byssu. Hann skaut nokkr- um skotum að lögreglumönn- unum, en flýði síðan ásamt unnustu sinni inn í skóginn. í gærkvöldi voru vandræða- Iegir lögregluþjónar að leita Kimmels með aðstoð blóð- hunda. • Misjafnt verð á þjónustu Kona skifar: — Þeir eru margir, sem þurfa að fá lán- aðan síma hér og þar í borg- inni. Stundum kostar símtal- ið ekkert, stundum eina krónu, í öðrum stað 1,50 kr., og í þeim þriðja tvær krón- ur, og ég veit til, að afnot af síma hafa verið seld fyrir kr. 2.50. En almennast er, að símtalið kosti kr. 1.50 eða kr. 2.00. Landssíminn segir, að verð- ið á símtalinu sé 70 aurar, og læt ég vera þó það væri seit á krónu, en mér finnst ekki ná nokkurri átt, að láta fólk greiða það verð fyrir lán á síma, sem hér hefur verið ságt frá. Sérstök símaþjónusta Erlendis er því sums stað- ar þannig háttað, að sérstak- ar verzlanir, t. d. tóbaksverzl- anir, hafa með höndum sím- þjónustu fyrir almenning fyr- ir lögákveðið gjald. Væri ekki snjallræði að koma svipuðum háttum á hér á landi. Þá gætu menn gengið að því vísu að fá að hringja í þessum ákveðnu verzlunum gegn því gjaldi sem ákveðið væri af réttum yfirvöldum. Þetta fyr. irkomulag myndi áreiðanlega leysa gagnkvæman vanda, ef það kæmist á. Það er út af fyrir sig eðli- legt, að þessari ágætu konu líki ekki að vera krafin um mismunandi upphæðir í hvert skipti, sem hún þarf að fá að- gang að síma í borginni. Enda þótt hér sé ekki um háar upp- hæðir að ræða dregur það sig saman ef oft þarf á þessari þjónustu að haldá engin fyrirtæki sérstaka þjónustu fyrir almenning ákveðnu gjaldi svo það er * “'<P dálítið erfitt að kvarta, því svar þeirra fyrirtækja, sem lána mönnum aðgang að síma sínum, gæti verið eitthvað á •jjgS'"' þá leið, að þau séu ekki skyld- ug til að veita neina slíka þjón j. “^Jt ustu og geri það eingöngu fyr- _ jf!'™ ir fólk sem þess biður, og ekk- ert gjald sé ákveðið fyrir þetta. ♦ Trjágreinar út yfir götu í dag birtir Velvakandl mynd, sem tekin er við götu hér í Reykjavík. Sýnir mynd- in hvernig trjágreinarnar hafa vaxið út yfir götuna og geta þannig valdið slysi á vegfar. endum, einkum í myrkri. Þá hafa bíleigendúr einnig lagt bílum sínum þannig, að veg- farendur eiga ekki annars kost en ganga innst á gang- stéttinni, rétt undir greinun- um, og stuðlar þannig eitt með öðru að því að þessi um- rædda gata verður stórhættu. leg gangandi fólki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.