Morgunblaðið - 11.02.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 11.02.1961, Síða 16
16 MORGVISBIAÐIÐ Laugardagur 11. febrúar 1961 Notið Sunsilk ONE-LATHER ^ SHAMPOO,_ Sunsilk ÍbWiw^bb'i winthin* :í f. •:: lr>tg.y«Ki>.'K»lr.-': skrifar um: KVIKMYNDIR ) | STJÖRNUBÍÓ: I skjóli myrkurs ÞESSI ensk-ameríska mynd ger- ist í Englandi nokkru eftir heims styrjöldina síðari. Bandarískur hermaður, Harry Miller, hefur samkvæmt skipun yfirboðara sinna orða að vera um kyrrt í Englandi eftir stríðið. Hann er kvæntur enskri konu, Connie og búa þau í Liverpool ásamt syni sínum. Harry fær nú leyfi til að hverfa heim til Bandaríkjanna og fagnar því, en þegar hann segir konu sinni það, þverneitar hún að yfirgefa England. Harry ann konu sinni og lætur því að vilja hennar, þó að honum sé það þvert um geð. Hann fær nú atvinnu við akstur vörubifreiðar hjá frænda Connie, George Mills. I fyrstu ferðinni verður Harry samferða öðrum ökumanni, sem starfar hjá Mills. Er ferðinni heitið til Glasgow. A leiðinni verður Harry var við að eitthvað grunsamlegt er við varninginn, sem félagi hans flytur, því að tveir skuggalegir náungar ganga að bifreið hans og losa af henni • nokkra pakka. Harry ræðst á þessa menn og verða úr því harð vítugar ryskingar en félagi Harrys segist skulu skýra hon- um frá málavöxtum síðar. Þeg- ar komið er á áfangastað, til vöruflutningafyrirtækis Joe Easy í Glasgow, verður Harry Ijóst að hér er á ferðinni ófyrir- leitinn smygliaraflokkur og er Joe Easy höfuðpaurinn í þeirri starfsemi. Þama kynnist Harry ungri stúlku, Lynn að .nafni, sem er ástmey Joe’s. Tekst með þeim góð vinátta. Harry neyð- ist til að vinna á vegum Joe’s enda þótt með þeim séu litlir kærleikar. Hinsvegar verða sam- skipti Harry’s og Lynn æ inni- legri. Harry vill komast úr þess- um félagsskap við Joe og menn hans og enn orðar hann það við konu sína, að þau fari til Amer- íku. Hún snýst öfug við því, og í bræði sinni segir hún Harry að hann sé ekki faðir drengsins. Gerast nú mikil átök milli Joe’s og Harry’s og er lögreglan á hæl- um smyglaranna. Harry ákveður að halda til Bandaríkjanna með Lynn, en breytir þeirri ákvörð- un á síðustu stundu . . . Þetta er all efnismikil mynd og spenna hennar eftir því. Victor Mature, sem leikur Harry, er karlmannlegur og fer vel með hlutverk sitt, en ekki finnst mér hann yfirleitt aðlaðandi „týpa“. Lynn leikur Diana Dors. Hún er ekki mikil leikkona og lagleg getur hún ekki talist. Patrick Allen leikur Joe Easy með mik- illi prýði. HAFNARBÍÓ: Jörðin mín. ÖLLUM, sem þekkja til Suður- ríkja Bandaríkjanna, ber saman um að þar séu miklir landkostir og líf og menning manna þar að mörgu frábrugðin því, sem ger- ist annarsstaðar í þessu mikla landi: — Mynd sú sem hér ræðir Þlorsk útgáta á ís- lenxkum iræðiritum HASKOLAFORLAGIÐ í Osló hefir hafið útgáfu á íslenzkum fræðiritum á norsku. Þegar hafa komið út tvö rit, Njáls saga, kunstverket, eftir dr. Einar Ol. Sveinsson prófessor og Lov og ting eftir dr. Olaf Lárusson prófessor. Fyrra ritið er þýðing á 'riti dr. Einar Olafs, A Njáls- búð, bók um mikið listaverk, er úf kom 1943. Þýðingu hefir, gert prófessor Ludvig Holm-Olsen, rektor við háskólann í Bergen. Ritið Lov og ting er þýðing á ýmsum ritgerðum eftir dr. Olaf Lárusson, og eru þær allar í rit- gerðasafni hans, Lögum og sögu, Sigurður Ólason I hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrlfstofa. AUsturstræti 14 — Sími 1-55-35. er Lögfræðingafélag Islands gaf út 1958. Ritgerðirnar eru flestar um réttarsöguleg efni og úr rétt- arsögu Þjóðveldisaldar. Þýðandi er Knut Helle, ungur fræðimað- ur, sem dvalizt hefir hér á landi. Utgáfa þessara rita tveggja er styrkt af vísindasjóðnum norska. í norskum blöðum og tímaritum er ritanna getið lofsamlega. Af hendi háskólaforlagsins í Osló er áformað að gefa út á næstunni þýðingu á sögu Islend- inga eftir dr. Jón Jóhannesson prófessor. Þá þýðingu mun gera dr. Halvard Magerþy, fyrrver- andi sendikennari við Háskóla Islands. Með þessari útgáfu háskólafor- lagsins á íslenzkum fræðiritum er til þess stofnað að kynna íslenzka vísindastarfsemi á Norðurlönd- um, og er slíkt vissulega mjög mikils virði fyrir íslenzkar menntir og vísindi. um og tekin er í litum og Cin- emaScope, gerist í Napadalnum. Þarna býr Philippe Rambeau. Hann hefur á langri ævi rækt- að þarna geysivíðlendar vín- ekrur, - enda er hann af öllum talinn hinn ókrýndi konungur dalsins. Hann á mikið af dalnum sjálfur og hefur sameinað mikið af hinu með hjúskapartengslum þannig að ætt hans er þarna ein- xáð að heita má. Ung stúlka, Elizabeth, sem átt hefur heima í Englandi er nú komin í heim- sókn til Philippe’s, sem er afi hennar, enda hyggst hann að láta Elizabeth giftast einum af nágrönnunum til þess að tryggja enn betur yfirráð ættarinnar í dalnum. — Fjölskyldulífið þarna er margbrotið og allir virðast lúta vilja gamla mannsins, nema helzt ungur frændi hans, John Rambeu, sem er ráðsmaður Philippe’s og trúnaðarmaður um ræktunina. Vínbannið er skollið á í Bandaríkjunum og gamli maðurinn vill virða lögin og ekki selja vínberin í hendur leynibruggara og annarra lög- brjóta. John er á öðru máli og verður þetta alvarlegt ágrein- ingsefni með þeim frændum. John og Elizabeth hafa fellt hugi saman, en hún vill þó ekki bregðast afa sínum. Jöhn fer í burtu í reiði í langa söluferð, en rétt áður en lestin fer af stað kemur Elizabeth og segir honum ágætu mynd. að hún muni bíða hans. En nú kemur ung stúlka, Buz að nafni, til sögunnar. Hún kveðst vera ófrísk af völdum John’s. Fer svo að Rambeau gamli greiðir föður hennar fé gegn því að hann látií málið niður falla. — Þegar John kemur aftur heim fær hann kald ar viðtökur bæði hjá gamla manninum, Elizabeth og öðrum ættmönnum sinum. En þegar það kemur í ljós, að John er með öllu saklaus af Buz, taka málin aðra stefnu . . . Mynd þessi er mjög efnismikil og áhrifarík. Sviðsetning leik- stjórans, Henry King’s er með ágætum og leikurinn afbragðs- góður, enda öll aðalhlutverkin í höndum mikilla leikara, svo sem Claude Rains, Rock Hudson, Jean Simmons Dorothy McGuire o. fl. Ég mæli eindregið með þessari út WiT Þér NÝJUNG Sunsilk Tonic Shampoo gefur hári yðar líflegan blæ og flösulausa mýkt. því þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið eytt miklum tíma og pen- ingum á hárgreiðslustofunni. Þvoið hár yðar heima með Sunsilk Shampoo. Sunsilk gerir hár yðar mjúkt — glans- andi. — Aðeins ein umferð nauðsynleg. X-GSH 39/IC-6445-50 OPNUM í DAG, NLAUP ÓÞÖRF Opnum í dag, laugardag, fullkomna kjötbúð að Ásgarði 22. — Þé»r, sem búið í næsta nágrenni við Bústaðahverfið, þurfið ekki að leggja á yður sér- staka fyrirhöfn til að ná í 1. flokks matarefni, við munum hafa það allt á boðstólum. — Lítið inn — Reynið vöruna — Reynið þjónustuna. Kaupið í helga»rmatinn í nýju búðinni okkar í dag. KJÖTVERZLIJIM TÓMASAR JÓNSSONAR Ásgarði 22 — Sími 36730.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.