Morgunblaðið - 11.02.1961, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.02.1961, Qupperneq 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 11. febrúar 1961 og hafa nu miklar lýkur á * íslandsmeistaratitli FJÓRIR leikir íslandsmóts- ins í handknattleik fóru fram í fyrrakvöld. Voru það leikir í öðrum aldursflokki karla og meistaraflokki kvenna. Óvæntust urðu úrslitin í leik FH og Vals í meistara- flokki kvenna. FH-stúlkurn- ar náðu algerum tökum á leiknum og sigruðu með yf- irburðum, með 9 mörkum gegn 4. Stóð 5:2 í hálfleik, svo segja mátti að Valsstúlk- urnar hefðu aldrei átt tök í leiknum. 1 hinum meistaraflokksleikn- um — milli Þróttar og Víkings — voru fjörugri átök og leikur- inn skemmtilegur. Víkingsstúlk- urnar náðu naumu frumkvæði og héldu því út leikinn og únnu 8:5. ☆ I leikum piltanna sigraði Þróttur Hauka auðveldlega með 15:8 og Valur vann ÍR með 12:9 eftir að ÍR hafði haft for- ystu — en úthaldið þraut og með því sigurvonirnar. FH stúlkurnar gersigruðu Val ☆ Þessi sigur FH-stúlknanna kemur nokkuð á óvart. Að vísu var hörð keppni þessara flokka á nýafstöðnu hraðkeppnismóti, en Valur sigraði þá með þriggja marka mun. Búizt var við jöfn- um leik en engan óraði fyrir „bursti“. Torii Tómosson form. Ægis AÐALFUNDUR Sundfélagsins Ægis var haldinn 2. febrúar s.l. að Grundarstíg 2. Fráfarandi formaður félagsins Torfi Tómas. son setti ' fundinn og tilnefndi Þórð Guðmundsson sem fundar- stjóra, og var það samþykkt ein- róma. Torfi Tómasgon lagði fram lagabreytingar stjórnarinnar og voru þær samþykktar mótat- kvæðalaust. Er það helzt, að skipt ing félagsins í sund- og sund- knattleiksdeild er lögð niður, en aðalstjórnin verður skipuð fimm mönnum. Einnig voru gerðar breytingar á ársgjöldum félags- ins. Gjaldkeri, Theódór Guð- mundsson, lagði fram endurskoð aða reikninga. Þeir voru sam- þykktir. Formaður var kjörinn Torfi Tómasson með lófataki. Með honum í stjórn eru: Theódór Guðmundsson, Guðjón Sigur- björnsson, Gunnar Júlíusson og Sig. Guðmundsson. Til vara eru Guðm. Harðarson og Helgi Sig- urðsson. Fastafulltrúi Ægis hjá l.B.R. var kosinn Jón Ingimarsson, en hjá S.R.R. Þröstur Jónsson. í haust var ráðinn nýr þjálf- ari til félagsins, Örn Ingólfsson. Æfingar hafa verið vel sóttar og unglingarnir sýnt lofsverðar framfarir. Veikindi og bollubakstur veikja „pressuliðið" Á MORGUN er lokaæfing hand ;knattleikslandsliðsins af alvar-' Iegra taginu. Þá. mætir það pressuliðinu í íþróttahúsinu á Keflavíkurvelli. Lið blaðamanna breytist allverulega . frá upp- haflegu vali því að í gær boðuðu 4 menn forföll, Það voru Hjalti markvörður, sem liggur með 40 stiga hita, Bergþór framherji sem er á kafi í bollubakstri og kemst ekki frá bakaraofninum, Matthías framherji sem fær ekki keppnisleyfi yfirvaída íþrótta- skólans og Guðjón Jónsson sem er veikur. í sitað þessara manna voru1 valdir Sigurjón Þorsteinsson, Geir Hjartarson, Val, Sigurður Oddsson FH og Ingólfur Óskars- son Fram. Það má telja að þessar breyt ingar veiki liðið eitthvað, en það er ekki ýkja mikill munur á mönnum. Allt eru þetta reynd ir meistaraflokksmenn, sem unn ið hafa margt afrekið. 31. jan. s.l. afhenti forseti Islands sendiherra Norðmanna hér bikar þann sem forsetinn gaf til keppni í norrænu sund keppninni á s.I. ári. Athöfnin fór fram á Bessastöðum og voru viðstaddir stjórn Sund- sambands Islands, landsnefnd norrænu keppninnar og for- seti Í.S.Í. Forsetinn afhenti bikarinn afhenti bikarinn með stuttri ræðu og Bjarne Börde svaraði. Loks flutti Þorsteinn £in- arsson íþróttafulltrúi forseta íslands þakkarávarp frá lands nefndinni. Sagði hann að nefndin hefði ákveðið að af- henda æfingarstöð Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra 5 þús. kr. af ágóða merkjasölu keppninnar. Forseti Í.S.f. þakk aði forsetanum boðið til Bessa staða og landsnefndinni vel unnin störf. Hljómsveit banda- ríkjahers fagnað Æskulýðssamkomur í Keflavikurprestakalli Biskupinn talar á sunnudag UM NÆSTU helgi verða nokkrar æskulýðssamkomur í Keflavíkur 'j restakalli og mim biskupinn yfir íslandi, Sigurbjörn Einars- son, tala á samkomu í Keflavík urkirkju á sunnudaginn. Á söm-u samkomu flytur séra Garð ar Þorsteinsson, prófastur í Hafn arfirði ávarp. Frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur ein- söng við undirleik Ragnars Bjömssonar. Þá mun kirkjukór Keflavíkurkirkju einnig syngja undir stjórn Friðriks Þorsteins- sonar. Á mánudagskvöldið verður æskuíýðssamkoma í barnaskóla húsinu í Ytri-Njarðvík. Þar syngur kirkjukór Ytri-Njarðvík ur undir stjórn Geirs Þórarins- sonar og Eggert Laxdal syngur einsöng.. Ræður flytja Höskuld ur Goði Karlsson, kennari, og séra Ólafur Skúlason, æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Á þriðjudagskvöldið verður samkoma í Kefíavíkurkirkju. Sigurður Ólafsson syngur ein- söng. Kirkjukór Keflavíkur ayngur. Lúðrasveit Keflavikur mun leika undir stjórn Herberts Hribersceks. Ræður flytja séra Bjöm Jónsson og séra Ólafur Skúlason, Formaður sóknar- nefndar, Hermann Eiríksson, skólastjóri, flytur ávarp. - Á mánudag og þriðjudag verð ur auk þess farið í heimsóknir í skóla á áðurnefndum stöðum. Kyöéísamkomurnar eru einkum ætlaðar ungu fólki frá ferming araldri til tvítugs. Þær hefjast kl. 8,30 hvert kvöld. HLJÓMSVEIT bandaríska flug- hersins í Evrópu (U.S.A.F.E.) lék fyrsta konsert sinn í Austurbæj- arbíó í fyrrakvöld á vegum Lions klúbbsins Baldurs og til ágóða fyrir starf Barnaspítalasjóðs Hringsins. Konsertinn var endur- tekinn í gærkvöldi, og í dag verð- ur sá þriðji haldinn með breyttri efnisskrá. Konsertinn hófst með þjóð- söngvum íslands og Bandaríkj- anna, enda voru forsetahjónin og menntamálaráðherra viðstödd, svo og bandarísku sendiherra- hjónin. Útsetningin á islenzka þjóðsöngnum var fremur fátæk- leg, en til fyrirmyndar var, að hann var leikinn mun hraðar en Hafnarfjörður STEFNIR Félag ungra Sjálfstæð- smanna heldur málfund í Sjálf- stæðishúsinu mánudaginn 13. febrúar. klukkan 8,30. Árni Grét- ar Finnsson flytur erindi um sjálfstæðisstefnuna. Stefnisfélagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. vant er. Á efnisskránni skiptist annars á létt músík, marsar, dæg urlög og þjóðlagasyrpur, og svo klassísk verk og hálfklassísk! Léttu lögin voru þó ekki að öllu leyti sannkallað léttmeti, því að þau búa flest yfir talsverðum þokka.. Auk þess var meðferð hljómsveitar og stjórnanda alveg. óviðjafnanleg. í hljómsveitinni er valinn mað- ur í, hverju rúmi, og sýndi til dæmis forleikari klarínettanna af burðaleik í Sígaunaljóðum Sara- sates. Þá lék James Noal vanda- sam,an einleik á pákur í páku- konsert Weinbergers. Mesta at- hygli vöktu sýningarmyndir Mússorgskís og „karabísk fanta- sía“, lagaflokkur frá Karíbaeyj- um eftir Morrisey, að ógleymdum kór Páls ísólfssonar, „Brennið þið vitar“, í útsetningu fyrir harmón- íusveit eftir Cray, sem er liðsmað- ur hljómsveitarinnar. Gabríel höfuðsmaður er mynd- ugur og öruggur stjórnandi með aðlaðandi framkomu, hvort sem hann stjórnar eða ræðir kumpán- lega við áheyrendur. Honum var vel fagnað og færð blóm. Meðal aukalaganna var að sjálfsögðu hinn sígildi mars „Stars and Stripes" eftir Souza og auk þess blísturmarsinn góðkunni úr „Brúnni yfir Kwai“. Vikar. Sunnudag 12. febrúar 1961 Handknattleikssamband íslands LANDSLIÐ - PRESSULIÐ íþróttahús Keflavíkurflugvallar Kl. 3 e.h. ÓMAR RAGNARSSON Ferðir frá B.S.l. kl. 1,15. —Ferðir frá Hafnarfirði kl. 1,30. skemmtir áður en Miðar gilda sem vegabréf. Verða seldir á B.S.I. og Nýju bílastöðinni í Hafnarfirði og við Flugvallarhliðið. leikurinn hefst •

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.