Morgunblaðið - 11.02.1961, Side 23

Morgunblaðið - 11.02.1961, Side 23
Laugarðagur 11. febrúar 1961 MORCVNBLAÐ1Ð 23 „Lönd og leiðir" — ný fer&askrifstofa NÝ ftrðaskrifstofa er að taka til starfa hér í bæ. Nefnist hún Lönd og leiðir hf., og hafa for- ráðamenn hennar skýrt blaða- mönnum nokkuð frá fyrirhug- aðri starfsemi. Kváðu þeir fyr- irtækið hafa verið stofnað í nóvember sl., en í dag, laugar- dag, myndi starfsemin hefjast með opnun skrifstofu í Austur- stræti 8 (2. hæð), sem fyrst um sinn verður opin tvo tíma á dag. Hefst þar þegar öll fyrir- greiðsla ferðamanna, jafnt utan- lands sem innan. — Hinn 1. maí nk. verður svo opnuð afgreiðsla á götuhæð sama húss (í húsa- kynnum Tómstundabúðarinnar). ★ Valgeir Gestsson, sem mun hafa með höndum daglegan rekstur ferðaskrifstofunnar fyrst — Frakkar harma Framh. af bls. 1 venja Frakka að senda orustu- flugvélar til móts við erlendar flugvélar, sem koma inn á þetta hættusvæði. Venjuiega 'hafa orustuflugvél og hin brot- lega flugvél þá radíósamband sín é milli. Frakkar segja, að stjórn- andi rússnesku flugvélarinnar hafi ekkert radíósamband vilj- að hafa við orustuflugvélina og var þá fylgt þeim reglum, sem áður hafa verið notaðar, að var úðarskotum var hleypt af fram an við hina brotlegu flugvél. * Ræningja-aðferö. Einn af ferþegunum í rúss- nesk blöð hafa í dag gert mjög mikð úr þessari árás á forseta landsins. Rússar sagja, að hér sé um algerar ræningjaaðferðir að ræða. Þeir bera til baka full yrðingar Frakka um að flug- vélin hafi ekki fylgt fyrirfram ákveðinni flugleið. Þá segja þeir að rússneski flugmaðurinn hafi verið í sambandi við talstöð í Algeirsborg. Lýsing sjónarvotts. Einn af farþegunum í rúss- nesku flugvélinni var sendi- herra Marokku í Moskvu Bachir Bel Abbes. Hann hefur lýst árás frönsku flugvélarinnar svo: — Eg gat einmitt séð strönd Alsír li fjarska, þegar orustu- þota köm skyndilega upp að flug vél okkar og var svo nálægt okk ur, að ég gat lesið skrásetningar númer hennar. — Eg sá, að hún dýfði vængbroddinum, eins og flugmaðurinn væri að senda Okkur kveðju, en síðan sá ég byssukúlurnar fara framhjá, þær voru af þeirri tegund, sem skilur eftir sig reykjarrák. Kúl urnar fóru fyrir framan flugvél ina. Síðan hvarf hin franska or- Ustuþota. Gott áróðursvopn. Frönsk blöð eru yfiríleitt á einu máli um, að leitt sé að þessi atburður hafi komið fyrir og henda þau m.a. á það, að atvik þetta telji Rússar gott vopn í áróðrinum gegn Frökkum. En iblöðin benda einnig á það, að Rússar eigi einnig nokkra sök á því að atvikið kom fyrir, þar ®em flugvélin hafi ekki hlýtt settum reglum og enginn hafi vitað að sjálfur'forseti Rússlands hafi þarna verið á ferð. Sé það óeðlilegt, að slíkir menn séu á laumuferðalagi milli landa og að þeim sé stofnað í hættu eiiis og hér var gert. Breshnev forseti ætlar Bð dveljast tvo daga í Marokko. Hann hefur boðið krónprinsi Marokko, Moulay Hassan að heimsækja Moskvu. Næst fer Breshnev forseti tii Gítreu á Vesturströnd Afríku. Hann er Valdamesti maður Rússa, sem heimsótt hefur svertingjaríki í Afríku, um sinn, skýrði svo frá, að Lönd og leiðir vildu gera ís- lenzku ferðafólki kleift „að ferðast sem víðast og sjá sem mest, á sem ódýrastan hátt“. Þá myndi ferðaskrifstofan stuðla að kynnum Islands erlendis eftir megni og vinna að því að fyrir- greiðsla erlendra ferðamanna á íslandi verði gefin frjáls, enda telji forráðamenn fyrirtækisins það „dæmalaust sjónarmið og úrelt“ að slík fyrirgreiðsla sé aðeins falin einum aðilr ★ Lönd og leiðir hafa þegar skipulagt og undirbúið 6 þriggja vikna sumarleyfisferðir um Mið- og Suður-Evrópu, og fara tveir fyrstu hóparnir utan um 20. júní. í þessum ferðum verð- ur farið flugleiðis, bæði að heiman og heim, þannig að sem beztur tími gefist til ferðalaga á meginlandinu, — og áherzla verður lögð á að hafa dagleiðir sem stytztar. Munu allt að 30 manns komast í hvern hóp þess ara ferða. — Ferðakostnaður verður kr. 11,500,00 til 13 þús. krónur fyrir manninn, og er þá miðað við að gisting, fæði og allur annar kostnaður sé inni- falinn. Hópar frá félögum eða, stofnunum verða látnir sitja fyrir um ferðir þessar, en ein- staklingum er að sjálfsögðu einnig veitt öll fyrirgreiðsla 1 þessum efnum. ★ Til þess að auðvelda starfsemi sína, mun „L & L“ hafa um- boðsmenn á eftirtöldum stöðum utan Reykjavíkur: Akranesi, Isa firði, Akureyri, Húsavík, Eiðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Hafn arfirði og Selfossi. Stjórn ferðaskrifstofunnar Lönd og leiðir skipa þeir Ing- ólfur Blöndal, Valgeir Gestsson og Haraldur Jóhannsson. Ingólf- ur er nú á ferðalagi um Ev- rópu í erindum skrifstofunnar og mun síðan verða búsettur í Þýzkalandi í sumar og reka þar ýmsa þjónustu fyrir fyrirtækið. — Kongó Framh. af bls. 1 Joseph Okito. Þeir höfðu bund- ið tvo gæzlumenn, sem áttu að gæta þeirra, stolið nokkrum rifflum og tekið bifreið, sem einn gæzlumannanna átti. — Á bifreið þessari var fremur lítið benzín og bjóst ráðherrann ekki við, að það myndi endast meira en 60 mílur. HÁ VERÐLAUN Fjöldi herflugvéla sveimar nú yfir þjóðvegum og brautum á þessu svæði og strangur lög- regluvörður hefur verið settur við innkeyrsluleiðir allar til borganna Kolwesi, Jadotville, Kamina og Elisabethville. — Stjórn Katanga hefur heitið verðlaunum, sem nema 219 þús. krónum, hverjum þeim sem get- ur gefið upplýsingar er leiði til handtöku Lumumba og sem nema 30 þús. kr. fyrir hand- töku hvors aðstoðarmanna hans. í gærkvöldi bar Moise Tsj- ombe, forsætisráðherra Katanga, til baka fregnir þær sem komið höfðu upp um að Lumumba hefði verið drepinn í fangelsi. Tsjombe sagði þá að Lumumba væri á lífi og heill heilsu. BÍLLINN SÉST Seinna í dag skýrði upp- lýsingamálaráðherra Katanga stjórnar frá því, að sennilegt væri, að bifreið sú, sem Lum umba komst undan með, hefði sézt þá um daginn úr flugvél á þjóðveginum um 200 mílur norðvestur af Elisabethville. Sé það rétt, virðist Lumumba stefna í átt ina til stuðningsmanna sinna í Kasai-héraði, Nýr sjóliðsfor- ingi hjá Land- helgisgæzlunni NÝLEGA hefur Landhelgisgæzl- unni bætzt nýr starfsmaður, Guð- jón Ármann Eyjólfsson, sjóliðs- foringi, en hann er Vestmanna- eyingur að ætt og uppruna. Byrj- aði hann að starfa hjá Landhelgis gæzlunni um síðustu áramót. Er hann þriðji sérmenntaði sjóliðs- foringinn sem við stofnunina starfar. Guðjón Ármann er 25 ára að aldri. Vorið 1955 varð hann stúd- ent við Menntaskólann í Reykja- vík. Næsta ár fór hann utan og fyrir milligöngu Landhelgisgæzl- unnar hóf hann nám við danska sjóliðsforingjaskólann. Þaðan lauk hann lokaprófi í desember- mánuði sl., með hinum prýðileg- asta vitnisburði. Forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, var einnig á danska sjóliðsforingjaskólanum og Gunnar Bergsteinsson, sem oft hefur veitt Landhelgisgæzlunni forstöðu í fjarveru Péturs Sigurðs sonar, hlaut sína sjóliðsforingja menntun í norska sjóliðsforingja- skólanum. — Eimskip Framh. aí bls. 24. nýttur til fulls, nema þá að flutn ingsmagn frystivara aukist til mikilla muna frá því sem nú er. Það er kunnugt að allmiklir flutningar á frystum vörum eiga sér jafnan stað frá Ameríku til Evrópu, hefur Eimskipafélagið því leitað upplýsinga um mögu- leika á því að geta orðið þátt- takandi í þessum vöruflutningum til Evrópu og hagnýtt þannig frystirúm skipa sinna betur en unnt er, þegar einungis eru flutt- ar frystar vörur aðra leiðina, þ. e. frá íslandi. Til þess að koma þessu í kring þykir heppilegra að hafa skipin í föstum áætlun- arferðum og verða þá í hverri ferð fluttar almennar stykkjavör- ur frá New York til fslands, og auk þess frystar vörur í frysti- rúmi til Evrópu, eftir því sem þær eru fáanlegar hverju sinni. Stykkjavörurnar eru svo affermd ar hér, og síðan ferma skipin út- flutningsafurðir til Evrópuhafna, og frystivörur eftir því sem rúm Ieyfir. Að lokinni affermingu þeirra, ferma skipin aftur vörur frá Evrópuhöfnum til íslands, og þegar þau hafa affermt þær hér, ferma þau frystan fisk og aðrar útflutningsvörur til New York eftir því sem þessar afurðir eru fyrir hendi. Væntir Eimskipafélagið þess að þetta fyrirkomulag reynist hag- kvæmt bæði fyrir innflytjendur og útflytjendur jafnframt því, sem skiprúmið nýtist betur, en á því er hin mesta þörf til þess að rekstur skipanna verði viðun- andi. Þess verður að sjálfsögðu gætt, að jafnan verði nægur skipakost- ur fyrir hendi til að annast flutn- inga á útflutningsvörum fslend- inga og aðkevQtu^ vörum til landsins. — Bolungarvik Frh. af bls. 1 að síðamefndi báturinn jnyndi hafa fengið eitthvað í skrúf- una, því að hann gæti lítið hreyft hana og einnig myndi hann hafa fengið brotsjó á sig. Kvaðst Gunnvör ekki hafa draglínu til að draga bát- inn til hafnar. Kom Óðinn þá skjótlega á vettvang. Var þá svartabylur en þó tókst fljótlega að finna bátinn og var hann dreginn inn til ísafjarðar. Ekki vissu varðskipsmenn- irnir þá að svo hörmulegt slys hafði orðið um borð í Krist- jáni Hálfdáns, sem sagt var frá í blaðinu í gær, en tvo unga og myndarlega menn hafði tekið út af bátnum um morguninn, þogar straum- hnútur skall yfir bátinn. — Gervihnötturinn Framh. af bls. 1 inda- eða rannsóknatæki. Tungl- inu hefði eingöngu verið skotið á loft til að reyna, hvernig gengi að koma svo þungum hlut á sporbraut kringum jörð- ina. — Undarlegur dráttur Vísindamönnum á Vesturlönd- um finnst imdarlegt, hve Rúss- ar hafa dregið það að tilkynna, að enginn maður sé um borð í gervitungli þessu. Því var skot- ið á loft sL laugardag og allt frá því fyrsta hefur orðrómur- inn gengið, að lifandi menn væru um borð i gervitunglinu. Þessum orðrómi gátu rússneskir vísindamenn hnekkt mjög skjót- lega, en þeir gera það ekki fyrr en sýnt er að gervitunglið er að eyðast upp til agna. Hjartanlegustu þakkir til allra ættingja og vina, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára afmæli mínu 5. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll. Njáll Jónasson frá Siglufirði Kærar kveðjur og þakkir, sendi ég öllum, sem glöddu mig og heiðruðu á áttræðisafmæli mínu 2. febrúar. Guðrún Hansdóttir, Vesturgötu 50 O Faðir okkar og tengdafaðir, GRlMUR KR. JÓSEFSSON andaðist 10. þ.m. að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Börn og tengdaböm Konan mín ÞÓRDlS M. JÓNSDÓTTIR Borgarnesi, andaðist miðvikudaginn 8. þ.m Jón Eyjólfsson Maðurinn minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR DALBERG ARASON Gnoðarvogi 38 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 13. febrúar kl. 3 e.h. — Blóm afbeðin. Guðbjörg Ólafsdóttir og böm Móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÞÓREY JÓNSDÓTTIR andaðist 10 .þ.m. að elli og hjúkrunarheimilinu Grund. Guðrún H. Vilhjálmsdóttir, Kjartan Magnússon, Hjörleifur Jónsson, Margrét Ingimundardóttir, Elísabeth Vilhjálmsdóttir og barnabörn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, VALTÝR BERGMANN BENEDIKTSSON Vélstjóri, Sunnubraut 16, Akranesi andaðist að sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 9. þ.m Jarðarför auglýst síðar. Fyrir mína hönd og barna minna. Bára Pálsdóttir Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGNÝ BÖÐVARSDÓTTIR frá Helgavatni, Miklubraut 5 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 14. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. — Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eðvarð Hallgrílmsson, börn, tengdabörn og barnabörn Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa ÖFEIGS JÖNSSONAR Valgerður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.