Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNVL AÐ1Ð Sunnudagur 12. febrúar 1961 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsscr Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á máryiði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AFKOMA BÆNDA k sl. ári hömruðu Fram-^ sóknarmenn sífellt á því í blöðum sínum, hve hart núverandi ríkisstjórn hefði leikið íslenzka bændur og hve ömurleg aðkoma bænda- stéttarinnar væri um þessar mundir. Úr þessum áróðri Framsóknarmanna hefur nú mjög dregið. Ástæða þess er einfaldlega sú, að sú stað- reynd verður ekki sniðgeng- in, að afkoma bænda hefur yfirleitt verið góð á sl. ári og hagur þeirra með bezta móti. Kom það m. a. í ljós af því, að um síðustu ára- mót og sl. haust áttu bændur yfirleitt betra með að gera upp reikninga sína en mörg undanfarin ár. Þetta er vissulega ánægju- leg staðreynd. Ýmsar rekstr- arvörur búanna hafa að vísu hækkað í verði og þeir bændur, sem þurft hafa að kaupa vélar eða ráðast í meiriháttar framkvæmdir hafa mætt nokkrum erfið- leikum. En yfirgnæfandi meirihluti bændastéttarinnar hefur búið við góða afkomu. Framleiðslan hefur aukizt, verðlagsmál landbúnaðarins eru komin í öruggt horf, góð samvinna hefur tekizt milli framleiðenda lahdbúnaðaraf- urða og neytenda við sjáv- arsíðuna og markaðshorfur fyrir landbúnaðarafurðir inn- anlands eru mjög góðar. Var sérstaklega vakin athygli á því á bændafundi, sem hald inn var í Árnessýslu fyrir skömmu. VENDA SÍNU KVÆÐI í KROSS f^egar á allt þetta er litið, * sætir það engri furðu, að Framsóknarmenn skuli hafa gefizt upp við jagið um það, að núverandi ríkisstjórn hafi þrengt kjör bænda. Tíminn og önnur málgögn Fram- sóknarflokksins hafa hrein- lega játað með sjálfum sér, að þessi áróður ætti við eng- in rök að styðjast. Hinarnauð synlegu viðreisnarráðstafan- ir hafa sízt bitnað harðar á bændum en öðrum lands- mönnum. Ríkisstjórnin hefur sýnt eindreginn vilja til þess að tryggja lánastofnunum landbúnaðarins fjármagn og stuðla að því, að nauðsynleg- um framkvæmdum og upp- byggingu verði haldið áfram í sveitum landsins. En þegar Framsóknarmenn gefast upp við jagið um hallærið í sveitunum, venda þeir sínu kvæði í kross og leggja nú höfuðáherzluna á verkfallsbaráttuna og áróð- urinn fyrir vinnudeilum og verkföllum í samvinnu við kommúnista við sjávarsíð- una. Nú er stuðningur Fram- sóknarmanna við sveitirnar og bændastéttina fólginn í því að berjast af ofurkappi fyrir því með kommúnistum, að hækka kaupgjald í land- inu, hrinda af stað nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags og setja verð- bólguskrúfuna að nýju í fullan gang. Þessa þokkalegu iðju, sem Framsóknarmenn stunda í bandalagi við kommúnista, segja þeir bænd um að þeir stundi þeim til hagsbóta. En er til einn ein- asti íslenzkur bóndi í dag, sem trúir því að það sé í þágu hans eða búreksturs hans að dýrtíðarskriðunni verði hleypt af stað að nýju? Áreiðanlega ekki. Bænda- stéttin hefur alltaf haft glöggan skilning á þeirri hættu, sem fólgin er í sívax- andi verðbólgu. Mikill meiri- hluti bænda telur viðreisn- arráðstafanir núverandi ríkis stjórnar nauðsynlegar og eðlilegar. Það er því sannar- lega engin furða, þótt risið sé fremur lágt á frammá- mönnum Framsóknarflokks- ins úti um sveitirnar um þessar mundir. VAXANDI MILLILANDA- FLUG lll'ikil gróska er nú í milli- landaflugi íslenzku flug- félaganna. Loftleiðir hafa nýlega fest kaup á þriðju „Cloudmaster“-vélinni og mun hún bæta mjög aðstöðu félagsins í hinni hörðu sam- keppni á flugleiðunum yfir Atlantshafið. Flugfélag íslands hefur nú fengið verkefni fyrir tvær flugvélar á Grænlandi. Er önnur í innanlandsflugi og hin í ískönnunarflugi. Auk þess er búizt við, að tölu- vert verði um almennt leigu- flug eins og verið hefur á undanförnum árum. Hefur Flugfélagið hug á að bæta við sig einni eða jafnvel tveimur stórum flugvélum. Er helzt verið að hugsa um flugvélar af sömu gerð og Loftleiðir hafa keypt. Verði úr þeim kaupum, væri það þjóðhagslega mikilvægt, að íslenzku flugfélögin kæmu ÆT , Islendingar í herskóla t Bandaríkjunum TVEIR YPIRMENN frá ís- lenzku Landhelgisgæzlunni, þeir Garðar Pálsson, Fornhaga 15 og Jónas Guðmundsson, Bugðulæk 15, voru meðal 173 sjóliðsforingjaefna er útskrif uðust frú U.S. Coast Guard Officers Candidate School 1 Yorktown, Virginia 27. janúar síðast liðinn. íslendingamir fóru utan í ser upp sameiginlegu við- gerðarverkstæði af fullkomn- ustu gerð. Flugið er að verða að mikilvægum atvinnuvegi hér á landi og hafa forráðamenn flugfélaganna sýnt mikinn dugnað í starfi sínu. Skoðan- ir eru nokkuð skiptar um framtíð íslands sem lending- arstöðvar í flugi milli heims- álfa. En íslendingar ættu a. m. k. að hafa góða aðstöðu til að stunda flug á langleið- um. Vera má, að aðstaðan hér muni þykja mikilvægari en nokkru sinni fyrr þegar farið verður að flytja mjög mikið vörumagn loftleiðis landa á milli. STEVENSON A dlai Stevenson hefur nú tekið við hinu nýja starfi sínu sem aðalfulltrúi Banda- ríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þar hefur hann mikið og vandasamt verk að vinna. Bandaríkin eru for- ysturíki hins frjálsa heims. Á miklu veltur, að þau hafi mikilhæfum forystumönnum á að skipa á hinu mikla þjóðanna þingi. Ekki er lík- legt að um neina grundvall- arstefnubreytingu verði að ræða hjá hinni nýju stjórn Bandaríkjanna í utanríkis- málum. Þó má vel vera að hún taki ýms einstök mál öðrum tökum en fyrrverandi stjórn gerði. Þannig er til dæmis talið líklegt að hinn nýi utanríkisráðherra og samstarfsmenn hans muni freista nýrra úrræða til þess að leysa Kongó-vandamálið. Er þá fyrst og fremst rætt um aukna samvinnu milli Bandaríkjanna og þeirra þjóða, sem stóðu að Casa- blanca-ráðstefnunni um nýj- ar ráðstafanir til að friða Kongó og koma þar á lögum og reglu að nýju. Adlai Stevenson er viður- kenndur gáfu- og hæfileika- maður. ann er þaulreyndur stjórnmálamaður og ólíkleg- ur til þess að rasa um ráð fram. Af forystu hans á þingi Sameinuðu þjóðanna má bví vænta góðs á næstu Garðar og Jónas. boði Bandarikjastjórnar og nutu góðrar fyrirgreiðslu og gestrisni, meðan á dvólinni stóð. Skólinn hefir staðið yfir 17 vikur, þeir byrjuðu námið 18. sept. fyrra árs og skólanum lauk eins og fyrr er sagt 27. janúar 1961. Auk þess hafa þeir báðir hlotið 4 vikna þjálf un í hinum ýmsu stöðvum ameríska Coast Guardsing t.d. í New York, Washington D.C. og Norfolk. fslendigarnir hafa lært siglingaraðferðir ameríska "Coast Guardsins, sjóhernaðar list, aðferðir við björgtlnar- og leitarstörf, varnaraðferðir í hernaði, svo sem kafbáta- hernaði og kjarnorkuhernaði, ennfremur hafa þeir lært rekst ur nútíma strandgæzlu. Þeir hafa einnig lært stór- skotalist og meðhöndlun ný- tízku vopna, sem notuð eru í sjóhernaði, Damage Controi, þar sem kenndar eru aðferðir til að halda herskipum, svo og öðrum skipum sem orðið hafa fyrir skemmdum i sigl- ingar. og orustufæru ástandi. Auk þess hafa þeir notið kennslu í sjómennsku, fjar- skiptum, íþróttum og annarri herþjálfun. Skólinn hafði yfir að ráða tveimur skólaskipum meðan á kennslunni stóð, annað skip ið var staðsett hjá skólanum allan tíman og fór út fjóra daga í viku með smá flokk manna hverju sinni, en hitt var aðeins stuttan tíma til að þjálfa menn í notkun hinna mismunandi vopna sem notuð eru i sjóhernaði. Einnig hafði skólinn yfir að ráða Trailer, sem búinn var fullkomnum kennslutækj um til að þjálfa menn í sjó hernaði og varnarhernaði á sjó. Þá átti skólinn einnig kost að þjálfa kandidatana í æfingarstöðvum sjóhersins í Norfolk. íslendingamir komu heim 7. febrúar og taka upp störf sín að nýju hjá íslenzku Land helgisgæzlunni. Frá æfingasvæði skólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.