Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. febrúar 1961 MORCVNBLAÐÍÐ 23 Sjöfugur Helgi Kr. HELG-I Kr. Jónsson, verzlunar- stjóri hjá Alliance hf., er fæddur 13. febr. 1891, og verður því sjö- tugur á morgun. Hann er Árnes- ingur að ætt, fæddur í Mjósundi í Villingaholtshreppi, og voru foreldrar hans Jón Jónsson, bóndi í Mjósundi og kona hans, Alexia Guðmundsdóttir, af góðum ætt- um komin. Helgi ólst upp í Mjósundi til 17 éra aldurs, en þá byrjaði hann búskap sjálfur á Vatnsenda í sömu sveit og bjó þar til 1921. I’að ár fluttist hann til Reykja- víkur og fékkst þar við verzlun- erstörf og fleira, ýmist hjá öðr- um eða hann rak sína eigin verzl- un. Meðal annars var hann eitt lár (1925) í Scotlandi að kenna Skotum að fletja fisk, því lengst ef hafði Helgi stundað sjóróðra og sjómennsku einhvern tíma ársins. Hann var formaður um skeið í Þorlákshöfn og gerði það- #n út teinæring sjálfur. Eftir heimkomuna frá Skot- landi réðist Helgi árið 1927 til Alliance hf., fyrst sem bílstjóri, til ársins 1934, en það ár var haf- in bygging síldarverksmiðju Alíi- ance hf. í Djúpuvík við Reykja- fjörð á Ströndum. Þá fór Helgi þangað og vann við bygginguna. Þegar verksmiðjan tók til starfa árið eftir (1935), var sett upp verzlun í sambandi við hana fyr ir starfsfólkið og gerðist Helgi verzlunarstjóri hennar. Því starfi hefur hann haldið til þessa dags, tn að vetrinum hefur hann starf- eð í skrifstofu Alliance hf. í Reykjavík. Helgi kvæntist árið 1910 Ingi- björgu Sigmundsdóttur frá Vatns enda, hinni ágætustu konu. Hitt læt ég fræðimönnum á ýmsum eviðum eftir að skýra, að hann er bóndi á Vatnsenda frá árinu 1909, ©g giftist svo heimasætunni það- #n árið 1910. Þau hjónin eignuðust tvo syni, annar dó nýfæddur, hinn er Sig- mundur Ragnar, starfsmaður í Iðnaðarbanka íslands. Helgi er föngulegur maður og inikill á velli, en þar sem þetla er afmælisgrein en ekki ævi- minning, þá mun ég ekki lýsa hans ytra manni nánar, því við, sem þekkjum hann, vitum hvern- ig hann lítur út, en hina skiptir það litlu. Hitt varðar fleiri að vita, að hann er einn af hinum styrku stoðum okkar þjóðlífs, tryggur og góður vinur vina Einna, traustur starfsmaður og Eamvizkusamur svo af ber, Ijúf- lir í lund og kátur og góður félagi, enda hefur hann eignast góða vini. Hann hefur sagt mér, að af öllum samferðamönnum sínum á lífsleiðinni séu þeir sér minnis- I.O.G.T. St. Framtídin nr. 173 Fundur mánudag kl. 8.30. — 43 ja ára afmælis stúkunnar St. Daníelsher í Hafnarfirði kemur í heimsókn. Æ. T. Barnastúkan jólagjöf nr. 107 Fundur fellur niður í dag vegna veikinda. Verður senni- lega haldinn næsta sunnudag. Gæzlumaður. St. „Verðandi" no. 9 Fundur verður þriðjudags- kvöld 14. febrúar kl. 8.30. _ Systrakvöld: systir frú Sigur- jóna Jakobsdóttir upplestur o. fl. Stúkan Freyja kemur í heim- eókn. — Félagar fjölmennið, og eysturnar eru beðnar að koma með kökuböggla. Æ. T. St. Víkingur Fundur annað kvöld. Bollufagnaður. — Skemmtiatriði. Félagar komið með kökuböggla. Fjölsækið stundvíslega. — Æ. T. morgun Jónsson stæðastir, Gestur heitinn Einars- son á Hæli og Jón heitinn Ólafs- son, bankastjóri, enda munu þsir hafa verið honum kærari en aðr- ir. Hann mun dvelja á æskustöðv- um sínum á afmælinu, og sendum við vinir hans, hlýjar afmælis- kveðjur til hans þangað. Helgi H. Eiríksson. Æskulýðsvika KFUM ojí K KFUM og KFUK í Reykjavík hafa undanfarin ár haldið svo- nefndar æskulýðsvikur með sam komuhöldum fyrir æskuna á hverju kvöldi í heila viku. Hafa samkomur þessar verið vinsælar og oft mjög fjölsóítar. í kvöld hefst æskulýðsvika í húsi félaganna að Amtmannsstíg 2 B. Verður mikið um söng og hljóðfæraslátt á samkomunum að venju, m. a. leika ungar stúlk ur á gítara undir sönginn. Einnig verður einsöngur, tvísöngur og kórsöngur, eftir því sem við verð ur komið, en megináherzla lögð á almennan söng. Ræðumenn á fyrstú samkom- unni verða þeir Gunnar Sigur- jónsson, cand. theol., og Birgir G. Albertsson, kennari. Síðan verða, tveir ræðumenn flest kvöldin, og má nefna meðal þeirra Felix Ólafsson, kristni- Lest af þurr- mjólk til Kongó I GÆR barst Kongósöfnuninni 1 lest af þurrmjólk frá Mjólkur samsölunni og verður hún fljót lega send til Kongó. Áður var búið að senía 15 lestir af skreið þangað. Kongósöfnuninni er nú lokið og nam hún í peningum 425 þús. kr. Blöðin hafa ekki séð sér fært að birta þann langa lista yfir alla þá sem gefið hafa í söfnun ina, en listinn liggur frammi á skrifstofu Rauða Krossins í Bjartsýní í Kína með nýju ári Peking, 11. febrúar. —• (Reuter) —• KÍNVERSK dagblöð tilkynna í dag, að sér- stakur aukamatar- skammtur verði veittur í tilefni vorhátíðarinnar í næstu viku, í þeim héruðum þar sem hung- ursneyðin hefur verið verst að undanförnu. Vorhátíð þessi er leifar hinnar gömlu ára- mótahátíðar Kínverja. Þjóðin hefur nú tekið upp tímatal Evrópu- manna, en gömlu ára- mótin eru ennþá mesta þjóðhátíðin. Það kemur fram í mörgum hinna kínversku blaða, að Kín verjar eru bjartsýnir á nýtt ár samkvæmt gamla tímatalinu. — Ár það sem er að ljúka var „ár rottunnar“ og er það að gamalli hjátrú ár hungursneyðar. Nú tekur við „ár hins hjálpsama uxa“ og segja kínverskar kerlingabæk ur, að þá megi vænta góðæris. Við það binda kínversku blöðin góðar vonir og telja að neyð- inni fari að Ijúka í landinu. Prófessor Þor- björn taiar um svifflug Svifflugfélag íslands gengst um þessar mundir fyrir almennri fræðslu um svifflug. f dag kl. 2 flytur prófessor Þorbjörn Sigur- geirsson fyrirlestur um svifflug í 1. kennslustofu Háskólans. Að- gangur er ókeypisjog öllum heim- ill. Leiðrétting Leiðinlegar prentvillur komust inn í stutta frásögn af útför Ingibergs Karlssonar frá Grinda vík, hér í blaðinu í gær. Nafn föður hans misritaðist. Hann hét Karl Karlsson, en ekki Ágúst Guðmundsson. Mannskaðaveðrið, sem móðir Ingibergs frú Guðrún Steinsdóttir, missti fyrri mann sinn í, var 1915 en ekki 1955. Eru aðstandendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. — Máiverk Framh. af bls. 1 höfuð til af frægustu mönnum víkingaaldar og fornaldar. Haraldur harðráði var uppi 1015—1066. Hann var 15 ára þegar hann tók þátt í Stikla- staða orrustu með Olafi Har- aldssyni hálfbróður sínum og flúði eftir orrustuna til Garða- ríkis. Haraldur var einn víð- förlasti maður á sinni tíð. Hann stjórnaði frægri herferð Væringja um Svartahaf og út á Miðjarðarhafið all aleið til Sikileyjar. Er hann kom aftur til Rússlands úr þessari svað- ilför fékk hann Ellisifjar kon- ungsdóttur. Til er brot úr gamankvæði Haralds til Ellisifjar í Heims- kringlu og eru í því þessi vísu- orð, sem fræg hafa orðið: Þó lætur Gerður í Görðum gollhrings við mér skolla. Haraldur átti tvær dætur með Ellisif. boða, Ástráð Sigursteindórsson, skólastjóra, og Norðmennina Erling Moe og Thorvald Fröyt- land, sem hafa verið hér á landi undanfamar vikur og talað á fjölmennum samkomum. Samkomur æskulýðsvikunnar eru einkum ætlaðar ungu fólki, en allir eru velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Þær hefjast að jafnaði kl. 8.30 e. h. Churchill kom- inn á kreik London, 11. febr. (Reuter). Winston Churchill flaug í dag suður á Bláströnd Frakklands, en þar hyggst hann dveljast sér til hvíldar í hálfan tnánuð, mest í dvergríkinu Mónakó. Lafði Churchill, kona hans varð eftir í London, en fylgdi horaim út á Lundúnaflugvöll. Churchill virtist vera hinn keikasti og var að sjá, sem honum væri að fullu batnað eftir álfallið, er hann beinbrotn aði skömmu fyrir afmæli sitt í nóvember sl. Ný viðhorf Guðfræðinemar í Háskóla fs- lands gangast í vetur fyrir mán aðarlegum fundum um guðfræði leg efni. Á fyrsta fundinum, sem haldinn var 1 desember, talaði prófessor Jóhann Hannesson um existeníalismann. Annar fundurinn á þessum vetri verður haldinn í Neskirkju n.k. þriðjudagskvöld kl. 8. Þar talar dr. Þórir Þórðarson, pró- fessor um ný viðhorf í nútíma- guðfræði. Don Pasquale í síðasta sinn NÚ ERU síðustu forvöð að sjá óperuna Don Pasquale sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Síðasta sýningin verður í kvöld og er óhætt að benda öllum óperu unnendUm á að nota þetta síðasta tækifæri til að tryggja sér miða. Aðalhlut- verkið er sungið af okkar vin- sæla söngvara Kristni Hallssyni, en aðrir söngvarar eru Guðmund ur Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur Guðj ónsson. bbbbbbbbbbbbbicbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb P e n s 1 a r Málningarrú llur Hörpu-silki S p r e d Slml 35697 ggingavorur h.t. Laugaveg 178 b b b b b b b b b b b b Kærar kveðjur og þakkir til allra, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 2. febr. sj. með heimsóknum, gjöf um og skeytum. Sigurður Jóhannesson, Víðimel 37. Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig á sjötugs- afmælinu. Ingibjörg Lárusdóttir, Fagralandi. SIGURVEIG SIGURÐARDÓTTIR frá Tungufelli í Svarfaðardal andaðist í Landspítalanum 7. þessa mánaðar. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju n.k. þriðjudag kl. 3 e.h. Fyrir hönd aðstandenda^ Snorri Hallgrímsson Maðurinn minn ,faðir okkar, tengdafaðir og afi ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði verður jarðsettur þriðjudaginn 14. febrúar kl. 2 frá Þjóðkirkjunni. Anna Halldórsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir, Halldór Ólafsson, Steinunn Magnúsdóttir og barnabörn. Faðir okkar og bróðir JÓHANNES LOFTSSON sem andaðist 6. þ m. verður jarðsettur þriðjudaginn 14. þ.m. — Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju kl. 13,30. Loftur Jóhannesson, Bjarni M. Jóhanuesson Kristin Loftsdóttir Eiginmaður minn, faðir og sonur okkar BJARGMUNDUR SIGURÐSSON málarameistari, Þorfinnsgötu 14, verður jarðsunginn mánudaginn 13. febr. kl. 1,30. Blóm vinsamlega afbeðin. Gíslína Kjartansdóttir, Kjartan Bjargmundsson Valgerður Guðmundsdóttir, Sigurður Bjargmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.