Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. febröar 1961 MORGUWRLAÐ1Ð 5 Vill ekki giftast feitum og sköll- óttum manni FYRIR skömmu fékk veit- ingahúsið Lídó þrjá nýja skemmtikrafta, sem að undanförnu hafa skemmt þar. Er þetta spánskt danstríó, tvær stúlkur og piltur, sem nefnir sig „Trio Capricho Espanol“. Öll eru þau mjög ung, pilt urinn tvítugrur, en stúlk- urnar 18 og 19 ára. — Blaðamönnum var boðið að sjá þetta unga listafólk skemmta. Þessi skemmtilegu dansend- ur sýndu spánska dansa af mikilli leikni svo að unun er á að horfa. Fjör þeirra er að- dáunarvert og leikni þeirra og þokki mikill. Dansarnir segja allir einhverja sögu, sem sýnd er með látbragði en undir- hljómurinn taktfastir og leift- urfimir fótaskellir, sem bland- ast skellum kastanettanna, er þau nota óspart. Fyrsti dans þeirra er frá Granada og sýnir sígaunahjón, sem tjá hvort öðru ást sína. Síðan kemur ljóshærð aðals- mær, sem vill heilla eigin- manninn og tekst það um sinn. En hún kann aðeins að syngja, ekki að dansa og það gerir gæfumuninn. Endirinn verður sá, að hún verður að víkja en hjónin halda áfram dansi sín- um. Eftir sýninguna gafst okkur tækifæri til þess að ræða við þetta viðkunnanlega unga fólk skamma stund. Túlkur talaði á milli, því Spánverjarnir skilja ekkert nema spönsku. Ungi maðurinn heitir Juan Soriano og er frá Valencia, ljóshærða stúlkan heitir Pep- ita Fernandez og er frá Se- villa, hin dökkhærða heitir Curra Montes og er frá Mad- rid. Fyrir 10 ánum síðan byrjuðu þau dansnám í Madrid, en sl. 6 áir hafa þau ferðast víða og skemmt. Þau láta vel yfir móttökum íslendinga, sem þau bjuggust við að taka myndu sér fremur dauflega. Hér munu þau skemmta til 1. marz, en þá fara þau tii London. Hingað komu þau beint frá Madrid. Við fregnum að Pepita og Juan séu gift og raunar sé þessi för þeirra hingað til ís- lands eins konar brúðkaups- ferð. Við spyrjum hann hvers vegna hann hafi valið sér Ijós- hærða konu. Hann segist dást að grönnum og ljóshærðum konum. Við spyrjum Curra hvort hún sé í nokkrum giftingar- hugleiðingum. Hún segir svo vera, vildi gjarnan ná sér i mann hér á íslandi. Þegar hún er spurð hvernig hann eigi helzt að lita út, seg- ist hún ekki vita það íyrir víst. — En hann á ekki að vera stór og sköllóttur eins og blaða maðurinn þarna, segir hún og bendir á einn af oss. Pepita afhendir hertogahjónunu m af Windsor blómvendi. Sunnudaglnn 5. þ.m. voru gef- !n saman í hjónaband í Dómkirkj tinni af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Dóra Skúladóttir, blaða- maður og Þorvarður Brynjólfs- son, bankastarfsmaður. — Heim- ili þeirra er að Austurbrún 2. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Kristrún Kjartans, Grett- isgötu 6 og Aðalbjörn Þór Kjart- ansson, Grettisgötu 90. Tilkynn- ing þessi er birt aftur vegna mis- ritunar í gær og eru hlutaðeig- endur beðnir velvirðingar á því. Stína litla kom ekki í skólann, en skrifaði þetta bréf: — Eg gat ekki komið í morg- un vegna þess að það fjölgaði heima hjá okkur, en það var samt ekki mér að kenna. ★ Mamma hafði sent Kalla til frænku sinnar svo að hann skyldi leika sér við drengina hennar. Hann kom að vörmu spori aftur og mamma vildi fá að vita hvern- ig á því stæði. — Mér fannst hún frænka ekki vilja hafa mig, sagði Kalli. — Sagði hún það? — Ónei, ekki sagði hún það, en hún fleygði mér út og skelti hurðinni í lás. Það er skömm skeggi, ef haka ein hlýtur að danza. Það er einum skemmtan, sem öðrum er angur. Eftir er sporður, þótt af sé höfuð. Frjáls er spökum spurnin. Úlfur er svína sættir. Engi af úlfi bitinn er að vargi orðinn. Ei kemur allt óskatt af úlfs munni, sem í kemur. Úlfur breytir hárum en ei háttum. Úlfur fæðist af ylgi jafnan. ííslenzkir málshættir). — Já, en góða mín, ef maður- inn þinn gefur þér allt sem þú bendir á, þá þýðir það að þú bendir of lítið! ★ Á daginn kafinn óðaönn í að fá að lifa. Stel af nóttu stuttri spönn stundum til að skrifa. Stephan G. Stephansson: Vellíðanin. Keflavík Til leigu 2 herb. og eldhús. Sími, bað. Húsgögn geta fylgt. Uppl. í síma 1811 eftir kl. 1 í aag. Reglusamur miðaldra maður óskar eftir herbergi með baði. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag merkt: „A 1470“. Ford - 31 Góður jeppi til sölu og sýnis ájHlemm- óskast. Staðgreiðsla. Sími torgi í dag frá kl. 1—3. 19029. 3 herbergi og eldhús til leigu. Tilb. merkt: „Smáíbúðahverfi — 1471“, sendist blaðinu fyrir þriðju dagskvöld. Til sölu lítið notaður Tan Sad barnavagn. Uppl. í síma 14276 milli kL 12—1.30 í dag. Sinfóníuhljómsveit íslands Tónleikar í Þjóðleikhúsinu n.k. þriðjudag 14. febrúar kl. 20,30. Stjórnandi : BOHDAN WODICZKO Einleikari : HANSJANDER EFNISSKRÁ: RESPIGHI: ,,Fuglarnir“ svíta. MOZART: Píanókonsert í d-Moll. RIMSKY - KORSAKOW: Capriccio Espagnol MORTON GOULD: Spirituals. Aðgöngumiðasala í Þjóðieikhúsinu. Hlutavelta Húnvetningafélagsins er í dag í Miðstræti. Margir sérstaklega góðir munir. — Ekkert happdrætti — Nefndin Æ skulýðsvikan Æskulýðsvika KFUM og K, Amtmannsstíg 2B, hefst í kvöld kl. 8,30. Tveir ræðumenn hvert kvöld vikunn- ar. Mikill söngur og hljóðfærasláttur. Einnig ein- söngur, tvísöngur og kórsöngur. Á samkomunni í kvöld tala Birgir Albertsson, kennari, og Gunnar Sig- urjónsson, guðfræðíngur. Allir velkomnir! „Camlir Fóstbrœður" KVÖLDSKEMMTUN fyrir félagsmenn og gesti þeirra verður í Stork-klúbbnum (Framsóknarhús- inu) föstudaginn 17. þ.m. kl. 8,30 síðd. Þátttaka til- kynnist sem fyrst. STJÓRNIN. Hafnarfjdrður — Hafnarf jö'rður Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur fund þriðjud. 14. febr. kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gamanvísur — Félagsvist — Kaffi. Konur fjölmennið. STJÓRNIN. Kvöldvinna óskast Ungur langhentur maður, 22ja ára, óskar eftir ein- hverskonar aukavinnu, þrjú kvöld í viku, t. d. kl. 6—10. Er til viðtals í dag í síma 24407, kl 12—6 e.h., en einnig er tekið á móti skriflegum tilboðum til n.k. miðvikudagskvölds, merkt: „Aukavinna — 1400“,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.