Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 8
8
MORGVNBIAÐ1B
Sunnudagur 12. febrúar 1961
Gunnar Bjarnason skólastjóri sextugur:
Ungmennin eru
opin fyrir réttlæti
í DAG er Gunnar Bjamason
skólastjóri Vélskólans í Reykja
vík sextugur. Við skruppum til
hans að þessu tilefni og röbbuð
um við hann nokkra stund.
— Já, ég hef flækst í mörgu
um dagana auk skólagöngunnar
og allskonar vinnu við járna-
rúsl. Eg get t.d. sagt þér að þeg-
ar ég var í skóla vann ég við
margt á sumrum. Ég ók bíl,
vann í banka, var til sjós og í
sveit. Það var tvennt sem mig
langaði til að verða, þegar ég var
imgur, annað hvort vélaverkfræð
ingur eða bóndi. Allsstaðar hef
ég komizt að þeirri niðurstöðu
að það er kunnáttuleysið, sem
kostar okkur íslendinga mest.
Það kostar okkur milljónir á
ári, þótt enginn geti að sönnu
reiknað það út nákvæmlega.
— Við höfum hér við Vélskól
amn verið að reyna að breyta
kennslunni í hagrænna form. En
það er ekki nóg. Okkur vantar
tilfinnanlega menn sem hafa til
að bera meiri menntun en vél-
stjórar hafa í dag.
— Ég hef lengi klifað á því
að hér á landi vantaði tækni-
skóla, sem lægi milli iðnskóla
Og háskóla, og sem gæti veitt
mönnum hagræna þekkingu og
fræðilega þar að auki. Slíkur
skóli mundi t.d. útskrifa vél-
tæknifræðinga, raftæknifræð-
inga og byggingartæknifræðinga.
Þá myndu vélstjórar hljóta
menntun sína í einni deild slíks
skóla.
— Við eigum nú hér á landi um
80 taeknifræðinga dreifða út um
allt. En 'þeir hafa yfirleitt ekki
næga hagnýta þekkingu, sem
svarar til íslenzkra atvinnu-
hátta. Við þurfum sjálfir að geta
menntað sérfræðinga okkar á
sviði síldarvinnslu, fiskimjöls-
vinnslu og jafnvel bútækni svo
eitthvað sé nefnt. Menn þessir
hafa í fyrsta lagi alhliða tækni-
menntun en auk þess er sér-
grein þeirra á einhverju þessara
sviða. Og þessa þekkingu verða
þeir að hljóta hér heima, alast
upp og nema við okkar atvinnu
'hætti, þekkja þarfir okkar og
möguleika. Menntun við okkar
hæfi verður aldrei sótt eingöngu
til útlanda svo vel sé.
— Þetta verða menn líka að
nema ungir. Þeir þurfa að hafa
lokið námi 22—24 ára og geta þá
hafið starf og vinna sig síðan
upp. Maður, sem búinn er að
leggja í langa skólagöngu, á ef
til vill fjölskyldu, verður þegar
í stað að hljóta góða stöðu. Hann
hefir blátt áfram ekki tíma til
að vinna sig áfram. Það er at-
hyglisvert að Norðmenn, Danir
og Svíar hafa allir nýlega gert
á því víðtæka sérfræðilega at-
hugun, hver þörf er fyrir aukna
tæknimenntun. Og þeir hafa kom
ist að þeirri niðurstöðu að ekk
ert megi til spara að allir ungl
ingar hvort sem eru karlar eða
konur, eigi að geta hömlulaust
hlotið þá tæknimenntun, sem
þeir æskja.
—Hér á landi aftur á móti á
enginn einasti unglingur færi á
því að tæknimennta sig.
— Við stöndum nú á mjög al-
varlegum tímamótum. Við verð
um, til þess að halda og auka
efnahagslegt sjálfstæði okkar
að taka tæknina í okkar þjón-
ustu í mjög auknum mæli, eða
dragast aftur úr og bíða óbætan
legt tjón ella. Það hefir lengi
verið og er enn mín skoðun að
tækniframfarir á sviði fisk-
vinnslu og matvælaiðnaðar sé
okkar stærsta velferðarmál. Við
erum þannig settir að hér á ís-
landi ætti að vera stærsta fisk-
vinnslustöð við Norðurhöf. En
til þess að svo megi verða meg
um við ekki vera hræddir við að
hafa fulla samvinnu við ná-p
grannaþjóðir okkar. Við eigum
hér á landi að vinna fiskinn og
gera hann að girnilegri vöru fyr
ir markaði Evrópu og Ameríku
og kannske víðar.
— En til þess megum við ekki
sífellt berja hausnum við stein-
inn og einangra okkur. Við meg
um ekki óttast samvinnu við aðr
ar þjóðir í þessu efni. Við tölum
í fjálglegum ræðum um erlent
fjármagn til stóriðju. En það má
ekki nefna erlent fjármagn eða
samvinnu við aðra um fisk-
vinnslu eða matvælaiðnað öðru
vísi enn að vera nefndur land-
ráðamaður. Ef við höfnum þeirri
samvinnu er ekkert líklegra en
að fram hjá okkur verið gengið
og áð þá vérði of seint fyrir
okkur að snúa við.
— Englendingar tala nú mjög
um að útbúa risastór móðurskip
til þess að taka á móti og vinna
fiskinn. Danir ætla að setja upp
fiskmiðstöð á Grænlandi. Við
vitum að með nútíma tækni er
þetta allt hægt. En væri ekki
hagkvæmara að hefja samvinnu
við þessar þjóðir og jafnvel
fleiri um að annast þetta verk
hér á landi á miðju veiðisvæði
Skemmíikvöld
í G.T.-húsinu í kvöld kl. 8,30
★ BERTI MÖLLER syngur
_______ Vetrarstarfsnefnd
þeirra þjóða sem fiskiveiðar
stunda í Norðurhöfum.
—Við verðum að líta til fram
tíðarinnar og athuga það, að
nokkur ár eru skammur tími í
lífi heillar þjóðar. Skammsýni
okkar má ekki verða til þess að
arftakar okkar verði að horn-
rekum í samskiptum þessara
þjóða.
— Við þurfum ekki að vinna
þetta verk í einni svipan. En
framkvæmdir okkar verða að
miðast við áætlanir langt fram í
tímann. Við flettum vart svo
fréttablaði að við rekumst ekki
hvervetna á álit sérfróðra manna
um að framundan sé matvæla-
skortur i heiminum og við höf-
um einmitt ótæmandi möguleika
til matvælaframleiðslu.
— Við þyrftum í þessu efni
ekki að byrja stærra en svo að
leyfa erlendum fiskiskipum að
l^ggja afla sinn hér á land. Við
myndum kaupa hann af þeim,
vinna hann og selja út, en skip
unum mundum við.selja vistir og
eldsneyti. Hugsum okkur öll
fiskiðjuverin víðsvegar um land-
ið, sem standa ónotuð mikinn
hluta ársins, sem gætu hæglega
tekið við mun meiri afla. Fiski
skip langt að hafa ekkert á móti
því að losa sig við litinn afla,
þegar tregt er um hann, í stað
þess að sigla með hann hundruð
mílna. Þetta mundi efla efna-
hagsafkomu fiskvinnslustöðv-
anna, gera þeim fært að búa sig
mun betur tæknilega og auka
þannig afkastagetu þeirra.
— Þessi ótti yið samvinnu við
aðrar þjóðir er hreinn barna-
skapur. Við íslendingar erum
eins vel menntaðir og þær og
því á ekki að þurfa að óttast
að þær „snuði“ okkur að „snúi
ó okkur“, eins og svo margir
vilja halda fram.
— Eins og er má kannske segja
að matvælaframleiðsla okkar sé
of dýr. Það þarf því að tækni
búa hana betur. Til þess þarf
fjármagn. Og um það eigum við
óhikað að semja við aðrar þjóðir
sem af slíkri framleiðslu hafa
hag. Við þurfum heldur ekkert
að óttast að stórauka tækni okk
ar. Það sem okkur vantar hér
fyrst og fremst er viiinuafl,
fólk. Tækniþróun annarra þjóða
kostar oft þúsundir og milljón-
ir manna atvinnuna en þær fram
kvæma hana samt. Hér er slíkt
vandamál ekki fyrir hendi.
— Nei, samkomulag og sam-
vinna getur alltaf tekizt þegar
fullþroska menn setjast niður og
ræða málin, kryfja þau til mergj
ar og leita um þau samvinnu.
Eru ekki styrjaldir til komnar
vegna þröngsýni og þess að menn
vilja ekki leita sátta og samkomu
lags? Þessi skortur á víðsýni og
samkomulagsvilja má ekki verða
til þess að við verðum aftur úr
á efnahagssviðinu eða komumst
jafnvel á kné. Hvað verður þá
um þjóðarstolt okkar og sjálf
stæði?
— Frístundastörfin mín hafa
verið margháttuð. Ég hef haft
áhuga á svo mörgu og lagt hönd
á svo margt. Sumt hefir bland-
ast daglegum störfum, annað
verið mér til gamnas og dægra-
styttingar. Ég kenni eðlisfræði
hér við skólann. Þetta hefir leitt
mig til að grúska í ýmsu er
varðar himingeiminn og atóm-
vísindi og heyrir þó að nokkru
til frístundaiðju. Það mætti ef
til vill kalla það frístundastarf að
ég stjórnaði lagningu hluta Ljósa
fosslínunnar eða að ég endur-
skipulagði fiskverkunarhús Har-
aldar Bövarssonar hvorttveggja
að sumri til. Slík verk eru ekki
síður til skemmtunar en hags.
— Já veitt hef ég nokkuð lax.
Var allgóður við það framan af,
en er nú að letjast með aldrin-
um. Ég hafði líka mikinn áhuga
á leikstarfsemi og fékkst lengi
við hana. Ég vann mikið að því
að endurvekja Menntaskólaleik-
ina.
— Ég hef verið ákaflega hepp-
inn með allt sem ég hef lagt
hönd að, því mér hefir alltaf
íþótt gaman að öllu sem ég hef
gert um dagana. Kennsla hefir
verið mér yndi. Og það gr mín
reynsla að það sé mjög auðvelt
að komast af við ungt fólk, ef
rétt er að því farið, því ungmenn-
in erú mörg opin fyrir öllu rétt-
læti.
★
Hér látum við þessu stutta
rabbi við Gunnar Bjarnason
skólastjóra lokið, en að síðustu
viljum við kynna hann nokkru
nánar og rekja í stórum drátt-
um æviferil hans.
Gunnar Bjarnason er fæddur
í hjarta Reykjavíkur eða þar
sem nú stendur verzlunarhús
Geysis. Hann er sonur Nicolai
Bjarnason og önnu Emiliu fædd
Thorsteinsson- Ættarnafn Gunn-
ar er upphaflega Bjarnesen og
• síðar Bjarnasen, en afi föður
hans fluttist frá Skagaströnd til
Vestmannaeyja. Fengust forfeð-
ur hans við verzlunarstörf.
Gunnar gekk í Menntaskólann
í Reykjavík og útskrifaðist sem
stúdent úr máladeild 1921, en.
tók síðan aukapróf úr stærð-
fræðideild 1922, en þá var hún
sérdeild í fyrsta sinn. Síðan
sigldi Gunnar til Kaupmanna-
hafnar og ætlaðí að nema véia-
verkfræði, og tók að stunda verk
legt nám hjá Burmeister og
Wain. Eftir ársdvöl þar tók hann
skæða veiki og lá milli heims og
helju í 9 mánuði. Er hann var
kominn á ról fór hann aftur
heim til íslands 1928 og var í
Ferjukoti þar til hann hafði
nokkurn veginn náð heilsunni
aftur, en þar hafði hann verið
í sveit sem ^trákur. Siðan tók
hann að vinna við almenna járn-
smíði og uppsetningu véla. Var
hann síðan hvattur til að sigia
á ný og ná sér í réttindi. Fór
hann því til Þýzkalands og gekk
á véltækniskóla í Mittweida í
Saxen. Þaðan kom hann heim að
loknu námi 1930. Næsta áratug
vann hann við vélsmíðar og
járnsmíðar víðsvegar um land,
setti meðal annars upp vélar í
Dagverðareyrarverksmiðjuna og
hafði eftirlit með uppsetningu
síldarverksmiðjunnar á Seyðis-
firði. Á styrjaldarárunum fékkst
hann við byggingarframkvæmd-
ir. Árið 1945 gerðist hann kenn-
ari við Vélskólann í Reykjavík
og 1955 varð hann skólastjóri
þar.
Árið 1932 kvæntist Gunnar
önnu Jónsdóttur prests. Árna-
sonar á Bíldudal. Eiga þau tvö
börn.
Heimili þeirra er rómað fyrir
fegurð og gestrisni og er ekki að
efa að hugur margra mun
hvarfla þangað á þessum tíma-
mótum húsbóndans.
vig.
aMKI::
1926
35 ára
LANDSMÁLAFÉ LAGIÐ VÖRÐL'R
AFMÆLISF AGNAÐU
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 20,30.
- FJÖLBREYTT DAGSSKRÁ -
ÁVÖRP — SKEMMTIATRIÐI — DANS — HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20,30
1961
Aðgöngumiðar verða afhentir í skrifstofu Sjálf stæðisPokksins í dag kl. 2—4.